Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 16. nóvember 1975. TÍMINN 23 Hljóðaklettar eru svo frægur staður, að naumast er þörf að hafa um þá mörg orð hér. Þessi mynd er þaðan. Ljósm. Páll Jónsson. © Ásbyrgi snöggar hlákur komu á veturna, þannig að snjórinn sigi dálitið ört, en færi þó ekki. Þá braut hann stundum tré, en sjaldan þó i stór- um stil. Og að sumu leyti eru snjóþyngslin i Byrginu góð fyrir gróðurinn þar. Jörðin var að jafn- aði vel á sig komin á vorin, og miklu betur en ef hún hefði verið ber og hlifðarlaus. Frá þvi að ég 'kom i Ásbyrgi árið 1938, og þang- að til ég fór þaðan árið 1961, óx birkiskógurinn þar mjög mikið. Uppvöxtur, félagsiif og sjálfsnám — Þingeyingar hafa löngum haft orð á sér fyrir félagslyndi. Tókst þú ekki þátt I félagsmálum á meðan þú áttir þar heima? — Jú, vist var þar um heilmik- inn félagsskap að ræða, eins og viöar I sveitum. Ungmennafélag reis þar á legg skömmu eftir aldamótin, og siðar komu kven- félag, búnaðarfélag og lestrar- félag. Ég komst ekki hjá þvi að taka þátt i sllkri starfsemi. Ég átti sæti i hreppsnefnd all-lengi, og var þar af nitján ár oddviti. Sýslunefndarmaður var ég ur. — Um öll þessi störf á ég nokkru lengur. — Um öll þessi störf á ég einungis góðar endur- minningar, þótt sumum þyki þau argsöm. Um lestrarfélagiö má það segja, að það átti gott bókasafn, sem reyndist mönnum ákaflega drjúgt, bæði til skemmtunar og sjálfsnáms á vetrum. — Næöi til lestrar hefur verið allgott áður en útvarp og sjón- varp komu til sögunnar? — Jú, að sjálfsögðu var það svo. Keldhverfingar áttu við tals- vert mikla einangrun að búa, áð- ur en Reykjaheiðarvegur kom og svo siöar Tjörnesvegur. bað var yfir háan fjallveg að fara til Húsavikur. Núer þetta gerbreytt, einkum eftir að Tjörnesvegurinn kom, sem oftaster fær allan árs- ins hring. Einagrunin er úr sög- unni. — Segöu mér nú eitt, áður en viö gleymum alveg að minnast á þaö: Ekki ert þú fæddur i As- byrgi? — Nei, nei. Ég fæddist i Arna - nesi i Kelduhverfi. Foreldrar minir voru Jóhann Jóhannsson, sem fæddur var á Hofi á Flat- eyjardal, en móðir min var Sigurveig Árnadóttir frá Ytra-Alandi I Þistilfirði. Þau hófu búskap i Arnanesi árið 1890 og bjuggu þar alla sina búskapartið. Ég ólst svo upp i Arnanesi við öll algeng sveitarstörf þeirra gömlu og góðu tima. Meginverkið var fjárgæzla I einhverri mynd, ogstóð hún I rauninni allan ársins hring framan af árum á meðan fráfærur voru um hönd hafðar, en þær munu hafa verið lagðar niður heima árið 1918. Hlunnindi voru ekki mikil, en þó var silungsveiði nokkur, og þorskur var veiddur til heimilisnota, og selveiöi var dálitil á Vorin. öll þessi störf voru nógu fjöl- breytt til þess að vera skemmti- leg, og ekki sizt engjaheyskapur- inn á sumrin. Hann fannst mér alltaf skemmtilegur, þótt nú á dögum myndu þau vinnubrögð sjálfsagt þykja frumstæð. — Og þetta er auðvitaö , löngu fyrir þann tima, þegar sjálfsagt þótti að senda næstum hvern ung- ling I langskólanám, hvort sem hann hefur getu eða löngun til sliks eða ekki? — Já, mikil ósköp. Ég held að ég muni það rétt, að öll min skóla- ganga fyrir fermingu, hafi verið þau tvö skipti, sem ég var i far- skóla hálfan mánuð hvoru sinni. Það var öll min barnaskóla- ganga. A þeim árum var ekki nóg að láta sig langa i skóla. Meira þurfti til, og ekki hlaupið að þvi að láta slikar vonir rætast. Samt varö það nú svo, að ég fór i bændaskólann á Hvanneyri haustiö 1924 og var þar f tvo vet- ur. Ég tel mig hafa haft mjög gott af þeirri skólagöngu, þótt hún yrði ekki lengri en þetta, og ekki sizt að fá að kynnast jafnágætum mönnum og þeim, sem þá voru i kennaraliði skólans. Skólastjóri var Halldór Vilhjálmsson, en meðkennarar hans, voru þeir bórir Guðmundsson frá Gufudal, Steingrimur Steinþórsson frá Litlu-Strönd og Þorgils Guð- mundsson frá Valdastöðum. Þar mátti segja að valinn maður væri I hverju rúmi. Skólabragurinn var lika með miklum ágætum, enda á ég margargóðar minning- ar um skólafélaga mina á Hvann- eyri. — Og þá er upp talin sú skólaganga sem ég hef notið um dagana. Ilamingjuinaður — Hefur þú samt ekki verið hamingjumaður i einkalifi þinu, þótt þú hefðir að sjálfsögðu getað þegið að njóta meiri skóla- menntunar? — Það var gott að þú skyldir spyrjasvona. Ég vilekki að neinn haldi að ég sé að barma mér eða bera lóminn, þvi ég hef einmitt verið mjög mikill hamingjumað- ur. Ég kvæntist ágætri konu, Sigrúnu Baldvinsdóttur frá Ófeigsstöðum i Ljósavatns- hreppi. Við eignuðumst fjögur börn, sem öll eru búsett hér á Reykjavikursvæðinu. Það var okkur mikill styrkur, þegar að þvi kom að við hlutum að flytjst hing- að, þvi sannast að segja var okkur talsvert erfitt að yfirgefa Asbyrgi og alla gömlu vinina fyrir norðan. En við hjónin höfum ekki einungis átt barnaláni að fagna, heldur einnig tengda- barna- og barnabarnaláni. — Hvað tókst þú þér fyrir hendur, eftir að hingað suður kom? — Ég gerðist starfsmaður Búnaðarbanka Islands, lengst af i Stofnlánadeild landbúnaðarins. Þar kynntist ég mörgum ágætum mönnum og þar hefur mér þótt gott að starfa. — Það er sagt, að allir Þingey- ingar yrki. Notaðir þú ekki kvöld- vökurnar til bóklesturs og yrkinga? — Ég notaðiþær mikið til bók- lesturs, en um yrkingarnar held égað sébezt að tala sem fæst. Að visu byrjaði ég mjög snemma að böggla saman einhverju i bundnu máli, og sú árátta hefur fylgt mér fram á þennan dag, en slikt er al- gengt um þá, sem eitthvað eru bókhneigðir, og varla i frásögur færandi. „Oft varð mér gengið i gilið....” Ég gat þess áðan, að mér hefði fallið dálitið þungt að verða að yfirgefa heimahagana fyrir norð- an. Þá reynslu þekkja margir. Um þetta geröi ég tvær visur eftir að ég var kominn hingað suður, og þú mátt min vegna prenta þær hér meö, ef þér sýnist svo. Þær heita Vistaskipti og eru svona: Þegar að mér elda seið ungar vorsins glóðir, hugurinn er á hraðri leiö heim á fornar slóðir. Minninganna mjúka vef margur tiðum rekur. Það sem áður átt ég hef enginn frá mér tekur. En fyrstviö fórum á annað borð að tala um visnaframleiðslu mina, held ég að ég.ætti að láta fljóta hér með kvæði, sem ég kallaði Eftirmála. Það er eftir- máli við ljóðasyrpu, og við skul- um enda þetta spjall okkar á þvi: Oft varð mér gengið i gilið, gömul sögn hermdi þar, að gull væri i gilinu fólgið, grafið á afviknum stað. Með haka og skóflu i höndum hóf ég þar margoft leit, en hálfverk á stopulum stundum eru staðlitil fyrirheit. Ekki er við aðra að sakast þó eitthvað sé miður ljúft. Ég veit hvi mér gafst ekki guilið: Ég gróf aldrei nógu djúpt. — VS SVEFNBEKKJfl BRUÐUVAGNAR Búðarverð kr. 7.950 - Heildsölu- birgðir: INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, simar 84510 og 84510 ATHUGIÐ! Nýir eigendur. — Ódýrir svefnbekkir, einbreiöir og tví- breiðir, stækkanlegir. Svefnstólarog svefnsófasett væntanlegt. Falleg áklæði nýkomin. Gjörið svo vel að lita viö eða hringja. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Opið til kl. 22 þriöjudaga og föstudaga og til kl. l laugardaga. — Athugið, nýir eigendur. Japönsku NYLON hjólbarðarnir. Allar vörubílastærðir. 825x20, — 900x20, — 1000x20 og 1100x20 seldar ó Tollvörulagersverði gegn staðgreiðslu Verkstæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. GÚNimifVINNIISTOFAN” .. SKIPHOLTI 35, REYKJAVlK, SÍMI 31055 " ' - _______. - , ,______jj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.