Fréttablaðið - 25.08.2005, Side 27

Fréttablaðið - 25.08.2005, Side 27
FIMMTUDAGUR 25. ágúst 2005 Í eina tíð voru íslensk börn talin heppin þar sem að þau voru þrjá mánuði í fríi á sumrin. Nú er öldin önnur og til að svara kröfum hins breytta þjóðfélags (ekki þörfum barnanna) eru íslensk börn nú leng- ur í skóla en frönsk svo dæmi sé tekið. Hér byrjar skólinn ekki fyrr en 1. september. En það er nú þegar nóg að gera í þeim verslunum sem selja skólaföt og verslunargluggar sýna vel að haustið er í að- sigi. Nú á tímum getur ekkert barn farið í skólann án þess að fá bux- ur, vesti, brók og skó. Ég minnist þess ekki að hafa fengið ný skóla- föt á hverju hausti heldur fékk ég föt þegar þurfti. Fyrir jól, afmæli eða fyrir sveitaferðina á sumrin, ekki endilega fyrir skólabyrjun. En tímarnir breytast og mennirnir með í þessu neysluþjóðfélagi. Í París láta foreldrar sér duga að koma við hjá Du pareil au meme, H&M, Zöru og fleiri búðum þeim líkum. Enda ágætisföt á fínu verði í þess- um verslunum, í fallegum litum og með ágætu sniði. Alltaf er hægt að finna efripart og neðripart sem passa saman og svo auðvitað fylgi- hluti, spennur, lyklakippur og bleik veski. Reyndar er svo einkenni- legt að tískubúðirnar bjóða frekar veski en pennaveski sem fylgi- hluti með fatnaði í upphafi skólaársins. Það á jafnt við um barnaföt sem föt fyrir fullorðna. Á þremur vikum getur fatnaður sem fæst í fínum búðum verið kominn í hilllurnar hjá Zöru og H&M, eftirlíking- ar á lágu verði. Í París eru íbúar hverfanna misjafnlega ríkir og hverfin eru misjafnlega blönduð. Í sumum þeirra tala nemendurnir 15 til 20 móðurmál og horfa sumir með eftirsjá til þess tíma sem skólabúningar tíðkuðust því þá voru allir eins til fara og ekki hægt að sjá mismundandi efnahag fjölskyldnanna á klæðnaði skólabarnanna. Þeim var þar með hlíft við að þola skömm eða stríðni. Það eru ekki allir sem búa í fjölþjóðlegum „menningarsuðupott- um“ og fyrir þá eru barnafatabúðir af allt öðrum toga. Til dæmis má finna á dýrustu götu Parísar Avenue Montaigne verslunina Baby Dior ekki langt frá aðalstöðvum tískuhúss Dior. Þar geta foreldrar klætt börn sín upp í föt frá sama tískuhúsi og þeir kjósa að versla við, jafnvel nákvæmar eftirlíkingar af því sem í boði er fyrir fullorðna. Til dæmis má nefna hið fræga strigaefni með Dior yfirskriftinni sem finna má í töskum, fötum, húfum og skóm. Þeir sem heldur vilja Prada-strigaskó geta fundið vinsælastu gerðina í barnastærðum á Avenue Montaigne. En fyrir alklæðnað á börnin á þessari götu er vissara að gera ráð fyrir nokkur hundruð þúsund krónum í kostnað. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Það er leikur að læra... Glæsilegur kvenfatnaður Kjólarnir fást hjá okkur Ný sending komin Glæsilegt úrval af náttfötum ROPE YOGA í BAÐHÚSINU BRAUTARHOLTI 2. Hefjast mánudaginn 5. september 2005 Bókaðu fyrir 2. september fáðu 15% afslátt LEIÐBEINANDI er Katrín Sigurðardóttir ROPE YOGA kennari Skráning og nánari upplýsingar í síma 821-1399 og á kata@kata.is og www.kata.is TILBOÐSVIKA 11.-18. MARS 10-40% afsláttur af öllum vörum að auki 5% staðgreiðsluafsláttur ÓKEYPIS NAFNGYLLING FYLGIR ATSON-LEÐURVÖRUM Leðuriðjan ehf. Brautarholti 4, 105 Rvk. S: 561 0060 • atson@atson.is Opið: mán.-fös. 10-18 TILBOÐSDAGAR 22. ÁGÚST - 2. SEPTEMBER Stutt í anda sjö- unda áratugarins Hótelerfinginn Paris Hilton sýndi sig með nýja klippingu um helgina. Paris Hilton vakti svo sannarlega athygli á verðlaunahátíðinni Teen Choice Aw- ards um síðustu helgi. Þar afhjúpaði tískudrottningin nýja hárgreiðslu sem féll svo sannarlega í kramið hjá ljós- myndurum og áhorfendum. Paris er búin að stytta hár sitt ansi mik- ið og komin með klippingu í anda sjö- unda áratugarins sem er svo sannar- lega í takti við tískuna. Paris hefur verið með sítt hár lengi og því tími til kom- inn fyrir stúlkuna að breyta til. Christie andlit Cover girl Ofurfyrirsætan sat síðast fyrir hjá Cover girl á miðjum tíunda áratugn- um en er mætt aftur í slaginn. Christie Brinkley er enn á ný orðin and- lit snyrtivörufyrirtækisins Cover girl. Þessi 51 árs ofurfyrirsæta auglýsti merkið fyrst á áttunda áratugnum og hætti ekki fyrr en um miðj- an tíunda áratuginn. Nú auglýsir hún línu sem heit- ir Advanced Radiance og á að höfða til kvenna þrjá- tíu ára og eldri. Cover girl reynir að sýna breitt bil fegurðar, mismunandi þjóðarbrota og aldurshópa. Aðrar stjörnur sem hafa auglýst fyrir merkið eru til dæmis Qu- een Latifah og Molly Simms. Paris er glæsileg með nýja, stutta hárið. Christie Brinkley

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.