Fréttablaðið - 19.10.2005, Qupperneq 58
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN18
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Theódóra hefur haft hugann við Smárann í
Kópavogi undanfarin tíu ár eða allt frá því að
hún og maður hennar voru með þeim fyrstu
sem byggðu í Lindarhverfinu um miðjan síð-
asta áratug. „Hér vil ég vera,“ segist hún hafa
sagt eftir að hún hafði keyrt hring eftir hring
um svæðið, sérstaklega þegar hún frétti af
fyrirhugaðri verslunarmiðstöð sem stóð til að
byggja í Kópavogsdalnum.
Hún var einnig með fyrstu starfsmönnum
Smáralindar. „Ég gekk á fund Pálma Kristins-
sonar árið 2000, þegar fyrirtækið var til húsa
í Hæðarsmára og byggingarframkvæmdir í
fullum gangi, og sótti um starf.“
Í sumar tók hún við starfi markaðsstjóra
af Erlu Friðriksdóttur, núverandi bæjarstjóra
í Stykkishólmi.
Theódóra segir að það hafi verið einstakt
tækifæri að sjá þessa miklu byggingu verða
að verslunarmiðstöð og mjög skemmtilegur
tími þegar litið er um öxl. „Margir sem vinna
í Smáralind hafa verið hér síðan húsið opnaði
og höfum við eignast marga vini á þessum
tíma.“
BEÐIÐ EFTIR JÓLUNUM
Theódóra segir að fyrstu árin í Smáralind
hafi verið erfið en verslunarmiðstöðin opnaði
á þeim tíma sem verulega kreppti að í versl-
un. Hins vegar fór að rofa til árið 2003 og frá
þeim tíma hefur verið stöðug aukning. Hún
áætlar að velta hafi aukist um 20 til 25 pró-
sent á milli ára.
Hún er spurð hvaðan þessi auking komi
þegar haft er í huga að smásöluverslun hefur
aðeins aukist um 8-10 prósent á milli ára. „Við
hljótum að vera taka til okkar verslun annars
staðar frá. Okkar aukna markaðshlutdeild á
innlendum markaði og sala til ferðamanna er
hluti af skýringunni. Síðan eru þessar hefð-
bundnu verslunarferðir til útlanda á undan-
haldi, úrval verslana á Íslandi er orðið
það gott að við þurfum ekki að
fara í verslunarferðir, við
höfum allt sem þarf.“
Aðaltíminn í verslun
er á næstu grösum og hjá
mörgum stendur rekstur-
inn og fellur með jólunum.
„Skemmtilegasti tíminn er að fara í
hönd en jólasalan hefst strax í nóvember.
Undirbúningur hófst í september og stendur
enn. Það skiptir gríðarlegu máli að standa vel
að undirbúningnum en þetta verða fimmtu
jólin hjá Smáralind. Upphaflega gáfu menn
sér þrjú til fimm ár til að ná sér á strik.
Þannig má segja að kaupmenn séu vel tilbún-
ir og reiðubúnir undir jólasöluna þetta árið.“
Smáralindin gefur frá sér jólagjafahand-
bók sem er nánast orðinn fastur liður í undir-
búningi jólanna en efni hennar er annars veg-
ar hugmyndir að jólagjöfum frá verslunum
og hins vegar ýmiss konar umfjöllun um jóla-
haldið. „Jólagjafahandbókin er hugsuð sem
þjónusta við viðskiptavininn.“
Fyrir utan að skipuleggja jólaverslun
stendur hún í ströngu við að leggja lokahönd
á Legósýningu og krakkadaga sem fram fara
í byrjun nóvember. „Sýningin er haldin í til-
efni fimmtíu ára samstarfs Reykjalundar og
Legós. Um risasýningu er að ræða sem flæð-
ir um allt húsið.“
TAKA Á MÓTI ÞJÓÐINNI
En í hverju felst starf markaðsstjóra Smára-
lindar? Theódóra segir að þrennt einkenni
starf sitt en það snúist fyrst og fremst um það
að undirbúa húsið vel fyrir gestina, eða þjóð-
ina eins og hún orðar það, með alls kyns af-
þreyingu og uppákomum. Smáralind er af-
þreyingarmiðstöð og tölur sýna að við-
vera gesta hefur aukist í
Smáralind. „Við mælum
þennan tíma og viðveru-
tími gesta okkar er alltaf
að lengjast. Okkar starf
er því að hlúa vel að gest-
um okkar. Einnig eru sam-
skipti við leigutaka og kaupmenn fyr-
irferðarmikill þáttur í mínu
starfi og svo auðvitað aug-
lýsingamál almennt.“
Mikil áhersla er lögð á
sýningar og viðburði í Vetr-
argarðinum og á göngum og
má þar nefna brúðkaupssýn-
ingu, ostadaga, krakkadaga
og kauphlaup
Í byrjun nóvember leng-
ist opnunartími Smáralindar
á fimmtudögum og verða
verslanir framvegis opnar
til níu á kvöldin. „Við tókum
þessa ákvörðun vegna óska
viðskiptavina og leigutaka.
Allir eru sammála um að
þetta sé rétti dagurinn. Við-
skiptavinir vita að fimmtu-
dagar eru verslunardagar.
Eflaust tekur það tíma fyrir
fólk að átta sig á breyting-
unni en við erum fullviss um
að þetta muni skila sér vel
þegar fram í sækir.“
Þegar við ræðum saman stendur yfir
haustútsala. Hún er spurð hvort verslun snú-
ist ekki of mikið um útsölur. „Maður heyrir
oft rætt um það að útsölutímabil séu of löng
og mörg. Því má ekki gleyma að íslensk versl-
un er farin að taka æ meira mið af verslun er-
lendis. Haustútsala eða „mid-season sale“ er
þekkt fyrirbæri erlendis. Markmiðið með
haustútsölu er meðal annars það að rýma fyr-
ir jólavörum.“
ÚTÞENSLA SMÁRALINDAR
Nú stendur til að stækka Smáralindina en á
næsta ári hefjast framkvæmdir við viðbygg-
ingu eða turn sem hugsaður
er sem skrifstofu- og versl-
unarrými. Stjórnendur
Smáralindar telja að bygg-
ingin muni efla verslun í
húsinu með auknu flæði
fólks. „Það er starfsmanna-
vænt að tengja saman versl-
unarsvæði og skrifstofur.
Margir vilja vinna nálægt
verslunarmiðstöðvum og
vera í nálægð við þá þjón-
ustu sem þær bjóða upp á.“
Theódóra er ekki í
nokkrum vafa um framtíðar-
möguleika Smáralindar. „Við
erum miðsvæðis og hér er
enn þá mikil uppbygging
bæði á íbúðar- og atvinnuhús-
næði. Eftirspurn eftir versl-
unarrými í Smáralind er mik-
il og margir kaupmenn eru á
biðlista. Við erum bjartsýn á
framtíðina og framundan eru
góð tækifæri til að gera Smáralind að enn
betri kosti í verslun og þjónustu,“ segir hún að
lokum.
A U R A S Á L I N
Theódóra Þorsteinsdóttir
Starf: Markaðsstjóri Smáralindar
Fæðingardagur: 2. september 1969
Maki: Ólafur Viggósson
Börn Eydís María f. 1994,
Stefán Bjarki f. 1998
UNDIRBÝR HÚSIÐ FYRIR GESTI Theódóra Þorsteinsdóttir vinnur og býr í Smáranum. Hún hefur unnið hjá Smáralind
frá upphafi og séð mikinn vöxt í húsinu frá opnun þess.
Í þungamiðju verslunar
Theódóra Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, stendur í ströngu þessa
dagana við að skipuleggja jólin í verslunarmiðstöðinni. Hún segir að margt skýri
þá miklu aukingu sem hefur orðið í Smáralind á árinu og húsið hafi alla burði til
að vaxa frekar. Eggert Þór Aðalsteinsson hitti hana yfir hádegisverði.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/V
al
li
Hádegisverður fyrir tvo
á T.G.I Friday’s
Jarðarberjasalat með kjúklingi
Kjúklingasamloka
Drykkir
Sódavatn
Gold Medalist Smoothie
Alls 3.300 krónur
▲
H Á D E G I S V E R Ð U R I N N
Með Theódóru
Þorsteinsdóttur
markaðsstjóra Smáralindar
Framboð í
embætti
Aurasálin lýsir því hér með yfir að
hún gefur kost á sér til embættis
sérstaks sakskóknara í Baugs-
málinu. Það er von Aurasálarinn-
ar að dómsmálaráðherra taki vel
í þetta enda má telja fullvíst að
ekki sé beinlínis slegist um þetta
starf meðal annarra málsmet-
andi aðila í samfélaginu.
Reyndar er Aurasálin ekki form-
lega lögfræðimenntuð en það
ætti ekki að koma að sök. Hingað
til virðist sérstök þekking á lög-
fræði ekki hafa verið höfð í há-
vegum við vinnslu málsins og
Aurasálin sér engin rök fyrir því
af hverju það eigi að breytast nú.
Aurasálin mun í starfi sínu sem
sérstakur ríkissaksóknari í
Baugsmálinu engin grið gefa.
Málið verður sótt af hörku og mun
Aurasálin fyrst og fremst stefna
að því að fá glæpamennina til að
játa brot sín í vitnastúkunni eins
og tíðkaðist hjá Ben Matlock.
Það verður erfitt fyrir Björn
Bjarnason að ganga framhjá um-
sókn Aurasálarinnar um embætt-
ið enda er hún, ólíkt flestum,
hvorki óhæf né vanhæf til verks-
ins. Aurasálin á engra annarlega
hagsmuna að gæta – hið eina sem
vakir fyrir henni er að koma
þessum mönnum bak við lás og
slá. Sama hvað það kostar.
Baugsmálið hefur verið ákaflega
hressandi og uppbyggilegt fyrir
íslenskt samfélag hingað til og
engin ástæða er til þess að láta
vopnin niður falla nú þótt ein-
hverjar smávægilegar tæknileg-
ar veilur hafi fundist í málatil-
búnaði ákæruvaldsins. Hér dugir
ekki að gráta Björn bónda heldur
þarf að safna liði. Og Björn ráð-
herra hefur tækifæri til að safna
besta mögulega liði með því að
velja Aurasálina í það vanda-
sama verkefni að ganga milli
bols og höfuðs á auðhringnum.
Aurasálin hefur ýmsa mannkosti
sem óumdeilanlega munu verða
dýrmætir og mikilvægir í stríðinu
gegn Baugsveldinu. Fyrst ber að
nefna að Aurasálin er staðföst og
skiptir aldrei um skoðun. Hvorki
rök né skortur á rökum breyta
nokkrum hlut um þá skoðun Aura-
sálarinnar að það þurfi að refsa
Baugsveldinu og eina verkefnið
sem Aurasálin þarf að hugsa um
sem sérstakur saksóknari í mál-
inu er að komast að því fyrir hvað
á að refsa Baugsveldinu.
Raunar er það dapurlegt að í okkar
samfélagi sé ekki hægt að refsa
glæpamönnum nema fyrir ein-
hverja skilgreinda glæpi. Allir
menn hljóta að sjá að ekki er allt
með felldu í Baugsveldinu. Þetta
sanna umsvif þess og ríkidæmi.
En Aurasálin skorast ekki undan
því að taka þátt í þeirri herferð
sem nú þarf að halda í og gefur
því kost á sér í þetta embætti og
vonast eftir að njóta bæði trausts
og stuðnings þings og þjóðar í því
vandasama starfi.