Fréttablaðið - 25.08.2005, Page 50

Fréttablaðið - 25.08.2005, Page 50
34 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR Einu sinni var ég stödd á Geirsnefi með eðlisfræðibekknum mínum þar sem við hugðumst gera eina stutta tilraun. Í henni var tveimur litlum há- tölurum stillt upp á ákveðinn hátt, þannig að stæði mað- ur í vissri fjarlægð heyrðist nánast ekkert í þeim vegna svokallaðrar eyðandi samliðunar. Úr hátölurun- um varpaðist hljóð svipað sóni í síma og þarna stóð lítill hópur áhugasamra nema sem reyndu að finna hljóðlausa punktinn. Eitthvað fór þessi tilraun svaka- lega fyrir brjóstið á tveimur hunda- eigendum sem voru þarna og héldu því fram að sónninn gerði dýrin snælduvitlaus. Ég held nú frekar að fólkið hafi verið snælduvitlaust því eftir að það hringdi á lögregluna reyndi það að framkvæma borgara- lega handtöku á þessum eðlisfræði- glæpamönnum. Nú eru eðlisfræðinemar upp til hópa ekki mjög árásargjarnt fólk og þeir leysa frekar sín vandamál með rökfræðilögmálum en handalögmál- um. Þrátt fyrir það var hundafólkið í svo miklum ham að það beitti meira að segja bílum sínum gegn hinum tilvonandi eðlisfræðingum. Lögregl- an var svo ekki lengi að vinda sér á staðinn og tók kennarann alvarlegu tiltali sem endaði með því að hann og einn nemandi fóru upp á lög- reglustöð. Lögreglan á hrós skilið fyrir skjót viðbrögð en í kjölfar þessa hasarleiks fór ég að velta því fyrir mér hvort áherslur löggunnar væru kannski örlítið skakkar. Ég hefði til dæmis gjarnan vilja sjá einhverja lögreglumenn þegar ég gekk í gegn- um miðbæ Reykjavíkur á Menning- arnótt þar sem ég óttaðist um líf og limi innan um allar ryskingarnar, brothljóðin og sauðdrukkna ungling- ana. Fjarveru þeirra má þó senni- lega rekja til þess að þeir hafi allir verið önnum kafnir við að reyna að hafa hemil á múgnum því stundum láta Íslendingar bara eins og verstu villimenn. Það verður þó að segjast að einu villimennirnir á Geirsnefinu þennan dag fyrir nokkru voru hundaeigendurnir og þeir voru al- veg látnir í friði. STUÐ MILLI STRÍÐA DÝRAVINURINN SÓLEY KALDAL UNDRAR SIG Á VIÐBRÖGÐUM TAUGAVEIKLAÐRA HUNDAEIGENDA. Löggan tæklar misvillta villimenn M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is Færð þú MasterCard Ferðaávísun? Að vinna að sjálfboðastörfum er gott tækifæri til þess að læra tungumál og kynnast framandi menningu. Dvölin hefst á málanámi og undirbúningi fyrir störf hjá hjálparstofnunum, þjóðgörðum og við samfélagsþjónustu. Guatemala, Costa Rica, Su›ur Afríka, Perú og Indland Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli 4 1 3 9 6 4 5 2 1 5 8 2 6 9 8 5 3 2 4 9 7 5 6 3 1 7 9 3 8 4 2 3 1 9 9 6 2 ■ SUDOKU DAGSINS Fylltu út í reitina þannig að hver lína, hver dálkur og hver 3x3 kassi rúmi allar tölurnar á bilinu 1 til 9. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar sinnum í sömu línu, sama dálki eða sama 3x3 kassa. Engin stærðfræðikunnátta er nauðsynleg þó leikið sé með tölum. Þrautin er leyst með rökhugsun og útsjónarsemi. Lausnir, ráðleggingar og upplýsingar eru á www.sudoku.com. Lausn þrautarinnar birtist á sama stað í blað- inu á morgun. 3 2 1 6 9 4 8 7 5 4 6 9 7 8 5 3 1 2 5 8 7 2 3 1 6 9 4 1 9 3 8 2 7 4 5 6 2 7 5 4 6 3 9 8 1 8 4 6 1 5 9 7 2 3 7 5 4 3 1 8 2 6 9 9 3 2 5 7 6 1 4 8 6 1 8 9 4 2 5 3 7 Lausn á gátu gærdagsins ... og Liverpool spilaði ákveð- inn og einbeittan bolta í gegnum allan leikinn! Hinir gátu engan vegin varist svona skotum! Þetta var bara meiriháttar árás! Hann hljóp eftir kant- inum og svo beint inn í teig... „Af hverju lamdirðu hann eigin- lega?“ „Hann kallaði mig ódýra hóru sem gerði hvað sem er fyrir einn pakka af tannþræði!“SMELL! Hristi! Hristi! BÚMM! BÚMM! OPNASTU FJÁRANS SKRAN... BÚMM! BÚMM! ...skápur. Þessi eldgamli skóli er við það að hrynja í sundur! Tjahh... Hvað voru þeir eiginlega að pæla þegar þeim fannst nóg að nota bara stál og múrsteina til að byggja hann? Þú skaþt ekki reyna að vera eitthvað þlár við mig, Lalli! Viðurþenndu það - Kettir eru þætari en hundar. VIÐURÞENNDU ÞAÐ Muml Ertu kominn með kattarfár? Solla, farðu og athugaðu hvort pabbi þurfi einhverja hjálp við kvöldmatinn Allt í lagi Ó, NEI! Ó, NEI! Ó, NEI! Jæja...? Hann sagði „ó, nei“ Svússsshhh! Blúbb! Blúbb!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.