Fréttablaðið - 25.08.2005, Page 33
FIMMTUDAGUR 25. ágúst 2005
Húsgögn og gjafavara
NÝJAR
VÖRUR
SKEIFAN 3A - 108 REYKJAVÍK
SÍMI: 517 3600 FAX: 517 3604
WWW.LOCAL1.IS
Baðkarið er uppáhaldshornið á heimili mynd-
listarkonunnar Jóníar Jónsdóttur sem nýtur
þess að liggja í baði.
Jóní verður þungt hugsi þegar hún er spurð hvort
hún eigi einhvern uppáhaldsstað á heimilinu. „Það er
nú eiginlega allt í uppáhaldi. Ætli ég verði samt ekki
að nefna baðkarið,“ segir hún eftir dálitla umhugsun.
„Mér finnst rosalega gott að liggja í baði og hugsa að
baðkarið sé uppáhaldshornið mitt. Ég nýt þess að
fara í heitt bað með sjávarsalti, hlusta á góða tónlist
og slaka á,“ segir Jóní og bætir því við að hún fari í
bað eins oft og hún geti. „Þá reyni ég líka að dekra
svolítið við mig. Set á mig maska, skrúbba húðina og
ligg svo í baðinu heillengi. Það er voðalega notalegt,“
segir hún og viðurkennir að hún sé mikill nautna-
seggur.
Aðspurð út í baðkarið sjálft segir Jóní það ósköp
venjulegt. „Þetta er ekkert merkilegt baðkar í sjálfu
sér en það passar vel utan um mig. Baðherbergið
sjálft er líka í miklu uppáhaldi og mér líður alltaf
mjög vel þar inni.“
Jóní hefur í nógu að snúast þessa dagana enda eru
stöllurnar í Gjörningaklúbbnum að undirbúa sýn-
ingu sem verður opnuð í Keflavík þriðja september.
„Við erum á fullu að vinna núna og það er mikið að
gera,“ segir Jóní og bendir á að friðarstundir í bað-
inu séu kærkomin hvíld þegar mikið sé að gera.
Jóní nýtur þess að liggja í baði og dekra við sjálfa sig.
Baðkar sem passar vel