Fréttablaðið - 25.08.2005, Page 44

Fréttablaðið - 25.08.2005, Page 44
Leiðtogi bandaríska Nasistaflokks- ins George Lincoln Rockwell var þennan dag árið 1967 skotinn til bana af leyniskyttu fyrir utan versl- unarmiðstöð í Arlington í Virginíu- ríki. Tveimur skotum var hleypt af og skullu þau á framrúðu bifreiðar Rockwell og hæfðu hann í brjóst og höfuð. Aðeins nokkrum mínút- um eftir árásina var þrítugur félagi í samtökum Rockwells handtek- inn. Sá hafði verið rekinn úr flokknum í apríl fyrir að aðhyllast kommúnisma um of. Rockwell, sem þekktur var sem hinn bandaríski Hitler, stofnaði Nasistaflokkinn árið 1959 en hann var flugmaður í bandaríska hern- um í seinni heimsstyrjöldinni. Hann var sektaður og sendur í fangelsi í ófá skipti fyrir aðgerðir sínar en hann og félagar hans mættu oft á samkomur mannrétt- indasinna. Við útför Rockwells 30. ágúst neituðu stjórnendur í Pentagon að veita leyfi fyrir jarðsetningu hans í kirkjugarðinum Culpeper. Ástæðan var sú að fylgjendur Rockwells neituðu að taka af sér armbönd með merki hakakross- ins. Lík hans var flutt í höfuð- stöðvar flokksins í Arlington. Dag- inn eftir var hann jarðsettur á leyndum stað. Morðingi foringjans var dæmdur í tuttugu ára fangelsi í desember sama ár. „Ég ætla að skreppa með strákun- um mínum þremur á veitingastað,“ segir Magnús Eiríksson, eitt ást- sælasta söngvaskáld þjóðarinnar, sem ætlar að gæða sér á humri á Stokkseyri í tilefni af sextíu ára af- mæli sínu. Þessi tímamót eru ekki stór í huga Magnúsar enda segir hann aldur afstæðan. „Mér fannst ég vera orðinn rosalega gamall þegar ég varð fertugur en þetta verður minna sjokk eftir því sem árin líða. Þetta er vont fyrst en venst,“ segir Magnús og hlær en hann er að eigin sögn við ágætis heilsu. Þrítugs- og fertugsafmælin eru Magnúsi minnisstæð. „Þá var þetta tekið með stæl en síðan hef ég ekki nennt að standa í þessu því maður er alltaf að eiga afmæli,“ segir Magnús sem man sérstaklega eftir einni afmælisgjöf. „Sú sem mér hefur þótt vænst um var þegar ég varð fertugur og konan mín gaf mér forlátan kassagítar af gerðinni Martin. Hann var valinn af mikill nákvæmni í Bandaríkjunum og er frábært hljóðfæri sem ég hef notað mikið í upptökum,“ segir Magnús sem á og rekur hljóðfæraverslun- ina RÍN í samstarfi við syni sína. Magnús spilaði nú síðast ásamt KK félaga sínum á stóra sviðinu á Menningarnótt. „Það er erfitt að spila fyrir svona marga því það er erfitt að ná sambandi við áheyrend- ur,“ segir Magnús sem hefur yfir- leitt gaman af því að spila á tónleik- um þar sem fólk er að hlusta. „Það er svolítið erfitt að hafa augu á sér allan tímann en að öðru leyti er mjög skemmtilegt að hafa beint samband við áheyrendur,“ segir Magnús sem hefur samið reiðinnar ósköp af vinsælum lögum í gegnum tíðina. Hann segir erfitt að gera upp á milli en þykir einna vænst um lögin Ó þú og Reyndu aftur, sem hann samdi til konunnar sinnar heitinnar. ■ 28 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR DAVID HUME (1711-1776) lést þennan dag. Aldurinn er vondur en venst MAGNÚS EIRÍKSSON TÓNLISTARMAÐUR ER SEXTUGUR „Og hver er stórkostlegasta talan? Númer eitt.“ David Hume var skoskur heimspekingur. Verk hans höfðu mikil áhrif á heimspekinginn Immanuel Kant. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Björgvin Sigmundsson frá Miðvík í Grýtubakkahreppi, lést á heimili sínu sunnudaginn 7. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Guðmundur Heiðmar Gunnlaugsson lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sunnudaginn 14. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Hulda Birna Lárusdóttir Jónsson, Redondo Bch., Kaliforníu, andaðist þriðjudaginn 16. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Margrét Bárðardóttir, Skálholtsbraut 9, Þorlákshöfn, lést miðvikudaginn 17. ágúst. Útför hefur farið fram. Jenný Oddsdóttir, Kárastíg 13B, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 18. ágúst. Margrét Hallgrímsdóttir frá Skálanesi, til heimilis á Suðurgötu 14, Keflavík, andaðist á Landspítalanum við Hring- braut föstudaginn 19. ágúst. Guðbrandur Jóhannsson frá Áshóli, Grenilundi 6, Akureyri, andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardag- inn 20. ágúst. Kristjana Stefánsdóttir, Meðalholti 10, Reykjavík, andaðist á heimili sínu mánu- daginn 22. ágúst. Rut Lárusdóttir, Heiðarenda 8, áður Faxabraut 67, Keflavík, lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja mánudaginn 22. ágúst. JAR‹ARFARIR 13.00 Oddný Aðalbjörg Jónsdóttir, Rauðalæk 20, Reykjavík, áður Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.00 Kolbrún Sigurðardóttir, Álftamýri 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju. 13.00 Ægir Ólafsson verslunarmaður, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju. 13.00 Sálumessa Szymons Kuran, tón- listarmanns, verður frá Landakots- kirkju. 14.00 Jón Skafti Kristjánsson vélstjóri, Heiðargerði 19, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. 15.00 Páll G. Hannesson fyrrverandi tollfulltrúi, Ægisíðu 86, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju. SÖNGVASKÁLD Magnús hefur samið reiðinnar ósköp af vinsælum lögum í gegnum tíðina. Hann segir erfitt að gera upp á milli en þykir einna vænst um lögin Ó þú og Reyndu aftur, sem hann samdi til konunnar sinnar heitinnar. GEORGE LINCOLN ROCKWELL ÞETTA GERÐIST > 25. ÁGÚST 1967 MERKISATBURÐIR 1895 Hið skagfirska kvenfélag er stofnað og það starfar enn sem Kvenfélag Sauðár- króks. 1900 Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche andast á heimili sínu. 1944 París er frelsuð af frönskum og bandarískum herdeild- um. Þjóðverjar veita lítið viðnám. 1950 Gunnar Huseby ver Evrópu- meistaratitil sinn í kúlu- varpi. 1970 Stífla í Miðkvísl í Laxá í Suð- ur-Þingeyjarsýslu er sprengd til að mótmæla stækkun Laxárvirkjunar. 1980 Afríkuríkið Zimbabwe fær inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar. 1989 Ómannaða geimskipið Voyager 2 sendir myndir til jarðar af hnettinum Nept- únus. Bandarískur Hitler skotinn til bana Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Snjólaug Magnea Bjarnadóttir Þelamörk 54, Hveragerði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, sunnudaginn 21. ágúst, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 26. ágúst kl. 11.00. Magnús Kr. Guðmundsson Guðrún Reynisdóttir Gyða Ó. Guðmundsdóttir Kolbeinn Kristinsson Bjarni R. Guðmundsson Brynja Sveinsdóttir Ragnheiður Guðmundsdóttir Lars D. Nielsen Sveinn H. Guðmundsson Erna Þórðardóttir Hildur Rebekka Guðmundsdóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, Jóhann G. Sigvaldason Aðalbraut 55, Raufarhöfn, sem lést þriðjudaginn 16. ágúst, verður jarðsunginn frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 27. ágúst kl. 14.00. Pálína A. Valsdóttir Sæmundur Jóhannsson Hugrún E. Þorgeirsdóttir Árni Jóhannsson Þorsteinn S. Jóhannsson Dagur M. Jóhannsson Jóhann G. Jóhannsson Svava B. Mörk Jóhann Kristmundsson Eydís Hentze Guðmundur B. Sigurðsson Marin H. Hentze John S. Heinesen Helgi J. Hilmarsson Guðný M. Kristjónsdóttir og barnabörn. www.steinsmidjan.is Ástkær bróðir okkar, Ólafur Eiríksson Grjóti, Þverárhlíð, sem andaðist sunnudaginn 21. ágúst, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 27. ágúst kl. 14.00. Ingibjörg Eiríksdóttir Gunnar Eiríksson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Oddný Aðalbjörg Jónsdóttir Rauðalæk 20, Reykjavík, áður Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði, sem lést á Landakotsspítala 12. ágúst sl. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13.00. Jóhanna Ásdís Þorvaldsdóttir Víðir Sigurðsson Guðný Björg Þorvaldsdóttir Sigurður Þorgeirsson Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Kristján Þorvaldsson Ómar Ásgeirsson Helga Jóna Óðinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Hulda Birna Lárusdóttir Jónsson Redondo Beach, Kaliforníu, andaðist þriðjudaginn 16. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.