Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 27
11MÁNUDAGUR 4. júlí 2005 Þó að Antoni Gaudí hafi dáið árið 1926 lifir hann enn góðu lífi í byggingum sínum, sem flestar hverjar eru í Barcelona, og eru tákn frum- leika, lífsgleði og innblásturs Gaudís. Arkitektinn Antoni Gaudí er eitt þekktasta nafn í byggingarsög- unni. Hann var aðalmaðurinn í Art Nouveau-hreyfingunni í Katalóníu á Spáni á fyrri hluta tuttugustu aldar og eru verk hans fræg um allan heim. Gaudí útskrifaðist sem arki- tekt árið 1878 í Barcelona á Spáni. Hann eyddi mestri ævinni í Barcelona og því má finna flest- ar byggingar hans þar. Gaudí sótti innblástur sinn frá Violet-Le-Duc og Ruskin og þó að hann hafi verið settur í flokk Art Nouveau þá er mjög erfitt að setja Gaudí í flokk, bæði listar-og tæknilega séð. Gaudí tengdist Güell-fjöl- skyldunni sterklega en hún hafði mikil áhrif í iðnaðar- og lista- heiminum á þessum tíma í Barcelona. Hann byggði til dæm- is Palau Güell, Park Güell og Colonia Güell fyrir fjölskylduna. Gaudí helgaði sig líka bygg- ingu trúarlegra bygginga eins og Sagrada Família-kirkjunnar, sem er ein af frægustu byggingum hans og er enn í byggingu. Gaudí var ekki einungis snill- ingur á sviði útlits og stíls. Hann spáði líka mikið í innviði bygg- inga og er tæknilegi hlutinn af arkitektúr hans ekki síður unnin vel en útlitið. Gaudí bjó yfir ótrú- legu ímyndunarafli þegar kom að hönnun bygginga og óvíst er hvort einhver nái að koma heim- inum jafn mikið á óvart og hann. Gaudí lést í Barcelona árið 1926 en hann lifir að eilífu í byggingunum sem hann hann- aði. ■ Kirkjan La Sagrada Família er tvímælalaust frægasta verk Gaudís og fyrir löngu orðin tákn Barcelona-borgar. Gaudí hóf verkið 1883 og er kirkjan enn í byggingu. Hóll fasteignasala | Franz Jezorski lögg.fasteignasali | Skúlagata 17 | 101 Reykjavík Hrauntunga - 41,9 millj. glæsilegt raðhús í Kópavogi Glæsilegt 214 fm Sigvalda raðhús ofarlega í götu. Gluggar á allar fjórar hliðar. Nýlegt eldhús, baðh.. Vandaður arinn úr drápuhlíðargrjóti. Stór björt stofa með stórum gluggum. Glæsileg 50 fm suðurverönd. Aukaíbúð á neðri hæð. Bjartur 27 fm bílskúr. Fallegt útsýni. Fífusel - 14,9 millj. Mjög falleg 3ja herbergja í 109 Falleg og talsvert endurnýjuð 88 fm. 3ja herbergja íbúð í góðri blokk í Breiðholtinu. Góðar innréttingar sem og gólfefni. Rúmgóð herbergi og gott skápapláss. Nýjar eldvarnar- hurðir eru í húsinu öllu og sameignin er nýmáluð. Sameiginlegt þurrkherbergi er í kjallara. Höfðabakki - til leigu. glæsilegt skrifstofuhúsnæði Mjög gott skrifstofurými ca.143 fm. að Höfðabakka 9. Rýmið samanstendur af 4 góðum skrifstofuherbergjum og opnu rými. Þrjár skrifstofur eru 12,8 fm og hornskrifstofan er 16,3 fm að stærð. Opna rýmið er ca. 88,3 fm. Nefnt rými hýsti áður þekkt margmiðlunarfyrirtæki. Eingöngu til leigu. Leiguverð er 1.300.- kr á fm. + vsk. Við höfum meira að bjóða RÚMGÓÐ 2JA HERB. ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ, ÁSAMT SÉR GARÐI Stór og rúmgóð íbúð á jarðhæð í góðu fjölbýli. Sér afgirtur garður með sól- palli.Vel við haldið hús í góðu ástandi. Nýlega málað, Þak endurnýjað fyrir nokkrum árum. Falleg lóð. Hitalögn í göngustígum. Barnvænt umhverfi. Stutt í þjónustu, Mjóddina, Grunnskól. Laus strax. Verð: 12,5 millj. Þorkell Ragnarsson 520-9557 898-4596 thorkell@remax.is Heimilisfang: Grýtubakki Stærð eignar: 77,4 fm Fjöldi herb.: 2 Byggingarár: 1968 Brunab.mat: 12,5 millj. Guðmundur Þórðarson - Lögg.fasteignasali Mjódd Grýtubakki - 2JA HERB. Casa Mila, einnig þekkt sem La Pedrera, er íbúðarhús í Barcelona byggt á árunum 1906 til 1910 fyrir Mila-fjölskylduna. Hér er á ferð eitt af langbestu verkum Gaudí og síðasta húsið sem hann hannaði fyrir einkaaðila. Hið litríka Casa Batlló, hús Batlló, er íbúðar- bygging í Barcelona. Gaudí tók það í gegn frá A til Ö á árunum 1904 til 1906. Húsið er skreytt bæði skærum og daufum litum. Um aldamótin 1900 bað góðvinur Gaudís, Hermengild Miralles, hann um að hanna hlið sem átti að ná í kringum eign sem Miralles átti í Sarriá. Gaudí varð við þeirri bón og veggurinn var byggður á árunum 1901 til 1902. Eina sem eftir er af veggnum er framhlið- ið og hægt er að berja það augum í paseo Manuel Girona . Arkitekt sem erfitt er að setja í flokk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.