Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN6
Ú T L Ö N D
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
skrifar
Viðskiptatímaritið Financial
Times birti í síðasta riti sínu lista
yfir 25 ríkustu menn heims.
Heildarverðmæti eigna milljarða-
mæringanna er 320 milljarðar
bandaríkjadala. Í umfjöllun blaðs-
ins kemur fram að þeir einstak-
lingar sem valdir voru eru ekki
einungis ríkir og valdamiklir
heldur hafi þeir stuðlað að því að
breyta hugsunarhætti, lífsháttum
og vinnuháttum fólks.
Eftir sem áður trónir Bill
Gates á toppi listans sem langrík-
asti maður heims og mikill mann-
vinur. Steve Jobs, stofnandi
Apple, færist hratt nærri honum
og fer upp úr sjötta sæti í fyrra.
Það er velgengni iPod-spilarans
sem kemur honum þangað. Ekki
sér fyrir endann á þeirri vel-
gengni og því gæti hann fljótlega
farið að gera tilkall til fyrsta sæt-
isins. Listinn sýnir sem fyrr að
bandarísku tölvufyrirtækin eiga
vinninginn en fyrstu fjögur sætin
verma milljarðamæringar beint
út úr Silicon Valley. Nýir á listan-
um eru einmitt vinirnir Larry
Page og Sergey Brin sem stofn-
uðu Google-leitarvélina.
Annað sem vekur athygli og
hefur breyst frá árinu 2004 er að
það eru helmingi fleiri Evrópu-
menn á listanum, helmingi færri
pólitíkusar og engin kona. Aðferð-
irnar við að mæla eignir auðjöfra
eru misjafnar og því ber ekki öll-
um saman um hverjir skulu
verma sæti lista sem þessa. Víst
þykir þó að auður og áhrif þeirra
allra eru óneitanlega mikil.
19. október árið 1987 hefur oft
verið kallaður „svarti mánudag-
urinn“. Á þeim degi hrundi Dow
Jones-vísitalan skyndilega um
22,6 prósent sem er mesta lækk-
un á einum degi í sögu verð-
bréfamarkaða. Lækkunin ein-
skorðaðist ekki bara við Banda-
ríkin heldur endurspeglaðist
hún í mörkuðum um allan heim.
Í lok október þetta ár höfðu
verðbréfamarkaðir í Ástralíu
fallið um 41,8 prósent, í Kanada
um 22,5 prósent, í Hong Kong
um 45,8 prósent og Bretlandi um
26,4 prósent.
Hrunið þennan dag er svipað
nokkurri dulúð þar sem engar
sérstakar fréttir komu upp í að-
draganda þess. Menn rökræða
enn nú, átján árum síðar, um
ástæður fyrir hruninu en enn
sem komið er er ekki hægt að
benda á eina ákveðna ástæðu
fyrir atburðinum. Ofmat bréf-
anna, lítill seljanleiki og sál-
fræði markaðarins eru meðal
þeirra skýringa sem voru nefnd-
ar. Sú vinsælasta var kerfis-
bundnar fjárfestingar þar sem
tölvur voru notaðar við að selja
eða kaupa mikið magn bréfa á
kerfisbundinn hátt. Einhverjar
þessara tilgáta eru taldar hljóta
að skýra það hvers vegna hrunið
varð þennan dag. Hins vegar ber
mönnum ekki saman um ástæð-
ur þess af hverju það gerðist
ekki einhvern annan dag, hvers
vegna þetta gerðist svo hratt og
hvers vegna það teygði sig yfir á
markaði annarra landa en ein-
skorðaðist ekki við Bandaríkin.
Í kjölfar hrunsins voru höml-
ur settar á viðskipti á mörkuð-
um, að miklum hluta til vegna
þess að tölvukerfi þessa tíma
voru ekki nógu sterk til að anna
öllum þeim pöntunum sem
hrönnuðust upp við tíðindin. Það
gaf seðlabönkum tíma til að
spýta fjármagni inn á markað-
inn til að hægja á frekari lækk-
unum. Menn velta því fyrir sér
hvað myndi gerast ef slíkt hrun
ætti sér stað í dag, nú þegar
tölvutækninni hefur fleygt
nægilega fram til að valda slíku
álagi. - hhs
S Ö G U H O R N I Ð
Svarti
mánudagurinn
-um víða veröld
Galdurinn er að láta okkur vinna fyrir þig
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
JO
N
22
57
2
1
0/
20
03
Skipasendingar Flugsendingar Hraðsendingar Vörumiðstöð Tollafgreiðsla Akstursþjónusta Útflutningur
Kjalarvogi • Sími 535 8000
jonar@jonar.is • www.jonar.is
JÓNAR TRANSPORT bjóða alhliða
flutnings þjónustu í samstarfi við
bestu flutnings aðila sem völ er á,
bæði hérlendis og erlendis. Þéttriðið
þjónustu net um allan heim tryggir
flýti, öryggi, hagstæð gjöld og góða
vörumeð höndlun frá verksmiðju vegg
og heim í hlað.
Ríkastir í heimi
Financial Times hefur valið 25 ríkustu menn heims
Fyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting
miðill gjaldmiðils)
BTC Búlgaría 10,52 Lev 37,37 -6,64%
Carnegie Svíþjóð 97,00 SEK 7,76 -3,46%
Cherryföretag Svíþjóð 29,50 SEK 7,76 -0,78%
deCode Bandaríkin 8,17 USD 60,97 1,67%
EasyJet Bretland 2,81 Pund 107,21 -5,47%
Finnair Finnland 10,60 EUR 73,38 -4,21%
French Connection Bretland 2,51 Pund 107,21 -1,48%
Intrum Justitia Svíþjóð 67,25 SEK 7,76 -6,96%
Keops Danmörk 20,20 DKR 9,83 -8,98%
Low & Bonar Bretland 1,09 Pund 107,21 -4,96%
NWF Bretland 6,35 Pund 107,21 2,64%
Sampo Finnland 12,70 EUR 73,38 -6,10%
Saunalahti Finnland 2,39 EUR 73,38 -4,90%
Scribona Svíþjóð 15,70 SEK 7,76 -6,06%
Skandia Svíþjóð 39,90 SEK 7,76 -2,71%
Miðað við gengi bréfa og gjaldmiðla á mánudag
Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 0 8 , 7 9 - 4 , 9 3 %
HRUN DOW JONES-VÍSITÖLUNNAR
19. OKTÓBER 1987. Hrun vísitölunnar
endurkastaðist um heim allan og hafði
mikil áhrif á verðbréfamarkaði í Ástralíu,
Kanada, Hong Kong og Bretlandi.
Evrópskir hlutabréfamarkaðir hækkuðu
á mánudag. Þar átti hollenski raftækja-
framleiðandinn Philips hlut að máli eftir
að hafa farið fram úr spám fyrir þriðja
ársfjórðung. Hlutabréf í félaginu hækk-
uðu um þrjú prósent við fréttirnar. Hluta-
bréf í olíufyrirtækjunum Royal Dutch
Shell og Total hækkuðu hjá hvoru um sig
um 2 prósent eftir að hráolíuverð hækk-
aði vegna hræðslu um yfirvofandi storm í
Mexíkóflóa. Auk þess hækkuðu bréf
írska lyfjaframleiðandans Elan Corp um
níu prósent í kjölfar fregna um að lyfið
Tysabri hafi staðist öryggispróf. - hhs
Philips fram úr væntingum
1. Bill Gates, stjórnarformaður og fram-
kvæmdastjóri Microsoft
2. Steve Jobs, einn stofnenda og fram-
kvæmdastjóri Apple
3. Pierre Omidyar, stofnandi og stjórn-
arformaður eBay
4. Sergey Brin og Larry Page, stofn-
endur Google
5. Rupert Murdoch, stjórnarformaður
og framkvæmdastjóri News Cor-
poration
6. Michael Bloomberg, borgarstjóri
New York og stofnandi Bloomberg
7. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra
Ítalíu og stofnandi of Fininvest
8. George Soros, vogunarsjóðsstjóri og
mannvinur
9. Carlos Slim Helu símaauðjöfur
10. Azim Premji, stjórnarformaður
Wipro
11. Lakshmi Mittal, stjórnarformaður
Mittal Steel Company
12. Warren Buffett, framkvæmdastjóri
Berkshire Hathaway
13. Richard Mellon Scaife, útgefandi
og mannvinur
14. Thaksin Shinawatra, forsætisráð-
herra Taílands
15. Gordon Moore, fyrrum stjórnarfor-
maður Intel
16. Roman Abramovich, rússneskur
kaupsýslumaður og eigandi Chelsea
17. Ted Turner, fjölmiðlakóngur og
mannvinur
18. Bernard Arnault, stjórnarformaður,
framkvæmdastjóri og stærsti hlut-
hafi LVMH
19. John de Mol, fjölmiðlastórlax
20. Larry Ellison, einn stofnenda og
framkvæmdastjóri Oracle
21. Michael Dell, stjórnarformaður Dell
22. Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA
23. Lee Kun-hee, stjórnarformaður
Samsung Group
24. Hasso Plattner, einn stofnenda og
stjórnarformaður SAP
25. Li Ka-shing, stjórnarformaður
Hutchison Whampoa
BILL GATES ER RÍKASTUR Stofnandi,
stjórnarformaður og framkvæmdastjóri
Microsoft. Eignir hans eru metnar upp á 51
milljarð bandaríkjadala.
STEVE JOBS ER RÍKARI Framkvæmda-
stjóri Apple. Virði eigna hans er 3 milljarðar
bandaríkjadala.
PIERRE OMIDYAR ER RÍKUR Stofnandi
og stjórnarformaður eBay. Heildarverðmæti
eigna hans er 10 milljarðar bandaríkjadala.
2 5 r í k u s t u m e n n h e i m s
Baráttan um flugfarþega hefur
nú tekið nýja stefnu. Þetta kemur
fram á viðskiptasíðu BBC. Hún
hefur hingað til að mestu staðið
um lággjaldaflugið en er nú að
færast yfir á dýrari endann.
Flugfélögin Eos og Maxjet hafa
tilkynnt að þau ætli að hefja flug
milli JFK og Stansted þar sem
eingöngu er boðið upp á við-
skiptafarrými. Verður fyrsta
slíka ferðin farin á fimmtudag.
Flugfélögin vonast með þessu til
þess að krækja í vænan hluta við-
skiptavina British Airways og
Virgin Atlantic sem hingað til
hafa nánast verið ein um hituna í
flugi á viðskiptafarrými á þess-
ari flugleið.
Hugmyndir fyrirtækjanna
tveggja eru ekki að öllu leyti þær
sömu. Eos segir að tilfinning við-
skiptavinarins verði að hann sé
staddur í einkaþotu. Maxjet seg-
ist hins vegar vera að hefja
fyrsta lággjalda viðskiptaflugið.
Sérfræðingar eru mishrifnir af
hugmyndunum og telja að ýmsar
hindranir verði á vegi flugfélag-
anna. Líklegt sé að viðskipta-
ferðalangar setji það fyrir sig að
fara á Stansted, aðeins eitt flug á
dag sé ekki nógu sveigjanlegur
kostur og það skorti einhvers
konar punktakerfi sem þessi hóp-
ur nýtir sér að miklu leyti. - hhs
Fljúgast á í háloftunum
Lítil flugfélög ögra flugrisunum BA og Virgin Atlantic
BRITISH AIRWAYS MÁ VARA SIG. Tvö
flugfélög eru að hefja flug milli JFK og Stan-
sted þar sem eingöngu er boðið upp á við-
skiptafarrými.