Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2005, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 19.10.2005, Qupperneq 34
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN10 F R É T T A S K Ý R I N G Með kaupum Actavis á samheitalyfjastarf- semi Alpharma er Actavis orðið fjórða stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. Ásýnd fyrirtækisins breytist einnig talsvert við kaupin og vægi Mið- og Austur Evrópu minnkar í sölu félagsins. „Við verðum eftir kaupin með um 40 prósent af sölunni í Vestur- Evrópu og um 35 prósent í Bandaríkjunum,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. Kaupin eru þau stærstu sem Actavis hefur gert. Um fimmtíu milljarðar eru greiddir fyr- ir fyrirtækið, en heildarfjármögnun með skuldum félagsins nemur um hundrað millj- örðum króna. Þetta eru sjöttu kaup fyrirtæk- isins á árinu. Fyrirtækið hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Bæði með innri vexti og með kaupum á fyrirtækjum. Upp á síðkastið hefur hægt á innri vexti, en áætlanir félags- ins gera ráð fyrir góðum vexti á næstu tveim- ur árum. Breytingin á fyrirtækinu er mikil á skömmum tíma. Árið 1999 velti félagið 57 milljónum evra, var einungis með starfsemi á Íslandi. Starfsmenn voru 146. Þegar kaupin verða endanlega frágengin í lok þessa árs blasir við eitt af leiðandi fyrirtækjum heims- ins í samheitalyfjaiðnaðnum. Áætluð velta næsta árs er 1,2 milljarðar evra og starfs- menn verða tíu þúsund í 32 löndum. FÓTFESTA Á STÆRSTA MARKAÐNUM Actavis hefur lengi haft það á stefnuskránni að koma sér fyrir á Bandaríkjamarkaði sem er stærsti markaður í heimi fyrir samheita- lyf. Fyrstu skrefin voru stigin í maí þegar fé- lagið keypti samheitalyfjafyrirtækið Amide. Með kaupunum nú verður Actavis í áttunda sæti hvað varðar markaðshlutdeild á Banda- ríkjamarkaði. Félagið er á öllum markaðs- svæðum sínum meðal tíu efstu. Stækkun fyr- irtækisins og sterkari markaðsstaða skiptir miklu. Þróunin í samheitalyfjageiranum er eins og í mörgum öðrum greinum sú að fyrir- tækin verða færri og stærri. Markaðshlut- deildin á heimsvísu verður eftir kaupin 3,9 prósent. Langur vegur er í tvö stærstu félög- in sem eru Teva & Ivax með 12,8 prósenta markaðshlutdeild á heimsvísu og Sandoz sem er með 11,1 prósent hlutdeild. Þriðja sætið er ekki svo langt undan þar situr Merck Kgaa sem er með 5,1 prósent markaðshlutdeild. Ef horft er til vaxtar Actavis annars vegar og Merck Kgaa hins vegar er ekki óvarlegt að álykta að barátta um þriðja sætið gæti harðn- að áður en langt um líður. „Við erum að kom- ast í toppendann á öllum mörkuðum sem er mikilvægt fyrir okkur,“ segir Róbert. Hann segir verðið sem greitt var fyrir fyrirtækið gott. Ef miðað er við veltu og framlegð síð- asta árs er verðið hátt, en reksturinn hefur batnað verulega og miðað við rekstur þessa árs er verðið hagstætt fyrir Actavis. Róbert vill hins vegar ekki tjá sig frekar um það. MINNI ÁHÆTTA Alpharma er með framleiðslu í Bandaríkjun- um, Noregi, Bretlandi, Kína og Indónesíu. Ró- bert segir að framleiðsla Alpharma sé hag- kvæm. Stærð verksmiðjunnar í Bretlandi geri hana álíka hagkvæma og verksmiðju Actavis á Möltu, þar sem launakostnaður er mun lægri. Róbert segir ljóst að samlegð og hagræðing sé talsverð í lyfjaframleiðslunni. Afkastagetan verða 24 milljarðar taflna. Vöruframboðið breikkar, en með sameiningu verður til félag með 600 lyf í sölu og önnur Breytt ásýnd Actavis Actavis hefur á sex árum breyst úr litlu íslensku samheitalyfjafyrirtæki með 146 manns í vinnu í al- þjóðlegt stórfyrirtæki með tíu þúsund starfsmenn og áætlaða veltu upp á hátt í hundrað milljarða. Actavis er nú fjórða stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims og þriðja sætið er ekki langt undan. Hafliði Helgason kynnti sér nýjustu fyrirtækjakaup Actavis sem eru þau stærstu hingað til. SAMEINAÐIR Róbert Wessman, forstjóri Actavis og Fred Lynch, framkvæmdastjóri samheitalyfjasviðs Alpharma. Fyrirtækin falla vel saman og skörun er tiltölulega lít- il. Með sameiningunni njóta félögin mis- munandi styrks hvors um sig á ólíkum mörkuðum. Actavis nýtur mikillar fram- leiðslugetu Alpharma og breidd vörufram- boðs sameinaðs félags er mikil. Fr ét ta bl að ið /H ei ða Árið 1999 velti félagið 57 millj- ónum evra, var einungis með starfsemi á Ís- landi. Starfs- menn voru 146. Þegar kaupin verða endanlega frágengin í lok þessa árs blasir við eitt af leið- andi fyrirtækjum heimsins í sam- heitalyfjaiðnaðn- um. Áætluð velta næsta árs er 1,2 milljarðar evra og starfsmenn verða tíu þúsund í 32 löndum. „Við erum að þynna út hlutféð, en getum kippt því til baka. Mið- að við arðsemi og sjóðstreymi félagsins gerum við ráð fyrir að félagið þoli þessa skuldsetn- ingu án þess að auka hlutafé inn- an næstu átján mánaða.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.