Tíminn - 21.09.1975, Side 37
Sunnudagur 21. september 1975.
TÍMINN
37
keiluperan meö
uuimini
0 NU-TIMINN
gert, að flytja þessi erlendu lög
á talsvert persónulegan hátt, og
er notkun mandólins og banjós-
ins hluti af þeirri viðleitni. Við
forðuðumst að likja eftir frum-
gerðunum og reyndum að túlka
lögin á persónulegan hátt. Söng-
urinnerlika aðokkardómi tals-
vert sérstæður, enda sjaldgæft
að heyra 5-raddaðan söng karl-
manna.
Sjö af lögum plötunnar hafa
frarnir The Dubliners flutt á
plötum sinum, en við studdumst
alls ekki eingöngu við þeirra út-
gáfur, heldur gerðum við okkur
far um að hlusta á lögin i mörg-
um mismunandi útgáfum.
Hvað textana áhrærir er i
flestum tilfellum ekki um að
ræða beina þýðingu á erlenda
textanum, en þeir eru, þegar á
heildina er litið, þýddir, stað-
færðir og frumsamdir. Sitt litið
af hverri gerð. Flestir textanna
eru eftir félaga okkar, Ellert
Borgar Þorvaldsson, sem virð-
istnæstum geta hrist texta fram
úr erminni, þegar þess þarf
með. Textarnir hans verkuðu
sem vitaminsprauta á okkur, og
hann á mestan þátt I þvi — af
okkur félögunum — að þessi
plata varð til.
Jónas R. Jónsson var okkur
afskaplega hjálplegur, og fyrir
hans tilstilli komumst við yfir
þröskuldinn. Þá er það þáttur
Gunnars Þórðarsonar, sem
skipti sköpum, eins og áður seg-
ir.
Umræðuefni: Af tóniistarferl-
um
Randversmenn hafa komið
viða við á sinum tónlistarferli:
tveir þeirra voru i svonefndum
ölkvartett, sem kom m.a. fram
i sjónvarpinu og vakti allmikla
athygli. 1 ölkvartett voru Guð-
mundur og Sigurður, — og einn-
ig hefur Sigurður sungið með 14
Fóstbræðrum.
Ellert er hinsvegar gamall
poppari frásfldarárunum. Hann
lék á þeim árum með hljóm-
sveítinni Ónaum.
Ragnar sagði okkur, að hann
hefði verið i tveimur hljóm-
sveitum á sinum vngri árum,
fyrsti ónefndri skólahljómsveit,
ogsiðar um eins árs skeið i Trix,
sem flestir hljóta að kannast
við.
jón og Guðmundur voru að-
sópsmiklir postular i poppóper-
unni Superstar, en þeir komu
báðir fram i uppfærslu Leik-
félags Reykjavikur. Þá má
nefna, að Jón lék með Herði
Torfasyni eina vertið, og þegar
hann var i Kennaraskólanum,
var hann f ónefndu triói, sem
gekk þó stundum undir nafninu
Beitarhúsamenn.
Umræðuefni: Staðbundin nöfn
— Við notuðum Randvers-
nafnið bara i lokin, eftir að við
hófum að flytja Randvers-lagið,
en við vorum alltaf i stökustu
vandræðum með nafn á söng-
sveitina, — og yfirleitt skirðum
við okkur á lelðinni að þeim
stað, þar sem við ætluðum að
koma fram. Við gripum oft til
þess að hafa „Fimm bækurnar”
i huga við nafnagerð — ein-
hverju sinni kölluðum við okkur
Fimm á flótta, og eitt sinn, þeg-
ar við skemmtum hjá veiði-
félagi, kölluðum við okkur
Fimm i veiðiþjófaleit. — En við
vorum alltaf I vandræðum með
nafn, og yfirleitt var nafn söng-
sveitarinnar staðbundið við þá
skemmtun, sem við vorum að
troða upp á. Eitt sinn kölluðum
við okkur: 200 þús. naglbita.
Við höfum ekki komið fram
opinberlega siðan i vor, en
framhaldsviðræður um það mál
eru afskaplega" leynilegar, og
þvi viljum við bara fara þess á
leit við þig að setja eitt stórt
spurningarmerki hér fyrir aft-
an! — ? —Gsal—
©Hljómpldómar
Þetta eru lögin nýju (9) á plöt-
unni. Megasi til aðstoðar eru
ýmsir listamenn. og er hlutur
Júdasar mestur. Flutningur
allur er yfirleitt góður, þó svo að
stundum fái maður það á til-
finninguna, að of mörg hljóðfæri
séu I gangi i einu.
Um söng Megasar er sjálfsagt
hægt að deila endalaust, en frá
minum bæjardyrum séð myndu
lögin missa gildi, ef einhver
ráddfagur mundi syngja. i
söngtúlkun sinni minnir Megas
nokkuð á Dylan, sem er ekkert
skrýtið i sjálfu sér, þar sem
Dylan er nokkurs konar leiðar-
Ijós Megasar.
Eitt er athyglisvert við söng
Megasar: hann virðist gera i þvi
að fylgja ekki alltaf melódiunni
eftir, ef hann vill leggja áherziu
á eitthvað orð i textanum. og
kemur það bara vei út.
„Millilending” er plata, sem
er sér á parti. Hún á að visu litla
bróðir, sem er ófáanlegur, en
við skulum vona, að „Miliilend-
ing” eignist stóra bróður fljót- •
iega.
Megas. þú ert á réttri braut.
G.G.
PHILIPS
HAFNIA-PLATTI
HAFNIA-76 ætlar ekki að gera
það endasleppt.Fyrst var gefinn
út öskubakki heldur stærri en
ISLANDIA öskubakkinn, með
myndinni af islenzka Jóns
Sigurðssonar-merkinu frá 1911,
og nú er næst á dagskráútkoma
platta, sem er framleiddur hjá
Bing og Gröndahl i takmörkuðu
upplagi til að minna á sýning-
una. Hann kom i byrjun
september.
Danske Filatelisters Fælles-
raad, fékk teiknarann Henry
Thelander, sem ma. teiknaði
danska balletmerkið, til að
teikna platta fyrir sýninguna.
Hann hefur áður teiknað bæði
frimerki og ýmsa platta, svo að
hann er vel heima á þessu sviði.
A plattanum er mynd af
hinum vinsæla göngupóstmanni
„Fodpost” Kaupmannahafnar,
árið 1806, fyrir framan kaup-
höllina i Kaupmannahöfn. Ein-
mitt i þessari byggingu hafði
fyrsti póstur Kaupmannahafn-
ar, og þar með Danmerkur, að-
setur sitt, er hann tók til starfa
að skipan Christians IV. The-
lander hefir leyst hlutverk sitt
vel af hendi. Hann sýnir póst-
manninn, sem hinn glaða flytj-
anda góðra tiðinda, með háan
hatt og trumbu þá, er hann
boðar méð komu sina.Auk þess
heldur hann á innsigluðu bréfj i
hendinni og hefir pósttösku um
öxl.Þess má kannske geta I leið-
inni, að innsiglaða bréfið er hið
alþjóðlega merki frimerkja-
safnara.Ekki er heldur bréfdúf-
unni gleymt. Hún stendur að
baki póstmannsins. Þá má ekki
gleyma versta f jandmanni póst-
mannsins, eða bréfberans viða
erlendis, hundinum, en hér
hleypur hann með bréfberanum
með tunguna lafandi.
„Fodposten”, eða bréfburð-
armennirnir, voru einkafyrir-
tæki frá 27. febrúar 1806 til 14.
mai 1849, er póststjórnin tók að
sér dreifingu bréfanna i Kaup-
mannahöfn.
Á hinni myndinni sjáum við
svo Póstmálastjóra Danmerk-
ur, Poul Hansen, er hann af-
hendir Henrik Eis, fram-
kvæmdastjóra HAFNIA-76
fyrsta plattann, sem kom frá
framleiðendum.
Vonum við svo bara að um-
boðsmenn hér fái nokkra platta
til sölu.
Sigurður II.Þorstcinsson