Fréttablaðið - 03.10.2005, Síða 75

Fréttablaðið - 03.10.2005, Síða 75
23 Rick Parry segist ekki sjá eftir þvíað hafa ekki tekist að klófesta Michael Owen áður en hann gekk í rað- ir Newcastle fyrir 17 milljónir punda. „Það kom aldrei til greina að borga þessa upphæð fyrir Owen. Við gátum fengið Luis Garcia og Xabi Alonso fyrir þessa upphæð. Hefðum við unnið Meistaradeildina án þessara tveggja leikmanna? Ég myndi ekki skipta á þeim sigri fyrir neitt annað.“ Þrátt fyrir að hafa unn- ið Meistaradeildina þá var gengi Liverpool á síðustu leiktíð óstöðugt en Parry vill sjá breytingar á því. „Að vinna deildina er okkar markmið, þrátt fyrir að við séum ekki að setja nein tímamörk á það. Þetta félag gerir kröfu um að berjast um titla og ég mun gráta þegar sá dagur kemur að við getum ekki keppt um titla,“ sagði Parry. Zat Knight hefur verið sektaður affélaginu fyrir að brjóta reglur fé- lagsins en hann var einnig settur út úr leikmanna- hópi liðsins fyrir leikinn gegn Man.Utd sem liðið tapaði. Knight fór á næturklúbb í síðustu viku og braut þar með reglur félagsins og það gat Chris Coleman ekki sætt sig við. „Zat Knight var settur út úr leikmannahópi liðsins vegna brots á agareglum. Ég er ekki búinn að gera það upp við mig hvort hann verði með í næsta leik, ég hef tvær vikur til að ákveða það. Það eru reglur sem menn þurfa að fylgja hjá félaginu og þeir vita hverjar þær eru,“ sagði Coleman. ÚR SPORTINU Ungu stelpurnar hennar Díönu hafa slegi› í gegn í upphafi móts HK hefur unni› fyrstu tvo leiki sína í DHL-deild kvenna í handbolta flar af sí›asta leik me› tíu mörkum gegn Fram. fijálfarinn Díana Gu›jónsdóttir segist veri› me› grí›arlega efnilegar stelpur í li›inu. HANDBOLTI Kvennalið HK í hand- boltanum er að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki en hefur komið flestum á óvart með því að vinna tvo fyrstu leiki sína í DHL- deild kvenna. HK vann Gróttu 30-26 fyrir rúmri viku og fylgdi því síðan eft- ir með tíu marka sigri á Fram, 30- 20, á þriðjudagskvöldið. „Við bjuggum okkur vel undir þessa tvo leiki og lögðum mikla áherslu á þessa tvo heimaleiki. Allar götur síðan ég sá leikjaniðuröðina ætl- aði ég að vinna þessu tvo fyrstu leiki. Okkur var spáð neðar en þessi lið en vissum að við gætum betur,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari kvennaliðs HK. „Það var tekin ákvörðun síðasta vor um að taka þátt í vetur og við tókum þessa ákvörðun í samráði við stelpurnar. Það hjálpar líka að vera með tvo útlendinga og ég er ótrúlega heppin með þær og þá sérstaklega félagslega. Þær eru duglegar að leiðbeina stelpunum og það skiptir rosalega miklu máli að vera ekki með einhverja út- lendinga sem eru erfiðir í um- gengni.“ Hinn 17 ára gamli markvörður liðsins hefur varið frábærlega í fyrstu tveimur leikjunum, sam- tals 48 skot eða 24 skot að meðal- tali. Kolbrún varði 60% skota Framliðsins á þriðjudaginn. „Það voru einhverjir hissa á því að ég ætlaði ekki að kaupa markmann en ég er með tvo mjög góða mark- menn,“ segir Díana spurð um Kol- brúnu. „Það er annars alltaf ein- hver stelpa sem kemur fram og klárar fyrir okkur þessa leiki og það er aldrei sami leikmaðurinn. Þær hafa traust okkar á bekknum. Þær vita það að leikurinn gengur út á að það eru gerð mistök og við verðum leyfa þeim að gera mistök og læra af þeim og þroskast sem leikmenn. Þess vegna eru þær líka óhræddar við að taka af skar- ið,“ segir Díana. HK-liðið teflir fram tveimur útlendingum, Auksé Vysni- auskaité og Tatjönu Zukovsku, og bera þær vissulega aðalábyrgðina í leik liðsins en það var skemmti- legt að sjá hvernig ungu stelpurn- ar leystu það vel þegar Framliðið tók þessar tvær úr umferð. Þar fór fremst örvhenti hornamaður- inn Rut Jónsdóttir sem á enn eftir að fagna 15. afmælisdegi sínum. Rut skoraði 7 mörk úr 8 skotum í seinni hálfleiknum og sýndi að þar er landsliðskona framtíðar- innar á ferðinni. Systir hennar Auður, sem er tveimur árum eldri, sýndi einnig góð tilþrif og þá sérstaklega á lokakafla fyrsta leiksins þar sem hún skoraði flest af sínum sex mörkum í þeim leik. „Við vorum búin að setja okkur ákveðin markmið og við höldum okkur við þau. Nú verður maður bara að vera þolinmóður því nú reynir á okkur í næsta leik sem er gegn Íslandsmeisturum Hauka,“ sagði Díana að lokum. ooj@frettabladid.is MÁNUDAGUR 3. október 2005 MÖRK HK Í FYRSTU TVEIMUR LEIKJUNUM: Arna Sif Pálsdóttir (17 ára) 14 mörk Auksé Vysniauskaité (21 árs) 13 mörk Tatjana Zukovska (33 ára) 10 mörk Auður Jónsdóttir (17 ára) 7 mörk Rut Jónsdóttir (15 ára) 7 mörk Jóna S. Halldórsdóttir (16 ára) 3 mörk Herdís Ósk Helgadóttir (20 ára) 2 mörk Ásta K. Gunnarsdóttir (16 ára) 1 mark Varin skot: Kolbrún Ragnarsdóttir (17 ára) 48 varin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.