Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 25. ágúst 2005 17
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
2
91
77
08
/2
00
5
Ekki spurning um hvað
þú ert flottur, heldur
hvað þú vilt vera flottur!
Meiriháttar föt frá heimsþekktum hönnuðum;
Jasper Conran, John Rocha, Matthew Williamson
og gæðamerkin Cottonfield, Mexx, Esprit og 66°N
á verði sem kemur þér í gott skap.
Íslandsmótið í víkingaspilinu Kubbi haldið í fimmta sinn:
Gly›rur mótsins fá vi›urkenningu
Útileikurinn KUBBUR hefur náð
nýjum hæðum í vinsældum í sum-
ar enda afslappaður leikur sem
flestir geta spilað. Á góðviðris-
dögum í sumar mátti víða á tjald-
svæðum landsins sjá hressa tjald-
búa standa í tveimur fylkingum
með trékubba á milli sín.
Fimmta Íslandsmótið í þessum
leik, sem rekur sögu sína aftur til
víkingatímans, fer fram laugar-
daginn 3. september. Leikið verð-
ur í Skallagrímsgarði í Borgar-
nesi og hefst mótið klukkan 13.00.
Hreinn Hreinsson er einn að-
standenda mótsins. Hann kynntist
spilinu fyrir nokkrum árum í
gegnum vini sína í Svíðþjóð en
þaðan er spilið upprunnið. „Þetta
er þægileg og skemmtileg íþrótt
sem þú getur spilað með krökkun-
um þínum. Þú getur haft þetta
erfitt eða létt,“ segir Hreinn, sem
telur ekki verra að vera með öl í
annarri hendi þegar Kubbur er
spilaður. „En það spillir aðeins ár-
angri,“ segir hann og hlær.
Fyrsta Íslandsmótið í Kubbi
var haldið í nokkurs konar gríni í
Hljómskálagarðinum fyrir fimm
árum. Síðan spurðist þetta út og í
fyrra voru 25 lið skráð til keppni.
Hins vegar er rennt algerlega
blint í sjóinn með þátttöku í ár, en
skráning fer fram á vefsvæðinu
www.folk.is/kubb.
Í stórum dráttum snýst spilið
um það að tvö lið standa hvort sín-
um megin við Kubbvöllinn. Hvort
lið hefur fimm kubba á sínum
leikhelmingi sem hitt liðið á að
fella með þar til gerðum kylfum. Í
miðju vallarins er Kóngur sem
fella á síðastan.
Á Íslandsmótinu nú verður
liðum skipt í riðla og efstu lið
komast áfram í úrslitakeppni þar
sem keppt er með útsláttarfyrir-
komulagi. Í verðlaun er farand-
bikarinn „Kóngurinn“. Einnig
verða veittar viðurkenningar
fyrir best klædda liðið, skemmti-
legasta liðið og glyðrur mótsins.
- sgi
VÍKINGALEIKUR Leikurinn snýst um að fella kubba andstæðinganna með þar til gerð-
um kylfum.
M
YN
D
/H
R
EI
N
N
FJÁRRÉTTIR HAUSTIÐ 2005
Auðkúlurétt í Svínavatnshr., A.-Hún. 3.sept.
Áfangagilsrétt á Landm.afrétti, Rang. 22. sept.
Baldursheimsrétt í Mývatnssv, S.-Þing. 28. ágúst
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. 18. sept.
Dalsrétt í Mosfellsdal 18. sept.
Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. 17. sept.
Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. 13. og 18. sept.
Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. 10. sept.
Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. 9. sept.
Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp) 18. sept.
Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. 18. sept.
Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. 20. sept.
Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. 10. sept.
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. 17. sept.
Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. 19. sept.
Hlíðarrétt í Bólstaðarhl.hr. A.-Hún. 11. sept.
Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing 28. ágúst
Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. 11. sept.
Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. 16. sept.
Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. 3. sept.
Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. 17. sept.
Illugastaðarétt í Fnjóskadal, S-Þing 4. sept.
Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós. 18. sept.
Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. 18. sept.
Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. 14. sept.
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði 10. sept.
Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. 3. sept.
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. 3. sept.
Mælifellsrétt í Skagafirði 11. sept.
Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit 11. sept.
Nesmelsrétt í Hvítársíðu 10. sept.
Núparétt á Melasveit, Borg. 11. sept.
Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. 14. sept.
Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. 18. sept.
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum 17. sept.
Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. 17. sept.
Selflatarrétt í Grafningi, Árn. 19. sept.
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. 19. sept.
Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. 10. sept.
Skaftártungurétt í Skaftártungu, V.-Skaft. 17. sept.
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. 16. sept.
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. 3. sept.
Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. 17. sept.
Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. 17. sept.
Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. 19. sept.
Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. 18. sept.
Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún. 11. sept.
Staðarrétt í Skagafirði 10. sept.
Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. 10. sept.
Svarthamarsrétt á Hvalfjarðarstr., Borg 11. sept.
Tungurétt í Svarfaðardal 4. sept.
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. 9. og 10. sept.
Valdarásrétt í Víðidal, V.-Hún. 9. sept.
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. 10. sept.
Þórkötlustaðarétt í Grindavík 11. sept.
Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit 11. sept.
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. 10. sept.
Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. 19. sept.
Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. 20. sept.
STÓÐRÉTTIR HAUSTIÐ 2005
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. 17. sept.
Staðarrétt í Skagafirði. 17. sept. um kl. 16.00
Silfrastaðarétt í Blönduhl., Skag. 18. sept. kl. 16.00
Hlíðarrétt við Bólst.hl., A.-Hún. 18. sept. um hádegi
Skrapatungurétt í A.-Hún. 18. sept. kl. 10.00
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. 24. sept. kl. 13.00
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. 24. sept. kl. 13.00
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. 1. okt. kl. 10.00
Fé sótt af fjalli:
Fyrstu réttir
um helgina
Réttað verður í Baldursheimsrétt
og Hlíðarrétt í Mývatnssveit á
sunnudag og eru það fyrstu réttir
haustsins.
Réttir hafa almennt færst fram
á síðustu árum og segir Ólafur
Dýrmundsson, ráðunautur hjá
Bændasamtökunum, það helgast
af aukinni spurn eftir fersku kjöti
um þetta leyti
árs. Að auki er
veður jafnan
skárra í lok
ágúst og byrj-
un september
en þegar liðið
er á haust og
næðir því síð-
ur um gangna-
menn.
- bþs KINDUR