Fréttablaðið - 19.10.2005, Síða 35

Fréttablaðið - 19.10.2005, Síða 35
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 11 F R É T T A S K Ý R I N G 200 í þróun. Næmi fyrirtækisins fyrir árangri einstakra lyfja minnkar, auk þess sem fleiri markaðir draga úr áhættu í rekstrinum. Auk þess opnast nýir markaðir svo sem Kína og Indónesía. Með kaupunum ríflega tvö- faldast velta Actavis. Framundan er samþætting starfsemi fyrir- tækjanna og mun nýráðinn að- stoðarforstjóri Actavis, Svafa Grönfeld, leiða þá vinnu. „Við reiknum með að tíu manns frá hvoru fyrirtæki fyrir sig muni einbeita sér að samþættingu starfseminnar.“ Róbert segir uppbyggingu fyrirtækjanna líka sem ætti að einfalda þá vinnu. Hann vill ekki gefa neitt út á framtíð stjórnenda Alpharma. Það sé seinni tíma ákvörðun. Fred Lynch, framkvæmda- stjóri samheitalyfjasviðs hjá Alpharma, tók við félaginu á erf- iðum tímum. Honum hefur tekist á undanförnum misserum ásamt sínu fólki að bæta rekstrarárang- urinn talsvert sem meðal annars hefur birst í miklum hækkunum á gengi félagsins sem er skráð á New York Stock Exchange. Talið er líklegt að áfram verði sóst eftir kröftum hans og annarra lykilstjórnenda. Fred Lynch segir að til hafi staðið að selja þennan hluta fyrirtækisins um langt skeið. „Salan til Actavis gekk hins vegar fremur hratt fyrir sig.“ Hann segir að fyrir- tækin falli mjög vel saman. „Við höfum sterka stöðu í Vestur-Evr- ópu og í Bandaríkjunum, meðan Actavis er með sterka stöðu í Mið-Evrópu og Austur-Evrópu.“ NÝUNG Í FJÁRMÖGNUN Heildarfjármögnun nemur 105 milljörðum króna og er stærstur hlutinn lán sem tryggð eru af al- þjóðlega fjárfestingarbankanum UBS. Lánin eru með 0,9 prósenta álagi á millibankavexti í evrum og geta lækkað ef tilskilinn rekstrarárangur næst. Athygli vekur að fjármögnun íslensku bankanna, Íslandsbanka og Landsbankans er í formi hluta- bréfa sem Actavis hefur kaup- rétt að næstu fimm og hálft ár. Bréfin bera 11 prósenta vexti sem hækka um eitt prósent á ári eftir fyrsta árið. Búast má við því að vilji sé til þess hjá stjórn fé- lagsins að nýta kaupréttinn. Verði enginn kaupréttur nýttur munu bankarnir eignast 39 pró- senta hlut í fyrirtækinu. „Við erum að þynna út hlutféð, en get- um kippt því til baka. Miðað við arðsemi og sjóðstreymi félagsins gerum við ráð fyrir að félagið þoli þessa skuldsetningu án þess að auka hlutafé innan næstu átján mánaða,“ segir Róbert. S T Æ R S T U S A M H E I T A - L Y F J A F Y R I R T Æ K I H E I M S E F T I R M A R K A Ð S H L U T D E I L D Teva & Ivax 12,8% Sandoz 11,1% Merck Kgaa 5,1% Alpharma & Actavis 3,9% Ratiopharm 3,8% S T A Ð A S A M E I N A Ð S F É L A G S Í M I S M U N A N D I L Ö N D U M Ísland 1. sæti Noregur 2. sæti Danmörk 3. sæti Svíþjóð 4. sæti Finnland 4. sæti Búlgaría 1. sæti Tyrkland 5. sæti Þýskaland 6. sæti Bretland 4. sæti Bandaríkin 8. sæti Rússland 10. sæti Serbía 3. sæti Frjáls verslun gaf á dögunum út lista sinn yfir 300 stærstu fyrir- tæki landsins. Athygli vekur að Kaupþing banki trónir á toppnum og er það í fyrsta sinn sem sjáv- arútvegsrisarnir sitja ekki í topp- sætinu. Íslandsbanki vermir fjórða sætið og Landsbankinn það fimmta og sýnir þetta hversu mikill drifkraftur hefur leyst úr læðingi við einkavæðingu þeirra. Mikill vöxtur einkennir stærstu fyrirtæki landsins og nam velta þeirra stærstu 789 milljörðum árið 2004 en var 607 milljarðar árið á undan. 28 fyrir- tæki velta yfir tíu milljörðum króna en á síðasta ári voru 25 fyrirtæki á aðallistanum sem höfðu slíka veltu. Þ A U T Í U F Y R I R T Æ K I S E M G R E I Ð A H Æ S T U L A U N I N Meðallaun í þús. 1. Huginn ehf. útgerð 8.225 2. Skagstrendingur hf. 7.877 3. MP Fjárfestingabanki 7.612 4. Kaupþing banki hf. 7.583 5. Bergur – Huginn ehf. 7.525 6. Stálskip ehf. 7.509 7. Fasteignafélagið Stoðir hf. 7.364 8. Ocean Direct (Sæberg SH) 6.660 9. G.Guðmundsson hf. (Ólafsfirði) 6.600 10. Útgerðarfélagið Frigg ehf. 6.142 Þ A U T Í U F Y R I R T Æ K I S E M S K I L A M E S T U M H A G N A Ð I Hagnaður í millj. f. skatta 1. Kaupþing banki hf. 22.495 2. Landsbanki Íslands 14.740 3. Íslandsbanki hf. 13.689 4. Burðarás hf. 11.538 5. Straumur fjárfestingarbanki hf. 7.745 6. Baugur Group hf. 7.344 7. Landsvirkjun 7.195 8. Actavis Group hf. 6.837 9. Ker hf. (ESSO) 4.819 10. Sjóvá – Almennar tryggingar hf. 4.332 300 stærstu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.