Fréttablaðið - 10.07.2005, Qupperneq 16
1815 Hið íslenska biblíufélag er
stofnað í Reykjavík, elsta
félagið hér á landi.
1937 Danskur maður fellur um
sjötíu metra niður í grjót-
urð austan við Dettifoss.
Hann lifði fallið af.
1943 Bandarískar, kanadískar og
breskar hersveitir hertaka
Sikiley.
1970 Ráðherrabústaðurinn á
Þingvöllum brennur. Bjarni
Benediktsson forsætisráð-
herra, Sigríður Björnsdóttir
kona hans og dóttursonur
þeirra fórust í brunanum.
1980 Viðskipti með greiðslukort
frá Eurocard hefjast hér á
landi. Fyrstu Visa-kortin eru
gefin út ári síðar.
1992 Dómi yfir skipstjóra Exxon
Valdes er hnekkt en hann
hafði verið fundinn sekur
um að valda stórfelldu
olíuslysi árið1989.
Í upphafi nítjándu aldar var
erfitt fyrir presta og flesta aðra
að verða sér úti um Biblíu í Evr-
ópu því þær voru fáar og dýrar.
Það varð til þess að nokkrir
menn tóku sig saman árið 1804
og stofnuðu Breska og erlenda
Biblíufélagið. Markmið þess var
að prenta Biblíur til að allir
gætu eignast þær. Þá var einnig
ákveðið að stuðla að útbreiðslu
Biblíunnar um allan heim. Send-
ir voru fulltrúar til margra
landa og Skotinn Ebenezer
Henderson var hvatamaður að
því að prentaðar voru íslenskar
Biblíur árið 1813 sem hann kom
með til landsins árið 1815 og
dreifði. Jafnframt hvatti hann
til stofnunar Biblíufélags.
Þannig lýsir Jón Pálsson,
framkvæmdastjóri Hins ís-
lenska Biblíufélags sem er elsta
starfandi félag á Íslandi, stofn-
un þess fyrir 190 árum. Hann
segir að á þeim tíma hafi staða
kirkjunnar ekki verið glæsileg.
Biskupsstólar hafi verið í lama-
sessi og biskup Íslands hokraði í
litlu húsi í Aðalstræti meðan
kirkjan í Skálholti var notuð
sem geymsluskúr.
Með tilkomu Biblíufélagsins
gat almenningur loks eignast
Biblíu en eitt meginmarkmið fé-
lagsins er að til séu Biblíur á
viðráðanlegu verði.
„Markmið félagsins í lögum
er að stuðla að útgáfu, dreifingu
og notkun Biblíu en segja má að
þátturinn sem snýr að notkun sé
að verða veigameiri í starfsemi
biblíufélagsins,“ segir Jón og
bætir við að einnig hafi starf-
semi félagsins vegna fjáröflun-
ar aukist verulega. Safnað sé fé
fyrir fátækari biblíufélög til að
mynda í Afríku. Til dæmis
standi til að þýða Biblíuna yfir á
tvær mállýskur í Eþíópíu en
einnig er safnað fyrir ýmsum
öðrum málefnum. „Með þessu
erum við að endurgjalda þá að-
stoð sem Íslendingar fengu við
útgáfu Biblíunnar þegar Breska
og erlenda félagið studdi okkur
á þeim tíma sem þjóðin var fá-
tækari en núna,“ segir Jón en
stuðningur Breska og erlenda
félagsins stóð allt fram á tuttug-
ustu öld.
Undanfarin tíu ár hefur hæst
borið í starfsemi félagsins ný
þýðing á Biblíunni sem gefa á út
síðla á næsta ári. „Biblían er að
meginhluta til hundrað ára göm-
ul þýðing,“ segir Jón en guð-
spjöllin og postulasagan kom út
í nýrri þýðingu árið 1981. Jón
telur nýja þýðingu tímabæra
vegna breytinga á íslensku máli
og setningaskipan.
Hann bendir einnig á að þessi
þýðing verði sú sjötta í röðinni.
„Sumum finnst eins og sú Biblía
sem þeir eru með sé bara Biblí-
an, en fyrsta þýðingin kom 1584
þannig að hún er þýdd mjög
snemma yfir á íslensku miðað
við heimsmælikvarða,“ segir
Jón og tekur dæmi um hvernig
málvenja hafi breyst frá árinu
1912.
„Í Esíkel spámanni stendur,
„Guð segir við manninn að rísa á
fætur og taka ferðatæki sín,“ en
ferðatæki á þeim tíma var allt
sem þú þurftir til ferðalaga en í
dag er það ferðadiskó,“ segir
Jón hlæjandi og er nokkuð sann-
færður um að Biblían verði
meira lesin í nýrri þýðingu.
„Biblían er alls staðar, í bók-
menntum, myndlist, tónlist og
kvikmyndum,“ segir Jón og tel-
ur að fólk beri yfirleitt mikla
virðingu fyrir Biblíunni enda sé
hún ein af grunnstólpum sam-
félagsins. ■
16 10. júlí 2005 SUNNUDAGUR
CARL ORFF (1895-1982)
fæddist þennan dag.
HIÐ ÍSLENSKA BIBLÍUFÉLAG, ELSTA STARFANDI FÉLAG LANDSINS, ER 190 ÁRA Í DAG:
Biblían er alls staðar
„Segðu mér og ég gleymi. Sýndu mér
og ég man. Gerðu mig að þátttakanda
og þá skil ég.“
Carl Orff var þýskt tónskáld.
Hann er þekktastur fyrir verk sitt Carmina Burana.
timamot@frettabladid.is
BRÚ‹KAUP
Gefin voru saman 24. apríl sl. í Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði af séra Einari Eyjólfs-
syni þau Magnea Lára Elínardóttir og
Kristinn Bergmann Eggertsson.
Þennan dag árið 1985 var
flaggskip samtaka Græn-
friðunga, Rainbow Warrior,
sprengt og sökkt í
Auckland-höfn á Nýja-Sjá-
landi. Ellefu voru í áhöfn
skipsins og lést einn
þeirra, portúgalski ljós-
myndarinn Fernando Per-
eiro. Að kvöldi dags
sprengdu tvær sprengjur
skut skipsins með einnar
mínútu millibili með þeim afleiðingum að skip-
ið sökk á fjórum mínútum.
Skipið kom til hafnar í Auckland nokkrum dög-
um fyrr og átti að leiða fjölda skipa til Mururoa-
eyju í Kyrrahafi til að mótmæla kjarnorkutilraun-
um Frakka.
Tveggja metra gat fannst á
skrokk skipsins við rann-
sókn á málinu og leifar af
sprengiefni sem ekki var
hægt að fá á Nýja-Sjálandi.
Tveir voru ákærðir fyrir
ódæðið, báðir franskir
leyniþjónusmenn. Frönsk
yfirvöld reyndu að neita
aðild sinni að málinu en í
lok september sagði varn-
armálaráðherra Frakka af sér og Frakkar borg-
uðu Nýja-Sjálandi skaðabætur.
Rainbow Warrior var hífður upp og sökkt á ný
lengra frá landi. Nýtt skip með sama nafni var
sjósett árið 1987.
10. JÚLÍ 1985
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
Rainbow Warrior sprengdur
Elskulegur sonur minn, bróðir, mágur og frændi,
Sveinn Ómar Elíasson
Miðtúni 48, Reykjavík,
sem lést á heimili sínu laugardaginn 2. júlí, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju mánudaginn 11. júlí kl. 13.
Alda Ármanna Sveinsdóttir
Jón Júlíus Elíasson Kristín Þóra Harðardóttir
Margrét Elíasdóttir Ólafur Sigrtryggsson
Sigurður Þór Elíasson
Alda, Hörður, Arnaldur Ingi, Elías Kári, Andri Bergmann og Sigtryggur
Sveinn.
Hjartanlegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför hjartkærrar eiginkonu, móður,
tengdamóður og ömmu,
Ólínu Jörundsdóttur
Eikjuvogi 17, Reykjavík.
Svavar Kristjónsson
Guðný Svavarsdóttir Sveinn Óttar Gunnarsson
Jörundur Svavarsson Sif Matthíasdóttir
Erla Kristín Svavarsdóttir Smári Ragnarsson
Lilja Steinunn Svavarsdóttir Bjarni Jónsson
Auður Ólína Svavarsdóttir
og barnabörn.
FRAMKVÆMDASTJÓRINN Jón Pálsson er framkvæmdastjóri elsta starfandi félags á Íslandi. Hann heldur hér á handriti af Nýja testa-
mentinu frá byrjun 14. aldar sem páfinn gaf biskupi Íslands að gjöf í heimsókn sinni árið 1989.
AFMÆLI
Orri Vigfússon er 63 ára.
Helgi Björnsson, tónlist-
armaður og leikari, er 47
ára.
Stefán Karl Stefánsson
leikari er 30 ára.
BRÚ‹KAUP
Gefin voru saman þann 25. júní í Lága-
fellskirkju, af séra Vigfúsi Þór Árnasyni,
þau Ingibjörg Steina Frostadóttir og
Gunnar Reynisson. Þau eru til heimilis í
Reykjavík.
LJ
Ó
SM
YN
D
AS
TO
FA
H
AF
N
AR
FI
RÐ
I
ANDLÁT
Kristmundur Jóhannesson, bóndi að
Giljalandi, andaðist aðfaranótt
fimmtudagsins 6. júlí.
Kristján Gíslason, frá Neskaupstað, síð-
ast til heimilis á Seyðisfirði, and-
aðist sunnudaginn 26. júní.
Skúli Garðarsson Þverbraut 1, Blöndu-
ósi, andaðist miðvikudaginn 22.
júní.
Lilja Eiðsdóttir, áður til heimilis að
Staðarbakka 28, Reykjavík, lést
fimmtudaginn 30. júní.