Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 24
Gamlar vinstri lummur Fyrr um daginn stóðum við álengdar og fylgdumst með leiklistargjörningi á Lauga- veginum. Þetta áttu að vera einhvers kon- ar mótmæli við Kárahnjúkavirkjun. Þarna var Sámur frændi með hatt og skegg og stórt áltippi og með honum feitur karl með vindil sem dreifði dollaraseðlum, en undan hlupu skrækjandi fórnardýrin - ung kona í sauðskinnsskóm með hreindýrs- haus úr filti og svo einhvers konar fjall- kona, alsett mosa og sprekum. Þetta var satt að segja ekki sérlega áhrifaríkt, enda virtust vegfarendur áhugalausir, utan nokkrir þekktir baráttumenn gegn vatns- aflsvirkjunum sem horfðu hugfangnir á. Leikendurnir voru ungt fólk, en táknmálið ótrúlega gamaldags. Á myndum frá því eftir bolsévíkabyltingu í Rússlandi má sjá sömu fígúrurnar og sömuleiðis á mynd- um sem eru teknar í fjöldagöngum Aust- ur-Þýskalandi eftir stríð - þar er líka Uncle Sam með honum í för feiti kallinn með dollarana og vindilinn að traðka á varnar- lausum smælingjum. Þetta eru semsé gamlar vinstri lummur. Egill Helgason á visir.is AF NETINU Nokkrir hafa verið önnum kafnir undanfarið við að grafa Reykja- víkurlistann. Fremstir í fylkingu grafara hafa farið Steingrímur J. Sigfússon og Flokkur hans. Á kantinum hafa staðið nokkrir feimnir stuðningsmenn sem hafa ekki enn gert sér grein fyrir að þeir (þau) eru í Flokki Steingríms J. Sigfússonar en ekki einhverri fjöldahreyfingu sem kallar sig Vinstrihreyfinguna grænt fram- boð á kjörseðlum. Það hefur verið sorglegt að horfa upp á fólk eins og Stefán Jón Hafstein og fleiri skunda í þessa jarðarför sem skortir að vísu ekkert nema líkið sjálft. Það hefur stundum verið sagt um Reykjavíkurlistann að hann sé ekkert nema borgarfulltrúarnir. Þar sé ekkert bakland. En ég held að grafararnir eigi eftir að sjá það á næstu dögum, vikum og mánuð- um að „þarna úti“ eru tugþúsund- ir kvenna og karla sem láta sér ekki standa á sama. Það gæti því farið svo að orðatiltækið „sér grefur gröf þótt grafi“ rætist all illilega á moldugum framagosum með skóflur. Hver gaf Steingrími J. Sigfússyni og nánustu trú- bræðrum hans vald til þess að leggja niður Reykjavíkurlistann? Ég minnist ekki slíkra samþykkta. Ef Steingrímur telur kosningavél sína þurfa að skapa sér sérstöðu með því að ganga úr Reykjavíkur- listanum - verði honum að góðu - en það þýðir ekki endalok Reykja- víkurlistans. Rómantískir komm- únistar, með hrunið heimsveldi á bakinu, hafa einfaldlega ekki það vald. Reykjavíkurlistinn hefur gert mjög margt gott fyrir borgina. Ég hirði ekki um að telja það allt upp - en þegar hann hefur verið upp á sitt besta hefur Reykjavík- urlistinn verið frjálslynt stjórn- málaafl, sem hleypt hefur út kröftum og afli til að gera þetta litla þorp norður undir heims- baug að sannkallaðri borg. Og það ber að virða. Borgarfulltrúar listans, úr Framsóknarflokki, Kvennalista, Alþýðuflokki, Al- þýðubandalagi og óháðum og nú síðast Samfylkingunni hafa leitt borgina áleiðis til mannlegra samfélags. Hér er kominn leik- skóli fyrir öll börn, hér þrífst blómlegt menningarlíf og hér eru haldnir Hinsegin dagar, sem standa mér nærri, og væru ekki til nema vegna stuðnings borgar- innar. Án þess að hafa kannað það vísindalega tel ég reyndar að Hinsegin dagar hafi notið stuðn- ings sjálfstæðismanna í borgar- stjórn einnig. Ég þekki það af málflutningi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og reyndar Frjálslynda flokksins líka, að málstaður okkar samkyn- hneigðra hefur notið þeirra stuðnings. Ef Steingrímur J og félagar telja sig þurfa að mæla sig í kosn- ingum vegna einhverra sér- vinstrisinnaðrakomplexa - geri þau það. Björk Vilhelmsdóttir og fleira gott fólk sem unnið hefur undir hatti Steingríms hefur sýnt að það ber hag borgarbúa, félags- hyggjunnar fyrir brjósti og það er vonandi að það brjótist undan hinni gömlu austur-evrópsku róm- antík um allsherjarríkið. Ef borgarfulltrúar Reykjavík- urlistans ætla hins vegar að boða til ótímabærrar jarðarfarar vegna þess að þeim dettur ekkert lengur í hug, geta þeir farið og leitað sér að öðru áhugamáli. Við erum tug- þúsundir sem viljum halda áfram að vinna saman, framsóknarfólk, samfylkingarfólk, vinstragrænt og óháð. Við bjóðum þá bara fram án ykkar og takk fyrir ykkur. Ef það er borgarstjóraefni sem ykk- ur vantar þá býð ég mig fram ásamt þúsundum annarra sem gætu tekið starfið að sér til þess að vinna að því að byggja góða borg. Sjálfstæðismenn hafa verið í stjórnarandstöðu í borginni und- anfarin 12 ár. Þeir hafa lært margt af því og þaðan berast nú margar góðar hugmyndir um framtíð borgarinnar. Hugmyndir Sjálfstæðismanna í skipulagsmál- um eru til dæmis mjög athygli- verðar. Ef grafararnir vinstra megin línunnar ná undir- tökuknum með gamaldags Stein- gríms J-allaballatuggu um að „vinna saman eftir kosningar“, mun ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Ekki vegna þess að ég sé með skírteini í þeim flokki, heldur vegna þess að ég vil frekar kjósa hóp af fólki sem vinnur saman, en gamladags vinstrirómantík sem þekkir engan málstað betri en boruna á sjálfri sér. Höfundur er m.a framkvæmdastjóri Hinsegin daga í Reykjavík. 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR24 Dánardómstjóri me› lofor› um framhaldslíf Brottfall er eitt af stóru vandamál- unum í skólakerfinu okkar. Um leið er það eitt af stærstu vanda- málum samfélagsins því að þeir sem falla snemma á skólagöngu sinni brott úr námi eru í miklu meiri hættu en önnur ungmenni á að missa fótanna í lífinu og til að mynda ánetjast eiturlyfjum. Bæði löglegum og ólöglegum. Þetta er unga fólkið, ungir karlmenn í mikl- um mæli, sem er utangarðs í þjóð- félaginu og lendir í mestu erfið- leikunum. Á erfitt með að fá vinnu og að fóta sig í flóði fíkniefnanna. Þessi hópur, ungt fólk sem hættir snemma í skóla, verðskuld- ar miklu meiri athygli og úrræði af hálfu menntamálayfirvalda en hann fær nú eða hefur nokkurn tímann fengið. Staða þessara ein- staklinga og þeirra sem vilja hefja skólagöngu aftur eftir hlé er afleit og hefur sjaldan verið verri. Það er einfaldlega illmögulegt að fá skólavist. Þeim er vísað á brott. Framhaldsskólarnir fá ekki fé til að veita þeim viðtöku. Ráðþrota ráðherra menntamála nær varla að tryggja öllum nýnemum skóla- vist nema eftir dúk og disk. Þeir sem vilja snúa aftur mæta afgangi og eiga erfitt með að fá inni í skól- unum. Þeir sem hafa hætt námi, fallið á brott, eiga varla aftur- kvæmt og lítið er gert til þess að reyna að fá þessa einstaklinga aft- ur til náms. Þeim sjálfum og sam- félaginu til mikils ávinnings. Við eigum að gera það að átaks- verkefni samfélagsins alls að efla menntakerfið með þeim hætti að allt verði gert til að laða fólkið sem hætti námi aftur inn í skólana. Skapa þeim nýtt tækifæri til náms. Margs konar fjarnám og öflug full- orðinsfræðsla er til staðar. Það skortir hins vegar mikið skýrari ramma utan um þennan þátt skóla- kerfisins af hálfu stjórnvalda. Fjarnámið er að mörgu leyti oln- bogabarn menntamálayfirvalda og undir Alþingi og fjárlaganefnd á hverju ári komið hver framlögin til þess eru. Í stað þess að heyra undir menntamálaráðuneytið með föst og rausnarleg framlög sem tryggja þessum merkilegu menntastofnunum um land allt trausta tilveru. Í fræðslumiðstöðv- unum er einnig að finna eitt af merkustu byggðamálum síðari tíma. Fólki á landsbyggðinni opn- ast með þeim tækifæri til mennta úr sinni heimabyggð. Tækifæri sem ekki voru til staðar áður nema að fólk flytti búferlum. Sama má segja um fullorðins- fræðsluna almennt. Einhvers kon- ar regnhlíf, Framhaldsskóla fyrir fullorðna, vantar inni í mennta- kerfið. Þannig gætum við með skýrum hætti skapað skilyrði til að fá einstaklingana sem hættu námi snemma aftur til náms. Og alla þá sem vilja bæta við skólagöngu sína og menntun. Undir slíkri regnhlíf væri til dæmis upplagt að vista allt sem tengdist nýjum menntatæki- færum, fullorðinsfræðslunni al- mennt og fjarnámið um land allt. Þá er þörf á sérstöku átaki til að efla verknámið. Virðingin fyrir því er á undanhaldi og það er hornreka í framhaldsskólakerfinu eins og málum er háttað nú með fjársvelti stjórnvalda í framhaldsskólum landsins. Efling verknámsins er einnig nátengt því að efla fullorð- insfræðsluna, búa til nýtt tækifæri til náms og fjölga þeim sem út- skrifast úr framhaldsskóla veru- lega. Fá unga fólkið aftur inni í skólana. Verknámið verður að efla. Þar er að finna lykil að því að stemma stigu við brottfalli og varna því að unga fólkið okkar lendi á vergangi með öllu þeim hörmungum sem til dæmis eitur- lyf og áfengisneysla getur leitt til. HEIMIR MÁR PÉTURSSON UMRÆÐAN REYKJAVÍKUR- LISTINN BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ALÞINGISMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR UMRÆÐAN SKÓLAMÁL Si›askrá Fréttabla›sins Það kom mér töluvert á óvart að lesa í Fréttablaðinu að í Siða- skrá blaðsins stæði: „Enginn fær send afrit af óbirtu efni“. Og að þetta næði til viðtala líka. Þó eru þau lesin fyrir viðmæl- endur ef þeir fara fram á það. Hér finnst mér of langt gengið. Viðtal er ekki það sama og til dæmis fréttaskýring. Frétta- skýring er blaðamannsins en viðtalið er fyrst og fremst við- mælandans og rétt hans ber að virða sem er að fá viðtalið til yf- irlestrar áður en það er prentað. Blaðamaðurinn reynir að halda í sérkenni viðmælandans en um leið að gera viðtalið læsilegt sem er ekki ein- falt mál og raun list- grein. Í þessu streði getur honum orðið á, stað- reyndir skol- ast til, eitt illa valið orð getur breytt réttu í rangt og jafnvel getur það gerst að samhengi frásagnarinnar (sem blaðamaðurinn velur) geri hana ranga. Í öðru lagi getur við- mælandanum orðið á, hann mis- mælt sig eða misminnt. Í þriðja lagi er tilgangur viðtala að koma á framfæri því sem viðmæland- inn sagði - eða vildi sagt hafa. Við höfum öll lent í þeim aðstæð- um að segja eitthvað sem við hefðum við nánari umhugsun gjarnan viljað breyta. Þetta er réttur viðmælandans í blaðavið- tali. Ef þess er nokkur kostur á hann að fá þetta næði til íhugun- ar. Hann á að fá viðtalið til yfir- lestrar og breytinga ef honum sýnist svo. Það er svo allt annað mál að þetta val viðmælandans getur verið til hinnar mestu bölvunar fyrir blaðamanninn sem hefur svitnað í glímunni við að gera viðtalið læsilegt. Stíllinn er brotinn upp og stundum þarf að henda út löngum köflum sem kostaði mikið erfiði að koma saman. Og það er sárt. Og stundum er einfaldlega ekki tími til að standa í þessu stímabraki. En það breytir engu um það að Fréttablaðið gerði rétt í því að láta viðtalið við þá Baugs- feðga frá sér til yfirlestrar. Þetta voru góð vinnubrögð sem leiðir aftur athyglina að Siða- skrá blaðsins sem þarf að end- urskoða. Höfundur er sagnfræðingur og ritstjóri Sjómannablaðsins Víkings. JÓN HJALTASON A› hefja nám a› n‡ju Rétt eina ferðina enn bregðast talsmenn Símans við uppbygg- ingu Gagnaveitu Orkuveitu Reykjavíkur með útúrsnúningum og dylgjum, eins og lesa mátti í grein Evu Magnúsdóttur, upplýs- ingafulltrúa Símans á dögunum. Þar á bæ virðast menn ekki ætla að átta sig á því að þeir eru uppi á tímum eðlilegrar og harðnandi samkeppni sem koma mun neyt- endum til góða á allan hátt og telja sig geta, eins og þeir gátu á tímum einokunar Símans, skipað neytendum og öðrum fyrirtækj- um til sætis eins og þeim þóknast hverju sinni. Það er þess vegna ekki Símans að ákveða hvað er „kjarnastarfsemi“ Orkuveitu Reykjavíkur, heldur stjórnar og eigenda OR hverju sinni. Ef tals- mönnum Símans er það ekki ljóst, er rétt að ítreka við þá enn einu sinni, að tími einokunar Sím- ans á fjarskiptamarkaði er liðinn, kemur aldrei aftur og það er þeim fyrir bestu að haga sér sam- kvæmt því. Nema að fortíðar- hyggjan þar á bæ sé mönnum svo í blóð borin, eins og sést best á fjölmörgum kvörtunum til eftir- litsaðila vegna framferði Símans. Nægir þar að benda á kærur net- fyrirtækja vegna að því er virð- ist vísvitandi blekkinga Símans vegna sölu á ADSL-tengingum í tengslum við útsendingar þeirra á enska boltanum, sem væntan- lega verða teknar til meðferðar hjá Samkeppnisstofnun sem allra fyrst. Megininntak í skrifum Evu Magnúsdóttur er að Orkuveita Reykjavíkur sé að færa til fjár- muni innan fyrirtækisins frá sölu á rafmagni, hita og vatni til Gagnaveitunnar og að lagning ljósleiðarakerfis Gagnaveitu OR sé ekki eins hagkvæm og lagning ljósleiðara Símans. Það skal áréttað strax, að Gagnaveita OR er fullkomlega að- skilið verkefni innan Orkuveitu Reykjavíkur. Það vita allir, sem vilja vita, enda hefur orkufyrir- tækjum öllum verið gert að skipta rekstri sínum upp í samræmi við ný raforkulög, sem tryggja eiga samkeppni á raforkumarkaði, sem taka að fullu gildi við næstu áramót, ef það hefur farið fram hjá þeim Síma-mönnum. Einokunarfyrirtækið Síminn hefur lagt ljósleiðarakerfi á kostnað neytenda víða um land undanfarin tuttugu ár. Upplýs- ingafulltrúi Símans bendir rétti- lega á, að það hafi verið gert með „öðrum lögnum sem lagðar hafa verið á vegum veitustofnana“. Ef eitthvað er, hefur Orkuveita Reykjavíkur lagt þessari þróun sitt lið með því að heimila Síman- um að fljóta með í skurðum og lögnum í gegnum árin. Það eitt og sér ætti Síminn að þakka fyrir. Meginvandi Símans á tímum ljósleiðaravæðingar, er afstaða þeirra til kerfisins, neytenda og annarra þjónustufyrirtækja. Þetta er „þeirra“ kerfi, lokað kerfi sem Síminn ætlar að sitja einn að, bæði hvað varðar alla gagnaflutn- inga og gerð þeirrar þjónustu, sem boðið verður upp á og eignar- hald. Gagnaveita Orkuveitunnar hefur gjörbreytt þessari stöðu. Það veit bankakerfið í landinu, viðskiptalífið, heilbrigðiskerfið og skólakerfið, sem notið hefur miklu betri kjara eftir að Gagna- veitan kom til skjalanna, - raunar hefur þar orðið bylting. Og Gagnaveitan er að leggja opið ljósleiðarakerfi til allra heimila á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land í nánu samstarfi við sveitar- félög og þjónustuaðila. Gagna- veitan á kerfið og rekur það, en það er öllum opið, - sveitarfélög- um, þjónustufyrirtækjum og hverjum öðrum sem telja sig hafa eitthvað fram að færa, sem neyt- endur vilja greiða fyrir. Og auð- vitað Símanum, - sem gæti sparað sér stórar fjárhæðir með því! Opið og frjálst viðskiptaumhverfi þar sem neytendur hafa frjálst val. Er það furða að Símanum hrylli við. Allir sem vilja vita vita að ljós- leiðarinn er framtíðin í gagna- flutningum. Talsmaður Símans kemst hins vegar að þeirri niður- stöðu að „tækniþróun undanfar- inna ára hafi dregið verulega úr þörf fyrir ljósleiðara“. Það hlýtur að vera áleitin spurning fyrir nýja eigendur Símans, hvort tuttugu ára vinna Símans við lagningu ljósleiðara, hafi kannski verið óþörf? Gagnaveita Orkuveitu Reykjavíkur mun hins vegar halda áfram að færa landsmönn- um öllum nýjustu og bestu tækni framtíðarinnar. Og framtíðin er núna. Höfundur er upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. Grjóthrí› úr glerhúsi HELGI PÉTURSSON UMRÆÐAN LJÓSLEIÐARI ORKUVEITUNNAR Allir sem vilja vita vita a› ljós- lei›arinn er framtí›in í gagna- flutningum. Talsma›ur Símans kemst hins vegar a› fleirri ni›- urstö›u a› „tækniflróun undan- farinna ára hafi dregi› veru- lega úr flörf fyrir ljóslei›ara“. Ef grafararnir vinstra megin línunnar ná undirtökunum me› gamal- dags Steingríms J-allaballa- tuggu um a› „vinna saman eftir kosningar“, mun ég kjósa Sjálfstæ›isflokkinn Brottfall er eitt af stóru vanda- málunum í skólakefinu okkar. Um lei› er fla› eitt af stærstu vandamálum samfélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.