Fréttablaðið - 25.08.2005, Síða 54
hansjónsm
íns
Hljómsveitin Hending frá
Búðardal er að koma saman á nýjan
leik. Þetta eru stórtíðindi, því þegar
sveitin hætti fyrir 20 árum, sóru
liðsmenn þess dýran eið, að þeir
myndu leika saman aftur í fyrsta
lagi þegar frysi í helvíti. Forsprakki
Hendingar, Friðrik Finnur Sturlu-
son, sem síðar gekk í Sálina, segir
að gróið sé um heilt og að
áhangendur geti farið að hlakka til.
Strákarnir í Hendingu hyggja á
stórt og hafa með fulltingi HB-
banka keypt allt hlutafé hljóm-
sveitarinnar Galdrakarla, laga-
lager Deildarbungubræðra og
þrotabú dönsku sveitarinnar Shu Bi
Dua Group, sem Baugur eignaðist
við yfirtökuna á Illum.
Hending aftur saman!
FRIÐRIK F. STURLUSON: Hlakkar til
að spila gömlu lögin
Sigur Rós fær verðuga samkeppni á tónleikamarkaðnum
38 25. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR
„Every man... every man
has to go through hell to
reach paradise.“
Robert De Niro í hlutverki brjálæðingsins Max
Cady útskýrir lífsmóttóið sitt á mjög einfaldan hátt
í kvikmyndinni Cape Fear, magnaðri endurgerð
Martin Scorsese á samnefndri mynd frá 1962.
bio@frettabladid.is
> Ekki missa af ...
Wedding Crashers með brúðkaupsboð-
flennunum Vince Vaughn og Owen Wil-
son. Frábær gamanmynd um tvo pipar-
sveina sem ráðast inn í brúðkaupsveislur
til að komast í tæri við stelpur. Hlutirnir
fara þó úr böndunum þegar annar þeirra
verður ástfanginn af dóttur fjármálaráð-
herra Bandaríkjanna. Þeir sem ekki hríf-
ast af þessari mynd geta brugðið sér á
piparsveinamynd af allt öðru tagi,
Broken Flowers með Bill Murray sem
fékk Grand Prix-verðlaunin í Cannes.
Kvikmyndin Broken Flowers
segir frá piparsveininum Don
Johnson. Kærastan hefur nýlega
hætt með honum og hann er um
það bil að falla í sama gamla farið
og einangra sig frá heiminum.
Hann fær hins vegar óvænt bleikt
bréf frá óþekktri ástkonu. Þar
stendur að hann eigi nítján ára
gamlan son. Sá vill víst ólmur
hitta pabba sinn. Fyrir tilstilli ná-
granna síns og besta vinar, Win-
ston, ákveður Don að leggja upp í
ferðalag og leita að syninum
meðal allra þeirra ástkvenna sem
hann hefur átt í lífinu.
Það eru þau Bill Murray,
Jessica Lange og Sharon Stone
sem leika aðalhlutverkin í þessari
mynd. Ólíkt stjörnunum í mynd-
inni er leikstjórinn Jim Jarmusch
ekki öllum kunnur. Hann starfar
ekki innan Hollywood og hefur
tekist að halda sig fjarri þeim
sirkus sem þar ríkir. Hann kýs
frekar að vera einn fárra sem
starfa við sjálfstæða kvikmynda-
gerð í Bandaríkjunum og að ná
frama á þeim grundvelli.
Syndir gegn straumnum
Það er oft sagt að leikarar taki að
sér hlutverk í stórum myndum og
blóðmjólki kvikmyndaverin um
laun til þess að geta einbeitt sér
að leik í alvöru kvikmyndum.
Kvikmyndir Jarmusch eru gott
dæmi um slíkan hugsunarhátt. Í
Night on Earth fór Winona Ryder
hamförum í hlutverki leigubíl-
stjóra sem neitar að gefa upp
frama sinn sem slíkur fyrir aðal-
hlutverk í stórri Hollywood-
mynd. Í Dead Man fór Johnny
Depp á ferðalag um andaheim
indíána og þá má ekki gleyma
Ghost Dog: The Way of the
Samurai, mynd sem sló í gegn öll-
um að óvörum. Persónur Jarm-
usch eru ólíkar því sem við sjáum
í venjulegum kvikmyndum frá
Hollywood og kærkomin tilbreyt-
ing frá útlitsæðinu sem tröllríður
kvikmyndum frá Englaborginni.
Skrifað fyrir Murray
Broken Flowers er talin vera sú
Jarmusch-mynd sem höfðar hvað
mest til almennings en hún fékk
Grand Prix-verðlaunin í Cannes í
vor. Sagan er vissulega forvitni-
leg en það sem er hins vegar talið
skipta mestu máli er leikur Bill
Murray, sem er enn ein rósin í
hnappagatið hjá þessum magnaða
leikara.
„Ég skrifaði handritið alltaf
með hann í huga. Ekki það hvern-
ig hann myndi segja einhverjar
setningar heldur ákveðnar hliðar
á leik hans, hvernig honum tekst
að gera suma hluti sprenghlægi-
lega,“ segir Jarmusch.
Jarmusch skrifar handritin að
myndunum sínum sjálfur og
hefur því mikla tengingu við við-
fangsefnið þótt hann gefi leikur-
um sínum svo lausan tauminn í
túlkun sinni.
Aðalleikkonurnar fjórar sáu
allt handritið en Jarmusch bað
þær um að skrifa bréf. „Þær áttu
að útskýra hvað þær myndu setja
niður á blað ef þær væru í þessari
aðstöðu,“ segir Jarmusch, sem
síðan endurskrifaði hugsanir
þeirra og notaðist við þær í mynd-
inni.
Tileinkuð áhrifavaldi
Annar leikari sem Jarmusch hafði
í huga við skriftirnar var Jeffrey
Winston. Nafnið hringir kannski
ekki neinum bjöllum en hann
hefur leikið stór hlutverk í mynd-
um á borð við Shaft og Ali, auk
þess sem hann lék eitt aðalhlut-
verkanna í endurgerð Manchur-
ian Candidate.
„Mig langaði að fá Jeffrey til
liðs við mig vegna hæfileika hans
sem kamelljón, mig langaði í per-
sónu sem var ekki staðalmynd. Ég
vonaðist til þess að hann tæki hlut-
verkið að sér og ynni persónuna út
frá því sem ég hafði skrifað.“
Í upphafi myndarinnar kemur
fram að hún sé tileinkuð Jean
Eustache. Jarmusch sagði að
þrátt fyrir að leikstjórinn hefði
einungis gert fjórar kvikmyndir
hefði hann haft mikil áhrif á hann.
„Ef einhverjir fjórir Japanir eða
Ungverjar sjá nafnið og kynna sér
verk hans er tilganginum náð,“
segir Jarmusch. ■
Kærkomin tilbreyt-
ing frá Hollywood
Broken Flowers hefur farið sigurför um heiminn og
hlotið einróma lof gagnrýnenda. Leikstjórinn Jim
Jarmusch er einn fremsti leikstjórinn í sjálfstæða
kvikmyndageiranum í Bandaríkjunum.
JARMUSCH OG MURRAY Hlutverk Don Johnson var skrifað með Bill Murray í huga,
ekki síst með tilliti til hæfileika hans til að gera hluti sprenghlægilega.
Gilliam vir›ir Weinstein-bræ›urna
Breski leikstjórinn Terry Gilliam
segist virða Weinstein-bræðurna
Harvey og Bob, sem framleiddu
nýjustu mynd hans um Grimm-
bræðurna. Þetta segir hann þrátt
fyrir að honum hafi lent ítrekað
saman við þá.
Þeir áttu víst ekki skap saman,
leikstjórinn og framleiðendurnir,
og upp úr sauð allrækilega þegar
myndin var á klippiborðinu. Bræð-
urnir vildu að óhuggulegustu
atriðin yrðu klippt burt en Gilliam
var andsnúinn því. Að lokum sætti
hann sig þó við orðinn hlut. Þá fauk
víst töluvert í hann þegar leikkon-
an Samantha Morton var rekin og
Lena Headey fengin í hennar stað.
Gilliam sagði þó að myndin
sem Bob Weinstein hefði haft í
huga væri ekki myndin sem var
gerð. Þegar allt var komið á suðu-
punkt lét Gilliam sig hverfa og
gerði myndina Tideland. Þegar
hann sneri aftur hafði andrúms-
loftið verið hreinsað.
„Ég gerði nokkrar breytingar
og á endanum klipptum við burt
nokkrar dýrustu senurnar,“ sagði
Gilliam. „Ég vildi ekki gera það en
skal viðurkenna að hún er betri
svona,“ sagði leikstjórinn.
TERRY GILLIAM Terry segist vera sáttur við myndina sína um Grimm-bræðurna þrátt
fyrir tíð rifrildi við framleiðendur myndarinnar.
Jessica Lange var tekin í karphúsið af
gagnrýnendum fyrir frammistöðu sína í
King Kong árið 1976. Svo slæm var út-
reiðin að hún sást ekki á hvíta tjaldinu
í þrjú ár. Lange lærði í leiklist í París
en þegar hún kom heim aftur fékk
hún hvergi vinnu. Útlitið bjargaði
henni og hún hafði ágætar tekjur af
því að sitja fyrir. Henni var síðan boðið
áðurnefnt hlutverk í myndinni um risa-
górilluna en það varð henni síður en
svo til framdráttar.
Um tíma leit út fyrir að ferillinn væri á
enda en Lange lagði ekki árar í bát.
Hún nýtti þriggja ára atvinnuleysið í að
læra enn frekar leiklist og myndaði
tengsl í kvikmyndaheiminum.
Lange fékk loks hlutverk á móti sjálf-
um Jack Nicholson í kvikmyndinni
The Postman Alway Rings Twice.
Margir slógu þó ákveðinn varnagla og
sögðu Lange fara ansi langt á útlitinu
einu saman. Hún þaggaði þó niður í
öllum efasemdaröddum þegar hún fór
á kostum sem hinn gullfallega Julie
Nichols á móti Dustin Hoffman í
Tootsie. Hún fékk Óskarinn fyrir
frammistöðuna og var ennfremur til-
nefnd fyrir leik sinn í Frances. Hún
stóð því með pálmann í höndunum
árið 1983, öllum að óvörum.
Frá því hefur Lange hirt Óskar frænda
einu sinn til viðbótar fyrir kvikmyndina
Blue Sky. Þar að auki hefur hún verið
tilnefnd fjórum sinnum. Hún hefur
skapað eftirminnilegar persónur á
borð við taugaveikluðu mömmuna í
Cape Fear.
Þrátt fyrir hörð viðbrögð í upphafi ferils
síns gróf leikkonan aldrei höfuðið í
sandinn og er í dag álitin ein af mikil-
vægustu leikkonum í sögu Hollywood.
Fall er fararheill