Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2005, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 10.07.2005, Qupperneq 51
Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney gefur út sína þrett- ándu sólóplötu 12. september. Platan ber heitið Chaos and Creation in the Back Yard og er fyrsta plata kappans síðan hann gaf út Driving Rain árið 2001. Á nýju plötunni er að finna þrettán ný lög, sem meðal ann- ars heita Promise to You Girl og Fine Line. „Ég vildi ekki drífa mig að klára þessa plötu,“ sagði McCartney. „Ég samdi stóran hluta af henni án mikils undir- búnings. Ég reyndi eitthvað og ef það gekk ekki reyndi ég eitt- hvað annað þar til hlutirnir smullu saman.“ Fjórum dögum eftir útgáfu plötunnar fer McCartney í umfangsmikla tón- leikaferð um Bandaríkin þar sem hann treður upp í 37 borg- um. ■ N‡ plata frá McCartney PAUL MCCARTNEY Bítillinn fyrrverandi gefur út sína 13. sólóplötu 12. september. Safnplatan Svona er sumarið 2005 er nýkomin út. Platan er tvöföld með mörgum af vinsæl- ustu íslensku lögunum þetta sumarið. Á meðal laga á plötunni er nýtt lag frá Sálinni hans Jóns míns, „Þú færð bros,“ sem verð- ur að finna á næstu plötu sveit- arinnar sem er væntanleg síðar á árinu. Einnig eru þar m.a. lögin „Leyndarmál“ með Írafár, „Má ég sjá?“ með Skítamóral, „Dans, dans, dans,“ með Nylon, „Vakn- aðu“ með Í svörtum fötum og „Segðu já!“ með Stuðmönnum. ■ Svona er sumari› komin út SVONA ER SUMARIÐ Fjölmargir nýir ís- lenskir slagarar eru á plötunni Svona er sumarið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.