Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 14. september 1975.
TÍMINN
23
Hún er
kölluð
„postuli
hundanna"
og hefur tekið að sér yfir
1000 hunda
HON er kona, sem iætur
stjórnast af aðeins einni
hvöt! Að annast og hjálpa
öllum hundum i Svíþjóð,
sem eru vanræktir, sem er
misþyrmt eða blátt áfram
hraktir að heiman....
Slíkt á sér svo oft stað, að
Margit von Corswandt hefur
fengið leyfi til að byggja býli, þar
sem hún býr ásamt yfir 50 hund-
um....
Hún leynir þvi ekki, að þetta er
henni nánast ofviða — en þó er
greinilegt, að Margit kemur ekki i
hug að gefast upp. Svo lengi, sem
einn einasti hundur i Sviþjóð er á
hrakhólum, ætlar hún að halda
áfram hundavernd sinni. Að
nokkru leyti með þvi að finna ný
heimili fyrir hunda, sem eigend-
urnir hafa yfirgefið, og að nokkru
leyti með þvi að leyfa þeim, sem
verða afgangs að vera hjá sér svo
þeir fái a.m.k. að kynnast öryggi,
hlýju og vináttu i nokkur ár.
Á heimili Margit á býlinu i
Bottnaryd búa hundarnir i eigin
herbergjum, tveir og tveir-sam-
an. Gluggatjöld eru fyrir glugg-
unum og mottur á gólfum. Þeir
hafa sitt rúm, náttborð, kodda og
teppi.
Þeir eru viðraðir úti i skógi sex
sinnum á dag og ef þeir vilja, fá
þeir góðgæti fyrir háttinn og Mar-
git lætur vel að þeim i leiðinni.
Hér er ekki um að ræða góð-
gerðastarfsemi i smáum stil.
Yfir 1000 hundar hafa notið ást-
ar og öðlast lifsgleði á ný fyrir til-
verknað Margitar!
Hún hagnast ekki um eyri á
hjálparstarfi sinu. Þvert á móti
liggur við að hún sé gjaldþrota og
hún veit venjulega ekki, hvernig
hún á að skrapa saman peninga.
Samt heldur hún áfram. Henni
þykir svo vænt um hunda, að hún
getur ekki afborið að sjá þá þjást.
Eiginlega dreymdi hana um að
rækta hunda...
Til þess gafst aldrei timi, segir
hún meðan hún hrærir i ótal pott-
um með matnum fyrir daginn.
Aður en ég hófst handa, uppgötv-
aði ég, að nóg verkefni voru fyrir
þá, sem þótti reglulega vænt um
hunda, og þau voru miklu mikil-
vægari.
Sem sagt að annast eins marga
hunda og kostur var af þeim, sem
lent höfðu á flakki og sem enginn
hirti um.
Það er skelfilegt að heyra
Margit segja frá þvi, hvernig
„venjulegt, geðugt” fólk kemur
fram við dýr, sem það hefur aflað
sér af frjálsum og fúsum vilja.
— Það er leitt, að þetta skuli
vera svo, að fólk, sem dreymir
um, hve skemmtilegt verði að
eignast hund, félagsskapurinn,
gönguferðirnar og allt saman,
skuli svo þreytast áhonum eins og
hverju öðru leikfangi, þegar það
sér að þessu fylgir vinna.
Sumir fara i orlof og skilja
hundinn eftir i ibúðinni, með
vatnssopa og poka af hundamat...
Aðrir hugsa sér að hagnasc á
hundarækt, en geyma tiu,
fimmtán hvolpa i skúffum og
skápum.
Sumir bændur ala hunda upp
með grisum og selja þá siðan til
dýratilrauna...
Margit tekur til sinna ráða,
þegar hún heyrir um slika með-
ferð, og hún tekur þolinmóð að sér
hunda, sem skildir eru eftir,
bundnir við hliðgrindina hennar,
þegar eigendurnir eru búnir að fá
nóg af þeim. Margan morguninn
vaknar hún við ókunna hundsgá.
En oftast hringja einhverjir og
segja til nágranna, sem kvelja
dýr sin, þeir sem hringja leggja
sjálfir ekki í að gera neitt i mál-
inu.
Eitt sinn fékk hún 28 hunda
heim með sér i einu frá hunda-
prangara. Ök þeim heim á vöru-
bil, þvoði þeim, viðraði þá og gaf
þeim að boröa — en hagnað af
slikum verkum fær hún aldrei.
Hún kemst af frá degi til dags
með hjálp þeirra, sem senda
henni peninga i pósti — eins og
„óþekktum hundavini”, „hunda-
eiganda” i Danderyd eða „Karls-
son hundavini”.
Nú eru nokkur hundruð félagar
i samtökum hennar „Hunda-
<$^|£>Hitablásarar
fyrir heitt vatn og gufu
„TYPEISLANDAIS” sérbyggð
fyrir hitaveitu.
Þeir voru ekki á Laugardalssýningunni, en
nokkur hundruð eru I notkun i Reykjavlk og
t.d. er Trésmiðjan VtÐIR meö 40 stk. Þaö
er engin goðgá, ÞEIR eru bestir. Þaö sanna
afköstin og hve hljóðlátir þeir eru.
/ Vinsamlegast sendið skrifiegar fyrirspurn-
ir.
HELGI THORVALDSSON
Háagerði 29 — Reykjavik
Slmi 3-4932
r
r r
Það er skelfilegt, hvernig venjulegt fólk kemur fram viö dýr, sem þaö hefur sjáift orðið sér úti um.
verndarfélaginu i Bottnaryd og
félagsgjöldin drýgja tekjurnar en
útgjöldin eru mikil. Aðeins mat-
urinn kostar næstum 4000 kr á
dag...
Það er erfitt að finna góð heim-
ili handa flökkuhundum — sér-
staklega, þar sem ekki er hollt
fyrir hunda að skipta um heimili
mörgum sinnum. Þeir verða
taugaveiklaðir, óvissir og
rússneska veiðihunda og ótal
fleiri, er andrúmsloftið ótrúlega
rólegt og friðsamt.
— En þar sem alltaf er um að
ræða hunda, sem eru úr jafnvægi,
þegar þeir koma hingað, verð ég
alltaf að vera nærri, sem fasti
punkturinn i tilveru þeirra.
1 nokkra klukkutima siðdegis er
kyrrt og hljótt i húsagarðinum.
Flestir hundarnir fá sér blund og
Ef Margit er heppin, er siðan
kyrrt á bænum i fimm, sex tima.
Enginn hundanna fimmtiu talar
upp úr svefninum og truflar hina,
svo þeir vakna. Ef svo fer, þá
getur skapast allsherjarringul-
reið á nokkrum sekúndum — en
oft tekur miklu lengri tima að
koma öllu i ró aftur.
Siðan hefst nýr dagur, og hvort
sem Margit hefur vakað yfir
„Meðan nokkurhundur er á
hrakhólum mun ég berjast"
hræddir af að verða að skipta um
umhverfi mörgum sinnum.
— Ef vistaskiptin ganga ekki
vel i fyrstu tilraun, reyni ég að
hafa hundinn sjálf, segir Margit.
Þrátt fyrir það að hún hefur
margar ólikar hundategundir á
búgarði sinum, schaferhunda,
grand danois, afganska hunda,
Margit gengur á milli herbergja,
talar við þá og gefur þeim góð-
gæti.
Um ellefuleytið á kvöldin hefst
það sama aftur — og nú riður á að
kunna tökin á þvi að koma hverj-
um og einum i ró. Tvibaka eða
smáleikur getur gert gæfumuninn
og friðað hundana.
veikum hundi eða orðið að verja
mestum hluta nætur i að róa nýj-
an hund, eða verið svo heppin að
fá að sofa þá ber hann i skauti
sinu dagleg skyldustörf — útiveru
meöhundunum, tiltektir, matseid
i meiri mæli en maöur skyldi
handa að einkona réði við.—Þýtt
SJ
HUN HEITIR
GUNNARSDOTTIR
er tíu ára
og syngur
fjögur lög við texta
Birgis AAarinóssonar á
NÝRRI HLJÓMPLÖTU
Tónaútgáfan
AUGLYSIÐ I TIMANUM