Tíminn - 14.09.1975, Side 25
Sunnudagur 14. september 1975.
TÍMINN
Monte Carlo flytja „Sche-
lomo”, hebreska rapsódíu
fyrir selló og hljómsveit
eftir Ernest Bloch. Eliahu
Inbal stj./ NBC-sinfóniu-
hljómsveitin leikur tónlist
Ur „Tristan og Isold” eftir
Richard Wagner, Arturo
Toscanini stjórnar.
12.00 Dagskráin, Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Dag-
bók Þcódórakis”. Málfriður
Einarsdóttir þýddi. Nanna
ólafsdóttir les (9). Einnig
les Ingibjörg -Stephensen
ljóð eftir Þeódórakis og flutt
verður tónlist eftir hann.
15.00 Miðdegistónleikar.
Erika Köth, Rudolf Schock,
Erich Kunz o.fl. syngja á-
samt Gunther Arndt kórn-
um atriði úr „Meyja-
skemmunni” eftir Schu-
bert/Berté, Frank Fox
stjórnar. Leopold Stokowski
stjómar hljómsveit, sem
leikur tvær rúmenskar
rapsódiur op. 11 nr. 1 og 2
eftir Enesco.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.25 Popphorn.
17.10 Tónleikar.
17.30 Sagan: „Ævintýri Pick-
wicks” eftir Charles Dick-
ens. Bogi Ólafsson þýddi.
Kjartan Ragnarsson leikari
les (9).
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.35 Daglegt mál. Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn.
Halldór Kristjánsson á
Kirkjubóli talar.
20.00 Mánudagslögin.
20.25 „Mér finnst ég kominn
heim”, þáttur um Stephan
G. Stephansson og Helgu
Jónsdóttur konu hans eftir
Rósu, dóttur þeirra. Dr.
Finnbogi Guðmundsson
flytur.
20.55 „Slæpingjabarinn” eftir
Darius Milhaud. Sinfóníu-
hljómsveit Lundúna leikur,
Antal Dorati stjórnar.
21.15 Viðhorf fólks til umferð-
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Sunnudagur
14. september
18.00 Höfuðpaurinn. Banda-
risk teiknimynd. Þýðandi
Stefán Jökulsson.
18.25 Tónlistarhátið ungs fólk.
Bresk mynd um hljómleika-
ferð, sem hópur ungs fólks
frá ellefu löndum fór um
Skotland og England.
Ferðalagingu lauk með
hljómleikum i Albert Hall i
Lundúnum. Þar lék fiðlu-
snillingurinn Kyung Wa
Chung frá Kóreu með
hljómsveitinni, en stjórn-
andi var Leopold Stókovski.
Þýðandi og þulur Ingi Karl
Jóhannesson.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.55 Kaplaskjól. Bresk fram-
haldsmynd. Gjafahrossið.
19.20 Hlé.
20.00 Fréttir og veður
20.25 Dagskrá og auglýsingar
20.30 The New Settlers.
Siðastliðið vor var breska
söngsveitin The New
Settlers á hljómleikaferða-
' lagi hér á landi, og kom þá
meðal annars við i sjón-
varpssal, þar sem þessi
upptaka var gerð. Stjóm
upptöku Egill Eðvarðsson.
20.50 Smásalinn. Breskt
sjónvarpsleikrit, byggt á
sögu eftir A. E. Coppard.
Aðalhlutverk Keith
Coppard. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson. Harvey er
farandsali, sem ferðast um
sveitir og selur bændum og
búaliði ýmiss konar
nauðsynjar. A bæ einum
kemst hann i kynni við
Mary og móðurhennar, sem
er roskin og heilsuveil.
Móðirin biður Harvey að
kvænast stúlkunni, sem
innan skamms á að erfa
jörðina, og er þar að auki
álitleg i besta lagi. Honum
list vel á þessa hugmynd, en
vill þó ekki rasa um ráð
fram.
. arslysa. Pétur Sveinbjarn-
arson flytur fyrra erindi
sitt.
21.30 Útvarpssagan: „Ódám-
urinn” eftir John Gardner.
Þorsteinn Antonsson þýddi.
Þorsteinn frá Hamri les (2).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfegnir. Búnaðar-
þáttur. Gisli Kristjánsson
ræðir við Þórarin Þorfinns-
son bónda á Spóastöðum um
örugga heyþurrkun.
22.35 Hljómplötusafnið f um-
sjá Gunnars Guðmundsson-
ar.
21.40 Hinn hinsti leyndar-
dómur. Bandarisk fræðslu-
mynd um rannsóknir á vit-
und og lifskrafti. I myndinni
er meðal annars fjallað um
sjálfsvitund jurta og örvera,
huglækningar og beitingu
hugarorkunnar. Þýðandi og
þulur Geir Vilhjálmsson.
22.20 tþróttir. Umsjónar-
maður Ómar Ragnarsson.
22.50 Að kvöldi dags. Séra
Guðmundur Þorsteinsson
flytur hugvekju.
23.00 Dagskrárlok.
Starfsmaður óskast
að tilraunastöð Háskólans að Keldum til
vélritunar og afgreiðslustarfa.
Málakunnátta nauðsynleg.
Skriflegar umsóknir Sendist fyrir 25.
þessa mánaðar.
Menntamálaráðuneytið,
10. september 1975.
Styrkir tii ndms
í Svíþjóð
Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa er-
lendum námsmönnum til að stunda nám I Sviþjóð
námsárið 1976-77.
Styrkir þessir eru boðnir fram í mörgum löndum og
eru einkum ætlaðir námsmönnum sem ekki eiga kost á
fjárhagsaðstoð frá heimalandi sinu og ekki hyggjast
setjast að f Sviþjóð að námi loknu. Styrkfjárhæðin er
1.400 sænskar krónur á mánuði námsárið, þ.e. 9 mán-
uði. Til greina kemur að styrkur verði veittur I allt að
þrjú ár.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til Svenska
Institutet, P.O. Box 7072, S-103 82 Stockholm 7, fyrir 1.
desember n.k. og lætur sú stofnun i té tilskilin um-
sóknareyðublöð.
25
Mánudagur
15. september
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá og auglýsingar.
20.35 Allra veðra von. Bresk
framhaldsmynd, byggð á
sögu eftir Stan Barsow. 2.
þáttur. Að höndla
hamingjuna. Aðalhlutverk
Alan Badel, Diana Coupland
og Francis White. Þýðandi
Óskar Ingimarsson. Efni 1
þáttar: Tom Simpkins tekur
við verksmiðju föður sins að
honum látnum. Tom er
ekkill og býr með systur
sinni. Hann hefur ekki verið
við eina fjölina felldur i
ástamálum og hefur m.a.
eignast dóttur með giftri
konu. Nýr einkaritari ræðst
í þjónustu Simpkins. Það er
Andrea Warner ung og
ógift. Skömmu siðar kemst
hún i kynni við pilt, Philip
Hart að nafni. Hann er
kvæntur og tveggja barna
faðir, en svo fer þó, að kynni
þeirra verða nánari en þau
höfðu ætlað i fyrstu.
Simpkins hyggur á gerð
erfðaskrár, en þar er honum
nokkur vandi á höndum, þvi
hann þarf að taka tillit til
dóttur sinnar, sem nú er
orðin fullvaxta stúlka.
21.30 iþróttir. Myndir og
fréttir frá fþróttaviðburðum
helgarinnar.
Umsjónarmaður ómar
Ragnarsson.
22.00 Frá Nóaflóði til
nútimans. Breskur fræðslu-
myndaflokkur um
menningarsögu Litlu-Asiu
og menningaráhrif, sem
þaðan hafa borist á liðnum
öldum. 3. þáttur. Frá Róm
til Miklagarös. Þýðandi og
þulur Gylfi Pálsson.
22.30 Dagskrárlok.
Frá Akraborg
Vegna mikillar eftir-
spurnar er ákveðið, að
fjölga ferðum næsta
mánuð.
Verður áætlun skipsins
þann tírna sem hér segir:
Frá Akranesi: kl. 8.30,
11.30, 14.30 og 17.30.
Frá Reykjavík: kl. 10, 13,
16 og 19.
Afgreiðslan
Geymið auglýsinguna
Einstaklingsíbúð
óskast i vetur fyrir kennara við Kennara-
háskóla íslands.
Upplýsingar á skrifstofu skólans frá kl.
9.00-16.00. Simi: 32290.
Kennaraháskóli íslands.
Travel opportunity
Au-Pair.—Successful American newspaper executive, 38
single, no children, seeks Au-Pair 18-35 Live luxurious
apartment on Lake Michigan Nov.-April (Close to Univ. of
Chicago), Luxurious Motorhome travel to Mexico and
Central America (Nov.-ApriD to study Maya Indian
Cultures and languages. Reply with photo in confidence
to:
Edward R. Shields, 4850 Lake Park Avenue, Apt. 1009,
Chicago, Iilinois 60615.
að vetri til
Ef þér eigið leið til höfuðborgarinnar, í verslunarerindum,
í leit að hvíld eða tilbreytingu, þá býður Hótel Esja gott
tækifæri til þessara hluta. Gisting á Hótel Esju er ekki
munaður, heldur miklu fremur sjálfsögð ráðstöfun. Hótel
Esja er í allra leið. Strætisvagnaferðir í miðbæinn á 10
mínútna fresti, svo að segja frá hóteldyrunum. Opinberar
stofnanir, sundlaugarnar og íþróttahöllin í Laugardal,
skemmtistaðir og verslanir eru í nágrenninu, og síðast en
ekki síst: Við bjóðum vildarkjör að vetri til.
Velkomin á Hótel Esju
m 1D1 Pl
=i B a
Suöurlandsbraut 2, Sími 82200.