Fréttablaðið - 25.09.2005, Side 67

Fréttablaðið - 25.09.2005, Side 67
Hljómsveitin Sigur Rós heldur langþráða tónleika hér á landi í lok nóvember en það eru nær þrjú á síðansveitin lék síðast á Íslandi. Tónleikarnir hér heima munu marka endapunkt langs tónleika- ferðalags Sigur Rósar um heiminn á þessu ári sem borið hefur sveitina um Asíu, Bandaríkin og svo Evrópu. Þessa stundina er hljómsveitin stödd í Bandaríkjunum og fram undan eru til dæmis tónleikar á hinum sögufræga 18.000 manna tónleikastað Hollywood Bowl í Los Angeles. Sigur Rós sendi fyrir stuttu frá sér diskinn Takk og hefur kynnt hann og fylgt honum eftir með tón- leikaferðalaginu. Takk hefur verið vel tekið víða um heim og komist hátt á plötusölulistum en hér á landi hefur diskurinn selst í tæplega 5.000 eintökum frá því hann kom út hinn 12. september. Tónleikaferð hljómsveitarinnar hefur líka verið vel tekið og lofsamlegir dómar birst í fjölda erlendra fjölmiðla. Tónleikar Sigur Rósar hér á landi verða í Laugardalshöll sunnu- daginn 27. nóvember og leikur hljómsveitin Amina á undan Sigur Rós og leggur henni einnig lið í nokkrum lögum. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22 23 24 25 26 27 28 Sunnudagur SEPTEMBERSigur Rós spilar á Íslandi Heiða velurmyndirnar Af gefnu tilefni skal tekið fram að myndir í mannréttindaflokki Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík voru valdar af Heiðu Jóhannsdóttur, dagskrárumsjónar- manni hátíðarinnar, í samráði við UNIFEM og Grétu Ólafsdóttur. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Píanóleikararnir Jón Sigurðsson og Þórarinn Stefánsson leika fjórhent á nýjan flygil Ketilhússins á Akureyri á tón- leikum sem Tónlistarfélag Akureyrar heldur í samvinnu við Félag íslenskra tónlistarmanna.  20.00 Finnur Bjarnason tenór og Örn Magnússon píanóleikari halda tónleika í TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs, í Salnum í Kópavogi.  20.00 Kristín Þuríður Halliday sópransöngkona heldur tónleika í Hafn- arborg, Hafnarfirði ásamt Antoniu Hevesi píanóleikara og Einari Jóhann- essyni klarinettuleikara og Peter Tom- kins óbóleikara. Kristín verk eftir Händel, Vivaldi, Schubert, Puccini, Gounod og fleiri ásamt sígildri bandarískri tónlist.  20.00 Garðar Garðarsson leikur klassískan djass með söng á Póstbarn- um. Þar verður í allan vetur leikinn léttur djass á sunnudagskvöldum.  21.00 Bubbi Morthens heldur tón- leika á Trúbadorahátíð Íslands, sem haldin er í fjórða sinn í Egilsbúð, Nes- kaupstað. ■ ■ KVIKMYNDASÝNINGAR  20.50 Hvíldardagskvöld á Grand Rokk með Alison Krauss, Chet Atkins, Waylon Jennings, Johnny Cash, Marty Robbins og fleirum. hvar@frettabladid.is SIGUR RÓS Snýr aftur eftir langa bið og mun leika tónlist sína fyrir landa sína í Laugar- dalshöll í nóvember.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.