Fréttablaðið - 10.07.2005, Qupperneq 10
Það er ánægjulegt – og stappar
nærri algleymi – að vafra um
stræti Lundúnaborgar; týnast í
fólksmergðinni, setjast inn á
litlu krárnar við Covent Gar-
den, fá sér einn eða tvo og
skoppa svo ofan í jarðlestina
og taka stefnuna á Notting
Hill, halda þaðan inn á Porto-
bello og kaupa lampa, kannski
gamlan rugguhest. Um kvöld-
ið er ekki úr vegi að fá sér
góðan indverskan hjá strák-
unum í Kota á Firth-stræti og
kíkja svo inn á litlu djassbúll-
una litlu neðar og slá sér á lær
fram eftir nóttu.
Sumsé, dásamlegt líf.
Óhult, öruggt – og ein-
hvern veginn sjálfgefið.
Það er óvíða í heiminum
sem ferðamaður fær meiri til-
finningu fyrir heimsborg en
einmitt á bökkum Thames.
Gamla heimsveldið situr þar
á þungum afturenda sínum og
spjallar við mann eins og al-
vitur öldungur; niður aldanna
allt í kring, sögurnar – ófar-
irnar og sigrarnir, skúrkarnir
og hetjurnar.
Reykjavík er eins og unga-
barn við hlið svona borgar. Og
samt aðeins skotfæri á milli,
sæmileg þrengsli í sætaröð
ellefu hjá Icelandair og Heath-
row heilsar tæpum þremur
tímum seinna.
Gekk nýlega um borgina með
átján ára syni mínum. Einir á ferð
í mannmergðinni. Gaf honum ut-
anlandsferð í afmælisgjöf; orðinn
fullorðinn ... sjálfur strákurinn
minn. Og þarna prófuðum við
tveggja hæða strætisvagnana,
skrítnu leigubílana, Lundúnaaug-
að og litum við hjá Big Ben – og
fengum svo náttúrlega elskulega
konu með marglitu burberry-regn-
hlífina sína til að taka mynd af
okkur feðgunum framan við Buck-
ingham-höll á úrsvölum laugar-
degi í Lundúnum allra tíma.
Lífið verður varla miklu betra;
stoltur faðir með strák sínum ... í
ómótstæðilegri heimsborg þar
sem saga Vesturlanda er dregin
saman í einn stóran punkt á al-
heimskortinu.
Þetta var í febrúar.
Nokkrum mánuðum síðar
sprungu rauðu strætisvagnarnir í
tætlur. Skrýtnu leigubílunum var
mörgum hverjum breytt í sjúkra-
bíla á svipstundu. Undirheimalest-
arnar fylltust smám saman af ná-
lykt. Skammt frá hótelinu sem við
feðgarnir bjuggum á voru líkin
klædd í svarta plastpoka ... og svo
var rennt fyrir. Um fimmtíu
manns fallnir, sjöhundruð særðir.
Ein púðursekúnda.
Við erum ekki lengur óhult;
hvorki við feðgarnir né aðrir sak-
lausir borgarar sem hafa unnið sér
það eitt til saka að vera frjálsir
menn. Og hvað getum við svo sem
gert, höfum við einhver svör á
reiðum höndum? Getur verið að ég
eigi að hætta að sýna börnunum
mínum stórborgirnar í kringum
Ísland? Er það alger fífldirfska af
mér að fara með alla stórfjölskyld-
una mína á Spánarströnd í sumar
og dvelja þar í svo sem eins og
þrjár vikur? Væri ein vika nærri
lagi, eða á ég bara að sitja heima?
Hvaða friðarsvæði eru eftir í
heiminum?
Ber að forðast fjölmennið?
Á að halda sig heima á álags-
tímum?
Vandinn er sá að svarið felur í
sér aðra spurningu; hvar sprengja
þeir næst? Ekki hvort, heldur
hvar.
Hatur huglausra hryðjuverka-
manna blossar í heimkeyrslunni.
Brjálæðið færist alltaf nær og
nær. Við eigum orðið að venjast
því að á okkur sé ráðist, ef ekki í
New York, þá í Madríd, ef ekki í
Lundúnum, þá væntanlega í Kaup-
mannahöfn – næst. Og skotmörkin
eru svartir menn og hvítir,
múslimar og kristnir, konur og
börn, gamalmenni og fatlaðir.
Helst sem mest af þessu fólki
– ævinlega á þeim stöðum
sem það er algerlega ber-
skjaldað. Til dæmis Tívolí ...
sem hlýtur að vera kjörinn
vettvangur fyrir þessa hrotta
sem er jafn skítsama um eigið
líf og þeim er gefið um heilsu
annarra.
Man þegar ég fór í lang-
ferð um Bandaríkin réttu ári
eftir hryðjuverkaárásirnar á
New York og Washington. Það
tók tímana tvo að mjaka far-
þegunum inn í flugvélabelg-
ina á leiðinni frá Seattle til
Minneapolis. Allur farangur
grandskoðaður, allur kroppur-
inn þuklaður frá toppi til táar;
jafnvel gamla konan fyrir
fram mig með fjólubláa hárið
var látin fara úr spariskónum
sínum framan við leitarhliðið
– og rétt í þann mun sem hún
var búin að skrönglast í þá
aftur voru henni sýndar
naglaklippur sem fundust
höfðu í handtösku hennar;
þetta væri ólöglegt, hald yrði
lagt á þessar klippur. Og lík-
lega ætti hún að skammast
sín.
Þarna fann ég hvað heim-
urinn var breyttur. Óvinurinn
orðinn andlitslaus og nafnlaus, allt
eins gömul kona, allt eins næsti
maður á undan manni í röðinni.
Það veit enginn lengur hvar hætt-
an liggur. Það er terrorinn.
Það er óþægilegt til þess að vita
að næst þegar ég sit við glugga-
borðið mitt hjá strákunum í Kota á
Firth-stræti og horfi á litríkan
mannfjöldann strunsa hjá á leið
sinni í hjarta Lundúna, þá gæti
sprengjan allt eins sprungið. Þetta
er undarleg tilfinning, undarleg
ónot og undarleg varðstaða sem
við höfum ekki vanist. Og eigin-
lega sama hvernig tandoori-kjúk-
linurinn smakkast eða hvort
skrýtna raítan er of súr; hugurinn
er kannski ekki lengur við matinn.
Þetta er mikill þjófnaður. Það
er búið að ræna almenning hvers-
dagslegri ánægju – og enda þótt
mesta angistin líði hjá og rísi ekki
á ný fyrr en næsti hvellur heyrist
– hvar sem það nú verður – þá hef-
ur frelsið einhvern veginn skropp-
ið saman. Það sem einu sinni hét
að vara sig á vasaþjófum er orðið
eitthvað svo miklu stærra – og
ófyrirséðara.
Árás trúarofstækismanna á
New York eða Balí, Madríd eða
Lundúnir er ekki aðeins árás á
vestræn lífsgildi. Það er einföldun.
Hún er miklu fremur örvænting-
arfull tilraun til að skipta heimin-
um í tvennt; skilja á milli lokaðs
heims og opins. Ótti hryðjuverka-
mannanna er sá að æ fleiri
múslimar kjósi frelsið, upplýsing-
una, lýðræðið. Ástæða er til að láta
þá óttast það enn frekar. ■
Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri – KEA – hefur á undanförnum
mánuðum tilkynnt um áhuga sinn á hverju verkefninu á fætur öðru
á Eyjafjarðarsvæðinu. Nú síðast bauð KEA stofnunum og fyrirtækj-
um að sunnan upp á frítt húsnæði í hjarta bæjarins, eins og skýrt var
frá í Fréttablaðinu í síðustu viku. Benedikt Sigurðarson er stjórnar-
formaður KEA og sagði hann í viðtali við blaðið að það væri yfirlýst
stefna félagsins að fjölga störfum á Akureyri: „Við höfum átt við-
ræður við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu um opnun starfsstöðva í
húsnæðinu. Fyrirtækin eru af margvíslegum toga og hugsanlegt að
KEA eignist hlut í einhverju þeirra. Eitt af þeim fyrirtækjum sem
við höfum rætt við er Smáragarður og samstarf við þá kemur vel til
greina.“
Rótin að þessu er góð afkoma KEA á síðasta ári, þegar fyrirtæk-
ið skilaði tæplega tveimur milljörðum króna í hagnað eftir skatta.
Fyrir rúmu ári samþykkti stjórn félagsins að leggja allt að 800 millj-
ónir króna í fjárfestinga- og stuðningsverkefni næstu fjögur árin,
eða 150-200 milljónir árlega til vaxtakjarna samkvæmt byggðaáætl-
un sem gerð hefur verið fyrir Eyjafjörð.
Það má segja að þarna sé KEA að taka upp þráðinn að nýju frá
því sem horfið var, þegar félagið var og hét. Á fyrri blómatímanum
var varla nokkuð gert í Eyjafirði og þá sérstaklega ekki á Akureyri,
án þess að KEA eða samvinnuhreyfingin kæmi þar nærri og þótti
sumum nóg um. Það var löngum haft að gamanmáli á Akureyri að
KEA ætti allt nema Akureyrarkirkju, en reyndar lagði félagið líka
drjúga peninga til hennar.
Um þessar mundir leggur KEA aðaláherslu á fjárfestingar og
hagnað af þeim. Félagið starfar að hluta eins og nokkurs konar
byggðastofnun fyrir Eyjafjörð, á sama tíma og hin raunverulega
Byggðastofnun handan Tröllaskaga er nánast í dauðateygjunum að
því er virðist og grundvöllur hennar brostinn.
KEA-menn hafa lýst áhuga á margvíslegum verkefnum á undan-
förnum mánuðum og lagt fé í sum þeirra. Má þar nefna Vaðlaheiðar-
göng, veg um Stórasand og stækkun flugvallarins á Akureyri. Mikl-
ar efasemdir hafa vaknað um sum þeirra, eins og veginn yfir Stóra-
sand, en önnur virst mun fýsilegri.
Með húsakaupunum hyggst KEA þrýsta á stjórnvöld um að flytja
starfsemi opinberra stofnana norður. Í þeim efnum hafa Fiskistofa
og Hafrannsóknastofnun verið nefndar. Hinsvegar virðist liggja
beinna við að nýjar stofnanir eins og Neytendastofa verði á Akur-
eyri, því reynslan hefur sýnt að það er ákaflega erfitt að flytja
gamalgrónar stofnanir af höfuðborgarsvæðinu. Þá virðist einsýnt að
efla þær stofnanir á Akureyri sem fyrir eru og tengjast með einum
eða öðrum hætti Háskólanum á Akureyri. Þar er mikilll vaxtar-
broddur og hugsanlega hægt að leysa fjárhagsvanda hans með því að
tengja starfsemi hans meira stofnunum sem fyrir eru í bænum.
Framtak þeirra KEA-manna er allrar athygli vert og sýnir hvern-
ig hægt er að breyta gamalgrónum félögum til nútímahorfs með
áræði og dirfsku. ■
10. júlí 2005 SUNNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Kaupfélag Eyfirðinga starfar sem
nokkurs konar byggðastofnun í Eyjafirði.
KEA b‡›ur nor›ur
FRÁ DEGI TIL DAGS
fia› má segja a› flarna sé KEA a› taka upp flrá›inn a› n‡ju frá
flví sem horfi› var, flegar félagi› var og hét. Á fyrri blómatíman-
um var varla nokku› gert í Eyjafir›i og flá sérstaklega ekki á
Akureyri, án fless a› KEA e›a samvinnuhreyfingin kæmi flar
nærri og flótti sumum nóg um. fia› var löngum haft a› gaman-
máli á Akureyri a› KEA ætti allt nema Akureyrarkirkju, en
reyndar lag›i félagi› líka drjúga fjármuni til hennar.
Stökktu til
Costa del Sol
20. júlí frá kr. 39.990
Ótrúlegt tilboð til Costa del Sol þann
20. júlí. Njóttu lífsins á þessum
vinsælasta áfangastað Íslendinga í
sólinni. Þú bókar og tryggir þér
síðustu sætin og 4 dögum fyrir
brottför færðu að vita hvar þú býrð.
Síðustu sætin
39.990 í viku
/ 49.990 í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. hjón með 2
börn, 2-11 ára, í íbúð. Flug, gisting,
skattar og íslensk fararstjórn.
Stökktu tilboð 20. júlí í 1 eða 2 vikur.
49.990 í viku
/ 59.990 í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2 í
herbergi/stúdíó/íbúð. Flug, gisting,
skattar og íslensk fararstjórn.
Stökktu tilboð 20. júlí í 1 eða 2 vikur.
Hryðjuverk í London
Ýmsir vilja kenna innrásunum í
Afganistan og Írak um hryðjuverkin í
London í vikunni. Auðvitað eru tengsl
þar á milli en það er óhófleg einföldun
að skýra glæpinn með þeim hætti. Í því
sambandi er nærtækast að benda á að
ekki hafði verið ráðist inn í þessi lönd
þegar hryðjuverkaárásin var gerð á
Bandaríkin 11. september 2001. Björn
Bjarnason gerir þetta að umtalsefni í
pistli á vefsíðu sinni í gær:
„Hryðjuverkamenn hefðu að
sjálfsögðu getað látið að sér
kveða í London, þótt ekki hefði
verið ráðist gegn Saddam. Það
eru ekki nein haldbær rök í
þessu samhengi fyrir yfir-
lýsingum á þann veg,
að ofbeldi geti aðeins
af sér ofbeldi og þess
vegna eigi menn einfaldlega að halda
að sér höndum eftir árásir eins og gerð
var 11. september 2001“, segir hann.
Sovéska ógnin
Björn rifjar í þessu samhengi upp kalda-
stríðsárin: „Við, sem tókum virkan þátt í
umræðum um viðbrögð Vesturlanda við
útþenslu sovéska kjarnorkuheraflans á
tímum kalda stríðsins, vorum oft og iðu-
lega sakaðir um að ýta undir hættuna á
kjarnorkustríði. Sagt var: Ef NATO-ríkin
sættu sig við sovéska yfirburði í kjarn-
orkuvopnabúnaði Evrópu, væri best
stuðlað að friði í álfunni og veröld-
inni allri. Þetta var kjarninn í stefnu
svonefndra friðarhreyfinga á
þessum tíma og þær höfð-
uðu til margra. Nú er hins
vegar viðurkennt, að þess-
ar hreyfingar voru á einn
eða annan hátt hluti af áróðurskerfi sov-
ésku kommúnistastjórnarinnar. Þá er
söguleg staðreynd, að sovéska einræðis-
kerfið stóðst ekki áraun Vesturlanda
undir forystu Ronalds Reagans og
hrundi eins og spilaborg, þegar snúist
var gegn því með vestrænni hervæð-
ingu.“
Engin réttlæting
Björn segir enn fremur: „Og hvað sem
líður átökum í Írak er ekkert, sem rétt-
lætir, að ráðist sé á friðsama borgara í
lestum eða strætisvögnum á leið til
vinnu sinnar í London eða annars stað-
ar. Í raun er óskiljanlegt, að svonefndir
sérfræðingar láti hafa sig til þess í fjöl-
miðlum að ganga þeirra erinda í þágu
hryðjuverkamanna, að reyna að finna
einhverja afsökunarskýringu á fram-
göngu þeirra“. gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
TÍÐARANDINN
SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON
Árás trúarofstækismanna á
New York e›a Balí, Madríd
e›a Lundúnir er ekki a›eins
árás á vestræn lífsgildi. fia› er
einföldun. Hún er miklu frem-
ur örvæntingarfull tilraun til
a› skipta heiminum í tvennt;
skilja á milli loka›s heims og
opins.
Frelsi› skreppur saman