Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 16. nóvember 1975. TÍMINN 3 Donald Stoneson ræðismaður afhendir frú Magneu silfurbakkann. Til vinstri er Vigfús Jakobsson, formaður íslendingafélagsins I N-Kali- forniu og við hlið hans biskup tslands, hr. Sigurbjörn Einarsson. Biskup íslands og frú í San Francisco gébé—Rvik — Þegar biskup ts- lands hr. Sigurbjörn Einarsson og frú voru á ferð i Kaliforníu i október s.l., komu þau m.a. til San Francisco, þar sem islend- ingafélag Norður-Kaliforniu hélt samsæti til heiðurs þeim og föru- nautum þeirra, séra Haraldi Sig- mar og frú frá Yakima, Washing- ton. Donald Stoneson, ræðis- maður tslands i San Francisco, og Vigfús Jakobsson, formaður íslendingafélagsins, ávörpuðu gestina og töluðu um ferð bisk- upshjónanna til Winnipeg i sam- bandi við 100 ára afmæli tslend- ingabyggðar i Kanada. Þá ávarpaði biskup samkom- una, fyrst á islenzku og siðan á ensku. Minntist hann islenzku landnemanna i Kanada, dugnaðs þeirra og harðneskju við land- námið og þess áhuga, sem þeir sýndu við að byggja kirkjur i hinum nýju heimkynnum. Borgarstjóri San Francisco, Joseph Alioto, sendi biskupshjón- unum kveðjur og bauð þau vel- komin til borgarinnar. Þá afhenti Islendingafélagið frú Magneu fagran silfurbakka i tilefni af og til minningar um komu þeirra biskupshjóna til þessa islenzka safnaðar á Kyrrahafsströnd. Biskup tslands tók þátt i messu sunnudaginn 19. október i San Francisco. Messan fór fram i kirkju prestaskóla lútersku kirkj- unnar i háskólabænum Berkeley. Ný deild Rauðakross ins í Borgarnesi gébé—Rvik — Samþykkt var á aðalfundi Rauða Krossdeildar- innar I Borgarnesi nýlega, að leggja niður Borgarnesdeildina og stofna aðra: Rauða kross deild Borgarnesslæknishéraðs. Talið var, að starfsemi deildarinnar væri of þröngur stakkur sniðinn, þar sem þjónustusvæði hennar væri bundið við Borgarnes ein- göngu, og var talin þörf á að starfsemi Rauða krossins næði einnig til nágrannasveitanna. Var starfssvæði hinnar nýju deildar samræmt umdæmi heilsugæzlustöðvarinnar i Borg- arnesi, en það nær yfir fimm hreppa i Borgarfjarðarsýslu norðan heiðar, Mýrasýslu alla og tvo hreppa i Snæfellsnessýslu, eða alls fimmtán hreppa. For- maður var kosinn Sigurþór Hall- dórsson, Borgarnesi. A fundinum urðu miklar um- ræður um verkefni deildarinnar. Guðmundur Ingimundarson, odd- viti i Borgarnesi, geröi grein fyrir sjúkraflutningamálum á svæð- inu. Fyrirhuguð eru kaup á nýj- um sjúkrabil, og var i þvi sam- bandi rætt um rekstrarfyrir- komulag og námskeið fyrir sjúkraflutningamenn. Einnig var rætt um svæðisfundi Rauða kross félaga, um sjúkraflutninga og neyðarvarnir og gerð grein fyrir námskeiðum Rauða krossins i skyndihjálp og aðhlynningu sjúkra. Stofnfélagar hinnar nýju deild- ar teljast félagar eldri deildar- innar og nýir félagar, alls 125 talsins. Félagasöfnun verður haldið áfram og lagt kapp á að fá félaga sem viðast á starfsvæði deildarinnar. Persónuleiki skólabarnsins — ný bók fró Iðunni Komin er út á vegum Iöunnar bókin Persónuleiki skólabarnsins sem samin var að frumkvæði Barnaverndarfélags Reykjavlkur i tilefni aldarfjórðungsáfanga i starfi þess. Útgáfu bókarinnar annaðist dr. Matthias Jónasson en höfundar auk hans eru tólf, hver sérfræðingur á sinu sviði. Bókin skiptist i eftirfarandi 13 kafla: Halldór Hansen yfir- læknir: Skólabarnið i augum barnalæknis. Andri Isaksson prófessor: Málþroski og persónu- leiki. Dr. Matthias Jónasson: Leikhneigð og leikir. Sigurjón Björnsson prófessor: Þróun tilfinningalifsins. Þuriður J. Kristiánsdóttir prófessor: Ahuganvöt. Kristinn Björnsson sálfræðingur: Greindog nám. Dr. Matthias Jónasson: Imyndunar- afl og sköpunargáfa. Stefán Júliusson rithöfundur: Bókin opnar alla heima. Gylfi As- mundsson sálfræðingur: Einstaklingseðli og aðlögun. Sigurbjörn Einarsson biskup: Trúarþörf og trúrækni. Jónas Pálsson sálfræðingur: Afstaða kynslóðanna. Karl Strand yfir- læknir: Kynhlutverk barna og þróun kyneinstæðis. Stefán ölaf- ur Jónsson, deildarstjóri: Náms- og starfsval ungmenna. Eins og heiti kaflanna ber með sér er tilgangur bókarinnar að veita nauðsynlega fræðslu og skilning á þróun persónuleikans og er hún einkum ætluð starfandi kennurum og kennaranemum. En bókin er ljós og auðskilin og þvi ættu foreldrar einnig að geta haft not og ánægju af lestri hennar og sótt þangað góð ráð um uppeldi barna sinna. PIOIMEER QX-949 4 CHANNEL RECEIVER PIONEER CS-06 OMNI DIRECTIONAL SPEAKER SYSTEM ~ PIONEER CT- F 7171 STEREO CASSETTE DECK PIONEER PL- 51 A DIRECT DRIVE TURNTABLE PIOIMEER SE-700 STEREO HEADPHONES PIOIMEER ^T' n o o o o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.