Tíminn - 14.09.1975, Page 11

Tíminn - 14.09.1975, Page 11
Sunnudagur 14. september 1975. ItMINN 11 HAFNIA - 76 blokkin Það voru ekki svo fáir, sem ráku upp stór augu, þegar Danir á siðasta ári tóku upp á því að gefa út frimerkjablokk. Tilefnið var, að á næsta ári stendur fyrir dyrum hjá þeim hin alþjóðlega frimerkjasýning. Þessi blokk var auk þess seld með yfirverði, sem skyldi ganga til að greiða kostnað af sýningarhaldinu. Yfirverð þetta var dkr. 1,60 á hverja selda blokk. Sala blokkarinnar hefir geng- ið með afbrigðum vel og er nú svo komið, að verði eitthvað ó- selt af blokkinni, verður það innkallað i lok október, eyðilagt og sölunni hætt. Strax að þvi loknu, verður svo gefið upp, hvert hið raunverulega selda upplag blokkarinnar er. Það er þvi hverjum og einum nauðsynlegt að tryggja sér ein- tökaf henni fyrir þann tima. Má benda á, að frfmerkjakaumenn hér hafa haft hana til sölu. Aðeins verður frátekið það magn, sem notað verður i hin svokölluðu árssett, sem seld eru i sérstökum möppum, eftir að öll frimerki ársins hafa komið út. Tekið er fram i fréttabréfi um þessi mál, að hjá flestum póst- húsum i Danmörku, sem fengu blokkina til sölu, sé hún uppseld, en að enn megi fá hana frá: „Postens Filateli, Radhusplad- sen 59, DK-1550 Köbenhavn V”. En Danir eru ekki alveg af baki dottnir. Það kostar mikið að halda alþjóðlega frimerkja- sýningu. Þvi skal nú gefa út nýja frimerkjablokk. Þegar er lokið við að grafa þá blokk og prentun hafin. Hefir útgáfudag- ur hennar verið ákveðinn 20. nóvember nú i ár. Það má þvi segja, að „einn kemur þá annar fer.” Frimerkjasafnarar skulu þó gefa þvi gaum, að þetta eru fyrstu dönsku blokkirnar og ekki likur til, að slikt verði gefið út á'næstunni hjá þeim, nema ef vera skyldi þriðja blokkin við opnun sýningarinnar. Önnur blokkin verður einnig með yfir- verði, sem renna skal til rekst- urs sýningarinnar, en i ein- hverjum næstu þátta mun ég geta frætt ykkur nánar um hana. Þess má geta, að þegar er búið að senda umsókn um 9 sýn- ingarefni frá Islandi á sýning- una HAFNIA-76, og væri vel, að þeir, sem hyggjast taka þátt i henni bregðist nú fljótt og vel við og sendi mér upplýsingar um hvað þeir hyggjast sýna i: Pósthólf 52, Hvammstanga. Þá skal einnig bent á, að norrænt efni hefir yfirleitt fengið betri verðlaun á norrænum sýning- um, þar sem dómarar á þeim bera yfirleitt meira skynbragð á það efni, en t.d. á sýningum suð- ur I löndum. Sigurður H. Þorsteinsson. Héraðsfundur Húnavatnsprófasts dæmis haldinn að Tjörn á Vatnsnesi SUNNUDAGINN 31. ágúst var héraðsfundur Húnavatns- prófastsdæmis haldinn að Tjörn á Vatnsnesi að lokinni messugjörð. Sr. Yngvi Þ. Arnason predik- aði, en sr. Pétur Þ. Ingjaldsson og Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins blaðar i nýju stefnuskránni. Timaniynd Gunnar. sr. Róbert Jack þjónuðu fyrir alt- ari. Að lokinni messu var kirkju- gestum boðið til kaffidrykkju i boði sóknarnefndar Tjarnar- kirkju. Sama dag var messað I Vestur- hópshólakirkju. Þar predikaði sr. Arni Sigurðsson og sr. GIsli Kol- beins þjónaði fyrir altari. Prófastur sr. Pétur Þ. Ingjalds- son stjórnaði héraðsfundinum og sátu hann auk presta 12 safnaðar- fulltrúar og aðrir gestir. Prófastur minntist i yfirlits- ræðu sinni þeirra manna er látizt höfðu á árinu og mikið höfðu starfað að kirkjumálum I héraði, þeirra Jósefinu Antoniu Helga- dóttur, Hafsteins Jónassonar bónda frá Njálsstöðum, Þorláks Jakobssonar Blönduósi og Bjarna Þorsteinssonar á Borðeyri. Þá er ávallt verið að vinna við kirkjur I héraðinu, lokið er endur- byggingu Auðkúlukirkju og við- gerð á Breiðabólsstaðarkirkju, einnig eru hafnar viðgerðir á Melstað og Staðarkirkju I Stein- grimsfirði. Þá hefur fjöldi kirkna hlotið Oó-Reykjavik. Stefnuskrá Alþýðubandalagsins ásamt lög- um flokksins og ágripi af sögu hans er nú komin út. Ragnar Amalds, formaður Alþýðubanda- lagsins kynnti stefnuskrána á fundi með fréttamönnum á þriðjudaginn og kvað hann meginstefnu flokksins hina sömu og mörkuð var á landsfundi flokksins i nóvember 1968. Þvi var þá slegið föstu, að Alþýðubandalagið væri sósialistiskur flokkur, byggður á lýðræði og þingræði, Þá var samþykkt sérstök stefnuyfir- lýsing um sósíalisk markmið flokksins en ekki vannst þá timi til að undirbúa itarlega greinar- gerð um stefnuna. Kvað Ragnar þá stefnuskrá, sem nú er komin fyrir al- menningssjónir fræðilega, greinargerð um grundvallarhug- myndafræði Alþýðubandalagsins. Stefnuskráin var samþykkt i grundvallaratriðum á landsfundi minningargjafir, hina verðmæt- ustu og þjóðlegustu gripi er sýna hug og ræktarsemi fólks heima I héraði og burtfluttra sóknar- barna til kirkna sinna. Sr. GIsli Kolbeins ræddi um starf nefndar þeirrar er starfað hefur að þvi á hvern hátt bezt yrði varðveitt minning fyrsta kristni- boðans meðal vor, Þorvalds við- förla frá Stóru-Giljá. Hafði nefnd- in athugað ýmsa möguleika og mun starfa áfram að þessu máli. Þá ræddi Eðvald Halldórsson um kirkjugarða og girðingar þeirra og einnig um varðveizlu gamalla minnismerkja, urðu um þetta umræður og jafnframt um hirðingu garðanna. Um kvöldið voru fundarmenn boðnir til kvöldverðar hjá prests- hjónunum á Tjörn, Vigdisi og sr. Robert Jack. Sr. Arni Sigurðsson flutti erindi með skuggamyndum frá för sinni til Kanada á hátið Vestur-íslend- inga. 1 lok fundarins las prófastur ritningarorð og flutti bæn. flokksins i nóvember s.l. og var miðstjórn þá falið að ganga frá útgáfu stefnuskrárinnar. Þetta eru ekki tæmandi upplýsingár um stefnumái Aiþýðubandalagsins, en lögð megináherzla á að lýsa lífsskoðun islenzkra sósialista, hugmyndagrundvelli þeirra og stefnumiði. Bókin, sem ber heitið Stefnuskrá Alþýðubandalagsins hefst á ágripi af sögu flokksins eftir Ragnar Arnalds. Þá er al- menn stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins og skiptist sá kafli i aðra minni. Hinn fyrsti ber yfir- skriftina Sósialisminn og er fræðileg útlistun á grundvallar- hugtökum. Auðvaldsskipulagið er lýsing á ýmsum höfuðþáttum is- lenzks þjóðfélags, Markmið- sósialisk umsköpun er greinar- gerð um framtiðarstefnumið sósialista og i kaflanum um flokkinn og starf hans eru lög Alþýðubandalagsins og skipulag. Stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins komin út gnum varsity skólapenninn í skólanum verða nemendur að hafa góða penna, sem fara vel í hendi og skrifa skýrt. Lítið á þessa kosti PLATIGNUM VARSITY- skólapennans: Er með 24ra karata gullhúð og iridiumoddi. Skrifar jafnt og fallega. Fæst með blekhylki eða dælufyllingu. Blekhylkjaskipti leikur einn. Varapennar fást á sölustöðum. Pennaskipti með einu handtaki. Verðið hagstætt. Ensk úrvalsvara. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ FÆST í BÓKA- OG RITFANGA- VERZLUNUM UM LAND ALLT. ANDVARI HF umboðs og heildverzlun simi 84722 FíflT HAPPDRÆTTI HSl AÐEINS 2500 MIÐAR Nýstárlegt happc/rætti, sem á sér fáa lika. Happdrætti Handknatt- leikssambands íslands stendur aðeins i einn mánuð i senn, en þá verður dregið um glæsilegan vinning: Fíat 128 Rally, árgerð 1976. Vinningsmöguleikar eru gífurlega freistandi, þvi aðeins 2500 miðar verða seldir. Miðasala í Klausturhólum, Lækjargötu 2. Verð hverS miða er kr 1000. Tryggið yður miða strax i dag. f" I I I Sendum í póstkröfu Síminn er 19250. DREGIÐ 5.0KTÓBER I I I Skagfirzkir ómar GÓ—Sauðárkróki. Nýkomið er lit á vegum Skagfirzku söngsveitarinnar sönglaga- hefti með 10 sönglögum eftir Jón Björnsson tónskaid, og söngstjóra á Hafsteinsstöð- um. t þessu hefti eru m.a. tvö hin þekktu og vinsælu lög Jóns, sem mikið hafa verið sungin, Hafnarfrúin og Björt nótt. Sex laganna i heftinu eru fyrir blandaða kóra og fjög- ur fyrir tvisöng. Þa hefur Jon Björnsson i undirbúningi útgáfu tveggja sönghefta i viðbót með 40-50 sönglögum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.