Fréttablaðið - 04.07.2005, Qupperneq 10
Þessi útgáfa Samtalsbókarinnar er miðuð við að Íslendingur geti gert sig skiljanlegan á fimmtán
tungumálum. Boðið er upp á algengustu orðasambönd og setningar sem ferðamaður þarf á að halda
varðandi gistingu, veitingastaði, verslun og þjónustu.
Auðvelt er að finna þá setningu eða orðasamband sem við á hverju sinni. Einnig eru skýrar leiðbeiningar um
framburð viðkomandi tungumáls.
Þú veltir Samtalsbókinni til að komast í hinn hluta hennar.
Samtalsbókin er fáanleg hjá bóksölum í Reykjavík og um allt land. Hún fæst einnig hjá Íslenskum markaði í
Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Ísland
Frakkland
Grikkland
Ítalía
Portúgal
Serbó-Króatía
Spánn
Þýskaland
Ísland
Danmörk
Bretland
Bandaríkin
Finnland
Holland
Noregur
Pólland
Rússland
Svíþjóð
LÍTIÐ SYNT Ekkert pláss til að synda í
sundlaug Nanjing-borgar í Kína í gær.
Margir skelltu sér í laugina til að kæla sig,
þar sem hitinn náði allt að 38 gráðum.
10 4. júlí 2005 MÁNUDAGUR
Sprenging í stjórnstöð vatnsdreifingar eykur á vanda:
Milljónir Bagdadbúa án vatns
BAGDAD, AP Milljónir íbúa Bagdad
hafa ekki lengur aðgang að vatni
eftir að eldur kom upp í stjórnstöð
sem sér um að dæla vatni inn í
borgina. Eldsvoðinn braust út að-
eins degi eftir að borgarstjóri
Bagdad kvartaði undan því að inn-
viðir borgarinnar væru í lama-
sessi og hótaði að segja af sér ef
ríkisstjórnin léti ekki til sín taka.
Eldurinn braust út snemma
morguns. Orsakir hans voru ekki
ljósar, yfirmaður stjórnstöðvar-
innar sagðist telja að vígamenn
hefðu komið fyrir sprengju en
talsmaður fjölþjóðlega herliðsins
í Bagdad sagði að ekki væri um
sprengjuárás að ræða.
Alaa Mahmoud al-Timimi,
borgarstjóri í Bagdad, hefur
gagnrýnt harðlega hversu illa
gengur að byggja upp innviði
borgarinnar þar sem sex og hálf
milljón íbúa þurfi ekki aðeins að
þola mannrán og árásir víga-
manna heldur líka verulegan
skort á vatni, rafmagni og elds-
neyti.
Samkvæmt upplýsingum frá
borgarstjórn Bagdad fá íbúar
borgarinnar aðeins rúmlega
helming þess vatns sem þeir
þurfa dag hvern. Að auki er
leiðslukerfið svo lélegt að sums
staðar mengast vatnið af skólpi
áður en það berst íbúum. ■
Sóknarnefnarfomaður Garðasóknar:
Deilir ekki vi› dómarann
PRESTSDEILUR Nanna Guðrún Zoëga
djákni, Friðrik J. Hjartar sóknar-
prestur, Matthías G. Pétursson
sóknarnefndarformaður og Arth-
ur K. Farestveit varaformaður
sóknarnefndar hafa verið áminnt
af biskupi fyrir framkomu sína
við Hans Markús Hafsteinsson
sóknarprest. Biskup hitti fjór-
menningana á fundi þar sem mála-
vextir voru ræddir.
Matthías sagðist ósáttur við
áminninguna en unir þó niðurstöð-
unni. „Það þýðir ekki að deila við
dómarann,“ segir Matthías.
Mál Hans Markúsar gegn fjór-
menningunum og biskupi verður
tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja-
ness í haust. Hvort Hans Markús
situr áfram sem sóknarprestur
þangað til er á valdi biskups en
hann hefur lýst því yfir að hann sé
bundinn af niðurstöðu áfrýjunar-
nefndar Þjóðkirkjunnar og þurfi
því að færa Hans Markús til í
starfi jafnframt því sem hann
áminnir fjórmenningana.
Hans Markús hefur ekki tök á
því að hitta biskup fyrr en í þess-
ari viku, af persónulegum
ástæðum. - oá
Lögmaður sóknarprests:
Áminning
ekki nóg
„Biskupsstofa hefur fyrir-
gert öllu trausti af hálfu
sóknarprests til að taka á
þessu viðkvæma máli,“ segir
í yfirlýsingu sem Sveinn
Andri Sveinsson, lögmaður
Hans Markúsar Péturssonar,
sóknarprests í Garðasókn,
sendi út fyrir helgi.
Hann telur áminningu
biskupsstofu á hendur
djákna, presti, formanni og
varaformanni sóknarnefndar
ónóga. „Það hvernig biskups-
stofa gerir lítið úr brotum
fjórmenninganna er enn eitt
dæmið um óeðlileg afskipti
embættisins af málinu,“ segir
hann og átelur biskup fyrir
að víkja ekki sæti í umfjöllun
um málið. - óká
Á GANGI Í BAGDAD Vatnsleiðslur Bagdad eru svo slæmar að mikið vatn lekur út og glatast. Illa
hefur gengið að fjármagna úrbætur.
M
YN
D
/A
P
VÍDALÍNSKIRKJA Í GARÐABÆ Biskup segist bundinn af niðurstöðum áfrýjunarnefndar
Þjóðkirkjunnar.
M
YN
D
/A
P
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÖLVUNARAKSTUR Þrír voru teknir
grunaðir um ölvun við akstur í
Reykjavík í fyrri nótt. Þá stöðvaði
lögleglan í Keflavík einn öku-
mann sem einnig er grunaður um
ölvun.
BÍLVELTA Seinni part föstudags
veltu tvær stúlkur bíl sínum á
malarvegi í Svínadal. Stúlkurnar
voru fluttar á heilsugæslustöðina
í Búðardal og ökumaðurinn flutt-
ur áfram þaðan til Reykjavíkur.
Tildrög slyssins eru óljós en að-
stæður á veginum voru slæmar.
RÓLEGAR HÁTÍÐIR Hamingjudag-
ar í Hólmavík fóru vel fram og
þar komu engin mál inn á borð til
lögreglu. Í nágrenni Bíldudals
voru einnig haldnar tvær rólegar
hátíðir. Landsmót Sniglanna í
Tjarnarlundi fór vel fram og þar
var öll umgengni til mikillar
fyrirmyndar. Sömu sögu er að
segja frá Mjólkurhátíð SÁÁ sem
haldin var á Staðarfelli.