Fréttablaðið - 04.07.2005, Side 38

Fréttablaðið - 04.07.2005, Side 38
22 4. júlí 2005 MÁNUDAGUR Hér er hægt að hlaupa í hringi þangað til maður getur ekki meir og kasta sér svo í grasið og þefa aðeins af því. Trén í Norðurmýrinni bera bráðum byggðina ofurliði og teygja sig hátt til himins. Þessi leikvöllur er í felum inn á milli Auðarstrætis, Bollagötu og Gunnarsbrautar. Hér er greinilega verið að undirbúa mikla matjurtarækt Flest húsin í Norðurmýrinni eru svipuð að utan og státa af fallega grónum görðum. Útilistaverk eru á víð og dreif um Miklatúnið og eru bæði til prýði auk þess að lífga ímyndunaraflið. Há tré, litrík blóm, ljós og skuggar eru táknræn fyrir garðana í Norðurmýrinni sem hafa haft hátt í sjötíu ár til að dafna. Húsin við Flókagötuna eru mörg hver einkar glæsileg. Á Miklatúninu var nýverið komið upp strandblakvelli, með sandi og neti. Nú vantar bara sólina. Norðurmýrin er með rómantískustu hverfum Reykjavíkur. Hverfið byggðist á fjórða áratugnum og þá voru sett niður örlítil tré sem hafa teygt úr sér í tímans rás og nú fylla há tré heila garða. Hús- in kúra í skjóli trjánna, grá, ferköntuð og feimin, öll ólík en með sama svipmóti. Göturnar heita eftir hetjum Íslendingasagnanna: ástarþríhyrningnum Guðrúnu, Kjartani og Bolla, Gunnari á Hlíðarenda og Hrafna-Flóka svo fáir séu nefndir. Ýmsar bók- menntir eiga upptök sín á þessum slóðum, fyrst kemur auðvitað upp í hugann bókin Mýrin eftir Arnald Indriðason sem á sér að mestu leyti stað í Norðurmýrinni og þar hafa ýmis mikilmenni vaxið úr grasi en því til sönnunnar má nefna að uppvaxt- arsaga Megasar, sem Þórunn Valdimarsdóttir skráði, heitir einmitt Sól í Norðurmýri. Norðurmýrin er einstaklega vel staðsett, stutt niður á Laugaveginn og niður í miðbæ en langt í há- vaðann sem oft vill fylgja miðbæjum. Stutt upp í Kringlu ef eini tilgangurinn er að versla. Ekki má gleyma Miklatúninu sem hvílir eins og grænn gim- steinn við jaðar Mýrarinnar. Þar tíðkaðist að sleppa lömbum og kálfum á vorin á fjórða áratugn- um og þá var alveg bannað að leika sér á túninu. Nú er öldin önnur og á Miklatúni eiga allir möguleika á að una sér vel; leikvellir, íþróttasvæði, útilista- verk, og stór græn tún sem duga vel þegar mann langar að hlaupa eins hratt og maður getur, beint af augum. Á Kjarvalsstöðum eru ætíð skemmtilegar myndlistarsýningar og notalegt kaffihús fyrir list- vini og þá sem kunna því vel að taka lífinu með ró. Norðurmýrin er paradís fyrir ketti og krakka sem stöðugt geta fundið ný ævintýri handan garðveggj- anna og á milli stórra skuggsælla trjánna. Fólki líð- ur vel þar í kyrrðinni, anganinni frá túninu og trjánum með allt innan seilingar. ■ Með allt innan seilingar Norðurmýrin er í raun bæjarmiðjan, mitt á milli miðbæjarins og Kringlunnar. Hverfið byggðist á fjórða áratug síðustu aldar og er án vafa eitt það rómantískasta í borginni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.