Tíminn - 14.09.1975, Qupperneq 40

Tíminn - 14.09.1975, Qupperneq 40
Fundu fornan silfursjóð í nógrenni Reykjavíkur Elzti peningurinn frd órinu 1663 HHJ—Rvik. — Mér dettur helzt i hug, að þarna hafi einhver ferða- langur týnt buddunni sinni, sagði Þór Magnússon þjóðminjavörður, þegar Timinn spurði hann um silfursjóðinn, sem tveir ungir Reykvikingar fundu undir moidarbarði i Fossvallaklifi, i grennd við Lækjarbotna, rétt hjá gamla þjóðveginum frá Reykja- vík austur yfir fjall. Alls hafa ell- efu silfurpeningar fundizt á þess- um stað og er hinn elzti frá 1663. Ungu mennirnir sem fundu silfrið heita Asmundur Bjarnason og Stefán Baldursson. — Það var Asmundur, sem fann fyrstu peningana, þegar hann var þarna i gönguferð í fyrrasumar, sagði Stefán i viðtali við blaðið. Þá sá hann glytta á peninga i rofbarði. Siðar um sumarið bættust nokkrir við og siðustu peningana fundum við niina i sumar. Auðvitað er ekki Utilokað, að fleiri peningar leynist i barðinu, þótt við fyndum enga I siðustu ferðinni. Mjög er fátitt, að silfursjóðir finnist hér. Kunnugt er um þrjá foma sjóði, Ur Gaulverjabæ, frá Ketu á Skaga og SandmUla i Bárðardal. Auk þessa nýfundna sjóðs hefur svo fundizt einn frá siðari öldum — það voru spesiur, sem fundust austur I Holtum. Fremur laklegt silfur er i silfurpeningunum ellefu og er það mjög blandað bronsi. Elzti peningurinn er sleginn 1663, en hinn yngsti 1809 og allt eru þetta skildingar. Peningarnir ellefu, sem nú eru i Þjóðminjasafni. Flestir eru þeir frá 18. öld, en þrír þeir elztu eru þó slegnir á ofanverðri 17. öld og hinn yngsti 1809. Timamynd G.E. Nýi miðbærinn er erfiðasta eldvarna- verkefni sem unnið er á Norðurlöndum Þeir Asmundur Bjarnason og Stefán Baldursson sýna hér, hvar þeir fundu pening- ana. Timamynd Róbert. Kristjón Friðriksson ræddi um efnahagsmól íHrunamannahreppi Gsal—Reykjavik. — Brunamála- stofnun rikisins hefur fengið tii liðs við sig danskan sérfræðing til að vinna að gerð brunatæknilegra skilmála fyrir nýja miðbæinn við Kringlumýrarbraut. Danski sér- fræðingurinn telur að þetta verk- efni sé eitt það erfiðasta og vandamesta sinnar tegundar, sem nú er unnið á Norðurlöndum — en um er að ræða 190.000 fermetra brunaeiningu, þ.e. svæði undir einu og sama þakinu. Bárður Danielsson, forstjóri brunamálastofnunarinnar sagði i viðtali við Ti'mann, að aðalvanda- málið hvað brunavarnir snerti, væri vegna yfirbyggðu gatnanna. — 1 langflestum tilvikum byggjast, fyrirbyggjandi bruna- varnir á þvi, að húsum er skipt i brunaeiningar og algengasta skiptingin er sú, að götur milli húsaraða skipti hverfum i mis- munandi margar brunaeiningar, — og að jafnaði er talið, að þótt eldur komi upp i húsi öðrum megin götu,séuhúshinum megin götu óhult. Hins vegar gildir þetta ekki lengur, þegar götur eru yfir- byggðar. Nýi miðbærinn er mjög stór brunaeining og þvi gæti hugsazt, að ef engar fyrirbyggjandi bruna- vamir yrðu gerðar þar brynni hann I heilu lagi. — Það er aug- ljóst, að slikt er áhætta, sem ekki er hægt að taka, sagði Bárður, — og þvi er það skilyrði okkar, að hægt verði að opna helming af yfirbyggingu gatnanna á nokkrum sekúndum ef eldsvoði bry tist út — og hér er þvi fyrst og fremst um tæknilegt vandamál að ræða. Bárður nefndi að i þessu hverfi yröi að öllu jöfnu allmargt fólk, þvi þarna ættu að vera verzlunar- hús, skrifstofuhús, samkomuhús og fleira. — Fólk er talið öruggt, ef það kemstúr logandi húsi niður á götu sagði Bárður en það telst hins vegar ekki öruggt, þótt það bjargi sér út úr brennandi húsi niður á yfirbyggða götu, — og þar erum við komnir að öðru vanda- máli. Bárður kvað eldhættu vera all- mikla i jafn fjölþættu þjónustu- hverfi, aðspurður um hliðstæður hvað varðar yfirbyggðar götur annars staðar I heiminum, sagði hann, að mjög fátitt væri, að göt- ur væru yfirbyggðar og af stærð, sem þessari væri engin. Hann kvað þó sennilegt, að i Bandarikj- unum væru vöruhús af svipaðri stærð, en að bera þau saman við nýja miðbæinn kvað hann erfitt, þar sem Bandarikjamenn hefðu á að skipa svo margfalt öflugra slökkviliði. Bárður sagði, að ljóst væri, að fyrirbyggjandi brunavarnir yrðu mjög ódýrar og sagði hann, að bæði borgarróði og arkitektum miðbæjarins hefði verið greint frá þvi, að ef þeir vildu hafa skipu- lagið eins og ákveðið hefur verið, yrðu þeir að sættast á tillögur brunamálastofnunarinnar varð- andi fyrirbyggjandi brunavarnir. Vatn er nægjanlegt i þessum borgarhluta, að sögn Bárðar, en jafnframt gat hann þess, að á mörgum svæðum i borginni væri hreinlega ekki hægt að byggja yfirbyggðar götur vegna vatns- skorts. Bárður sagði að skilmálar varðandi brunavarnir nýja miðbæjarins megindráttum. lægju fyrir i NÝLEGA buðu áhugamenn um þjóðfélasmál Kristjáni Friðriks- syni iðnrekanda til fundar i Félagsheimilinu að Fiúðum, i Hrunamannahreppi. Flutti Kristján þar fyrirlestir sinn um fiskveiðar og efnahagsmál. t erindi þessu fjallar Kristján um nýja stefnu ihagnýtingu fiski- stofna við strendur landsins og uppbyggingu iðnaðar lands- manna. Var gerður góður rómur að máli frummælanda og stóðu umræður fram yfir miðnætti. Kristján Friðriksson fyrir- hugar að ferðast um landið með fyrirlestur sinn. 5000 ISLENDINGAR HÁSKÓLAMENNTAÐ- IR • VERÐA 7400 1980 SJ—Reykjavik. Áformað er að efna til ráðstefnu i haust um at- vinnumál háskólamanna. Ekki er búið að ákveða hvenær ráðstefn- an verður eða hverjir fyrirlesarar verða. Að undanförnu hefur á vegum Bandalags háskólamennt- aðra mann, verið unnið að þvi að ákvarða fjölda háskólamennt- aðra manna hér á landi og gera spá um, hvernig hann muni þró- ast. Magnús Skúlason hefur ur.nið að þessu fyrir bandalagið. Gert er ráö fyrir, að háskólamenntaðir Islendingar verði um 5000 í árslok 1975, en 7.400 um áramótin 1980- 81. Samkvæmt spánni verður aukningin 45% á þessu fimm ára timabili, en frá 1970 til 1975 fjölgaði háskólamenntuðum hér á landi mun meira eða um 67%. Gera má ráð fyrir, að um 300 háskólamenntaðir fslendingar dveljist erlendis. Mannafli háskólamenntaðra manna (þeir, sem eru i starfi eða leita starfa) er þvi um 4.700 i árslok 1975, en heildarmannaflinn er þá um 93.500. Háskólamenntaðir menn starfa nær eingöngu við þjónustu- greinar. Heildarmannafli þeirra er um 45.300. Háskólamenntaðir menn eru þvi um 5% af heildar- mannaflanum og um 10.4% af mannafla i þjónustugreinum. Sambærilegar tölur fyrir árið 1968 eru 3.3% og 7.9%. Fyrir’árið 1980 eru þær hins vegar áætlaðar 6.8% og 13.5%. Fram til 1980 er áætluð aukning mannafla i þjónustugreinum 6.600, þ.e. 6.600 ný atvinnutæki- færi bjóðast. A sama tima er áætlað, að mannafli háskóla- manna vaxi um 2.100 eða tæplega 32% af mannaflaaukningu þjón- ustugreina. Mannfjöldi á landinu um næstu áramót er áætlaður 216.600, þar af teljast 93.500 mannafli, þ.e. eru i vinnu eða leita vinnu. Þar af starfa 15% i frumvinnslugrein- um, 36.6% I úrvinnslugreinum, 48.4% i þjónustugreinum. 1968 voru samsvarandi tölur 18.4%, 40.1%, og 41.5% og 1980 er spáð að þær verði 13.2%, 36.2% og 50.6%. A þessu ári er fjöldi nýstúdenta 21% af heildarfjölda 19 ára ung- menna i landinu og nær sama hlutfall innntast í Haskóia Is- lands, en 1974 nokkuð hærri hlut- fallstala eða 22.2%, en stiglækk- andi árin áður. Spáð er, að 1976 verði 21.5% 19 ára stúdentar, en árin 1977-1980 er hlutfallstalan orðin stöðug eða 23% af 19 ára ár- göngunum. Við áætlun þessa um fjölgun háskólamenntaðra Islendinga fram til 1981 er stuðzt við spá Raunvisindastofnunar Háskólans um nemendafjölda við H.í. árin 1975-1980., auk upplýsinga frá H.I., T.I., K.H.I., Búnaðarskólan- um á Hvanneyri og Lánasjóði is- lenzkra námsmanna. Þá er gert ráð fyrir dánarlikunum 6.9 af þúsundi, sem er meðaldánartala allra aldursflokka undanfarin ár. fyrir góéan mat ͧJ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Sunnudagur 14. september 1975 5ÍM112234 «ERRft GftRÐURINN A'ÐALSTRfETI 3 SIS-rODUH SUNDAHÖFN r

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.