Tíminn - 21.09.1975, Side 29
Sunnudagur 21. september 1975.
TÍMINN
29
Ræða
flutt á
Hóladegi
í Hóla-
kirkju
17. ógúst
1975
gerði fyrir mennina, hann talaði
mjög sjaldan um það, en talaði
margt um að guð elskaði
mennina og mannheim. Og ég er
stóefins i að honum sé nokkur
þægð i að sýknt og heilagt sé
verið að mikla hjálpræði hans i
orði, samanber ummæli hans,
ekki munu allir sem við mig
segja: ,,Herra, herra, ganga inn i
himnariki — heldur sé honum
miklu meiri þægð i að menn taki i
verki á móti minnsta bróður eða
barni i hans stað, eins og menn
þykjast vilja taka á móti honum i
orði, er þeir kalla og segja:
Herra, herra. Þar með er ekki
sagt að maðurinn einn sé mark
og mið tilverunnar i heild að
kenningu Krists, heldur guð og
afstaða mannsins til hans. En
samkvæmt allri kenningu hans er
afstaða mannanna innbyrðis hið
eina alinmál eða prófsteinn, sem
afstaðan til guðs verður mæld á i
þessum heimi.
Já, svo algilt er þetta alinmál,
að allt sem vér gerum öðrum
mönnum, jafnvel hinum minnsta
bróður það gerum vér Kristi.
Þaö segir hann sjálfur, og vér
minnumst hér og nú i Hólakirkju-
stól hinna rómuðu ölmusugæða
hins sæla biskups Guðmundar
góða i þessu sambandi. Svo eig-
um vér að sleppa trúnni á alla
góða' mannsparta, allt nýtilegt i
manninum.
Kristi sjálfum fannst þó
tilvinnandi að lifa og deyja fyrir
þessa vesalings menn, sem prest-
ar hans telja einskis nýta sám-
kvæmt orðum þeirra sjálfra á
stundum, bæði fyrr og siðar.
Svo mikils mat Kristur manns-
sálina, að hann kvað það litt stoða
að eignast allan heiminn, ef
maður biði tjón á sálu sinni.
Ég gæti hugsað mér að einhver
samtiðarmanna hans hefði
ráðlagt honum að sleppa svo
barnalegri trú á mannssálina og
ráðlagt það i fullri alvöru. En
þegar lærisveinar Krists ætla að
fara að ráðlegga öðrum læri-
sveinum hans slikt i fullri al-
vöru, þá er von að margur verði
ringlaður og spyrji i örvæntingu:
hvað er kristindómur? — og einn
prestur segir þetta og annar segir
allt annað.
En ég segi þá við yður: lesið
sjálf guðspjöllin, frásagnirnar af
Hfi Jesú og starfi, verkum hans og
kenningu og látið hann einan
skera úr um það, hvað sé kristin-
dómur. Látið ekki einu sinni
kenningar Páls postula i bréfun-
um til frumkristnu safnaðanna,
né ályktanir og trúarjátningar
samanbarðar á kirkjuþingum,
látiðhvorki þetta, né oss prestana
fræða yður endanlega um það,
hvort Kristur muni óttast að
hjálpræði.hans hverfi i skuggann
fyrir mönnunum ef trúað er á að
þeir hafi einhverja góða manns-
parta. Eða hvort það sé öfugt. —
Að Kristur sé einmitt kominn i
heiminn af þvi að hann trúi á hið
góða i manninum, jafnvel guðs-
neistann i manninum, sem ýms-
um kirkjukreddumönnum þykir
ganga guðlasti næst að nefna.
Fræðist sjálf um þetta af lestri
guðspjallanna. Síðan verður hver
að segja fyrir sig og ég _ segi
fyrir mig, að ég ræð ekki annað
frekar af guðspjöllunum en að
Kristur trúi einmitt á manninn
næst guði. Verið þvi fullkomnir —
eins og yðar himneski faðir er
fullkominn, segir hann við oss,
jafn ófullkomnir og vér erum.
Hann segir m.a.s. að guð elski
manninn, og það sem guð elskar
hlýtur að öðlast óendanlegt gildi
fyrir það eitt að hann elskar það.
Svo framarlega, sem vér eigum
við hið æðsta góða með hugtakinu
Guð. Hver dirfist að afneita
þroskamöguleika mannsins i al-
vöru i nafni Krists, og nefna
kristindóminn eftir sem áður
gleðiboðskap. Er nokkur furða
þótt menn skágangi þann kristin-
dóm, sem litur smáum augum á
manninn, ekki vegna þess að
maðurinn eigi heimtingu á öðru —
og þó gerir eitthvað i hverjum
heilbrigðum manni réttmæta
kröfu til annars — heldur fyrst og
fremst vegna þess að allt, sem er
vitað um Krist bendir einmitt til
þess að hann hafi aldrei litið smá-
um augum á manninn. Og fyrst
svo er, verður hið gagnstæða
aldrei talið kristindómur.
Kirkjan má vara sig stórlega á
þeirri stefnu, sem hættir við að
staðfesta djúp milli guðs og
manna, breikka bilið þar i milli.
Það liggur við, að þessi bölsýna
heimsskoðun, telji manninn
naumast lengur skapaðan i guðs
mynd, jaðri jafnvel stundum við
mannfyrirlitningu eins og hún er
boðuð af þröngsýnum mönnum.
Guð á að hafa lagt brú fyrir sig
niður f undirdjúpin til hins fallna
og fyrirlitna mannkyns, sem
hannsjái aumur á ogvilji bjarga.
— Þótt mannssálirnar séu raunar
fjarri þvi að hafa óendanlegt gildi
I sjálfu sér. En þegar hér er
komið sögu, eða öllu heldur boðun
slikra kenninga, er eins og komin
séupp þrjózka f mörgu brjósti, og
menn þykist ekki skilja að það
taki þvi þá að bjarga þeim, fyrst
þeir séu i sjálfu sér einskisverðir,
það sé þá bezt að þeir sigli sinn
sjó.
Keppir sönn kristindómsboðun
eftir að skapa slika hugaraf-
stöðu?
Hvað er þá orðið af hinu
hamingjusama trausti, sem fyllir
hvert hjarta, þar sem Kristur
fær sjálfur að tala?
Hvar eiga menn þá að taka
kraftinn til lifsbaráttunnar? Hver
hefir kjark i sér til að boða þeim
verum trú, sem ekki mega trúa á
tilgang sinn, umfram allt ekki
trúa þvi að neitt nýtilegt sé til i
þeim, en eiga þó að trúa á skap-
ara sinn?
Það er von vor og bæn, að
kirkjan á fslandi beygi sig aldrei i
auðmýkt undir það farg bölsýni
og óhamingju sem þessi stefna i
trúfræðinni endar undir.
Það er von vor og bæn, að vér
missum aldrei sjónir á þvi, að
Kristur er ekki aðeins brúin frá
guði til manna, heldur og frá
mönnum til guðs, og þá brú fer
hann ekki einn,heldur vér öll:
,,Ég mun draga alla til min,”
segir hann . Og brúarsporðurinn
okkar megin er þessi jörð, hún er
nú ekki auðvirðilegri en það að
hún stendur i beinu sambandi við
himininn. Og nú vik ég að þeim
orðum skáldsins,erég vitnaði til i
upphafi.
,,Sál min er uppljómuð af
hamingjusömu trausti á þann
alheim, sem við lifum i”.
Þessi orð lýsa upp huga manns
eftir ihugun hinnar vonarsnauðu
ótrúar á manneðlið hér að
framan, likt og sólskinsdagur
gleður hjartað eftir langvarandi
óþurrka.
Þegar ég hugleiði hin vonglöðu
orð skáldsins, sem eru min
uppáhalds orð utan ritningar-
sinnar, skýtur ætið sömu minn-
ingunni upp i huga mér. Ég kom
þar seint um kvöld, er fjöldi
barna svaf sætt og rótt i
hamingjusömu trausti. Andar-
dráttur allra þessara sofandi
bama lék um vitund manns eins
og vorblær i nýlaufguðum skógi.
Þessi væri kliður i kyrrðinni var
sem grunntónn lifsins, söngur
þess um sigurinn yfir dauðanum,
Rúm við rúm, rúm yfir rúmi,
salur við sal, og hvarvetna sof-
andi saklaus börn i hamingju-
sömu trausti á þann alheim sem
þau lifðu i.
Það var heilagt þarna, eins og
hvarvetna þar sem trúað er á
ltfið, og ég hefi ekki komið i guðs
hús,ef það var ekki þar, og ef guð
er ekki i mannlifinu og úti i guðs
grænni náttúrunni, hvarvetna þar
sem lif sprettur fram og springur
út, þá er hann heldur ekki i
kirkjunum. Og ef vér getum ekki
öðlazt traust til þeirrar tilveru,
sem vér göngum i, traust til al-
heimsinsog höfundar hans, þrátt
fyrir allt, sem virðist i fljótu
bragði veikja slíkt traust, þá
erum vér ekki hamingjusöm i
lifinu, og þá höfum vér enn ekki
öölazt gjöf Krists, sem er sælurikt
guðstraust i lifi og dauða..
Vitund min er öll uppljómuð af
hamingjusömu trausti á þann al-
heim, sem við lifum i. Ég veit þó
að það er illt til i flestum og vist
öllum mönnum, ég veit að stund-
um getur allt virzt svo litið og
lágt, sem lifað er fyrir og barizt
er móti, og ég veit að margur
maðurinn verður að liða nær
óbærilega. En þrátt fyrir allt
gerir kristindómurinn þá mann-
dómskröfu til min og þin, að vér
séum vonglöð og æðrulaus, að
hamingjusamt traust til for-
sjónarinnar, tilverunnar eða al-
heimsins, hvað sem vér viljum
kalla það, sé bjarg hjarta vors
lífsloftið sem vér hrærumst i.
Eigum vér þá hamingju og
traust innst i hjartanu, þegar
mest á reynir. Svari hver fyrir
sig. Eftir svarinu fer það, hvort
kristindómurinn er orðinn að
hyrningarsteini lifs vors eða
hvort hann er aðeins dauð vara-
játning — þegar á reynir. Og það
reynir á oss öll fyrr eða siðar.
Milljónir harma ávallt látna
ástvini.
Milljónir manna falla á vig-
völlunum.
Hundruð og þúsund milljóna
svelta. Hundruð milljóna skortir
skjól fata og húsa, upplýsingu og
læknishjálp.
Fjöldi fólks ferst árlega eða
missir ástvini og eignir i náttúru-
hamförum. Milljónir kveðjast
stöðugtá sjúkrabeði. Milljónir og
hundruð milljóna lifa svo aumu
lifi að vér sem hér búum fáum
ekki skilið að nokkur geti lifað við
slik kjör. Og menn reyna ný þjóð-
félagsforríi til bjargar i
mannúðaranda Krists. Jafnvel
þjóðir sem ekki teljast kristnar en
eru guðsbörn engu að sfður. Tugir
milljóna manna i heiminum lita
naumast glaðan dag, og eina von
þeirra er e.t.v. sú að trúarbrögðin
geti varpað ljósglætu inn i lif
þeirr-ai að með hjálp þeirra geti
þeir fundið lifi sinu einhvern
tilgang og öðlist vott
sjálfsvirðingar.
Það er e.t.v. seinasta von
þeirra i sálarangist, að við opna
gröf ástvinar, við tóman disk, við
hruninn bæ, við brunnið land. Og
þá á svar trúarbragðanna og það
einmitt þeirra, sem kenna sig við
Krist, að vera vantrú á guðs-
neistann i manninum og alla
þroskamöguleika hans og
staðfestingá litilmótleik hans, að
varla sé nokkuð nýtilegt i honum :
Staðfesting á þvi öryggisleysi,
sem kvelur manninn mest.
Það var þá lika mesta
gustukin.
En er það Kristur sjálfur, sem
svarar þannig hrjáðu mannkyni i
sálarneyð?
Hann sem sagði: Verið þvi full-
komnir eins og yðar himneski
faðir er fullkominn. Manns-
sonurinn er kominn til að leita að
hinu týnda og frelsa það. Hjarta
yðar skelfist ekki, Trúið á guð og
trúið á mig. Ég lifi og þér munið
lifa. Það sem þér gerið einum
þessara minna minnstu bræðra
það hafið þér gert mér. Ég mun
draga alla til min.
Þetta sagði Kristur og segir enn
við oss. Það er þvi allra sizt i
anda hans að gera litið úr manns-
pörtunum — þvi að enginn er svo
aumur að Jesús elski hann ekki.
Þaö er i algerri mótsögn við anda
hans að boða hrjáðu mannkyni
ótrú á tilverunni.tilgangi lifsins
og eigin þroskamöguleikum.
Það er bæði niðurlægjandi og
miskunnarlaust gagnvart fólki,
sem hrópar af heitum dreyra og
rýfur himininn alt i kringum oss
með þvi hrópi. Ekkert er að vorri
hyggju fjær anda Kristinsboð-
skap en tómhyggjan, vonleysið og
trúleysið á manninn, nema þá
trúleysið á sjálfan guð.
Þótt trú vor sé veik og verk vor
ófullkomin er guði ekkert
ómáttugt i oss, ekki einu sinni i
þeim, sem kunna ekki að nefna
nafn hans eða vilja það ekki —
andi hans verkar samt i þeim að
hans vilja. Þetta er kjarnaatriði
Kristindóms — að Kristur dreg
ur alla, ekki bara fáa útvalda
til sin — umskapar þá til sivax-
andi þroska og fullkomnurar.
Þetta er kraftur og auðlegð
Kristindómsins og allra æðri
trúarbragða — þetta er kærleiks-
boðskapurinn, guðsrikis-
boðskapurinn, að lifið sé eilift, að
enginn glatist, að öllum sé óhætt.
— að hamingjusamt traust á til-
verunni en ei óbærileg synda-
sdit eða öryggisleysi sé útkoma
Kristindómsins. Að vér eigum
frelsara frá öllu illu, frá andleg-
um og eilifum dauða, frá ótta og
örvæntingu. Þótt margar og
miklar þrengingar kunni að verða
á veginum til guðsrfkis. Jesús
Kristur er kominn i heiminn til
þess að hughreysta og hjálpa.og
hann biður frir öllum, jafnvel
þeim sem krossfestu hann, og
þeim sem afneita honum enn i
dag. Hjá honum öðlast hið hrjáða
mannkyn hvild og frið, og siðan
nýjan kraft til að lifa og striða
fyrir lifinu.
Það er svo langt frá þvi að
Kristur boði þeim, sem efast,
kveiljast og striða hér i heimi
áframhaldandi kvöl eða glötun,
að hann boðar þeim einmitt sælu
og ekki aðeins i framtiðinni sem
uppbót á þetta lif, heldur og i
nútiðinni i þessu lifi. Hann boðar
það að guðsriki sé i nánd, hann
boðar það að guðsriki sé hið innra
með oss, hann boðar það, að guðs
vilji verði svo á jörðu sem á himn
um. Hann boðar það, að hér eigi
guðsrikið að hefjast og siðan að
fullkomnast. Hann boðar
bandingjum lausn, hann boðar
frelsi, jafnrétti og bræðralag,
hann boðar fátækum fagnaöar-
erindi, hann boðar afnám eignar-
réttar og jöfn hlutskipti þar sem
örbirgö rikir, svo að allir fái lifs-
nauðsynjar sinar. Hann boðar
réttlæti og frið á jörðu og lif eftir
þetta lif — Það er sál
Kristindómsins.
Þannig hlýtur andi Krists hvar-
vetna að vekja von og birtu og
gleði en ekki bölhyggju. Hann
hlýtur að veita kjark og kraft,
jafnvel i þyngstu þrautum. Þess-
vegna er andi Kristindómsins
hinn góði engill þessa heims og
þessa lifs. Þess vegna elska
milljónir manna Krist og
kenningu hans, þótt þeir hafi
komizt i andstöðu við manna-
setningar kirkjukenninganna og
jafnvel þess vegna orðið frá-
hverfir kirkjunni.
Þess vegna hafa hundruð
milljóna manna og munu um
allar aldir geta lifað af og trúað á
lifið þrátt fyrir óumræðilegan
sársauka þess — og eigin ófull-
komleika.
Þess vegna er sál vor
uppljómuð af hamingjusömu
trausti á þann alheim, sem við lif-
um i þrátt fyrir alla skuggana i
þeim heimi. Þvi að vér eigum oss
þann draum, að hið fullkomna
komi, jafnvel þegar i þessu lifi.
,,Og þá verður himininn
heiður og skær
þvi hann er þá kominn
til valda
sem engan vill neyða,
sem öllum er kær,
sem elskar hvert hjarta, er
lifandi slær
og þarf ekki á helviti
að halda.”
Emil Björnsson.
E VINRUDE
Prófið sætið —
en farið variega að benzingjöfinni
Sleðinn gseti verið kraftmeiri
en þig grunar.
Nýr, þýður og glæsilegur sleði,
40 hestafla mótor.
SÝNINGARSLEDI Á STAÐNUM
SKIMMER 440
Takið eftir útlitinu!
SÍMI B15DO-ÁRMÚLA11