Fréttablaðið - 25.08.2005, Page 30
6 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR
Blóm sem skarta rauðu
Það er eitthvað framandlegt
við rauða fjöður upp úr grænu
blómi.
Grænu pottaplönturnar standa
alltaf fyrir sínu en óneitanlega
er gaman þegar öðruvísi blóm-
um bregður fyrir, jafnvel
skreyttum gulum blöðum og
rauðum, eins og skúf upp úr
grænkunni. Þau minna á fjar-
lægar heimsálfur, jafnvel hita-
beltið en eru þó ekki komin
lengra að en frá Belgíu að því er
Ásdís Ragnarsdóttir í Blómavali
upplýsir okkur um. En hvað
heita þau? „Flugnaskellur heita
þessi með fjöðrunum og eru af
Brómelíuætt,“ segir Ásdís.
„Þetta eru plöntur sem þurfa
góða birtu og geta verið í suður-
glugga yfir vetrartímann. Mold-
in er látin þorna á milli vökvun-
ar en blómið kemur upp úr trekt
og ofan í trektinni er æskilegt
að sé pínulítið vatn. Blómið
sjálft stendur í þrjá upp í 6 mán-
uði.“ Ásdís segir flugnaskellurn-
ar fluttar inn í ágúst og aftur í
janúar en ekki sjást þess á milli
því þær seljist yfirleitt fljótt
upp. „Flugnaskellan fjölgar sér
þannig að það koma græðlingar
upp frá móðurplöntunni en það
er erfitt við okkar aðstæður að
fá þær aftur til að blómstra,“
segir hún.
Fleiri skrautleg blóm föng-
uðu athyglina til dæmis
Flamingóblóm. Það segir Ásdís
vera hálfskuggaplöntu sem geti
blómstrað aftur og aftur.
Flamingóblómið vill stofuhita
allt árið en er viðkvæmt fyrir of
miklu vatni og á að þorna vel á
milli. ■
LAUGAVEGI 87 • SÍMI 511 2004
Mikið úrval
af dúnsængum,
koddum, og
handklæðum
Hamraborg 1-3
200 Kópavogi
Gsm: 894 8404
Kertaljós í húminu
NÚ ER KERTATÍMINN KOMINN. ÞÁ ER
GOTT AÐ VITA:
...að kerti brenna hægar og
leka jafnvel minna vaxi ef
þau eru sett í frysti klukku-
stund fyrir notkun.
... að ef kertastjakinn er þak-
inn kertavaxi er gott að stinga
honum í frysti í eina klukku-
stund. Einnig má láta stjak-
ann undir sjóðandi heitt
vatn og þerra síðan með bréfþurrku.
...að kveikurinn á kertinu á alltaf að
vera stuttur, annars er hætta á sóti.
... að öll kerti geta sótað en ástæðan
er einföld. Þegar slökkt er á kerti, sér-
staklega ilmkerti, myndast hnúi efst á
kveiknum. Þegar kveikt er aftur á
kertinu er það þessi hnúi sem fer að
sóta. Því er mjög mikilvægt að klípa
eða klippa hann af.
... að ráðlegt er að láta ekki loga á
kertunum lengur en þrjár klukku-
stundir í einu, sérstaklega ekki ilm-
kertum.
1
2
3
1. Flugnaskella er til í nokkrum stærð-
um og kostar frá 431.
2. Piparblóm með rauðum, gulum og
grænum kúlum og kosta nú 639 með
20% afslætti.
3. Guzmania sem kallað er Demants-
blóm. Er af ananasætt og kostar nú
1.439.-
4. Flamingóblóm eða Anthurium andre-
anum kostar 2.999 á útsölunni.
5. Læknaprýði heitir þetta litfagra
blóm á íslensku en latneska heitið er
Tillandsia I. Það er af ananasætt og
kostar 929.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
4 5