Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 68
4. júlí 2005 MÁNUDAGUR > Við hrósum ... ... forráðamönnum körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fyrir að ætla að taka slaginn í Evrópukeppninni að alvöru. Þeir eru nú að íhuga af mikilli alvöru að fá til sín annan Bandaríkjamann á meðan Evrópukeppninni stendur sem fengi ekki að taka þátt í leikjum liðsins í Intersport-deildinni, eins og nýjar reglugerðir kveða á um. Heyrst hefur ... ... að FH-ingar séu í viðræðum við forráðamenn Lilleström um að kaupa miðjumanninn Davíð Þór Viðarsson. Sá hefur verið í láni hjá FH frá norska liðinu það sem af er sumri og staðið sig með mikilli prýði. Vilja FH-ingar með engu móti missa Davíð Þór og ef eina leiðin er að kaupa hann þá er það eitthvað sem stendur ekki í vegi fyrir þeim. sport@frettabladid.is 20 > Við hrósum ... .... kvennaliði Hauka í körfubolta fyrir þann kjark sem liðið hefur augljóslega með því að taka þátt í Evrópu- keppninni. Haukar eru með yngsta lið sem nokkurn tíma hefur tekið þátt í Evrópukeppni í körfubolta, meðalaldurinn er um 18 ár. Breiðablik vinnur ÍA á Skipaskaga FÓTBOLTI Í öllum þremur leikjunum í VISA-bikarnum í kvöld leika lið úr Landsbankadeildinni gegn lið- um úr 1.deild. Toppliðin tvö í 1.deildinni kljást bæði við lið sem eru um miðja Landsbankadeildina og því gæti fólk séð í þeim leikj- um hver munurinn milli deild- anna tveggja er. Jörundur Áki Sveinsson, þjálf- ari Stjörnunnar, spáði í leiki kvöldsins fyrir Fréttablaðið en Stjarnan tapaði 2-0 í 32 liða úrslit- um keppninnar fyrir Grindavík. Sigurður Jónsson og læri- sveinar hans í Víking Reykjavík taka á móti KR-ingum og reiknar Jörundur með hörkuleik. „KR-ingum hefur ekki gengið vel í deildinni og ég tel nú ekki möguleika á því að þeir verði Ís- landsmeistarar þannig að þeir eru örugglega ákveðnir í að komast áfram í bikarkeppninni. Það er því ábyggilega allt undir hjá þeim í kvöld en að sama skapi þá eru Víkingarnir með bullandi sjálfs- traust. Þeir eru í öðru sæti í 1. deildinni, með baráttuglatt og vel skipulagt lið. Þetta verður því ekki ójafn leikur en ég giska á að KR-ingarnir nái að sigra 2-1.“ sagði Jörundur. Breiðablik úr Kópavogi trónir taplaust á toppi 1. deildarinnar með sjö stiga forskot á Víking sem er í öðru sætinu. Blikar fara upp á Skipaskaga og leika gegn ÍA. „Þetta verður mjög athyglis- verður leikur. Mínir fyrrum félag- ar í Breiðabliki hafa verið spútniklið sumarsins í 1. deild. Þar eru þeir með afgerandi for- ystu, sprækt lið með duglega stráka. Í bland við þessa efnilegu stráka hafa þeir síðan reynslu- bolta og ég spái þeim eins marks sigri á Akranesi.“ sagði Jörundur en hann er fyrrum þjálfari Breiðabliks. Hann spáir þó ekki jöfnum leik að Hlíðarenda en þar leikur Valur gegn Haukum úr Hafnarfirði sem eru í sjötta sæti 1. deildar. Haukar unnu úrvalsdeildarlið Þróttar óvænt í 32 liða úrslitum eftir víta- spyrnukeppni. „Úrslitin í þessum leik ættu að vera nokkuð borðliggjandi. Ég held að það sé alveg klárt mál að þar muni Valur sigra, Haukar hafa sýnt öllu meira í 1. deild en búist var við af þeim í upphafi móts en Valsliðið er of sterkt fyrir þá. Leikmenn Vals hafa mikið sjálfstraust og bara mjög gott fót- boltalið, ég veit að Willum ætlar sér ekkert annað en sigur. Ég spái því að þeir vinni nokkuð létt í þessari viðureign 4-0.“ sagði Jör- undur. elvar@frettabladid.is Búið er að draga í Evrópukeppnina í körfubolta: SUND Ægir hrósaði sigri í bikar- keppni Sundsambands Íslands sem fram fór um helgina í Laug- ardalslaug. Sigur Ægis var sann- færandi en í öðru sæti kom Sund- félag Hafnarfjarðar og Íþrótta- bandalag Reykjanesbæjar í því þriðja. Sundfélagið Óðinn féll úr 1.deild en þeirra sæti tekur Fjöln- ir sem vann 2.deild. Karlasveit Ægis setti nýtt Ís- landsmet í gær í 4x100 m skrið- sundi er hún synti á 3.36,90 mínút- um og sló met sem SH átti. Á laug- ardag bætti Anja Ríkey Jakobs- dóttir eigið met í 100 metra baksundi er hún synti á 1.04,91. Á laugardagskvöldinu fór síðan fram sérstakt lágmarksmót um leið og fyrsta hluta bikarmótsins lauk. Þar bætti Anja eigið Íslands- met í 50 metra baksundi með því að synda á 30,41 sek. Hjörtur Már Reynisson úr KR setti síðan nýtt Íslandsmót í 50 metra flugsundi þegar hann synti á 24,91 sek. en fyrra metið átti hann sjálfur. Anja bætti eigi› íslandsmet Óskar Snær Vignisson náði þeim frá- bæra árangri að skora átta mörk í einum og sama leiknum með liði sínu Hvöt frá Blönduósi gegn liði Afríku í þriðju deild Íslandsmótsins í knatt- spyrnu á laugardaginn, en leiknum lauk með 14-1 sigri Hvatar. Fréttablaðið sló á þráðinn til Óskars og spurði hann hvernig hann færi að því að skora svona mörg mörk. „Þetta var nú fyrsti leikurinn minn sem framherji í sumar, því ég hef aðallega leikið sem vinstri bakvörður í sumar,“ sagði Óskar, sem þrátt fyrir að vera í vörninni var búinn að skora tvö mörk í fyrstu fimm leikjunum áður en hann margfaldaði þá tölu svo eftirminnilega á laugardaginn. „Þetta voru flest allt mörk eftir stungusendingar, nema hvað eitt þeirra var skot fyrir utan teig. Ég er nú frekar lágvaxinn og nettur þannig að ég er nú ekkert að skora mikið með skalla eða þannig,“ bætti hann við. Óskar lék sem framherji í liði sínu í fyrra með einstaklega góðum árangri en á einhvern óskiljanlegan hátt var hann færður aftur í bakvörðinn í upphafi tímabilsins í ár. Ekki er hægt að segja annað en að Óskar hafi nýtt tækifærið vel þegar hann fékk loksins að leika í framlínunni á nýjan leik. „Ég lék sem fram- herji í fyrra og skor- aði þá sautján mörk í tólf leikjum, en met- ið mitt var áður sex mörk í einum leik í hittifyrra með Snerti frá Kópaskeri,“ sagði hin 21 árs gamla markamaskína frá Blönduósi, sem fæddist raunar á Akranesi og bjó þar fyrstu tvö ár ævi sinnar. „Ætli það sé bara ekki í gen- unum þarna á Skaganum að geta skorað mörk,“ sagði Óskar, sem seg- ir að lið úr fyrstu deildinni hafi haft samband við sig í vor, en hann hafi kosið að vera hjá Hvöt, sem hann segir vera með góðan hóp og ætli sér upp um deild í sumar. „Svo fer ég líklega til Reykjavíkur í vetur til náms og þá er aldrei að vita hvað gerist. Kannski vantar þá markaskorara á Skaganum,“ sagði Óskar og hló. ÓSKAR SNÆR VIGNISSON, LEIKMAÐUR HVATAR: SKAUT AFRÍKU Á BÓLAKAF Í 3. DEILDINNI Skora›i átta mörk í einum og sama leiknum STEFÁN GÍSLASON Er óðum að festa sig í sessi hjá liði sínu Lyn í noregi Norski boltinn um helgina: Haraldur á skotskónum Íslendingarnir í norska boltanum voru atkvæðamiklir í gær eins og svo oft áður og létu nokkrir mikið að sér kveða. Haraldur Freyr Guðmundsson skoraði fyrir Álasund sem lék á heimavelli gegn Viking í norsku úrvalsdeildinni í gær. Hann skor- aði fyrsta mark leiksins en það dugði þó skammt því Viking fagn- aði sigri í leiknum 2-1. Hannes Þ. Sigurðsson var í byrjunarliði Vik- ing og lék allan leikinn líkt og Haraldur. Lyn vann góðan 3-1 sigur á Bodö/Glimt á útivelli en Stefán Gíslason lék allan leikinn með Lyn og stóð sig vel. Þeir Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sig- urðsson voru báðir í byrjunarliði Brann og léku allan leikinn í vörn liðsins sem náði 2-0 sigri á Ham- Kam. Jóhannes Harðarson lék fyrstu 55. mínúturnar fyrir Start sem vann góðan 2-1 útisigur á Fredrikstad og lagði hann upp fyrsta mark liðsins í leiknum. Start er í efsta sæti deildarinnar með 30 stig að loknum þrettán umferðum, sex stigum á undan Brann og Viking sem koma næst. Í öðrum leikjum Noregs í gær vann Molde 2-0 sigur á Lilleström og Rosenborg náði góðum 2-1 úti- sigri á Tromsö. Tour de France er hafin: Armstrong er í ö›ru sæti HJÓLREIÐAR Bandaríkjamaðurinn Lance Armstrong var í öðru sæti eftir fyrstu tvo áfangana á Tour de France hjólreiðamótinu, sem hófst í gær. Landi hans, David Za- briskie er í forystu, aðeins tveim- ur sekúndum á undan félaga sín- um. Armstrong var fyrir mótið í ár ekki talinn mjög sigurstrang- legur þrátt fyrir að hafa unnið keppnina sex ár í röð, en hann dró það að tilkynna þátttöku sína fram á síðustu stundu að þessu sinni. Ef marka má byrjun kappans er þó ekki að sjá að hann hafi misst taktinn og fróðlegt verður að fylgjast með kappanum í fram- haldinu. -bb Í kvöld hefjast sextán li›a úrslit VISA-bikars karla me› flremur leikjum en á morgun ver›a sí›an fimm leikir á dagskrá. Jörundur Áki Sveinsson spáir Blikasigri uppi á Skaga. KÖRFUBOLTI Karlalið Keflavíkur og kvennalið Hauka eiga erfitt verkefni fyrir höndum í haust, en um helgina var dregið í riðla í Evrópukeppni félagsliða í körfu- bolta. Keflvíkingar keppa í áskorendakeppni Evrópu, en fyrirkomulagi hefur verið breytt nokkuð frá því sem verið hefur og keppnin orðin sterkari en nokkru sinni fyrr. Keflvíkingar drógust í undan- riðil með finnsku meisturunum í Lappeenranta NMKY og úkra- ínska liðinu Sumihimprom Sumy, en bæði þessi lið eru firnasterk að mati Sigurðar Ingi- mundarsonar. „Ég er ekki frá því að þessi lið séu hreinlega sterkari en lið- in sem við myndum mæta í 16 liða úrslitunum ef við förum upp úr þessum riðli,“ sagði Sigurður þegar Fréttablaðið náði tali af honum þar sem hann var stadd- ur úti í Munchen, þar sem for- ráðamenn liðsins voru að leggja lokahönd á að festa leikdagana, sem að sögn Sigurðar henta liðinu prýðilega. Keflvíkingar leika útileikina tvo á þremur dögum í endaðan október og leika svo heimaleik- ina með hálfsmánaðar millibili í nóvember. Haukastúlkur eru fyrsta ís- lenska kvennaliðið sem tekur þátt í Evrópukeppni, en þær verða í riðli með spænska liðinu Caca Canarias frá Kanaríeyjum, en það er einmitt liðið sem Signý Hermannsdóttir lék með á sín- um tíma, Polissportiva Ares Ribera frá Ítalíu og franska lið- inu Pays D’Aix Basket 13. Haukastúlkur munu tefla fram kornungu liði í keppninni og for- vitnilegt verður að sjá hvernig þeim reiðir af í sínu fyrsta Evr- ópuævintýri. -bb Keflvíkingar í mjög öflugum ri›li SIGURÐUR INGIMUNDARSON Telur riðil Keflavíkur vera firnasterkan. Bikarkeppni SSÍ sem fram fór um helgina: FÓTBOLTI Argentína setti nýtt met með því að sigra Heimsmeistara- keppnu u20 ára í fimmta sinn um helgina. Í úrslitaleiknum vann Argentína 2-1 sigur á Nígeríu í mjög jöfnum úrslitaleik þar sem Nígería komst nálægt því að verða fyrsta Afríkuþjóðin til að sigra mótið. Tvær vítaspyrnur frá Lionel Messi tryggðu Argentínu- mönnum sigurinn en hann er bjartasta von fótboltans í Suður- Ameríku. Hann var krýndur markakóngur keppninnar með sex mörk og var einnig valinn besti leikmaður mótsins. „Ég gjörsamlega ræð mér ekki yfir kæti eftir þennan sigur. Messi átti stórfenglegt mót og hann á svo sannarlega skilið allt þetta hrós sem hann fær.“ sagði Francisco Ferraro, þjálfari Argentínu eftir leikinn. Messi er á mála hjá spænska stórlið- inu Barcelona og er oft líkt við Diego Mara- dona. Nígeríu- maðurinn John Obi Mikel varð annar í kjörinu á l e i k m a n n i mótsins. Argentína mar›i Nígeríu Heimsmeistaramót U-20 ára landslið: LIONEL MESSI SIGRAR SKAGINN AFTUR Á HEIMAVELLI? ÍA vann sigur á ÍBV í síðasta heimaleik sínum í síðustu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.