Tíminn - 14.09.1975, Side 31
Sunnudagur 14. september 1975.
TÍMINN
31
HUOMPLOTUDOMAR
NÚ-TÍMANS
Alexis Korner
Get Off Of My Cloud
PC 33427— Columbia
' h "tif «i ll«- ni iW iicitcsh )«vulac inuú,- •*> MUm
*ml nwtic pccwMV wi-m> li> mn^ <««c xcuv <4 -»■»»....yiiclWi Im4|>í«c> *■> ««ftl>«
»» K&i: tru&fikm « i-bxngtn«liu- ím'* iií pop nnni<.'—Oii6 MHrí \trMy \ki
Það eru sjálfsagt ekki margir
poppunnendur af yngri kynslóð-
inni, sem vita hver Alex Korner
er. Og þeir eru liklega enn færri,
sem vita, að Alexis Korner er
einii af frumhverjum popp-
tónlistarinnar og hefur verið
nefndur nöfnuin eins og t.d.
faðir brezka blúesins, faðir
hvita bluesins og hið virta
tónlistarblað Rolling Stone
kallar hann: Faðir okkar allra.
Ahrif Korners á brezka
popptónlist eru ótrúlega mikil,
og sjást þau bezt i tónlist þeirra
manna, sem hann „ól” upp á
árunum kringum 1960. Um það
leyti stofnaði Korner hljóm-
sveitina Blues Incorporated og
meðalliðsmanna hennar á þess-
um árum voru Mick Jagger,
Keith Richard, Brian Jones og
Charlie Watts. Upp úr þessu
samstarfi stofnuðu þeir Rolling
Stones og má með sanni segja,
að Korner sá faðir Rolling
Stones,' bæði leiddi hann þá
saman og tónlistarstill Stones i
upphafi var beint frá Korner
runninn og fullyrða má, að
hljómsveitin sé enn undir áhrif-
um frá honum. En þeir félagar i
Stones voru ekki einu „stóru”
nöfnin i Blues Incorporated, þar
komu menn eins og t.d. Graham
Bond, Ginger Baker, Jack
Bruce, Long John Baldry, Eric
Burdon, Paul Jones og John
Mayall við sögu.
Á þessari upptalningu geta
menn séð, hvilik áhrif Komer
hefur haft á brezka popptónlist
og má nefna t.d. nokkrar af
þeim hljómsveitum, sem þessir
menn stofnuðu siðar og höfðu
tónlistarstil Korners, að fyrir-
mynd: Graham Bond
Organization, John Mayall’s
Bluesbrakers, Animals og siðar
Cream, Blind Faith og fleiri og
fleiri.
Ætlunin með þessum skrifum
var skki sú að rekja ævisögu
Korners, heldur sú að ræða litil-
lega um plötu hans, sem ný-
komin er á markaðinn. Það
verður að teljast til meiriháttar
viðburða, þegar Alexis Korner
gefur útplötu, þvi það gerist svo
sannarlega ekki á hverjum
degi. Plötuna er að visu ekki
alveg hægt að kalla nýja, þvi öll
lögin eru gömul en klassisk lög i
nýjum útsetningum. Má þar
nefna lög eins og „You Are My
Sunshine” „Slow Down” og
siðast en ekki sizt lag þeirra
Jaggers og Richard, „Get Off Of
My Cloud” i frábærri út-
setningu. 011 þessi lög eru löngu
orðin klassisk,en á plötunni eru
einnig minna þekkt lög.
Með Korner er valið lið
hljóðfæraleikara, og það eru
engir smákarlar, m.a. Peter
Framton, Steve Marriot
(Humple Pie) Neil Hubbard
(Kikomo) og Keith Richard
(Stones), sem sjá um gitarleik,
Colin Hodghinsson (Black Dorr)
Alan Spenner (Kokomo) og
Rich Wills, sjá um bassaleik, en
um trommuleik sér Terry
Stannard (Kikomo) og á píanó
leika þeir Tony O’Mattey
(Kokomo) og Nicky Hopkins.
Korner leikur sjálfur á kassa-
gitar, pianó og fleiri hljóðfæri,
auk þess sem hann sér um söng
að mestu með aðstoð Keith
Richard, Steve Marriot og
Kokomo Singers og fleiri.
Eins og við er að búast, þegar
svona stórlið kemur saman
verður útkoman frábær, og er
langt siðan ég hef heyrt svo
margar stórstjörnur komnar
saman á einni plötu með jafn
góðri útkomu.
Engar stjörnur mun ég þó
viðhafa varðandi plötuna, og er
ástæðan einfaldlega sú, að lögin
eru samin fyrir það mörgum ár-
um, að óhugsandi er að setja á
plötuna stjörnustimpil. Ekki
færum við að gefa Beethoven
fimm stjörnur fyrir 9.
sinfóniuna i dag.
En allt um það, platan er stór-
merkileg og frábær að gæðum,
og eflaust lætur enginn rokk-
unnandi þessa plötu fram hjá
sér fara. sþs
LP-plata vikunnar: Alexis Korner — Get Off Of My Cloud
Smdar
plötur
Paradfs: Superman/Just Half
Of You
Sjaldan eða aldrei hefur islenzk
popphljómsveit ýtt jafn hressi-
lega úr vör og Paradis með 2ja
laga plötu sinni. Platan er
hressileg og flutningur ágætur.
Sérstaklega ber að geta Péturs
Kristjánssonar, söngvara sem
sýnir framfarir frá þvi hann var
með Pelican. Þá lofar Pétur
„kafteinn” góðu sem lagahöf-
undur. Semsé: góð plata.
Flo & Eddie
Illegal, Immoral and Fattening
PC 33554 — Columbia
★ ★ ★ ★ +
Tveirgamlir kunningjarer voru
upp á sitt bezta á seinni hluta
siðasta áratugs eru nú komnir
fram á sjónarsviöið á ný eftir
nokkurt hlé.
Þetta eru þeir Mark Volman
og Howard Kaylan, eða Flo and
Eddie eins og þeir kalla sig i
dag. Þeir urðu heimsfrægir sem
meðlimir hljómsveitarinnar
Turtles og áttu mestan þátt i
frábærum söng og röddun
Turtles, sem er mcð þvi bezta
sem heyrzt hefur.
Eftir að Turtles hættu
flæktust þeir viða um og gengu
meðal annars i lið með Frank
Zappa og urðu „Mæður” um
tima.
Þeir stofnuðu hljómsveitina
Phlorescent Leech and Eddie,
sem var einskonar skot i myrkri
og held ég, að það sé leitun að
þeim, sem hafa heyrt á hana
minnzt. Eftirþetta ævintýri var
hljótt um þá félaga þar tií nú, að
þeir koma fram á ný og nú
verijur örugglega tekið eftir
þeim.
Plata þeirra félaga heitir
Illegal, Immoral and Fattening
og er einkennilegur kokkteill
þar á ferðinni. Platan er að
hluta til tekin upp i stúdiói og að
hluta á hljómleikum og er öllu
blandað saman á skemmtilegan
hátt. Tónlistin er sambland af
Zappa, Turtles og á köflum má
heyra rokk i stil við gamla
Bowie eða Ian Hunter. Tökum
dæmi: Söngur i anda Turtles,
melódian i anda Zappa, en spilið
I Bowie stil. Illegal, Immoral
and Fattening er óneitanlega
óvenjuleg plata, hún er uppfull
af smáatriðum, grini og alvöru,
þeir gera grin að ýmsum stór^
um stjörnum, t.d Rolling
Stones, Joni Mitchell, Elton
John, C.S.N.Y. og George
Harrison, sem þeir stæla og
gera stólpa grin að, þó svo að
hugur fylgi kannski ekki alltaf
máli. 0,0.
ÚRSLITIN Á SUNNUDAG
A SUNNUDAGINN kemur
mun Nú-timinn hefja birt-
ingu úrslita I skoðanaakönn-
un sinni: 10 spurningar i
ágúst, en alls bárust þættin-
um rúmlega 280 atkvæða-
seðlar, sem er nókkru minna
en í siðustu skoðanakönnun,
sem var um beztu LP-pIötu
ársins 1974. Þá bárust alls
rúmlega 300 atkvæðaseðlar.
Hins vegar telur Nú-tim-
inn, að skoðanakönnun þessi
sé vel marktæk, og vill þátt-
urinn nota þetta tækifæri og
lýsa yfir þakklæti sinu mcð
þátttökun^. Nú-timanum er
ljóst, að hann hefur á aö
skipa traustum og góðum
lesendahóp, sem vilar ekki
fyrir sér að eyða örfáum
krónum til kaupa á frimerkj-
um á bréf undir atkvæöa-
seðia til þáttarins, —og jafn-
framt vill Nú-timinn þakka
öll þau mörgu bréf, sem hon-
um hafa borizt með at-
kvæðaseðlunum. Efni þátt-
arins virðist vfirleitt falla
lesendum vel i geð, ef marka
má þessi bréf lesenda, — og
er það Nú-timanum hvatning
til að halda áfram á sömu
braut.
Mikiö verk hcfur vcrið aö
vinna úr atkvæöascölunum,
enda spurningarnar margar.
Eitt takk í viðbót og bless.
Nú-timinn.
Haukar: Þrjú tonn af sandi /
Let’s start again
Hauka-platan með sandinum er
litt áheyrileg plata, enda illa
farið með gamalt og gott lag.
Harla litið fyndinn texti^og af-
leit hljóðupptaka. Söngurinn
óskýr og Gulli getur gert betur.
Lag Kristjáns Guðmundssonar,
er lítið og sætt, — en litið meir.
Semsé: frekar léleg plata.
14 Fóstbræður — 14 Fóstbræður
FF-Hljómplötur FF-001
★
STEBEO
FÓSTBRflEDU
Fjórtán Fóstbræðurhafa nýlega
sent frá sér LP-pIötu með átta
lagasyrpum úr ýmsum áttum.
Greinilegt er, að þeir félagarnir
ætla sér að reyna aö halda velli i
mótorbáta- og sjúklingaþáttum
útvarpsins, og virðist platan
gcrð til að þjóna því sjónarmiöi.
Alltént virðast fóstbræðurnir
forðast að flytja persónulega
tóniist.
Hvergi á þessari plötu örlar
fyrir frumlegheitum i neinni
mynd — fóstbræðurnir eru eins
og lélegur leikari, sem ætlar sér
eingöngu að skila hlutverki sinu
þokkalega, en ekki meir. Það er
engu líkara en að fóstbræðurnir
hafi unnið þessa plötu með
hangandi hendi, þvi plötuna
vantar allt, sem kallast get-
ur neisti eða snerpa.
Söngurinn er alls staðar einfald-
ur og þykir mér það miður, þvi
fjórtán söngmenn hljóta að geta
bryddað upp á skemmtilegum
og jafnvel óvenjulegum. raddút-
færslum.
Fjórtán fóstbræður geta vart
ætlazt til þess, að söngur þeirra
einn sér geti alltaf vakið
hrifningu. Það verður meira að
komatil.Undirleikurinner ekki
upp á marga fiska, átakalitill og
einfaldur i sniðum.
-G.S.
„Gúmmíriddorinn
Mér er þvert um geð að
þurfa að svara „kveðju” Gsal
I slðasta Nú-tima, neyðist þó
til. Um persónulegan skæting I
minn garð hirði ég ekki, enda
ekki svaraverður. Aftur á
móti vil ég, vegna þess sem
Gsal kallar „siðferðilega
skyldu blaðamannsins”,
minna á, að sú siðferöilega
svarar
skylda, sem blaðamanni ber
að hafa I heiðri fremur öðrum,
er að gæta hagsmuna lesenda
sinna. Þvi bið ég afsökunar á
að hafa ekki „flett ofan af
Stuðmönnum” á Stuttsiöu
Mbl. fyrir löngu. Gsal skilur
þetta liklega ekki — og kemur
mér á óvart.
Ómar Valdimarsson.
-----------------------------------^
AAest seldu plöturnar
vikuna 7. til 13.september:
Stórar plotur
1. Sumar á Sýrlandi — Stuðmenn
2. Oneof these nights— Eagles
3. E.C. was here — Eric Clapton
4. Procols ninth — Procol Harum
5. Venus and Mars — Wings
6. Sailor — Sailor
7. Sabotage — Biack Sabbath
8. Main Course— Bee Gees
9. Basement t apes —
Bob Dylan and the band
10. Chicago VIII — Chicago
Singles:
1. Black Superman — Johnny Wakelin
2. Superman — Paradís
3. Þrjú tonn af sandi — Haukar
4. El Bimbo — Bimbo Jet
5. Love will keep us together —
Captain & Tenille
_______________
Hljómdeild FACO
Hljómdeild FA CO
___________/
Laugaveg 89,
Hafnarstræti 17
SENDUM I PÓSTKRÖ
= U