Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 51
35MÁNUDAGUR 4. júlí 2005 ÍAV eru nú með í byggingu fimm glæsileg tveggja hæða hús með þremur íbúðum hvert við Perlukór í Kópavogi. Sala á húsunum hófst fyrir tæp- um mánuði og er þriðjungur íbúða þegar seldur. Að sögn Margrétar Sveinbjörnsdóttur, sölufulltrúa hjá ÍAV, hefur eftir- spurnin verið mjög góð. „Við áttum von á því að markaðurinn tæki þessum íbúðum vel, eink- um þar sem mikið hefur verið lagt í alla hönnun, hátt er til lofts, stórir gluggar og einstakt útsýni er yfir Elliðavatn og mik- il fjallasýn. Hverfið er einnig mjög barnvænt. Í hverju húsi eru þrjár íbúðir, tvær fjögurra herbergja 108 fermetra og ein fimm herbergja 150 fermetra,“ segir Margrét. Húsin eru hönnuð af ASK arkitektum, sem lögðu sérstaka áherslu á staðsetningu gagnvart sól og útsýni. Sérinngangur er í hverja íbúð og er sameign í hluta hússins. Sérstæði fyrir hverja íbúð er í bílageymslu. Út- veggir eru steinaðir og slétt- múraðir og timburklæddir að hluta. Gluggar eru ál/trégluggar og harðviðargluggar að hluta. Húsin verða því viðhaldslítil. Íbúðirnar eru afhentar full- búnar án gólfefna en með flísa- lögðum baðherbergis- og þvotta- húsgólfum. Tengikassi fyrir stjörnutengingar og síma-, tölvu-, breiðbands,- og ljósleið- aratengingar verða frágengnar í stofu og svefnherbergjum. Inn- réttingar eru mjög vandaðar og hægt að velja um fjórar viðar- tegundir í spónlögðum vönduð- um innréttingum frá HTH og þrjár viðartegundir í hurðum. Heimilistæki eru frá AEG. Lóð- in er hönnuð af Landslagi ehf. Bílastæði verða malbikuð og gengið vandlega frá lóð með torfi, hellulögn og malbiki eftir því sem við á. ■ Einstakt útsýni í barnvænu hverfi Húsin eru hönnuð af ASK arkitektum, sem lögðu sérstaka áherslu á staðsetningu gagnvart sól og útsýni. HÆÐIR L A U G A R N E S V E G U R – L A U S STRAX Vorum að fá í einkasölu glæsilega og mikið endurnýjaða íbúð í fjórbýli á þessum eftirsótta stað. Íbúðin hefur nánast öll verið tekin í gegn á undanförnum árum, m.a. eldhús og bað og gólfefni. Parket og flísar eru á gólfum. Þetta er mjög góð íbúð sem vert er að skoða. Verð 25,5 millj. GNOÐARVOGUR Vorum að fá í einkasölu góða 3ja herb. íbúð á þessum eftirsótta stað í höfuðborginni. Gott skipulag er á íbúðinni og yfirbyggðar svalir með gengt út í garð. Parket og flísar eru á gólfum. Kíkið á þessa. Verð kr. 17,9 millj. STRANDGATA Nýkomin í einkasölu mjög rúmgóð og falleg sérhæð við miðbæ Hafnarfjarðar. Sérinngangur. Mjög gott skipulag á íbúðinni og fallegt útsýni yfir höfnina. Íbúðin er alls 116 fm., 4ra herb. íbúð. Töluvert endurnýjuð að innan og í góðu standi að utan. Verð kr. 21 millj. 4-5 HERB. LÆKJARGATA, HF. M/BÍLSKÝLI Vorum að fá í sölu stórglæsilega penthouse íbúð miðsvæðis í Hafnarfirði. Íbúð sem búið er að endurnýja nánast alla, m.a. bæði eldhús og bað og hurðar og gólfefni. Vandaðar innréttingar. Aðeins 4 íbúðir í stigaganginum. Örstutt í skóla og leikskóla og miðbærinn er í göngufæri. Verð 24,9 millj. 3JA HERB. ANDRÉSBRUNNUR-BÍLGEYMSLA OG LYFTA Vorum að fá í einkasölu fallega íbúð í lyftufjölbýli og með stæði í bílgeymslu í þessu nýja og glæsilega hverfi í Grafarholtinu. Íbúðin er skemmtilega hönnuð, 95 fm, opin og björt og nýtist afskaplega vel. Vandaðar innréttingar og tæki og góð gólfefni, parket og flísar. Góðar suður svalir. Aðeins 3 stæði í bílgeymslunni. Verð 21,5 millj. BRATTAKINN Nýkomin í einkasölu mjög falleg og mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð með sérinngangi í litlu parhúsi. Góð gólfefni og innréttingar. Íbúðin er skráð 72,6 fm og auk þess er þvottaherbergi í kjallara sem ekki er skráð hjá FMR. Verð kr. 17 millj. Í EINBÝLI, RAÐ- OG PARHÚS VÍÐIÁS, GARÐABÆ Vorum að fá í einkasölu fallegt hús með skemmtilega hönnun á þessum eftirsótta stað í nýju hverfi Garðbæinga. Húsið er ekki fullbúið og býður því nýjum eigendum upp á mikla möguleika með endanlegan frágang innréttinga o.fl. Stórglæsileg, afgirt timburverönd með heitum potti, hátalarar í þakskeggi. Gegnheilt Mahogny í gluggum og útihurðum. Verð 55 millj. HRAUNBRÚN - FRÁBÆR STAÐSETNING Mjög gott 204 fm. tvílyft einbýli, þ.m.t. innb. bílskúr, á þessum vinsæla og fallega stað í Hafnarfirði. Mjög gott skipulag, möguleiki á séríbúð á neðri hæð. Húsið stendur við jaðar Víðistaðatúnsins og stutt er í skóla. Verð 46,5 millj. LÆKJARKINN Nýkomið í einkasölu mjög fallegt og vel staðsett einbýli,, kjallari, hæð og ris, samtals 280 fm með innb. bílskúr. Húsið er mjög vel með farið, jafnt að innan sem að utan og hefur verið vel við haldið. Húsið er steypt, klætt að utan með áli. Möguleiki að hafa tvær íbúðir í húsinu. Verð 37 millj. VESTURVANGUR Vorum að fá í einkasölu vel hannað og frábærlega staðsett einbýli með aukaíbúð í kjallara innst í botnlanga í Norðurbænum. Húsið er alls um 310 fm, þar ef er bílskúr um 60 fm. Þetta er hús sem býður upp á mikla möguleika. Þarna er mikil skjólsæld og umhverfi sérlega rólegt og barnvænt. Verð 56 millj. SMÍÐUM ESKIVELLIR - BÍLSKÝLI Í sölu nýjar og glæsilegar 3ja, 4ra og 5. herb. íbúðir í nýju og vönduðu lyftufjölbýli á Völlunum í Hafnarfirði. Íbúðirnar eru frá 80 fm. og upp í 142 fm. Glæsilegur frágangur, m.a. hornbaðkar á baðherbergi. Fyrsta flokks innréttingar frá Modulla. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna en þó með flísum á baðherbergi og þvottahúsi. Hús verður klætt að utan og því viðhaldslítið í nánustu framtíð. Lóð skilast fullfrágengin. Nánari upplýsingar veita sölumenn Fasteignastofunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.