Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 22
Eftir lok heimsstyrjaldarinnar síð-
ari 1945 tóku Bandaríkin forustu
fyrir hinum frjálsa heimi. Þessari
sjálfsögðu hlutverkaskipan olli
einkum tvennt: annars vegar lykil-
hlutverk Bandaríkjanna í sigri
bandamanna á þýzkum nasistum og
ítölskum og japönskum meðreiðar-
mönnum þeirra og hins vegar efna-
hagsyfirburðir Bandaríkjanna um-
fram önnur iðnríki eftir stríð. Evr-
ópa var í sárum. Árin eftir stríð
nam landsframleiðsla Bandaríkj-
anna nærri helmingi heimsfram-
leiðslunnar. Bandaríkin voru þannig
séð hálfur heimurinn. Bandaríkin
nutu virðingar víða um heim og
vöktu aðdáun, en aðdáunin var þó
ekki óskipt. Það stafaði meðal ann-
ars af því, að Bandaríkin höfðu for-
ustu um andstöðuna gegn ógnar-
stjórn Stalíns í Sovétríkjunum og
gegn öðrum einræðisstjórnum
kommúnista og studdu ýmsar aðrar
gerræðisstjórnir, sem höfðu sumar
það eitt sér til málsbóta, að þær
voru andsnúnar kommúnistum. Inn-
flytjendur héldu áfram að flykkjast
til Bandaríkjanna alls staðar að úr
heiminum, og Bandaríkjamenn tóku
þeim opnum örmum. Bandaríkin
voru bræðslupottur, þar sem fólk af
ýmsu þjóðerni bjó saman í bróðerni.
Bandaríkin voru land tækifæranna,
eins og landsfeðurnir höfðu lagt
upp með 1776: landið, þar sem til að
mynda utanríkisráðherrann talaði
ensku með þykkum erlendum
hreim. Bandarískir háskólar löðuðu
til sín kennara og nemendur víðs
vegar að. Bandarísk menning
blómstraði: þetta var þjóðin, sem
hafði gefið heiminum djassinn auk
allra bíómyndanna, myndlistar,
skáldskapar, tónlistar, vísinda og
fræða í fremstu röð. Evrópuríkin
stóðu í skugga Bandaríkjanna þessi
ár, enda var hvert og eitt þeirra
smávaxið miðað við risaveldið vest-
an hafs. Evrópa var öðrum þræði
innhverf og lokuð. Bandaríkin voru
úthverf og opin upp á gátt.
Þessi heimsmynd eftirstríðs-
áranna hefur breytzt. Það stafar
öðrum þræði af því, að Evrópulönd-
in hafa tekið höndum saman á vett-
vangi Evrópusambandsins (ESB)
og tekið Bandaríkin að sumu leyti
sér til fyrirmyndar. Evrópa á okkar
dögum er bræðslupottur líkt og
Bandaríkin. Evrópa er á fleygiferð
í ýmsar áttir: lífskjörin þar hafa
batnað til muna, evrópsk fyrirtæki
af öllu tagi breiða úr sér, borgir álf-
unnar blómstra sem aldrei fyrr og
einnig sveitirnar og menningin
með. Þýzka bílafyrirtækið Daimler-
Benz keypti Chrysler fyrir
nokkrum árum, og evrópska flug-
vélaverksmiðjan Airbus selur flug-
félögum heimsins fleiri þotur en
Boeing, og þannig mætti lengi telja.
Þetta er samt ekki höfuðmarkmið
ESB, öðru nær, því að Evrópusam-
bandið er í fyrsta lagi friðarsam-
band. Æ nánari samvinna Evrópu-
þjóðanna að efnahagsmálum og öðr-
um sameiginlegum málum stefnir í
fyrsta lagi að því að tryggja frið í
álfunni til frambúðar. Það virðist til
þessa hafa tekizt svo vel, að fæstum
þykir ástæða til að efast eða óttast
um framhaldið. Við þetta hefur Evr-
ópa eflzt svo og dafnað, að ESB er
nú orðið fjölmennara og fjár-
sterkara en Bandaríkin.
Skoðum tölurnar. Mannfjöldi
ESB-ríkjanna 25 er nú rösklega 450
milljónir á móti tæplega 300 millj-
ónum í Bandaríkjunum. Landsfram-
leiðsla á hefðbundinn mælikvarða
er nú meiri í ESB-ríkjunum í heild
en í Bandaríkjunum. Munurinn er
meiri í reynd en opinberar tölur
vitna um, af því að ýmisleg sóun
(t.d. olíubrennsla og ýmis vafasöm
útgjöld til varnarmála), sem hífir
upp landsframleiðsluna og ætti þó
að réttu lagi ekki að gera það, er
meiri í Bandaríkjunum en í Evrópu.
Nokkur ESB-lönd skila meiri fram-
leiðslu á hverja vinnustund en
Bandaríkin og búa við betri lífs-
kjör á þann kvarða, eins og ég lýsti
á þessum stað fyrir viku. Ýmislegt
annað bendir í sömu átt. Meðalung-
lingur í ESB situr ári lengur á
skólabekk en jafnaldrar hans í
Bandaríkjunum. ESB-löndin hafa á
að skipa um 320 læknum á hverja
100.000 íbúa á móti 280 læknum í
Bandaríkjunum. Íbúar ESB-ríkj-
anna lifa að jafnaði fimmtán mán-
uðum lengur en Bandaríkjamenn.
Fimmta hvert barn í Bandaríkjun-
um býr við fátækt skv. skilgrein-
ingu ESB; Mexíkó er eina landið
innan OECD, þar sem hlutfalls-
lega fleiri börn líða skort. Tvær
milljónir Bandaríkjamanna sitja í
fangelsi, og það er átta sinnum
hærra hlutfall mannfjöldans en í
ESB. Yfirburðir Bandaríkjanna
eru liðin tíð. Sameinuð Evrópa er
jafnoki Bandaríkjanna, þegar á
allt er litið, og þarf að deila forust-
unni fyrir hinum frjálsa heimi
með Bandaríkjunum og búa sig
undir að bjóða Indlandi og Kína til
sætis við sama borð. Til þess þarf
lýðræði í Kína. ■
25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
JÓN KALDAL
Brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði gæti verið forsmekk-
urinn af rækilegri endurskoðun á hlutverki stofnunarinnar.
Rás 1 í sjónvarpi›
FRÁ DEGI TIL DAGS
BYGGIR MEÐ ÞÉR
veisla
2.768
3.690
Vnr.65744610
Brauðrist
BOSCH brauðrist, 950W.
AF ÖLLUM
BOSCH VÖ
RUM!
25
AFSLÁTTU
R
Vi› sama bor›
Heimsókn og fyrirlestur
Václav Klaus, forseti Tékklands, var í
opinberri heimsókn hér á landi í vikunni
í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta.
Eins og gengur í heimsóknum af þessu
tagi hitti forsetinn einnig ýmsa aðra fyrir-
menn, heimsótti Þingvelli, Nesjavalla-
virkjun og fleira. Var Ólafur Ragnar í för
með gesti sínum á þessum ferðalögum.
Einn var þó sá viðburður á
dagskrá Tékklandsfor-
seta sem starfsbróðir
hans á Íslandi hefur
áreiðanlega leitt hjá
sér. Klaus, sem er
eindreginn hægri-
sinni í stjórnmálum,
gaf sér nefnilega tíma til
þess að mæta á ráð-
stefnu Mont Pelerin-
samtakanna sem hald-
in var á Nordica-hótel-
inu í Reykjavík og flytja
þar erindi, en ráðstefnu þessa sækja
margir kunnustu hugmyndafræðingar
frjálshyggju og markaðshyggju víða að úr
heiminum. Maðurinn sem skipulagði
samkomuna heitir Hannes Hólmsteinn
Gissurarson. Ekki beint félagsskapur fyrir
Ólaf Ragnar. Eða hvað?
Þægileg tilviljun
Það var svo þægileg hending, þótt ekki
sé nema með tilliti til ferðakostnaðar, að
þetta gat farið saman hjá Klaus forseta,
að koma í opinbera heimsókn til Íslands
og flytja fyrirlestur á ráðstefnu Mont
Pelerin. Hvort tveggja er vafalaust skipu-
lagt með góðum fyrir-
vara. Gaman væri að
vita hvort atriðið, fyrir-
lesturinn hjá Hannesi
Hólmsteini eða heimsóknin til Ólafs
Ragnars, kom fyrr á dagskrá forsetans.
Uppörvandi
Sumum finnst blöðin allt of upptekin af
því að flytja neikvæðar fréttir og niður-
drepandi. Það var því uppörvandi að sjá
stóra fyrirsögn í Morgunblaðinu á þriðju-
daginn með uppörvandi tíðindum:
„Kirkjugarðarnir eru fyrir alla“. Blaðið á
hrós skilið fyrir þessa jákvæðu frétt sem
höfð er eftir forstjóra Kirkjugarða Reykja-
víkur. Ýmsir hafa áreiðanlega haft áhyggj-
ur af þessu atriði en nú ættu þær að
vera að baki.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550
5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent-
smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum
verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Í DAG
EVRÓPA OG
AMERÍKA
ÞORVALDUR
GYLFASON
Yfirbur›ir Bandaríkjanna eru
li›in tí›. Sameinu› Evrópa er
jafnoki Bandaríkjanna, flegar
á allt er liti›, og flarf a› deila
forustunni fyrir hinum frjálsa
heimi me› Bandaríkjunum og
búa sig undir a› bjó›a Ind-
landi og Kína til sætis vi›
sama bor›. Til fless flarf l‡›-
ræ›i í Kína.
Þegar Páll Magnússon var ráðinn útvarpsstjóri á dögunum
sagðist hann sjá fyrir sér að ríkisfjölmiðlarnir hyrfu af auglýs-
ingamarkaði. Þetta er eðlilegt viðhorf hjá manni sem hefur
mestallan sinn starfsaldur unnið við einkarekna fjölmiðla og
þekkir þá skökku samkeppnisstöðu sem er ríkjandi á íslenskum
fjölmiðlamarkaði. Að sama skapi þarf ekki að koma á óvart að
fráfarandi útvarpsstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, finnist hug-
myndir eftirmanns síns ómögulegar og hann haldi því fram að
ekki komi til greina að taka RÚV af auglýsingamarkaði, en því
sjónarmiði gerði Markús góð skil í sérstöku viðhafnarviðtali í
Kastljósi Ríkissjónvarpsins síðastliðinn sunnudag. Markús Örn
hefur verið opinber starfsmaður nánast allan sinn starfsaldur
og er að fara í annað starf hjá ríkinu. Hann hefur sem sagt verið
hluti af kerfinu um árabil, er samvaxinn því og sér ekki mögu-
leikana sem geta falist í því að stokka hlutina upp á nýtt. Enda
eru gamlir valdhafar ekki líklegir til að standa fyrir aðgerðum
sem leggja valdakerfi þeirra niður.
Byltingarmenn koma yfirleitt að utan með nýstárlegar hug-
myndir í farangrinum og skora ríkjandi ástand á hólm. Koma
Páls í stól útvarpsstjóra er því tilefni til nokkurrar eftirvænt-
ingar.
Markúsi Erni er sem sagt hægt að sýna ákveðinn skilning
og þolinmæði. Það sama verður hins vegar ekki sagt um
félagsskap sem kallar sig Samtök auglýsenda og sendi á dög-
unum frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við því að RÚV
hverfi af auglýsingamarkaði. Rétt er að taka fram að þrátt
fyrir nafnið eru samtökin ekki málsvarar allra auglýsenda á
Íslandi. Í yfirlýsingu samtakanna eru tekin upp athugasemda-
laust nánast öll rök sem starfsmenn RÚV hafa áður fært fyrir
því að ríkisfjölmiðlarnir haldi áfram að senda út auglýsingar,
þar á meðal að annars þurfi að hækka afnotagjöld, aðgengi
fólks að auglýsingum muni versna og auglýsingaverð muni
hækka, sem aftur leiði til hærra verðs á vöru og þjónustu.
Þetta er málflutningur þeirra sem vilja kyrrstöðu og þola
ekki breytingar. Íslendingar búa nú til dæmis við tvær sjón-
varpsstöðvar kostaðar af auglýsendum, Skjá einn og Sirkus,
sem senda út efni í opinni dagskrá og má færa gild rök fyrir
því að vera Ríkissjónvarpsins á auglýsingamarkaði komi í
veg fyrir að þær vaxi og dafni. Ríkissjónvarpið er sem sagt
samkeppnishamlandi og stuðlar að fábreytni í íslensku sjón-
varpi. Sama má segja um Rás 2, sem í grunninn er ekkert
öðruvísi en aðrar tónlistarútvarpsstöðvar.
Hægt er að sjá fyrir sér að brotthvarf RÚV af auglýsinga-
markaði væri forsmekkurinn af rækilegri endurskoðun á
hlutverki stofnunarinnar. Einn möguleikinn er að leggja niður
Rás 2 og bylta dagskrárstefnu Sjónvarpsins þannig að efnið
sem væri þar í boði myndi skera sig frá öðrum sjónvarps-
stöðvum í sama dúr og Rás 1 er gjörólík öðrum útvarpsstöðv-
um. Þar væru sannkölluð sóknarfæri fyrir innlenda dagskrár-
gerð, leikið efni, fréttaskýringaþætti og allt það ógrynni af
vönduðu sjónvarpsefni sem er framleitt í heiminum. Ríkis-
sjónvarpið þyrfti þá ekki að standa í verðstríði við einka-
reknu afþreyingarstöðvarnar.