Fréttablaðið - 03.10.2005, Síða 6
6 3. október 2005 MÁNUDAGUR
STJÓRNMÁL Þingflokkur Samfylk-
ingarinnar vill fækka ráðuneytun-
um þrettán í níu. Það kom fram á
fréttamannafundi sem haldinn
var í gær. Flokkurinn vill að skilið
verði milli heilbrigðis- og trygg-
ingamála, og að stofnað verði sér-
stakt innanríkisráðuneyti.
Önnur áherslumál þingflokks-
ins eru aukið framboð á menntun
fyrir fólk á vinnumarkaðnum,
leiðrétting kjaraskerðingar líf-
eyrisþega og að afkomutryggingu
verði komið á fyrir þá.
Jafnframt vill Samfylkingin að
lög verði sett um óháðar rann-
sóknarnefndir sem myndu taka að
sér að kanna málin þegar rök-
studdur grunur leikur á að stjórn-
völd eða aðrir sem fara með völd í
samfélaginu hafi misbeitt þeim
völdum. Einnig að rannsóknir á
þróun valds og lýðræðis fari
fram, svipaðar þeim sem önnur
Norðurlönd eru nú að láta gera, og
að skipun embættismanna verði
endurskoðuð í þeim tilgangi að
skilja pólitísk störf frá faglega
skipuðum embættum Stjórnar-
ráðsins.
„Við viljum að það sé gerður
mjög skýr greinarmunur, þannig
að fólk viti hvenær hið pólitíska
vald er á ferðinni og hvenær það
er faglegt vald,“ segir Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, formaður Sam-
fylkingarinnar.
- smk
Kosning Sólveigar Pétursdóttur sem forseta Alþingis:
Ekki var hægt a› segja nei
STJÓRNMÁL Frjálslyndi flokkurinn
er óánægður með að ekki skuli
hafa verið hægt að segja „nei“ við
kosningu Sólveigar Pétursdóttur í
embætti forseta Alþingis. Ein-
göngu var hægt að ýta á „já“-takk-
ann eða „greiðir ekki atkvæði“, en
Sólveig var ein í kjöri. Í tilkynn-
ingu sem flokkurinn sendi frá sér
á laugardag segist flokkurinn hafa
ætlað sér að undirstrika óánægju
sína með því að segja nei, en þar
sem það var ekki hægt er ómögu-
legt að sjá hversu margir voru al-
farið á móti kosningu Sólveigar,
heldur eingöngu að 12 af 63 þing-
mönnum hefðu setið hjá.
Að sögn Helga Bernódussonar,
skrifstofustjóra Alþingis er
ástæðan fyrir þessu sú að kosning-
in er skrifleg samkvæmt þing-
sköpum. „Það var bara hægt að
gera tvennt, að skrifa nafn Sól-
veigar Pétursdóttur eða skila
auðu,“ segir Helgi, og bætir við að
til að flýta fyrir hefur Alþingi not-
ast við atkvæðagreiðslukerfið í
allmörg ár, en langt er orðið síðan
fleiri en einn var í kjöri til emb-
ættis forseta Alþingis. - smk
Hver ger›i hva› í Baugsmálinu
Eins dags verkfall í Frakklandi:
Mótmæla stefnu
stjórnvalda
VERKFALL Líklegt er talið að mikill
fjöldi fólks muni leggja niður
vinnu um allt Frakklandi á þriðju-
dag til að mótmæla stefnu stjórn-
valda í efnahags- og atvinnumál-
um. Þetta verður fyrsta alvöru
barátta ríkisstjórnar Frakka, sem
aðeins hefur starfað í fjóra mán-
uði, við verkalýðsfélög landsins
sem þykja oft á tíðum óstýrilát.
Ríkisstjórn forsætisráðherr-
ans Dominique de Villepin hefur
verið harðlega gagnrýnd fyrir
framgöngu sína í málum sem snúa
að verkamönnum. Til að mynda
þeim ofbeldisfullu mótmælum
sem brutust út á Korsíku fyrir
nokkru. - sgi
NÆSTI FORSETI? Rudolph Giuliani hugleið-
ir hvort hann vilji verða næsti forseti
Bandaríkjanna.
Kosningar í Bandaríkjunum:
Giuliani íhug-
ar frambo›
FORSETAFRAMBOÐ Fyrrum borgar-
stjóri New York, Rudolph Giuliani,
upplýsti á ferð sinni um Danmörku
nýverið að hann ætlaði að ákveða á
næsta ári hvort hann byði sig fram
til forseta árið 2008. Hann setti þó
þann fyrirvara að þessar hugleið-
ingar hans um að verða forsetaefni
repúblikana gætu að engu orðið.
Giuliani þótti sýna fádæma leið-
togahæfileika í kjölfar hörmung-
anna í New York þann 11. sept-
ember árið 2001. Hann var í Dan-
mörku vegna ráðstefnu viðskipta-
leiðtoga í Kaupmannahöfn. ■
Dreamweaver MX 2004
Dreamweaver er eitt vinsælasta vefsmíða-
forrit á markaðnum í dag enda bæði
fjölbreytt og afar einfalt í notkun. Á þessu
námskeiði verður farið í helstu grunnatriði
Dreamweaver og hvernig má nota það til
að búa til vefsíður og halda þeim við.
Einnig verður kennd notkun margmiðlunar-
efnis og javascript til að krydda vefsíður
ásamt faglegri uppsetningu skráa á vefsvæði.
Í lok námskeiðsins búa nemendur til full-
kláraðan vef og læra hvernig á að setja vefsíður inn á Netið. Sjá nánari
lýsingu á heimasíðu skólans.
Lengd námskeiðs 31 kennslustund. Kennt er mánudags- og
miðvikudagskvöld frá kl 17:30 - 21:00. Hefst 10. okt og lýkur 26.okt.
Verð kr. 29.000,- (Kennslubók innifalin)
V E F S M Í Ð I
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is
Á ríkið að hlaupa undir bagga
með útflutningsfyrirtækjum?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ertu farin(n) að búa til jóla-
kortin?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
63%
37%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
M
YN
D
/A
P
Lögreglan í Kópavogi:
Loka›i
skemmtista›
LÖGREGLUMÁL Skemmtistað í Kópa-
vogi var lokað skömmu eftir mið-
nætti í fyrrinótt en lögreglan kom
þá að nokkrum unglingum undir
lögaldri þar inni. Var það annað
kvöldið í röð sem lögreglan finnur
börn á þessum stað.
Málið hefur verið kært til sýslu-
manns og mega eigendur staðarins
því eiga von á fjársektum eða leyf-
ismissi.
Samkvæmt lögum verður gestur
að vera 18 ára eða eldri til að sækja
skemmtistað sem þennan.
Staðnum var aðeins lokað þessa
nótt en eigendur gátu opnað aftur
næsta dag. - jse
ALÞINGI SETT Frjálslyndi flokkurinn mótmælir því að ekki skuli hafa verið hægt að segja
„nei“ við kosningu Sólveigar Pétursdóttur sem forseta Alþingis.
fiær fimm lykilpersónur sem hva› mest komu vi› sögu í a›dragandanum a› Baugsmálinu eru Jón Gerald
Sullenberger, Styrmir Gunnarsson, Jónína Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kjartan Gunnars-
son. Hér á eftir er raki› hva›a hlutverki hvert fleirra gegndi.
Styrmir Gunnarsson,
ritstjóri Morgunblaðsins
Veturinn og vorið 2002 berast
Styrmi Gunnarssyni gögn frá
Jóni Geraldi Sullenberger varð-
andi viðskipti
hans við Baug.
Jón Gerald vill
að Styrmir fjalli
um Baug í
Morgunblað-
inu. Styrmir tel-
ur málið ekki
þess eðlis að það eigi erindi á
síður blaðsins en sér aumur á
Jóni Geraldi og veitir honum
því aðstoð í málinu. Hann finn-
ur handa honum lögfræðing,
samflokksmann sinn og fyrrver-
andi lögmann útgáfufélags
Morgunblaðsins til margra ára,
Jón Steinar Gunnlaugsson, sem
Styrmir, eftir að ráðfæra sig við
Kjartan Gunnarsson, æskuvin
sinn, telur að sé heiðarlegur og
vandaður lögmaður. Styrmir
segir Jónínu Benediksdóttur að
hvorki hún né Jón Gerald þurfi
að hafa áhyggjur af Jóni Stein-
ari því tryggð hans við ónafn-
greindan mann sé innmúruð
og ófrávíkjanleg.
Styrmir aðstoðar þá Jón
Gerald við þýðingar á hinum
ýmsu greinum og fær til þess
hjálp blaðamanna sem hjá
honum starfa.
Styrmir sendir einnig skjöl
Jóns Geralds um Baug umbeð-
inn til Jónínu sem kemur þeim
áfram til tollstjóra sem kemur
þeim til skattrannsóknastjóra.
Styrmir segist reyndar ekki
skilja af hverju skattrannsóknin
á Baugi sé ekki hafin og getur
sér til um að það sé hugsan-
lega vegna þess að fjármála-
ráðherra sé ekki kominn úr
sumarfríi.
Jónína Benediktsdóttir,
athafnakona
Sleit sambúð við Jóhannes
Jónsson kenndan við Bónus í
nóvember 2001. Finnst hann
hafa hlunnfar-
ið sig fjár-
hagslega en
rekstur lík-
amsræktar-
stöðvar Jón-
ínu, Planet
Pulse, gekk
ekki sem skyldi á meðan
tveggja ára sambúð þeirra
varði. Hún krefur Jóhannes
um tugmilljónir og hvítan
Audi.
Jónína, sem kynntist Jóni
Geraldi í gegnum Jóhannes,
ákveður að taka hann upp á
sína arma og styðja hann í
deilum hans gegn Baugi.
Hún notar sér samband sitt
við Styrmi Gunnarsson til
þess að vekja athygli áhrifa-
mikilla manna á máli Jóns
Geralds.
Þegar Styrmir og félagar
hans ákveða að taka að sér
Baugsmálið hefur Jónína
reynt að vekja athygli fjölda
þjóðþekktra manna á meint-
um svikum Baugsfeðga. Þar
á meðal fundar hún með
Valgerði Sverrisdóttur við-
skiptaráðherra, Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur og fleiri
Samfylkingarmönnum, sem
og nokkrum af helstu fjöl-
miðlamönnum landsins.
Enginn telur málið þess eðlis
að bregðast þurfi við því þótt
allir hvetji hana til að snúa
sér til lögreglu telji hún
Baugsmenn hafa brotið lög.
Það er því ekki fyrr en hún
leitar til Styrmis að hjólin
fara að snúast í Baugs-
málinu.
Jón Gerald Sullenberger,
athafnamaður
Rak vöruhús í Flórída og átti
í viðskiptum við Baug í
Bandaríkjunum. Einnig átti
hann hlut í
snekkjunni
Thee Viking, á
móti Baugs-
mönnum.
Reksturinn á
vöruhúsi Jóns
Geralds gekk
ekki sem skyldi og á haust-
mánuðum 2001 kom í ljós
að viðskiptin við Baug voru
ekki jafnmikil og samningar
höfðu verið gerðir um. Því
var hagnaður Jóns Geralds
minni en hann hafði áætlað.
Vorið 2002 fara í gang
samningaviðræður milli Jóns
Geralds og Baugs vegna
þessa og útlit er fyrir að
sættir náist. Baugur býðst
meðal annars til að greiða
það sem upp á hagnaðinn
vantar vegna minni viðskipta
en samið var um.
Í júní 2002 slítur Jón Ger-
ald samningaviðræðum og
hættir viðskiptum við Baug.
Þá er hann kominn í sam-
band við Styrmi og Jón
Steinar og farinn að undir-
búa kæru á hendur Baugi.
Jón Gerald kærir Baug í
ágúst 2002 og í kjölfarið
ræðst efnahagsbrotadeild
lögreglunnar til atlögu og
gerir húsleit í höfuðstöðvum
Baugs 28. ágúst sama ár.
Jón Steinar Gunnlaugsson,
þá hæstaréttarlögmaður
Einn helsti ráðgjafi Davíðs
Oddssonar um áratugaskeið
tekur að sér mál Jóns Geralds
fyrir milligöngu
Styrmis. Hafði
um árabil
starfað sem
lögmaður Ár-
vakurs, útgáfu-
félags Morgun-
blaðsins, og
varði meðal annars Agnesi
Bragadóttur blaðamann í máli
sem höfðað var gegn Morgun-
blaðinu í kjölfar skrifa Agnesar
um endalok Sambandsins.
Agnes var krafin um að
gefa upplýsingar um heimild-
armann sinn en dómnum var
hnekkt í Hæstarétti. Styrmir
segir að meðal annars vegna
þeirra starfa Jóns Steinars hafi
hann ákveðið að benda Jóni
Geraldi á hann þegar hann
leitaði að lögmanni í Baugs-
málinu.
Jón Steinar var þegar
nefndur til sögunnar í byrjun
maí 2002. Í lok maí talast
hann og Jón Gerald fyrst við í
síma en hittast ekki fyrr en
síðar. Opinberlega tekur Jón
Steinar við máli Jóns Geralds í
júlí og fór þá að senda Styrmi
gögn um málið sem Jón Ger-
ald sendi honum. Jón Steinar
ráðleggur Jóni Geraldi annað
tveggja: Að höfða einkamál á
hendur Baugi eða kæra þá til
lögreglu fyrir brot á lögum.
Jón Steinar kærir Baug fyrir
hönd Jóns Geralds en semur
síðar um 120 milljóna króna
greiðslu til handa Jóni Geraldi
frá Baugi svo mál Jóns Ger-
alds gegn Baugi í Bandaríkjun-
um verði látið niður falla.
Kjartan Gunnarsson,
framkvæmdastj. Sjálfstæðisflokksins
Trúnaðarvinur Styrmis og
einn áhrifamesti maður í
Sjálfstæðisflokknum og oft
nefndur mað-
urinn á bak
við Davíð
Oddsson.
Tengdur
Styrmi nánum
fjölskyldu-
böndum og
að sögn Styrmis þrautgóður
á raunastund enda hafi hann
oft leitað til hans þegar mik-
ið lá við.
Þegar Jón Gerald spyr
Styrmi ráða um hvaða lög-
mann hann eigi að velja til
að fara með mál sitt gegn
Baugi dettur Styrmi Jón
Steinar í hug. Það er þó ekki
fyrr en eftir samráðsfund
með Kjartani og Jóni Stein-
ari, sem haldinn var á rit-
stjóraskrifstofu Morgunblaðs-
ins um mánaðamótin
júní/júlí, að Styrmir treystir
sér til þess að mæla með
Jóni Steinari við Jón Gerald.
Kjartan, Styrmir og Jón
Steinar hittust því til að ræða
hæfi og hæfni Jóns Steinars
sem lögmanns og komust að
þeirri niðurstöðu að hann
væri nægilega hæfur lög-
maður til þess að fara með
mál Jóns Geralds gegn
Baugi.
Kjartan hafði, þrátt fyrir
að vera einn helsti ráðgjafi
Davíðs, þó aldrei nefnt Jón
Gerald Sullenberger í eyru
Davíðs, áður en innrásin var
gerð í höfuðstöðvar Baugs.
sda@frettabladid.is
ÁHERSLUMÁL KYNNT Frá fréttamannafundi
Samfylkingarinnar í gær, þar sem aðal
áherslumál þingflokksins voru kynnt.
Áherslumál Samfylkingarinnar fyrir komandi þing:
Rá›uneytum fækki um fjögur