Fréttablaðið - 03.10.2005, Page 52

Fréttablaðið - 03.10.2005, Page 52
34 3. október 2005 MÁNUDAGUR 200 Kópavogur: Rauðeik á gólfum Hrauntunga: Endaraðhús á útsýnisstað í suðurhlíðum Kópavogs Lýsing: Gengið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi og inn af henni er flísalögð gestasnyrt- ing. Á jarðhæð er einnig rúmgott flísalagt þvotta- hús, geymsla með hillum og stórt herbergi með útgangi í bakgarð. Stigi upp á efri hæð er lagður rauðeik. Á efri hæð er rúmgóð og björt stofa með rauðeik á gólfum, stórum gluggum og svölum. Einnig dúklagt eldhús með upprunalegri innrétt- ingu en nýlegri borðplötu, keramikhelluborði og ofni. Á efri hæðinni eru fjögur svefnherbergi. Svefnherbergisgangur og hjónaherbergi eru með rauðeik á gólfum. Inn af hjónaherbergi er fataher- bergi. Þrjú svefnherbergi eru með eikarparketti. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og blautrými í kringum baðkar með innfelldum blöndunartækjum. Úti: Bílskúr er innbyggður með hurðaropnara Annað: Raflagnir hússins og tafla eru endurnýjaðar. Fasteignasala: Nethús Sumarhús með stórri lóð og fallegu útsýni Holtabyggð í Langholtsfjalli: Heilsárshús á frábærum stað rétt við Flúðir. Lýsing: Húsið er á einni hæð. Gert er ráð fyrir for- stofu, þremur svefnherbergjum, rúmgóðu baðher- bergi með sturtu, stofu, borðstofu og geymslu. Hurðir og gluggar eru úr gegnheilu mahoníi. Renni- hurð er úr stofunni út á timburklædda stóra verönd. Hitalagnir eru í öllum gólfum og 5 tommu einangr- un í veggjum. Úti: Húsið stendur á fallegri 1,2 hektara leigulóð til 50 ára, árgjald fyrir leigu er um 60 þúsund á ári. Gert er ráð fyrir heitum potti. Annað: Um klukkustundar akstur er frá Reykjavík. Húsinu verður skilað fullbúnu að utan ásamt verönd og útihurðum. Húsið er allt mjög vandað á steyptum sökkli og með steyptri gólfplötu. Opnanleg fög eru stór og virka sem björgunarop. Húsið er klætt með sérunninni klæðningu og svart bárujárn er á þaki. Rafmagn er komið inn í hús ásamt nauðsynlegum vinnuljósum og rafmagnstöflu í geymslu. Inntök fyrir heitt og kalt vatn eru inni í húsinu og skolplögn fullfrágengin. Tveir golfvellir eru nálægt. Tvö eins hús eru í byggingu í Holtabyggð og því er hægt að velja um staðsetningu. Fermetrar: Um 70 fm Verð: 11,6 milljónir Fasteignasala: X-Hús

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.