Tíminn - 14.09.1975, Blaðsíða 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 14. september 1975.
LÖGREGLUHA TARINN
16
eftir
Ed McBain
Þýðandi Haraldur Blöndal
— Hvers konar atvinnu?
— Byggingarvinnu. Ég er verkamaður.
— Fékkstu starfið gegn um Meridian?
— Já.
— Hjá hverjum áttu að vinna?
— Erhard verktakafyrirtækinu.
— í Riverhead?
— Nei, í Isola.
— Hvenær komstu heim í kvöld?
— Þegar ég fór frá Meridian var klukkan líklega um
eitt. Ég skrapp á billjardstofuna við South Leary og
spilaði nokkrar umf erðir með f élögum mínum. Síðan fór
ég hingað heim. Klukkan hefur líklega verið fimm eða
sex.
— Hvað gerðir þú svo?
— Hann borðaði, sagði Concetta.
— Hvað svo?
— Ég horfði svolítið á sjónvarpið og fór svo í bólið,
sagði La Bresca.
— Getur einhver annar en móðir þín staðfest þessa
frásögn?
— Hér var ekki nokkur maður, ef þú átt við það.
— Hringdi einhver í þig í kvöld?
— Nei.
— Við höfum þá aðeins staðhæfingu þína, og ekkert
annað.
— MINA LIKA, sagði Concetta.
— Ég veit ekki eftir hverju þið eruð að sækjast frá
mér, sagði La Bresca. — En ég er að segja ykkur sann-
leikann. Mér er rammasta alvara. Hvað gengur eigin-
lega á?
— Það vill víst ekki svo til, að þú haf ir séð sjónvarps-
f réttirnar?
— Ég fór inn í herbergið hans og slökkti Ijósin kl. hálf
ellefu, sagði Concetta.
— Ég vildi óska að þið tryðuð mér, sagði La Bresca. —
Hvað svo sem þið haf ið í huga, þá er ég ekkert við það
tengdur.
— Ég trúi þér, sagði Willis. — Hvað með þig, Artie?
— Ég trúi honum líka, sagði Brown.
— En við verðum að spyrja spurninga. Skilur þú hvað
ég á við, sagði Willis.
— Auðvitað skil ég það, sagði La Bresca. — En samt
sem áður er nú komið fram yfir miðnætti. Ég verð að
vakna snemma í fyrramálið.
— Segðu okkur frá manninum með heyrnartækið,
sagð Willis mjúklega. — Segðu okkur frá honum enn einu
sinni.
Þeir eyddu að minnsta kosti fimmtán mínútum til
viðbótar við að yfirheyra La Bresca. Að þeim tíma liðn-
um komst þeir að þeirri niðurstöðu, að annað hvort yrðu
þeir að drösla honum á stöðina og ákæra hann f yrir ein-
hvern fjandann eða þá gleyma honum með öllu um
stundarsakir. Sá sem hringdi á lögreglustöðina sagði, að
fleiri menn væru í spilinu. Kling lét aðra leynilögreglu-
menn vita þetta. Það var aðeins þessi nagandi vissa, sem
hélt þeim við að yf irheyra La Bresca, löngu eftir að þeir
hefðu átt að hætta. Lögreglumenn erU fljótir að finna
hvort þeir eru á réttri veiðislóð. La Bresca virtist alls
ekki þjófslegur. Willis hafði lýst þessu yfir við f lokks-
foringjann fyrr um kvöldið — og enn var hann sama
sinnis. En ef glæpaflokkur stóð að morðinu á lögreglu-
fulltrúanum. Var þá ekki mögulegt að La Bresca væri
einn þeirra? Kannski var La Bresca snúningadrengurinn
og fíflið, notaður í sendiferðir. Maður sem mátti fórna.
Maður sem tók þá áhættu að lenda í klóm lögreglunnar ef
eitthvað færi úrskeiðis. Ef þannig var í pott búið, þá var
La Bresca lygari.
Hvað um það. Ef hann var að Ijúga, þá gerði hann það
af frábærri snilld. La Bresca starði á þá með barnsblá-
um augum sínum og bræddi hjörtu þessara harðsvíruðu
lögreglumanna með sögu um starf ið, sem hann hlakkaði
svo mjög að byrja næsta dag, áhyggjum um að vakna
ekki nógu snemma, þörfina á átta stunda svefni. Eitt
hundrað prósent Ameríkani í annan lið og allt það blaður.
Og enn var eftir einn möguleiki. Ef hann var að Ijúga —
og það vissi heilög hamingjan, að enn hafði þeim ekki
tekizt að gera hann tvísaga. Lýsing hans á manninum
dularfulla var enn sú sama. Ekki var nokkur lýsingar-
munur á sögunni sem hann sagði þeim fyrr um daginn og
þeirri sem hann sagði þeim nú. En EF hann var að Ijúga
— var þá ekki mögulegt að La BresCa og maðurinn sem
hringdi á stöðina væru einn og sá sami? Alls ekki bófa-
flokkur. Það gat verið uppspuni hans, brella af hans
hálfu til að fá lögregluna til að trúa þvi, að hún ætti i
höggi við vel skipulögð samtök, en ekki einn einstakan
framasjúkan afbrotamann, sem reyndi að skapa sér
vegsauka með morðum. Ef La Bresca og maðurinn í
SUNNUDAGUR
14. september.
8.00 Morgunandakt. Herra
Sigurbjörn Einarsson
biskup flytur ritningarorB
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög.
9.00 Fréttir. Útdráttur Ur
forustugreinum dagblað-
anna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
11.00 Prestvígslumessa i
Dóm kirkjunni. Biskup ÍS-
lands vigir Svavar Stefáns-
son cand. theol., settan
sóknarprest i Hjarðarholts-
prestakalli. Vigslu lýsir séra
Garðar Svavarsson. Vigslu-
vottar auk hans: Séra Jón
Kr. tsfeld prófastur, séra
Þorsteinn L. Jónsson og
s.éra Þorvaldur Karl Helga-
son. Séra Þórir Stephen-
sen þjónar fyrir altari. Hinn
nývigði prestur predikar.
Dómk'órinn syngur. Söng-
stjóri og organleikari:
Ragnar Björnsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 Minir dagar og annarra.
Einar Kristjánsson frá Her-
mundarfelli spjallar við
hlustendur.
13.40 Harmonikulög. pgens
Ellegaard leikur.
14.00 Staldrað við á Patreks-
firði —fimmti þáttur.Jónas
Jónasson litast um og
spjallar Við fólk.
15.00 Bikarkeppni K.S.l. Jón
Ásgeirsson lýsir úrslita-
leiknum milli l.B.K. og l.A.
á Laugardalsvelli.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Alltaf á sunnudögum.
Svavar Gests kynnir lög af
hljómplötum.
17.15 Barnatimi: Agústa
Björnsdóttir stjórnar. Sitt-
hvað af Austurlandi.
18.00 Stundarkorn með selló-
leikaranum Pablo Casals.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Til umræðu: Offjölgun
lækna? Stjórnandi: Baldur
Kristjánsson. Þátttakend-
ur: örn Bjarnason skóla-
yfirlæknir, Jónas Hall-
grimsson dósent og Jóhann
Tómasson læknanemi.
20.00 Sinfónfuhljómsveit
islands leikur i útvarpssal.
Einleikari: Úrsúla Ingólfs-
son. Stjórnandi: Páll P.
Pálsson. Pianókonsert i B-
dúr (K-595) eftir Mozart.
20.30 Þriggja alda minning
Brynjólfs biskups Sveins-
sonar. Helgi Skúli Kjartans-
son flytur erindi. (Hljóðrit-
að á Skálholtshátið i júli
s .1.).
21.00 Frá tónieikum Tónlist-
arfélagsins i Háskólabiói 17.
mal s.l. Gérard Souzay og
Dalton Baldwin flytja
söngva eftir Johannes
Brahms.
21.30 „Móðir min”. Kafli úr
bókinni „Skýrsla til
Grecos” eftir Nikos Kazan-
tzakis. Erlingur Halldórs-
son les þýðingu sina.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
Hulda Björnsdóttir dans-
kennari velur lögin.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
MÁNUDAGUR
15. september
7.00 Morgunútvarp. eður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. landsmálabl.) 9.00
og 10.00. Morgunbæn kl.
7.55: Séra Einar Sigur-
björnsson (a.v.d.v.)
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Anna Brynjúlfsdóttir
les sögu sina um „Matta
Patta mús” (3). Tilkynning-
ar kl. 9.30. Létt lög á milli
atriða. Morgunpopp kl.
10.25. Morguntónleikar kl.
11.00: France Clidat leikurá
pianó Noktúrnu nr. 2 og
Ballötu nr. 2 eftir Franz
Liszt/ Christina Walevska
og hljómsveitr óperunnar i