Tíminn - 21.09.1975, Síða 35

Tíminn - 21.09.1975, Síða 35
Sunnudagur 21. september 1975. TtMINN 35 ® Ég hef... segiraf einum, og auðvitað getur alltaf eitthvað borið út af, ekki sizt þegar menn eru einir á ferð. En hefur ekki islenzka þjóðin orð- ið að búa við þetta i þúsund ár eða meira? Hafa ekki bæði menn og konur orðið að fara ferða sinna um byggð og óbyggð, hvernig sem á stóð? Auðvitað hafa lika óhöpp og slys orðið mörg, og þvi miður miklu fleiri en þurft hefði að vera, — en sleppum þvi. En mér er þannig farið, að mér liður bezt, þegar ég er einn, og þess vegna hef ég tekið áhættuna, sem þvi er samfara að ferðast einn mins liðs. — Hyllist þú ekki til þess að vera á ferð nálægt skipbrotsmanna- skýlum eða öðrum sæluhúsum, tii þess að geta notið þeirra, ef eitt- hvað ber út af? — Nei, það hef ég ekki gert, enda hafa ferðir minar að visu ekki verið ýkjalangar. Mér hefur þótt hentugast að hvila mig þar sem ég er staddur hverju sinni. — En hvernig býrð þú þig út i þessar ferðir? — Góð ullarnærföt eru fyrsta boðorðið, og hlifðarföt þurfa lika að vera vönduð. Svo hef ég með mér bakpoka, hamar og meitil, önnur tæki nota ég ekki. Nauð- synlegt er lika að hafa góða vett- linga, og helzt vel til skiptanna. Ég man að ég þurfti einu sinni að sitja i fjóra klukkutima við að meitla fallegan stein úr bergi. Rigning var allan timann, sem ég var að bauka við þetta, og þá kom það sér vel að hafa fleiri en eina ullarvettlinga meðferðis. bá eru það regnklæðin. bau þurfa að vera létt, svo að gott sé að ganga og vinna i þeim. Áður fyrr var nokkrum vandkvæðum bundið að eignast þau, en nú er það yfirleitt orðið vandalaust, þau fást svo viða. Og það er hlut- ur sem menn ættu ekki að láta undir höfuð leggjast að búa sig vel að þessu leyti. bað er hrein- asti óþarfi að láta rigningu hamla ferðum sfnum, aðeins vegna skorts á réttum klæðnaði. Þá var steinasöfnun fágæt, nú er hún algeng — Sumir safnarar eru svo nask- ir, að engu er líkara en að þeir hafi sagnaranda eða eitthvert sjötta skilningarvit, sem visar þeim á, livar góðra gripa er von. Ileldur þú að nokkuð þessu likt eigi sér stað hjá ykkur, sein safn- ið steinum? Er þetta ekki kerti meö kveik, sem hcfur lagzt út á hliðina og Hmzt við? Nei, þetta er steinn, svo ótrúlegt sem það kann að virðast. ÞÓRf SÍMI 81500-ÁRMÚLA11 — Ég er ekki frá þvi. Oft hef ég annað hvort gengið fram á stein, sem ég vildi eignast og var i raun- inni að leita að, þótt ég ætti alls ekki von á honum þarna, eða þá að mér hefur bókstaflega verið bent á, hvert ég ætti að fara til þess að finna það, sem ég er að leita að. Við vini mina og kunn- ingja segi ég, að ég eigi margar vinkonur, — huldukonur — og þær leiðbeini mér, hvert ég eigi að fara hverju sinni. Stundum er þetta liklega aðeins undirvitund min, sem er að verki, en oft er lika eins og steinarnir séu blátt áfram lagðir við hliðina á mér. — bú heldur þá, að fleira sé i kringum okkur en það sem við sjáum dagsdaglega? — Ekki nokkur vafi. Við sjáum ekki nema litinn hluta þess sem i kringum okkur er. — bú nefndir hér að framan, að þú hefðir byrjað að safna steinuni árið 1932. Ert þú þá ekki með allra fyrstu mönnum hér á landi, sem lcggja stund á þessa iðju? — Ég veit það ekki, en mér þyk- ir liklegt, að ég sé með fyrstu al- þýðumönnunum hér, sem gera þetta i stórum stil, og þegar ég tala um „alþýðumenn”, þá á ég við menn, sem ekki eru jarð- fræðingar, og ekki hafa lært neitt að ráði i steinafræði. — Og þú telur sjálfan þig i þeim hópi? — Já, ég er ekki jarðfræðingur og tel mig ekki fræðimann, þótt hins vegar hafi ég öðlazt mikla reynslu og talsverða þekkingu á fjörutiu ára ferli minum sem steinasafnari. Hitt er alkunna, að nú er steinasöfnun orðin vinsæl, — komin i tizku. Nú er steinasafn i hverju þorpi á Austurlandi, þar sem ég þekki til, sömuleiðis fyrir vestan. Slikt er lika ofur eðlilegt. Fyrr eða siðar hljóta menn að komast á bragðið, þegar þeir ala allan aldur sinn á auðugustu steinasvæðum landsins. — Hafa náttúrufræðingar ekki litið á safnið þitt? — Jú, þeir hafa komið hingað, og ég verð ekki annars var en að þeir séu ánægðir. beir hafa lokið lofsorði á safnið, og sumir hafa látið i ljós undrun sina yfir þvi, að þessu skuli hafa verið safnað af manni, sem eingöngu ferðaðist fótgangandi og bar steinana á baki sér. — bú hefur auðvitað skrásett þetta allt saman? — Framan af árum var ég trassi i þeim efnum, en svo fór ég að skrá, og nú er næstum allt safnið skrásett, þó ekki alveg allt. — bú veizt þá steina þinna tal? — Já, nokkurn veginn. Hér eru skráð 968 númer, en satt að segja man ég ekki alveg, hversu margir steinar eru óskráðir. Siðustu árin hefur tiltölulega litið bætzt við. Ég hef sáralitlu getað safnað sið- an 1970 sökum heilsubrests. Peningar koma þessu máli ekki viö — Hefur þér ekki verið boðið vel i safnið þitt, — svo ég leyfi mér nú að blanda Mammoni karlinum inn i samtal okkar? — Jú, blessaður vertu, þvi er nú ver og miður. Mér finnst sárt að þurfa að segja frá þvi, en það er engu að siður satt, að margir góð- ir menn, — merkir menn og ágæt- ir, sem ég met mikils — það fyrsta sem þeir segja, þegar þeir koma inn i steinaherbergið mitt er þetta: Hvað heldur þú að þú gætir fengið mikið fyrir þetta? Peningar! Hvað varðar mig um peninga? Safnið er hluti af sjálf- um mér, og ég get ekki selt hluta af sjálfum mér fyrir peninga. Auðvitað hef ég svarað þessum mönnum kurteislega, enda veit ég vel, að þeir hafa spurt af ein- lægni og gáleysi. Ég hef svarað þvi til, aðsafnið myndi fylgja mér á meðan ég lifði, svo yrði þvi auð- vitað ráðstafað. — Ilafa ekki útlendir ferða- menn lika litið safnið hýru auga? — Jú, útlendingar komu alloft til min á meðan ég átti heima i, Eyjum, og þeir voru að ágirnast stein og stein. beir voru sérstak- lega hrifnir, ef ég gat gefið þeim silfurberg. Sömuleiðis átti ég litils háttar samskipti við Náttúrugripasafnið. bannig held ég að ég hafi sent steina til Hol- lands einu sinni eða tvisvar, og lika til Austurrikis. Frá Hollandi fékk ég stein i staðinn, en ekki frá Austurriki. Annars er safn mitt eingöngu islenzkt. bar eru innan við tiu steinar erlendir, sem mér hafa verið gefnir, eða ég hef feng- ið i skiptum, eins og ég gat um áð- an. — Hvað vilt þú helzt ráðleggja þeim, sem vilja hefja steinasöfn- un, en eru ekki neinir sérfræðing- ar á þessu sviði? — Lesa. Ég ráðlegg öllum að lesa allt sem þeir geta náð i um jarðfræði, þá geta þeir farið nærri um, hvar helzt er að leita fanga. 1 júli og ágúst eru veður sjaldan verri en svo, að auðvelt sé að leita steina, þótt út af þvi geti vitan- lega brugðið, dag og dag. Ég hef aldrei safnað steinum að vetri til, en þó er það ekki útilokað, þegar snjólétt er. Aðstæður settu söfnuninni ákveðnar skorður Annars er þaðum mig að segja, að steinasöfnun min hlaut að ráð- ast af aðstæðum minum. Ég átti heima úti i Vestmannaeyjum, og þaðan er ekki hægt að skjótast um helgar til þess að safna steinum uppi á „meginlandinu”. Ég varð þvi að nota sumarleyfi min, og það var sárasjaldan að ég gæti helgað steinasöfnuninni meira en hálfan mánuð i einu, og oft ekki einu sinni það. betta horfir allt öðru visi við fyrir menn, sem eiga sinn eigin bil, búa ef til vill ekki allfjarri góðum steinasvæðum og geta skotizt i stuttar söfnunar- ferðir, þegar hentugleikar leyfa. bað er bezt að ég segi hér eina sögu af þvi, hvernig ég náði i einn steininn i safninu minu. Hún gef- ur nokkra hugmynd um aðstöðu mina til steinasöfnunar: Ég vissi, að á einum tilteknum stað á Austurlandi voru til brúnir bergkristallar, en þeir eru fágæt- ir. Ég vissi einnig um áætlunar- ferð frá Skipaútgerð rikisins austur um land, svo ég fór méð, gekk á þennan ákveðna stað, þar sem ég vissi af bergkristöllunum, náði i einn stein og var kominn heim með hann eftir fjóra daga. Einn steinn, fjórir dagar, — svona hefur steinasöfnun min oft verið, — og þó þvi aðeins, að ég vissi hvar ég átti að leita. Og slik vit- neskja er hverjum steinasafnara bráðnauðsynleg. Bergkristallar eru beztir, þar sem jarðlaga- þunginn er mestur, neðarlega i fjöllum. Aftur á móti getur cal- Sveinn Guðmundsson ineð einn steina sinna. cidon verið efst uppi i tindum, og svo framvegis. En þetta verður steinasafnarinn helzt að vita, áð- ur en hann leggur af stað i söfnunarleiðangur sinn, þá verð- ur árangur hans meiri en ella. Vissulega hef ég oft þurft að ganga lengi, jafnvel allan daginn, en oftast tekst mér lika að finna það, sem ég leita að. Og sumt færa huldukonurnar mér! — VS. m := Ef þú vilt ekki þurfa að sjá á bak félögum þinum — ættir þú að fá þér EVINRUDE VELSLEÐA QUIETFLITE: 30 hö, 20 tommu belti, rafstart, CDkveikja, hljóðdeyfing, full- kominn mælabúnaður. Fáið ýtarlegri upp- lýsingar hjá okkur. SKIMMER 440: 40 hö, alger nýjung, léttbyggður, hrað- skreiður, nýr mótor, hljóðlátur og þýð- gengur, CD kveikja, 15 tommu belti.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.