Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2005, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 19.10.2005, Qupperneq 54
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN14 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I Í upphafi þessa árs fékk Þór Sig- fússon, framkvæmdastjóri Við- skiptaráðs Íslands, heilræði sem hefur síðan hefur verið honum ofarlega í huga. Heilræðið var „Láttu engan stela gleðinni af þér“ og kom frá Ásgeiri Bolla Kristinssonar athafnaskáldi. Þór þykir heilræðið einstaklega gott þar sem það endurspeglar þá skoðun hans að oft á tíðum erum við of gjörn á að leyfa einhverj- um öðrum að ráða því hvernig okkur líður. Þór segir einnig lífsspeki sem komin er frá Ragnari í Smára og Davíð Sch. Þorsteinsson sagði honum frá, eiga einkar vel við sig. Ragnar var þekktur fyrir að segja „Þetta var nú verri sagan. Hvernig getum við grætt á þessu?“ þegar vandamál steðj- uðu að honum. Einhverju sinni hafði salan á Smára smjörlíki gengið illa um nokkurt skeið, nýr keppinautur hafði komið fram á sjónarsviðið, líklega smjörlíkisgerðin Svanur, og veruleg fjárhagsleg vandamál blöstu við ef ekki væri hægt að auka söluna. Ragnar sá hvert stefndi að óbreyttu, fór niður í Ellingsen og keypti sér svefn- poka, tannbursta og rakvél. Síð- an tók hann sér far á pokaplássi í lest með strandferðaskipinu Súð- inni í mánaðar söluferð. Þannig fór hann hringinn í kringum landið og heimsótti hvern ein- asta kaupfélagsstjóra og kaup- mann á landsbyggðinni. Ragnar seldi þessi ósköp af Smára smjörlíki, bjargaði fyrirtækinu og fékk marga trygga viðskipta- vini í leiðinni. „Mér finnst alltaf mest krefj- andi og gaman að leita nýrra leiða úr erfiðri stöðu eða finna allt aðra fleti á málum sem geta stuðlað að eins konar vendingu. Þess vegna á þessi speki Ragn- ars í Smára vel við mig,“ segir Þór. B E S T A R Á Ð I Ð Árið 2000 komust vinkonurnar Hildur Hermóðsdóttir og Þóra Ingólfsdóttir að því að þær höfðu þann sameiginlega draum að spreyta sig á eigin rekstri. Báðar höfðu þær tölu- verða reynslu af bókaútgáfu en þær langaði að stofna útgáfu þar sem sjónarmið kvenna réðu ríkjum. Bækur fyrir konur voru að þeirra mati vanræktur hluti í bókaútgáfu þar sem konur lesa töluvert meira en karlar. Úr varð að þær réðust í verkefnið og um vorið 2000 leit bókaútgáfan Salka dagsins ljós með það að leiðar- ljósi að gefa út bækur fyrir, um og eftir konur. Strax það árið komu út tíu titlar á vegum útgáf- unnar. Þær stöllur ráku fyrirtækið saman í tvö ár en haustið 2002 keypti Hildur hlut Þóru og er nú eini eigandi Sölku. Þá um haustið hóf Kristín Birgisdóttir störf hjá henni og hefur síðan verið henn- ar hægri hönd og í sameiningu vinna þær öll þau verk sem vinna þarf innan útgáfunnar. Kjarna- hugmynd útgáfunnar í dag er sú sama og þær lögðu upp með í upphafi þótt fókusinn hafi örlítið víkkað út. „Maður er auðvitað alltaf að þreifa sig áfram og mað- ur þarf alltaf að finna eitthvað sem maður hefur trú á að geta lifað á,“ segir Hildur. HUGUR, LÍKAMI OG SÁL Síðastliðin tvö ár hefur Salka átt góðu gengi að fagna og vaxið hratt. Í fyrra komu út á vegum útgáfunnar þrjátíu titlar. Titlarn- ir eru tuttugu í ár en eru þó í raun fleiri en árið á undan því sumar bókanna koma út á fleiri en einu tungumáli. Í ár fóru einnig stórar bækur í framleiðslu sem tekur langan tíma að vinna og eru kostnaðarsamar í framleiðslu og því mun meiri vinna í kringum titlana nú heldur en oft áður. Á vegum útgáfunnar er bóka- klúbburinn Hugur, líkami og og sál starfræktur en hjá honum koma reglulega út sjálfsræktar- bækur af ýmsum toga og heilsu- tengt efni. Þessar bækur hafa verið stór hluti af útgáfu Sölku og hafa að Hildar sögn gengið mjög vel. Til að mynda hafa bæk- urnar Fegraðu líf þitt og Skyndi- bitar fyrir sálina farið í prentun þrisvar sinnum. Þær lenda á met- sölulista hvað eftir annað og selj- ast alltaf vel. Þótt sjálfsræktarbækur fyrir konur séu stór hluti framleiðsl- unnar koma einnig annars konar bækur út hjá útgáfunni. Má þar nefna skáldsögur og barnabækur eftir innlenda sem erlenda höf- unda. Nú á dögunum kom út ferðabókin Gamla góða Kaup- mannahöfn eftir Guðlaug Arason og bók um trúarbragðasögu, Hin mörgu andlit trúarbragðanna, eftir Þórhall Heimisson. Þær eru báðar tvær eru eftir karlhöfunda og höfða jafnt til beggja kynja. Skáldskapur eftir íslenskar kon- ur er hins vegar sérstakt áhuga- mál hjá Sölku sem vonast til að geta ræktað þá grein betur í nán- ustu framtíð. EKKI RÍKUR AF BÓKAÚTGÁFU Hjá Sölku eru ásamt Hildi þrjár manneskjur í fullu starfi og sú fjórða er nýráðin til starfa. Hild- ur vonast því til að frekari verka- skipting verði möguleg með til- komu hennar. Þar að auki eru margir verktakar á snærum Sölku en öll umbrotsvinna og hönnunarvinna fer út úr húsi. „Maður verður ekki ríkur af bókaútgáfu, það er víst alveg á hreinu,“ segir Hildur hlæjandi. Mjög hár framleiðslukostnaður háir bókaútgáfum á svo litlum markaði. Reynt er að mæta háum kostnaði með lágmarksvinnuafli og því hafa þeir fjórir starfs- menn sem þarna vinna í nógu að snúast og þurfa að vera allt í öllu. Með því að senda nánast alla prentun úr landi standa vonir til að ná endum saman því víða er- lendis fást að sögn Hildar um helmingi lægri verð en hér. Þótt hún vildi gjarnan prenta hér sé verðmunurinn of mikill til þess að hún geti horft framhjá honum. Á skrifstofunni er séð um allt tengt útgáfunni, allt frá fram- leiðslunni til dreifingarinnar. Innan veggja Sölku er því allt efni valið sem er gefið út, haldið utan um framleiðsluna og dreif- inguna, kynningarstarfið og allt annað sem fellur til. Markaðs- setningu sjá þær um sjálfar og allir auglýsingatextar eru samdir innanhúss. Þær verða alltaf að vinna fyrir hverjum titli og reyna að fá um hann umfjöllun og er það að mestu í höndum Kristínar sem sér um almanna- tengslin. JÓLAVERTÍÐIN KOMIN Á FULLT Þessi jólin koma tíu titlar út frá Sölku en að sögn Hildar er jóla- vertíðin fyrir löngu farin af stað. Mesta álagið í bókaútgáfunni er frá september og fram að jólum. Fyrst er það kapphlaupið um að klára bækurnar og koma þeim í prentun og svo kemur sölu- mennskan og kynningarstarfið strax í kjölfarið. Öllu máli skiptir að koma bókunum fljótt á fram- færi og helst að koma þeim inn á metsölulista. Þær bækur fá betri útstillingar í búðunum og hafa því mikið forskot á aðrar sem koma seinna. Hildur segir það nokkuð snúið að finna jafnvægi í hversu mikið á að auglýsa. Hún hefur helst val- ið að auglýsa í dagblöðum og fyr- ir jólin er auglýst í sjónvarpi. Það þarf alltaf að vega og meta en henni finnst stundum að auglýs- ingakostnaðurinn hirði alla inn- komuna. Hún segist stundum vera í vafa um hvort öll þessi auglýsingamennska borgi sig en bækur séu þess eðlis að hverjum titli þarf að fylgja eftir og koma á framfæri. Því eigi hún varla nokkurra kosta völ. Það eru ekki bara jólin sem bjóða upp á möguleika í bókaút- gáfunni. Í seinni tíð hefur bóksal- an dreifst meira yfir allt árið og Salka litur á sig sem heilsárs for- lag. Tvö síðustu sumur hafa Sölkukonur dreift auglýsinga- bæklingi undir slagorðinu „Sum- ar bækur eru sumarbækur“ um bækur sem þeim finnst henta vel sem sumarlesning og hefur það reynst þeim vel. Það eru því víða tækifæri og Salka er hvergi nærri hætt að leita þau uppi. RAGNAR ÞORGEIRSSON hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri hjá Pricewater- houseCoopers frá miðjum september. Ragnar tekur við af Jóni Steingrímssyni sem nú gegnir starfi fjármálastjóra hjá Sjóvá. Ragnar er fæddur árið 1966, menntaður rekstrar- hagfræðingur og lauk mastersprófi frá Álaborgarháskóla árið 2000. Ragnar var áður framkvæmdastjóri Icepro, sam- starfs um rafræn viðskipti. Hann er kvæntur Guðríði Hlíf Aðalsteinsdóttur og eiga þau fjögur börn. DAVÍÐ BÚI HALLDÓRSSON, löggiltur end- urskoðandi, hefur tekið við starfi for- stöðumanns Pricewaterhouse- Coopers á Akureyri. Davíð Búi er fæddur árið 1977 og hóf störf hjá PwC árið 2000. Hann útskrifaðist frá viðskiptadeild Há- skóla Íslands vorið 2002 og lauk löggild- ingarprófum til endurskoðunarstarfa á árinu 2004. Eiginkona Davíðs er Erla Björg Viðarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Saman eiga þau eitt barn. MIKAEL SKOGSBERG hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri DHL á Íslandi. Mikael tekur við starfi Þórðar Hermanns Kol- beinssonar, sem hef- ur starfað hjá DHL í Evrópu síðastliðin fjórtán ár og hefur víðtæka reynslu og þekkingu af starf- semi fyrirtækisins. Hann hefur meðal annars unnið sem stjórnandi hjá DHL og í Belgíu. KÁRI ÞÓR GUÐJÓNSSON hefur hafið störf hjá Fyrirtækjaráðgjöf. Kári er viðskipta- fræðingur (Cand.oecon) frá Háskóla Ís- lands 1997. Hann hefur áralanga reynslu úr upplýsingatæknigeiranum, fyrst sem sölu- og markaðsstjóri Tölvu- Mynda, síðar framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Maritech Group og sem rekstrarráðgjafi. ELIISA KALOINEN hefur hafið störf sem greiningaraðili hjá Fyrirtækjaráðgjöf Ís- landsbanka í Reykjavík. Hún starfaði áður sem viðskiptagreiningaraðili hjá Nokia Networks. Eliisa lauk meistara- prófi í verkfræði frá Tækniháskólanum í Helsinki og er að ljúka meistaraprófi í hagfræði frá Háskóla Íslands. HÅKON KJÆRNES hefur hafið störf sem greiningaraðili hjá Eignastýringu Ís- landsbanka í Lúxemborg. Hann hefur að undanförnu búið í London þaðan sem hann er að ljúka mastersprófi í Shipp- ing, Trade and Finance frá Cass Business School. HILDUR HERMÓÐSDÓTTIR ER EIGANDI OG STOFNANDI BÓKAÚTGÁFUNNAR SÖLKU. Í ár koma út tuttugu titlar á vegum útgáf- unnar, sumir á fleiri en einu tungumáli. ÞÓR SIGFÚSSON, FRAMKVÆMDA- STJÓRI VIÐSKIPTARÁÐS ÍSLANDS Þór segir okkur oft of gjörn á að leyfa einhverj- um öðrum að stjórna líðan okkar. Láttu engan stela gleðinni Fr ét ta bl að ið /H ei ða Bókaútgáfan Salka Ármúla 20 Stofnað 2000 Eigandi: Hildur Hermóðsdóttir Starfsmenn: Fjórir Bækur fyrir hug, líkama og sál Hjá Sölku koma út bækur fyrir, um og eftir konur. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti Hildi Her- móðsdóttur og fékk að vita eitt og annað um útgáfu bóka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.