Fréttablaðið - 04.07.2005, Blaðsíða 48
Gvendargeisli - 48,8 millj.
glæsilegt hús í Grafarholti
Glæsilegt u.þ.b. 190 fm
einbýlishús á einni hæð auk 18
fm. steyptrar plötu fyrir sólstofu.
Marmaraflísar á stofu eldhúsi og
gangi. Glæsileg eldhús-
innrétting með fallegum háf.
Hátt til lofts í stofu og
innangengt í stóran 30,9 fm
bílskúr. Hitalögn í gólfi. Þetta er
eign í algjörum sérflokki.
Flókagata - 13,0 millj.
mjög snyrtileg 2ja herbergja í 105
Einstaklega hlýleg og snyrtileg
51,7 fm. kjallaraíbúð á þessum
þægilega stað við Flókagötu í
Reykjavík. Rúmgott eldhús og
gott skápapláss í bæði herbergi
sem og í holi. Rauðeikarparket á
gólfum í stofu og herbergi en
dúkur á eldhúsi og flísar á baði.
Sameiginlegt þvottahús í
kjallara.
Grjótagata - 49,7 millj.
mikið endurnýjuð eign í Grjótaþorpinu
Stórglæsilegt og virðulegt 196,2
fm. einbýlishús byggt árið 1897.
Hér er um að ræða fallegt
timburhús á stórri eignarlóð við
Grjótagötu. Byggingaréttur fyrir
u.þ.b. 90 fm. viðbyggingu við
suðurhlið hússins. Allir veggir
utanhúss eru panelklæddir,
gluggar endurnýjaðir sem og
allt gler.
Laxakvísl - 39,5 millj.
frábær staðsetning í Árbænum
210 fm raðhús þar af 25,5 fm
bílskúr á þessum rólega og
eftirsótta stað í Árbænum. Stór
stofa og borðstofa með
vönduðu parketi. Eldhús með
fallegri eikarinnréttingu og
ljósum flísum á milli skápa.
Keramik helluborð og tengi fyrir
uppþvottavél. Hér er á ferðinni
glæsileg eign á einstökum stað í
Árbænum
Stúfholt - 17,8 millj.
glæsileg 3ja herbergja í 105
Glæsileg 3ja herb 81,9 fm íbúð á
105 svæðinu. Eldhúsið er
glæsilegt vel búið nýlegum
tækjum og eru flísar á milli
borðs og skápa og innréttingin
úr fallegum kirsuberjavið.
Parket er á öllum gólfum nema
baðherbergi sem er flísalagt
bæði veggir og gólf. Stofan er
rúmgóð og opnast út á svalir í
suðvestur.
Rjúpnasalir - 27,9 millj.
glæsileg íbúð í Kópavoginum
Mjög falleg 130 fm íbúð á 3.
hæð í viðhaldslitlu, álklæddu
lyftuhúsi. Fallegt útsýni og
yfirbyggðar svalir með gleri.
Allar innréttingar úr mahagony.
Hornbaðkar á baðherbergi sem
er jafnframt flísalagt í hólf og
gólf.
Þetta er frábær nýleg eign í
álklæddu lyftuhúsi, stutt í alla
þjónustu - gott verð.
Hóll M - við höfum meira að bjóða. Fáðu nánari upplýsingar um þjónustu okkar og
þær eignir sem við erum með til sölu í síma 595 9050
Hóll fasteignasala | Franz Jezorski lögg.fasteignasali | Skúlagata 17 | 101 Reykjavík
Starmói, Selfossi – 132m2 – 3ja herb.
Vorum að fá þetta snotra parhús í Fosslandinu. Eignin telur for-
stofu, hol, baðherbergi, 2 svefnherbergi, eldhús, stofu og bor-
stofu í einu opnu alrými, þvottahús tengir saman íbúð og bílskúr
sem er sambyggður húsinu. Allar innréttingar eru nýjar og vand-
aðar sem og gólfefni, en parket og flísar eru á gólfum. Eignin
skilast þökulögð, og fullbúin að öllu leyti nema utan að ekki er
búið að klæða undir þakskegg. Þetta er upplagt kauptækifæri
fyrir þá sem kjósa að hafa hlutina tilbúna. Sjón er sögu ríkari.
Verð: 20.000.000.-
Smáratún, Selfossi – 206m2 – 6 herb.
Höfum fengið í einkasölu eldra einbýlishús, hæð og kjallara. Á hæðinni
er forstofa, eldhús, búr, stofa og borðstofa, tvö svefnherbergi, og bað-
herbergi,yfir allri hæðinni er manngengt geymsluloft.Eldri viðarinnrétting
er í eldhúsi, dúkflísar á gólfi, parket á gangi og á herbergjum, nýlegar
flísar á stofu og borðstofu, útgengt úr borðstofu á mjög stóran og flott-
an pall.Baðherbergi er allt endurnýjað, flísaplötur á veggjum, flísar á
gólfi, sturtuklefi og innrétting. Úr holi er gengið niður hringstiga í kjallara,
en einnig er sér inngangur utan frá. Í kjallara eru þrjú rúmgóð svefnher-
bergi með nýl. plastparketi sem einnig er í holi. Rúmgóð geymsla,salerni
og þvottahús með máluðu gólfi, sturtuklefi. Danfosskerfi er á ofnum. Hiti
er í tröppum. Að utan er húsið bárujárnsklætt á þrjár hliðar og nýmálað
ásamt gluggum,nýbúið er að leggja drenlögn í kringum húsið. Gler er sumstaðar gamalt en í góðu lagi. Einangr-
un í lofti er spænir. Bílskúr er með flekahurð sem skipta þarf um, hiti og rafmagn. Eignin er mjög vel staðsett í
grónu hverfi og stutt er í alla þjónustu,mjög einfalt er að breyta þessu húsi í tvær íbúðir ef vill. Verð: 22.300.000.-
Á R B O R G I R • A u s t u r v e g i 3 8 • 8 0 0 S e l f o s s • S í m i 4 8 2 4 8 0 0 • F a x : 4 8 2 4 8 4 8 • w w w . a r b o r g i r . i s
Miðtún, Selfossi –136m2 – 4ra herb.
Um er að ræða vel byggt og skemmtilega hannað raðhús, í vin-
sælu hverfi “utan ár” á Selfossi. Eignin sem er á þremur pöllum
telur á miðpalli: forstofu, forstofuherbergi, hol, eldhús, þvottahús
og wc, úr holi er gengið upp tröppur á efst pall hússins en þar eru
tvö svefnherbergi og baðherbergi. Úr holi er einnig gengið niður
á neðsta pall hússins en þar er alrými, sem gæti hentað fyrir
stofu, borðstofu, sjónvarpsstofu og hugsanlega garðskála. Gólf-
efni eru fín ljóst plastparket á öllu nema votrímum og flísar og
málað gólf á votrímum. Eignin er vel staðsett með flottu útsýni til
vesturs, en ekki eru fyrirhugaðar byggingar í næsta nágrenni
enda stendur húsið í jaðri byggðarinnar. Verð: 20.800.000.-
Nauthólar, Selfossi –163m2 – 4ra herb.
Um er að ræða parhús í Suðurbyggð á Selfossi. Eignin telur for-
stofu hol, 3 svefnherbergi, baðherbergi, Þvottahús og geymslu,
eitt stórt alrými þar sem í dag er stofu, borðstofa, eldhús og sjón-
varpshol. Gólfefni hússins eru góð flísar á öllum flötum utan her-
bergja en þar er parket. Vegleg eldhúsinnrétting úr kirsuberjavið,
hurðir úr mahogny. Innra skipulag hússins er gott og herbergi
rúmgóð. Eignin er fullbúin að utan og skilast þökulögð, búið er að
jarðvegsskipta fyrir sólpalli. Bíslkúrinn er fullbúinn og möguleiki
er á studíúíbúð í bílskúr. Eignin er vel staðsett gagnvart nýjum
skóla, Sunnulækjarskóla, göngubraut liggur frá húsi og beint að
skóla. Verð: 24.500.000.-
Sigurður Fannar
Guðmundsson
sölumaður
Anna Björg
Stefánsdóttir
ritari/sölumaður
Magnús Ninni
Reykdalsson
sölumaður
Guðjón Ægir
Sigurjónsson
hdl.
Óskar
Sigurðsson
hdl.
Fagurgerði, Selfossi – 308m2 – 6 herb.
Í einkasölu eitt af virðulegri húsum bæjarins. Eignin sem er á
tveimur hæðum telur á efri hæð: forstofu, sjónvarpshol, 4 rúm-
góð herbergi, baðhberbergi, gesta wc, eldhús, búr, borstofu
og stofu. Á neðri hæð, er sambyggður bílskúr, þvottahús og 3
stórar geymslur, herbergi, óinnréttað rými og sturtuaðstaða.
Gólfefni hússins eru parket að stærstum hluta, allar innrétting-
ar og hurðir eru sérsmíðaðar. Búið er að flísaleggja baðið í hólf
og gólf, setja upp nýja innréttingu og hornbaðkar. Gengið er
tvö þrep niður í stofuna sem er sérlega skemmtileg með upp-
teknu lofti og glæsilegum arni. Garðurinn er vel hannaðar og
smekklegur, er í góðri rækt og er sérlega skjólsæll í bakgarði
hússins en þar er einnig verönd. Verð: 36.000.000.-
Miðtún, Selfossi – 205m2 – 8herb.
Vorum að fá á sölu þetta glæsilega einbýlishús. Húsið er
staðsett í rólegu,friðsælu og barnvænu hverfi. Á móti
húsinu að framanverðu er stórt leiksvæði með leiktækj-
um og á bak við húsið er óspillt náttúra þar sem engin
byggð er fyrirhuguð. Eignin telur 4 svefnherbergi, for-
stofu, sjónvarpshol, flísalagt baðherbergi, rúmgott eld-
hús og stóra stofu. Auk þess er hellulögð sólstofa með
heitum potti. Innangengt er í bílskúr úr sólstofu. Bílskúr-
inn er m/hillum og geymslulofti. Kjallari er undir húsinu
að hluta með sérinngangi. og hefur hann verið innréttað-
ur sem 3 herbergja íbúð, sem að hefur verið í leigu. Verð:
32.000.000.-