Fréttablaðið - 25.08.2005, Page 64

Fréttablaðið - 25.08.2005, Page 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 91 83 08 /2 00 5 Komdu í verslun Og Vodafone, hringdu í 1414 eða smelltu þér á www.ogvodafone.is fyrir nánari upplýsingar og skráningu í Og1. SJÓNVARP Og1 lækkar verulega kostnað heimila sem eru með GSM áskrift, Heimasíma og Internet hjá Og Vodafone. Kynntu þér einnig ávinninginn fyrir GSM, Internet og Heimasíma. Ég fæ Sýn í 3 mánuði og sé öll mörkin sem liðið mitt skorar í gemsanum! 0 kr. 0 kr. 0 kr. Allir sem skráðir eru í Og1 fá áskrift að Sýn fyrir 0 kr. í 3 mánuði. Tilboðsverð 1.990 kr. á mánuði eftir það. Allir sem skráðir eru í Og1 geta valið sitt lið í Enska boltanum og séð öll mörkin sem liðið skorar í GSM-símanum fyrir 0 kr. Allir sem skráðir eru í Og1 geta valið sitt lið í Meistaradeildinni og séð öll mörkin úr þeim riðli og úrslita- keppninni í GSM-símanum fyrir 0 kr. Sýn í 3 mánuði Enski boltinn í símann Meistaradeildin í símann Skráning þarf að berast fyrir 1. október JÓNS GNARR BAKÞANKAR Fyrirmyndir Ég er stundum spurður hverjarséu fyrirmyndir mínar. Mér vefst oft tunga um tönn því þetta er miklu flóknari spurning en fólk gerir sér oft grein fyrir. Margir ganga út frá því sem vísu að fyrir- myndir manns séu einhverjir sem séu svipaðir og maður sjálfur. Það þarf alls ekki að vera. FRÆGT fólk hefur verið mér fyrir- myndir. Ég get nefnt Þórberg Þórð- arson, Bob Dylan, Thomas Merton og Charles Chaplin. Þeir hafa allir haft mikil áhrif á mig en ekki nærri eins mikil og vinir mínir og fjölskylda og allt gott fólk sem ég hef hitt fyrir á lífsleiðinni. Til dæmis er tengda- pabbi minn mér mikil fyrirmynd. Ég held að hann hafi haft meiri áhrif á mig en nokkur fræg manneskja. FORELDRAR eru helstu fyrir- myndir barnanna sinna. Marilyn Manson er langt á eftir þeim. En það er auðvelt, ef foreldrarnir eru slæmir, að kenna Marilyn Manson um og segja að unglingarnir séu slæmir vegna þess að Marilyn Man- son sé svo slæm fyrirmynd. Þá eru foreldrarnir hreinlega ekki að standa sig sem fyrirmyndir. ALLIR eru fyrirmyndir, ekki bara frægt fólk. Við erum öll fyrirmyndir fyrir einhvern. Við vitum jafnvel ekki af því. Þess vegna skiptir það máli hvernig við högum okkur, hvað við segjum og gerum, því það mótar aðra í kringum okkur. Það er vís- indalega sannað að við hermum ósjálfrátt eftir fólki sem við treyst- um og virðum. Við öpum eftir handahreyfingar og látbragð. Ef við erum að tala við einhvern sem við lítum upp til og hann fiktar í eyranu á sér þegar hann talar er líklegt að við förum fljótlega að gera eins. FYRIRMYND okkar getur verið einhver sem er mjög ólíkur okkur. Það getur verið einhver sem við vitum ekki hvað heitir og hittum bara einu sinni, í eitt augnablik. Ég hef haft mismunandi fyrirmyndir á mismunandi tímabilum lífs míns. Í æsku voru mamma mín og pabbi fyrirmyndir mínar en líka amma mín og systur hennar mömmu. Í dag er konan mín mér mikil fyrirmynd. Hún er vandaðasta og besta mann- eskja sem ég þekki. ÉG er fyrirmynd fyrir marga. Þess vegna vil ég reyna að vanda mig í lífinu. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Jesús er mín mesta fyrir- mynd, eins og hann birtist mér í öðru fólki. ■ Föst. 26.ágúst Föst. 9.sept. Lau. 10 sept. Föst. 30. sept

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.