Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2005, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 25.08.2005, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 25. ágúst 2005 17 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 91 77 08 /2 00 5 Ekki spurning um hvað þú ert flottur, heldur hvað þú vilt vera flottur! Meiriháttar föt frá heimsþekktum hönnuðum; Jasper Conran, John Rocha, Matthew Williamson og gæðamerkin Cottonfield, Mexx, Esprit og 66°N á verði sem kemur þér í gott skap. Íslandsmótið í víkingaspilinu Kubbi haldið í fimmta sinn: Gly›rur mótsins fá vi›urkenningu Útileikurinn KUBBUR hefur náð nýjum hæðum í vinsældum í sum- ar enda afslappaður leikur sem flestir geta spilað. Á góðviðris- dögum í sumar mátti víða á tjald- svæðum landsins sjá hressa tjald- búa standa í tveimur fylkingum með trékubba á milli sín. Fimmta Íslandsmótið í þessum leik, sem rekur sögu sína aftur til víkingatímans, fer fram laugar- daginn 3. september. Leikið verð- ur í Skallagrímsgarði í Borgar- nesi og hefst mótið klukkan 13.00. Hreinn Hreinsson er einn að- standenda mótsins. Hann kynntist spilinu fyrir nokkrum árum í gegnum vini sína í Svíðþjóð en þaðan er spilið upprunnið. „Þetta er þægileg og skemmtileg íþrótt sem þú getur spilað með krökkun- um þínum. Þú getur haft þetta erfitt eða létt,“ segir Hreinn, sem telur ekki verra að vera með öl í annarri hendi þegar Kubbur er spilaður. „En það spillir aðeins ár- angri,“ segir hann og hlær. Fyrsta Íslandsmótið í Kubbi var haldið í nokkurs konar gríni í Hljómskálagarðinum fyrir fimm árum. Síðan spurðist þetta út og í fyrra voru 25 lið skráð til keppni. Hins vegar er rennt algerlega blint í sjóinn með þátttöku í ár, en skráning fer fram á vefsvæðinu www.folk.is/kubb. Í stórum dráttum snýst spilið um það að tvö lið standa hvort sín- um megin við Kubbvöllinn. Hvort lið hefur fimm kubba á sínum leikhelmingi sem hitt liðið á að fella með þar til gerðum kylfum. Í miðju vallarins er Kóngur sem fella á síðastan. Á Íslandsmótinu nú verður liðum skipt í riðla og efstu lið komast áfram í úrslitakeppni þar sem keppt er með útsláttarfyrir- komulagi. Í verðlaun er farand- bikarinn „Kóngurinn“. Einnig verða veittar viðurkenningar fyrir best klædda liðið, skemmti- legasta liðið og glyðrur mótsins. - sgi VÍKINGALEIKUR Leikurinn snýst um að fella kubba andstæðinganna með þar til gerð- um kylfum. M YN D /H R EI N N FJÁRRÉTTIR HAUSTIÐ 2005 Auðkúlurétt í Svínavatnshr., A.-Hún. 3.sept. Áfangagilsrétt á Landm.afrétti, Rang. 22. sept. Baldursheimsrétt í Mývatnssv, S.-Þing. 28. ágúst Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. 18. sept. Dalsrétt í Mosfellsdal 18. sept. Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. 17. sept. Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. 13. og 18. sept. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. 10. sept. Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. 9. sept. Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp) 18. sept. Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. 18. sept. Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. 20. sept. Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. 10. sept. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. 17. sept. Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. 19. sept. Hlíðarrétt í Bólstaðarhl.hr. A.-Hún. 11. sept. Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing 28. ágúst Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. 11. sept. Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. 16. sept. Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. 3. sept. Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. 17. sept. Illugastaðarétt í Fnjóskadal, S-Þing 4. sept. Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós. 18. sept. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. 18. sept. Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. 14. sept. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði 10. sept. Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. 3. sept. Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. 3. sept. Mælifellsrétt í Skagafirði 11. sept. Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit 11. sept. Nesmelsrétt í Hvítársíðu 10. sept. Núparétt á Melasveit, Borg. 11. sept. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. 14. sept. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. 18. sept. Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum 17. sept. Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. 17. sept. Selflatarrétt í Grafningi, Árn. 19. sept. Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. 19. sept. Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. 10. sept. Skaftártungurétt í Skaftártungu, V.-Skaft. 17. sept. Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. 16. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. 3. sept. Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. 17. sept. Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. 17. sept. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. 19. sept. Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. 18. sept. Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún. 11. sept. Staðarrétt í Skagafirði 10. sept. Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. 10. sept. Svarthamarsrétt á Hvalfjarðarstr., Borg 11. sept. Tungurétt í Svarfaðardal 4. sept. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. 9. og 10. sept. Valdarásrétt í Víðidal, V.-Hún. 9. sept. Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. 10. sept. Þórkötlustaðarétt í Grindavík 11. sept. Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit 11. sept. Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. 10. sept. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. 19. sept. Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. 20. sept. STÓÐRÉTTIR HAUSTIÐ 2005 Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. 17. sept. Staðarrétt í Skagafirði. 17. sept. um kl. 16.00 Silfrastaðarétt í Blönduhl., Skag. 18. sept. kl. 16.00 Hlíðarrétt við Bólst.hl., A.-Hún. 18. sept. um hádegi Skrapatungurétt í A.-Hún. 18. sept. kl. 10.00 Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. 24. sept. kl. 13.00 Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. 24. sept. kl. 13.00 Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. 1. okt. kl. 10.00 Fé sótt af fjalli: Fyrstu réttir um helgina Réttað verður í Baldursheimsrétt og Hlíðarrétt í Mývatnssveit á sunnudag og eru það fyrstu réttir haustsins. Réttir hafa almennt færst fram á síðustu árum og segir Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökunum, það helgast af aukinni spurn eftir fersku kjöti um þetta leyti árs. Að auki er veður jafnan skárra í lok ágúst og byrj- un september en þegar liðið er á haust og næðir því síð- ur um gangna- menn. - bþs KINDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.