Tíminn - 14.09.1975, Side 30

Tíminn - 14.09.1975, Side 30
30 TIMINN Sunnudagur 14. september 1975. ÞAÐ ÞARF ekki að vera fyrir- fram hugsuð ádeila, þótt eigin umhverfi sé lýst.... Sumir skrifa ádeilurit, — deila meðvitað á ákveðna hluti, aðrir lýsa hlutun- um án þess að fegra þá. Vel má vera að einhverjir kveinki sér undan þeirri lýsingu — hafa kannski hagsmuna að gæta, sagði Megas, eða öðru nafni Magnús Þór Jónsson i Nú-tíma- viðtali, er Nú-timinn færði i tal við hann almenna þjóðfélags- ádeilu á textum hans, — en eins og Nú-timalesendum er kunn- ugt, mun á næstunni koma á markað önnur LP-plata Megas- ar. Millilending er heiti hennar. Megas hefur vakið verulega athygli, bæði sem tónlistarmað- ur og ekki siður sem texta- og ljóðahöfundur. Hvort athyglin hafi beinzt að Megasi fyrir hisp- ursleysi i textum eða óheflaðan söngmáta skal ósagt látið, — en eitt er vist, að Megas er um- deildur maður og fólki er tiðrætt um hann. — Textarnir minir, sagði Megas, eru myndir af þjóð- félaginu og þvi sem þar er, — linsan eru augu min og mitt hugmyndaflug, blönduð fantasi- um. Það má ekki lita á texta mina sem þjóðfélagslegan raunveruleika. — Það er ekki hægt að ganga fram hjá þvi, að textarnir eru ákaflega persónulegir, enda að- eins minn hugsunarháttur. — Ertu þá jafn ruddalegur og þú gefur i skyn með textum þin- um og söngmáta, spurði. Nú- timinn. — Ég hef aldrei viljað sam- þykkja það, að plötur minar séu ruddalegar. Ég nota orð, sem notuð eru i daglegu tali, — ég nota enga skrúðmælgi — þeir eru nægilega margir um það. Skrúðmælgi i ljóða- og texta- gerðer viðhöfð af það mörgum, að ég vil forðast að offylla þann markað. Skrúðmælgismenn forðast yfirleitt að fjalla um veruleikann, — breyta honum yfir i utopiu. Þettá er sérstak- lega áberandi með menn sem komnir eru á jötuna. í þeirra ljóðagerð er ekkert til nema, vorið og blómin, — og lóan er komin heim. — Þegar ég fór að veita at- hygli þvi, sem nefnt er popp og* er popp, — vissi ég að það tiðk- aðist erlendis að textahöfundar ortu á máli, sem i daglegu tali var notað — og mig langaði að vita.hvernig það ,,fungeraði” á islenzku. Ég get ekki annað sagt, en það ,,fungeri” vel og mér finnst eðlilegra að nota eig- in talsmáta við textagerð i stað þess að sækja hann i einhvern fjandann.... Barst nú tal okkar Megasar inn á útfærslu laga og sagði Megas að til að auka áhrif texta notaði hann mismunandi-hljóð- færaskipun, — mismunandi undirleik. — Ég nota sömu hljómsveitina, en mismarga sessionmenn og undirleikurinn er breytilegur frá lagi til lags,” sagði hann. Aðspurður kvaðst hann sjálfur stjórna öllum út- setningum á plötum sinum og útsendingarnar væru gerðar með það fyrir augum, að skapa heilsteyptan grúnn, þvi á þann hátt gæfist kostur á að viðhafa mikið frelsi, hvað fram- sagnarmáta snertir. — Flutningur textans er veigamikið atriði, sagði hann, og ég hef valið þá leið að leggja áherzlu á einstaka orð eftir minu höfði, i stað þess að syngja textann skýrt og á ein- faldan hátt, — ég jafnvel breyti út af tempói lagsins á stundum til að leggja áherzlu á textann. — Megas.hvort litur þú frekar r Að vera eða vera ekki poppari s? **>*»•& á þig sem texta- og ljóðahöfund, eða poppara, spurði Nú-timinn. — Ég vil lita á mig sem popp- ara, en hins vegar veit ég ekki hvort búið er að taka mig inn i leyniregluna. Ég er ekki Steini Eggerts — þ.e.a.s. textahöfund- ur og ég er ekki Arni Johnsen, melódiuhöfundur. — Ég geri texta og melódiur og flyt mitt efni á mismunandi hátt eftir aðstæðum hverju sinni. Og þótt égnoti eins mikiðaf hljóðfærum á plötu, eins og ég tel mig þurfa — er langt frá þvi, aðég sé bú- inn að sleppa takinu af kassagit- arnum. — Mér þykir skemmtilegast að koma fram hjá litlum hóp fólks með kassagitarinn og munnhörpuna — og hafa pró- grammið sem allra lengst. Ef vel tekst til á slikum samkom- um, getur oft myndazt skemmtilegt samspil milli flytj- anda og hlustenda. Þá er enginn hlutlaus — allir virkir — og allir eiga sinn þátt i flutningnum á einn eða annan hátt. —Nú ert þú sennilega eini popparinn, sem gefur út ljóða- bækur... — Nei, ég hef aldrei gefið út ljóðabók. Ég hef hins vegar gef- ið út söngbækur með nótum og textum. Það tiðkast mjög er- lendis, að popparar gefi út verk sin i söngbókum. Ég gef út mina tónlist og texta, skrifa sjálfur nóturnar — og ég hef tekið það sérstaklega fram i einni söng- bókinni, að þetta væru ekki ljóðabækur. — Þú litur þá ekki á þig sem ljóðskáld? — Nei, ég vil hvorki lita á mig sem ljóðskáld né tónskáld. Ég óttast að verða settur i einhvern ákveðinn bás, ef ég gæfi slikar yfirlýsingar, — og ég tel, að ég myndi aldrei una mér i ákveðn- um básum. — Hvemig hafa poppararnir tekið þér? — Ég veit satt bezt að segja ekki hvernig málin standa núna. Þaðer ekki ýkja langt siðan ég 1 barst I tal i hringborðsumræðu- þætti í einu dagblaðanna, þar sem mest var rætt um það fyrir- brigði, að islenzkir popparar skrifuðu texta sina á ensku, þvi enskan væri poppmálið og það væri ekki hægt að gera popp- texta á islenzku. Talið barst að mér og einn popparinn sagði: ,,Hann er ekki poppari — hann er bara skáld”. Það urðu einhverjar frekari umræður um mig eftir þetta en að lokum af- greiddu þeir mig með þvi að segja eitthvað á þá leið, að Há- skólinn hefði „snobbað” fyrir mér. — Frá þvi þetta gerðist, hefur að visu mikið vatn runnið til sjávar og ég tel, að núna liti popparar á mig sem textahöfund — sem um leið flytji sína tónlist með textunum og sé að pæla i poppinu sem tjáningarmáta. Popparar virð- ast forðast að kalla mig poppara oghugsa um mig á áðurnefndan hátt. — En þeir eru bara-eins og köttur i kringum heitan graut. — tslenzkir popparar eru mikið að pæla i enskum textum ogréttlæta það með þvi að halda þvi fram, að þeir stilli upp á al- heimsmarkað, —en sá draumur liggur frosinn út i snjó. — Mér hefur ætið fundizt það léleg afsökun hjá poppurum að segja að það sé ómögulegt að gera popptexta á islenzku við popptónlist. Ég hef til að mynda samið popplög við alla passiu- sálma Hallgrims Péturssonar og helmingur þeirra laga er rokklög, samkvæmt rokkfor- múlunni —og sálmarnir komast alveg til skilá. Ég vil líta á mig sem poppara, en ég veit ekki hvort búið er að taka mig inn í leyniregluna Nú-tímaviðtal við Megas — Ég er þeirrar skoðunar, að getuleysi islenzkra poppara hvað textagerð á islenzku áhrærir, standi þeim óskaplega mikið fyrir þrifum, — Það er að vísu min einka hugmynd—en ég tel, að þeir hafi hreinlega lesið yfir sig i gagnfræðaskóla af ljóðum þjóðskáldanna, og þeir telja þvi, að frumsmiðar þeirra verði að vera gifurlega góðar og flottar og strax i fyrsta erindinu geti þeir byrjað með: „Þú blá- fjallageimur....” — Þegar ég byrjaði að pæla i textagerð til flutnings með popptónlist, hafði ég þjóðskáld- in litið ihuga. I fyrstu var þetta afskaplega klént og é g varð að snurfusa mina texta mikið. Þeir textár færu sennilega mjög illa i sýnisbók islenzkra ljóðskálda á 20. öldinni. Með timanum fór ég að ná betri tökum á textagerð- inni, — og ég er þess fullviss, að ef poppararnir reyndu að hafa texta sina á því máli, sem þeir tala, — myndi árangurinn verða betri. Ég vil þó taka það fram, að ég tel islenzka poppara vera mjög góða, —héreru margar afburða hljómsveitir og margir gifur- lega góðir hljóðfæraleikarar — en einhverra hluta vegna nýtast þeir ekki sem skyldi. — Poppararnir þurfa einfald- lega að æfa sig i textagerð. Þeir geta ekki búizt við þvi, að ná strax tökum á efninu. Þegar Rolling Stones og Kinks byrj- uðu, — og jafnvel Dylan og Donovan — voru textar þeirra herfilegir og margir hverjir hrein hrákasmið. Dylan gaf að visu ekkiút neina texta eftir sig, fyrr en hann hafði náð valdi á þeim, en t.d. Jagger og Ray- mond Davis gerðu hræðilega texta. Þeir hafa hins vegar t.d. báðir samið mjög góða texta, eftir að byrjunarerfiðleikarnir voru úr sögunni. — Svo ég viki aftur að þessum þætti með poppurunum i einu dagblaðanna, þá kom þar fram, að þeir létu i ljós hrifningu sina á kvæðakveri Kiljans — og það mátti ekki annað greina, en að þeim dreplangaöi til að geta látiö svona texta leka úr penn- um sinum með litilli fyrirhöfn. — En Kiljan notar einmitt þetta hversdagslega málfar, sem er svo sláandi. — Popparar koma með ægi- lega alvarleg andlit, þegar þeir mæta i stúdió til upptöku — og á stundum er engu likara en að heimsendir sé i nánd, ef marka má svip andlitanna. Það er engu likara, en að þeir geti alls ekki skemmt sér og hlegið að þessum textum sinum. Þetta getuleysi varðandi textagerð á islenzku er að minum dómi fyrst og fremst til komið af minnimáttarkennd, — og forðast þvi að gera hluti, sem þeir sjá alla vankanta á, þ.e. að semja islenzka texta. Það er engu likara, en að þeir treysti sér ekki til þess að horfa fram á við, — en ég held að þeir ættu að vera minnugir þess, að Róm var ekki byggð á einum degi. Þegar Megas var inntur eftir þvi, hvaða ljóðskáld hann hler- aði sérstaklega eftir, nefndi hann fyrst Niels Fehrlin, sænskt ljóðaskáld, sem hefði ort mikið. „Það var ákaflega mikill böl- móður í honum. Hann blandaði mikið saman svartsýni og gáska”. Þá nefndi Megas annan höfund — Halldór Laxness og sérstaklega Kvæðakver hans. „Ég samdi lög við stóran hluta af ljóðunum i Kvæðakverinu, Ég vil þó taka það fram, að ég hef ekki hugsað mér að fara i samkeppni við Arna Johnsen, enda á ég örugglega langt i land, hvað það snertir, að ég byrji að gefa út lög með textum eftir aðra. Ég mun aldrei stela markaði frá Árna Johnsen og hann mun sennilega aldrei stela neinum markaði frá mér. — Hallgrimur Pétursson hefur haft mikil áhrif á mig, og ef grannt er skoðað, teldu menn mig lærisvein Hallgrims — að vfsu ekki góðan lærisvein, en lærisvein engu að siður. Þá nefndi Megas franska súrrealistann Arthur Rimbaud, sem hefði haft mikil áhrif á ljóðagerð, — og einnig nefndi Megas Bob Dylan. — Það er mikið hamrað á sambandi milli min og Dylans, og Ómar Valdimarsson i Stutt- siðu Morgunblaðsins skrifar ekki um annað i þessari furðu- legu hljómplötugagnrýni sinni. Raunar má segja, að kri'tik hans hafi frekar beinzt að Dylan en mér. — En það eru margir fleiri en Dylan, sem hafa haft einhver áhrif — býsnin öll af skáldum allt frá Agli Skallagrimssyni og Co. sem sömdu ljóð undir hans nafni. Að lokum nefndi Megas, Þór- arin Eldjárn, en hafði á orði, að honum þætti það miður, að Þórarinn gæfi ekki grænt ljós á að melódisera ljóðin sin. Varðandi tónlistarlegu áhrifin sagði Megas, að erfitt væri að gera sér grein fyrir þeim, en nefndi, að hann hefði ekki haft neinn áhuga á tónlist fyrr en Prestley hefði komið fram á sjónarsviðið. Ennfremur nefndi Megas, að þjóðlög ýmissa landa hefðu haft áhrif á tónlist hans, svo og Beethoven, Bach Stravinsky, Alban Berg, Dylan, Donovan, Bitlarnir, Stones og fleiri og fleiri. „Tónlistaráhrif- in eru úr öllum áttum”, sagði Megas, ,,og ekki hægt að benda á bein áhrif frá neinum.” En — hvers vegna eru popparar, sem semja eigin tónlist aldrei inntir eftir þvi, hvaðan áhrif þeirra komi, hverja þeir taki sér til fyrirmyndar, — og þegar plötur popp-hljómlistarmanna eru gagnrýndar er aldrei hamrað á erlendum nöfnum. Hvers vegna?” — Ég óska eftir þvi, að fólk noti sitt eigið imyndunarafl, þegar það hlustar á mina tónlist og texta. Mér likar það ekki, að fólk sé rigbundið i einhverja ákveðna hluti. Ég bendi kannski á eitthvað annað og sýni jafnvel fram á, að til eru önnur sjónar- horn, — en ég er ekki að segja eitthvað alveg splunkunýtt, þetta eru eingöngu minar myndir af hlutunum, sem ég segi frá. Það er blátt áfram leiðinlegt, þegar fólk er algjör- lega neglt niður, hefur aðeins eina mælistiku og fylgir henni út i yztu æsar, — getur aldrei sett sig I önnur spor en þau, sem það hefur rigbundið sig i. — Það, sem ég hef að segja við einhverja kemur fram i minum textum. Það er gott fyrir feimna menn, sem ekki þora að segja meiningu sina, að gerast popparar. Að lokum sagði Megas: — Ég á langt i land með að lifa af tekjum minum varðandi tónlistina og textana. Hins veg- ar ætti ég digran sjóð ef ég reiknaði allar vinnustundirnar sem i þetta fara, og miðaði við Dagsbrúnartaxta. Ég hef engar fastar tekjur af þessu, aðeins strjálar, — og hef þvi gripið til þess að vinna ýmis tilfallandi störf. — Gsal.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.