Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 14. september 1975.
TÍMINN
7
Tangó eftir
AAorzek fyrsta
verkefni L.A.
ASK—Akureyri. Vetrarstarf
Leikfélags Akureyrar er að hefj-
ast nú um þessar mundir og innan
skamms hefjast æfingar á leikrit-
inu Tango eftir Morzek, undir
stjórn Eyvindar Erlendssonar
leikhússtjóra. Þýðinguna gerðu
Þrándur Thoroddsen og Briet
Iléðinsdóttir.
Síðar í vetur verður Kristnihald
undir Jökli sviðsett undir stjórn
Sveins Einarssonar þjóðleikhús-
stjóra, en þess má geta að Gisli
Halldórsson leikur hlutverk Jóns
prímusar. Gisli mun svo siðar
stjóma „Rómúlusi mikla” eftir
Durrenmatt . Á leikárinu verður
einnig sýnt barnaleikritið Rauð-
hetta, þá verður Daviðskvöld,
sem Guðmundur Gunnarsson sér
um, en leikárinu lýkur með Akur-
eyrarrevíu, sem Jónas Jónsson
stjórnar samningu og sviðsetn-
ingu á, en höfundar eru margir.
Þá standa fyrir dyrum nýir
samningar við starfsfólk L.A.
Samið verður um kaup 8 fastráð-
inna starfsmanna og um 30 laus-
ráðinna. Aðeins einn leikari bæt-
istvið hóp fastráðinna leikara hjá
L.A., en eins og kunnugt er þá
hættu þrir leikarar hjá leikfélag-
inu síðastliðið vor. Hins vegar
verða lausráðnir nokkrir leikar-
ar, er ekki hafa áður sézt á sviði
hjá L.A.
40 ár frá vígslu
Skíðaskálans
A SUNNUDAGINN eru liöin ná-
kvæmlega 40 ár frá vigslu Skiöa-
skálans i Hveradölum.
Kostnaður við byggingu skál -
ans var rúmlega 40 þúsund krón-
ur og miklu af þessu fé var safnað
saman meö svokallaðri Krónu-
veltu. í stjórn Skiðafélagsins voru
þá: Ú. H. Muller, formað-
ur, Jón Eyþórsson veðurfræð-
ingur, Herluf Clausen stórkaup-
maður, Kristján Skagfjörð stór-
kaupmaður og Eirikur Beck
framkvæmdastjóri. Núverandi
formaður Skiðafélags Reykjavik-
ur er Leifur Múller sonur L.H.
Múller.
Skálaviður allur kom tilhögg-
vinn frá Osló og norskur maöur
með, til aðstoðar við uppsetning-
una.
Nú hefur Skiðaskálinn staðið
þarna I 40 ár. Vitað er um við-
gerðir á þessu sumri, lagfæring á
gluggum og annað sem kostaði
nærri 2 milljónir króna, sýna
þessar tölur bezt hvað verölagið
hefur hækkað siðan skálinn var
byggður.
Fyrir nokkrum árum yfirtók
Reykjavikurborg skálann og ann-
ast nú rekstur hans. Systkinin
Ingibjörg og Steingrimur hafa I
mörg ár staðið fyrir veitingum I
skálanum og eiga miklum vin-
sældum að 'fagna.
Skiðaskálinn stendur á svokall-
aðri Hjallatorfu sem er eign
bænda i Olfusinu.
Þessum timamótum verður
fagnað með kaffikvöldi i Skiða-
skálanum sunnudaginn 14. sept-
ember kl. 8:30.
Leikarar og aðrir starfsmenn L.A. komu saman og ræddu þau verkefni, sem fram undan eru
Frá flutningi útvarpsleikritsins Vakað og sungið.
A new NORDMENDE-programme opens the way
to great stereo enjoyment:
the control unit. cassette-recorder and record player
are combined in a compact, elegant combínation!
Whether you want to hear your favourite record.
or whether you are listening to the radio and
maybe want to record the programme
simultaneously on a cassette...
...the NORDMENDE stereo
combination 5006 SCP. for example,
has all that and much more.
Co/nbined in the smallest unit.
Space saving. vvell laid out and f/J%L
fascinatingfy chic! / • / T^*******^
On the next few pages we present' /
3 vanations of this new. M i
versatile series. I í
Skipholti 19
Simar 23 800 & 23-500
Klapparstig 26
Simi 19 800