Tíminn - 14.09.1975, Qupperneq 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 14. september 1975.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
KLEPPSSPÍTALINN:
YFIRLÆKNIR. Staða yfirlæknis
við Kleppsspitalann er laus til um-
sóknar. Umsóknir er greini aldur,
námsferil og fyrri störf ber að
senda stjórnarnefnd rikisspital-
anna, Eiriksgötu 5. Staðan var
auglýst um miðjan ágúst, um-
sóknarfrestur framlengist til 1.
nóvember n.k.
DEILDARHJÚKRUNARKONA
óskast frá 1. október. Nánari upp-
lýsingar veitir forstöðukona spital-
ans, simi 38160.
KRISTNESHÆLIÐ:
FORSTÖÐUKONA óskast til starfa
frá 1. desember n.k. Umsóknar-
frestur til 30. september. Umsóknir
sendist yfirlækni Kristneshælis,
sem veitir nánari upplýsingar,
simi 96-22301.
VÍFILSSTAÐ ASPÍTALI:
HJÚKRUNARKONA Óskast til
starfa við rannsóknir og meðferð á
ofnæmissjúklingum við lungna-
deild spitalans. í byrjun er reiknað
með 6 mánaða námsdvöl við of-
næmisdeild Sahlgrenska Sjukhuset
i Gautaborg. Umsóknir með upp-
lýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf óskast sendar Skrifstofu
rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir
21. september n.k.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA:
BÓKARI óskast til starfa i sjúk-
lingabókhaldi. Umsóknir með upp-
lýsingum um aldur, nám og fyrri
störf sendist Skrifstofu rikisspital-
anna, Eiriksgötu 5 fyrir 24.
september n.k.
LANDSPÍTALINN:
YFIRLÆKNIR. Staða yfirlæknis i
röntgengreiningu er laus til um-
sóknar á röntgendeild. Umsóknir
er greini aldur, námsferil og fyrri
störf sendist til stjórnarnefndar
rikisspitalanna, Eiriksgötu 5 fyrir
15. október n.k.
MEINATÆKNIR óskasttil starfa á
rannsóknadeild. Nánari upplýsing-
ar hjá yfirlæknum deildarinnar,
simi 24160.
Reykjavik, 12. september 1975
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5.SÍM111765
Menntamálaráðuneytið
9. september 1975.
Laus staða
Staða bókavarðar við Landsbókasafn Islands er laus til
umsóknar.
Laun samkvæmt launaflokki A-14.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfs-
reynslu sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, fyrir 5. október 1975.
Gengið var um sýningarsali Kjarvalsstaða og allir virtust hafa óblandna ánægju af að skoða
listaverkin.
Ljós
gébé Rvik Um sextiu vistmönn-
um frá elliheimilunum að Grund
og Hrafnistu var nýlega boðið að
skoða sýninguna Ljós ’75 að
Kjarvalsstöðum, og auk þess var
yfirlitssýningin á verkum meist-
ara Kjarvals opin fyrir gestina,
sem höfðu augljóslega mjög gam-
an af heimsókninni og nutu henn-
ar i fyllsta mæli.
Skiptar skoðanir voru hjá fólk-
inu um það, hvort það væri hrifn-
ara af málverkum eða ljósmynd-
um, ein frúin sagði reyndar, að
það væri miklu skemmtilegra að
skoða ljósmyndir þvi eins og hún
sagði: — þá sér maður hvað þetta
er, en ekki eins og á málverkun-
um sem maður veit varla hvað
snýr upp eða niður á.
— Það er eins og hún sé með
vængi, sagði ein viskona á Hrafn-
istu, þegar hún rýndi á ljósmynd
Pjeturs Maack af Helgu Eldon
þar sem hún var að sveifla sér i
ballettinum.
Það voru þeir félagar Pjetur
Maack, Kjartan B. Kristjánsson
og Gunnar S. Guðmundsson, sem
standa að sýningunni Ljós 75, sem
buðu gamla fólkinu að koma og
lita á verk sin. Strætisvagnar
Reykjavikur lánuðu vagna til að
flytja fólkið til og frá elliheimil-
unum. Nokkrar vistkonur á
Hrafnistu sögðu, að þær hefðu
mjög gaman af að sjá sýninguna
og þætti vænt um boð sem þetta,
og sögðust reyndar reyna að fara
i hvert skipti, sem þeim stæði slikt
til boða. Ekki sögðust þær hafa
séð ljósmyndasýningu áður, en
nokkrar málverkasýningar. Dáð-
ust þær mjög af verkum Kjarv-
als.
— Nei, þá er nú skemmtilegra
að skoða málverkin hans
Kjarvals en þessar ljósmyndir,
Ahuginn leynir sér ekki. Með sýningarskrá I hendi gekk hún á milli verka meistara Kjarvals og lét
ekkert fram hjá sér fara.
Maður verður lika að hvlla sig og lita i skrána af og til.
I