Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 66
„Ég mun fyrst og fremst standa
vörð um hagsmuni og réttindi
neytenda,“ segir Gísli Tryggva-
son um nýtt embætti sitt sem
talsmaður neytenda sem hann tók
við 1. júlí. Gísli segir starfið í
grófum dráttum tvíþætt. „Þetta
er annars vegar að bregðast við
þegar brotið er á hagsmunum
neytenda og hins vegar að vera
gagnvirkur og sýna frumkvæði
við að leggja til úrbætur,“ segir
Gísli, sem starfaði áður sem
framkvæmdastjóri Bandalags
háskólamanna. Hann bætir við að
embættið sé nýtt hér á landi en
hafi tíðkast á Norðurlöndum um
nokkurt skeið.
Um tilkomu nýja embættisins
telur Gísli að líklega hafi þrýst-
ingur aukist á að eitthvað sér-
stakt yrði gert fyrir neytendur
eftir að frelsi jókst í viðskipta-
lífinu. Meiri þörf sé því á að gæta
hags neytenda sérstaklega.
Gísli segist mjög spenntur
fyrir starfinu. „Ég hef lengi haft
áhuga á neytendamálum og kom-
ið að þeim með ýmsum hætti,“
segir Gísli en hann var alinn upp
að hluta í Danmörku þar sem
neytendavitund er að hans mati
ríkari en hér á landi. Hann vonar
að embætti sitt og tilvist nýrrar
neytendastofu verði til þess að
efla neytendavitund og bæta hag
neytenda.
„Ég vona að eftir ákveðinn
tíma verði embættið búið að
sanna sig og gera sig gildandi og
að talsmaður hafi átt þátt í því að
byggja upp þekkingargrunn um
réttindi neytenda,“ segir Gísli en
þannig þekki fólk betur þau rétt-
indi sem tryggð eru í lögum.
Einnig vill Gísli að brotum gegn
hagsmunum neytenda fylgi við-
eigandi viðurlög.
Gísli segist ekki hafa mikinn
tíma fyrir áhugamál enda hafi
hann verið í annasömu starfi
undanfarið. Hann reyni þó að
nýta frístundir sínar með fjöl-
skyldu sinni. Hann hefur tölu-
verðan áhuga á sagnfræði og
stjórnmálum sem er það eina
sem hann les um fyrir utan
starfstengdan lestur. „Það er
lítill tími fyrir fagurbók-
menntir,“ segir Gísli sem sér
ekki fram á mikið frí á næstunni
en telur tímann framundan mjög
spennandi.
18 4. júlí 2005 MÁNUDAGUR
MARIE CURIE (1867-1934)
lést þennan dag.
Nýtt spennandi embætti
GÍSLI TRYGGVASON: SKIPAÐUR Í EMBÆTTI TALSMANNS NEYTENDA
„Maður tekur aldrei eftir því hvað er búið
að gera; bara hvað á eftir að gera.“
Marie Curie var pólsk vísindakona. Hún var leiðandi í rannsóknum á
geislavirkni og hlaut tvenn nóbelsverðlaun.
timamot@frettabladid.is
TALSMAÐUR NEYTENDA Gísli er spenntur fyrir nýja embættinu enda áhugamaður um
neytendamál.
Þennan dag árið 1826, á þjóð-
hátíðardegi Bandaríkjanna bar
að dauði tveggja forseta
landsins. Þeir John Adams ann-
ar forseti Bandaríkjanna og
Thomas Jefferson þriðji forset-
inn báru beinin þegar fimmtíu
ár voru liðin frá því að sjálf-
stæðisyfirlýsing Bandaríkjanna
tók gildi en þeir voru tveir af
höfundum hennar.
Þeir höfðu hvor um sig mikil
áhrif á þróun og sögu Banda-
ríkjanna en Thomas Jefferson
var aðalhöfundur sjálfstæðis-
yfirlýsingarinnar sem var skrifuð
árið 1776.
Adams sigraði Jefferson í kosn-
ingum árið 1796 en Jefferson
varð samt sem áður varaforseti
hans. Jefferson og Adams skrif-
uðust töluvert á og ræddu póli-
tík en litið er á bréfin sem
meistaraverk upplýsingarinnar.
Samtíma dauði þeirra vina þótti
ótrúleg tilviljun sérstaklega þar
sem hann bar upp á þjóðhátíð-
ardaginn. Síðustu orð John Ad-
ams voru: „Thomas Jefferson
lifir enn,“ þrátt fyrir að þessi
gamli vinur hans hefði látist
nokkrum klukkutímum fyrr.
4. JÚLÍ 1826
Jefferson og Adams léstust á 50 ára af-
mæli sjálfstæðisyfirlýsingar Banda-
ríkjanna.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1685 Halldór Finnbogason er
brenndur á báli á Þing-
völlum fyrir að snúa Faðir-
vorinu upp á andskotann.
Þetta var síðasta galdra-
brennan hér á landi.
1776 Bandaríkin lýsa yfir sjálf-
stæði sínu frá Bretum.
1966 Ráðist er á Bítlana á Fil-
ippseyjum eftir að þeir
móðguðu Imeldu Marcos.
1968 Bretinn Alec Rose snýr
aftur í heimahöfn eftir að
hafa siglt skútu einsamall
í kringum heiminn á 354
dögum.
1996 Hotmail, ókeypis tölvu-
póstþjónusta, hefur
göngu sína.
1997 Ómannaða bandaríska
geimfarið Pathfinder
lendir á Mars eftir sjö
mánaða ferðalag.
Jefferson og Adams deyja samtímis
!
!
" !
##
#
$
#%$
#
$#&'(
)
#
&' &*
#
#
+ ,
&*
), &-
## ."/
#
#+ (.
! "/ 0%
"
#
$#
(1
,#
!
/
#2 #! $ 3
4!
# !
## + ,
()
(
%$##3
#(5! #!
!
#!
# #+
#
#
!#
! *
(
(((
6
(
!
" # $ !
%
2 )
$
7,
#
8
'(9
)
)
#
3
! .
!
:
(;# #!
$
(( ! <,
$ :
;$
0
#%
#(2 # #
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
systir, amma og langamma,
Rakel Sæmundsdóttir
hárgreiðslumeistari, Stangarholti 28, Reykjavík,
sem lést á heimili sínu að morgni 24. júní sl., verður jarðsungin
frá Háteigskirkju miðvikudaginn 6. júlí kl. 13.00.
Óskar Hallgrímsson
Jóhann Gunnar Óskarsson Sigríður Ásmundsdóttir
Kristín Ósk Óskarsdóttir Sævar Fr. Sveinsson
Óskar Sveinsson Rakel Sveinsdóttir
systkyni, ömmu- og langömmubörn.
Áskær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
Halldór Sturla Friðriksson
Stórkaupmaður, Haðaland 20,
sem lést á heimili sínu föstudaginn 24. júní verður jarðsunginn
frá Bústaðarkirkju þriðjudaginn 5. júlí kl 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Styrktar- og líknarsjóð Oddfellow.
Erna Sveinbjörnsdóttir
Friðrik S. Halldórsson Bergljót Friðriksdóttir
Elínborg Hallórsdóttir
Sveinbjörn Halldórsson Ingibjörg Erna Sigurðardóttir
Margrét Halldórsdóttir Jóhann V. Steimann
Erna Gunnþórsdóttir
og barnabörn
www.steinsmidjan.is
FÆDDUST fiENNAN DAG
Sveinbjörn Beinteinsson skáld og alls-
herjargoði 1924.
Sigurður Geirdal bæjarstjóri í Kópavogi
1939.
AFMÆLI
Oddgeir Guðjónsson, fyrrverandi bóndi
og fræðimaður, er 95 ára.
Páll Theódórsson eðlisfræðingur er 77
ára.
Kári Arnórsson, fyrr-
verandi skólastjóri, er
74 ára.
Hrönn I. Hafliða-
dóttir söngkona er
63 ára.
Anna Björnsdóttir,
leikkona og jóga-
kennari, er 51 árs.
Hulda Hákon mynd-
listarkona er 49 ára.
JAR‹ARFARIR
13.00 Guðrún Ólína Gunnarsdóttir,
Dvergabakka 2, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju.
13.00 Margrét Jóhannsdóttir, hjúkrun-
arheimilinu Sóltúni, áður til heim-
ilis á Framnesvegi 23, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í
Reykjavík.
ANDLÁT
Einar Torfason, frá Haga Hornafirði, er
látinn.
Tilkynningar um
merkisatbur›i,
stórafmæli, andlát og
jar›arfarir
í smáletursdálkinn
hér á sí›unni má
senda á netfangi›
timamot@frettabladid.is.
Augl‡singar á a›
senda á
auglysingar@frettabladid.is
e›a hringja í síma
550 5000.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
ÁL
L
B
ER
G
M
AN
N