Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 38
22 4. júlí 2005 MÁNUDAGUR Hér er hægt að hlaupa í hringi þangað til maður getur ekki meir og kasta sér svo í grasið og þefa aðeins af því. Trén í Norðurmýrinni bera bráðum byggðina ofurliði og teygja sig hátt til himins. Þessi leikvöllur er í felum inn á milli Auðarstrætis, Bollagötu og Gunnarsbrautar. Hér er greinilega verið að undirbúa mikla matjurtarækt Flest húsin í Norðurmýrinni eru svipuð að utan og státa af fallega grónum görðum. Útilistaverk eru á víð og dreif um Miklatúnið og eru bæði til prýði auk þess að lífga ímyndunaraflið. Há tré, litrík blóm, ljós og skuggar eru táknræn fyrir garðana í Norðurmýrinni sem hafa haft hátt í sjötíu ár til að dafna. Húsin við Flókagötuna eru mörg hver einkar glæsileg. Á Miklatúninu var nýverið komið upp strandblakvelli, með sandi og neti. Nú vantar bara sólina. Norðurmýrin er með rómantískustu hverfum Reykjavíkur. Hverfið byggðist á fjórða áratugnum og þá voru sett niður örlítil tré sem hafa teygt úr sér í tímans rás og nú fylla há tré heila garða. Hús- in kúra í skjóli trjánna, grá, ferköntuð og feimin, öll ólík en með sama svipmóti. Göturnar heita eftir hetjum Íslendingasagnanna: ástarþríhyrningnum Guðrúnu, Kjartani og Bolla, Gunnari á Hlíðarenda og Hrafna-Flóka svo fáir séu nefndir. Ýmsar bók- menntir eiga upptök sín á þessum slóðum, fyrst kemur auðvitað upp í hugann bókin Mýrin eftir Arnald Indriðason sem á sér að mestu leyti stað í Norðurmýrinni og þar hafa ýmis mikilmenni vaxið úr grasi en því til sönnunnar má nefna að uppvaxt- arsaga Megasar, sem Þórunn Valdimarsdóttir skráði, heitir einmitt Sól í Norðurmýri. Norðurmýrin er einstaklega vel staðsett, stutt niður á Laugaveginn og niður í miðbæ en langt í há- vaðann sem oft vill fylgja miðbæjum. Stutt upp í Kringlu ef eini tilgangurinn er að versla. Ekki má gleyma Miklatúninu sem hvílir eins og grænn gim- steinn við jaðar Mýrarinnar. Þar tíðkaðist að sleppa lömbum og kálfum á vorin á fjórða áratugn- um og þá var alveg bannað að leika sér á túninu. Nú er öldin önnur og á Miklatúni eiga allir möguleika á að una sér vel; leikvellir, íþróttasvæði, útilista- verk, og stór græn tún sem duga vel þegar mann langar að hlaupa eins hratt og maður getur, beint af augum. Á Kjarvalsstöðum eru ætíð skemmtilegar myndlistarsýningar og notalegt kaffihús fyrir list- vini og þá sem kunna því vel að taka lífinu með ró. Norðurmýrin er paradís fyrir ketti og krakka sem stöðugt geta fundið ný ævintýri handan garðveggj- anna og á milli stórra skuggsælla trjánna. Fólki líð- ur vel þar í kyrrðinni, anganinni frá túninu og trjánum með allt innan seilingar. ■ Með allt innan seilingar Norðurmýrin er í raun bæjarmiðjan, mitt á milli miðbæjarins og Kringlunnar. Hverfið byggðist á fjórða áratug síðustu aldar og er án vafa eitt það rómantískasta í borginni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.