Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 16. nóvember 1975. Menn 09 máUfni Hefja Bretar þorskastríð? Öréttmæt gagnrýni Slbustu vikurnar hefur boriö i vaxandi mæli á þeirri gagnrýni, aB efnahagsfáðstafanir rikis- stjórnarinnar hafi reynzt ófull- nægjandi og komið of seint. Þess vegna sé vandinn i efnahagsmál- unum númeirien hann hafi þurft að verða. 1 tilefni af þessari gagnrýni, þykir rétt að rifja upp eftir- greindar staðreyndir: Þegar rikisstjórnin kom til valda i ágústmánuði 1974. var það sameiginlegt mat sérfræðinga og stjórnmálaforingja i öllum flokk- um, aö nauðsynlegt væri að fram- kvæma 15—17% gengisfellingu eða aðra hliðstæða ráðstöfun til að tryggja rekstur útflutnings- framleiöslunnar. Útlitið var hins vegar ekki talið verra en það, að þessi gengisfelling myndi nægja. Viðskiptaástandið versnaði hins vegar miklu meira en menn höfðu séð fyrir. Þess vegna var það mat sérfræðinga i febrúarmánuði slðastl., að enn þyrfti að lækka gengið um 20%, ef útflutnings- framleiðslan ætti ekki að stöðv- ast. Svo skýr rök voru færð fyrir nauösyn þessarar ráðstöfunar, að fulltrúar Alþýðubandalagsins i stjórn og bankaráöi Seðlabank- ans treystu sér ekki til að vera á móti henni og greiddi annar þeirra atkvæði með henni, en hinn sat hjá. Það var von sérfræöinga á þessum tima, að umrædd ráð- stöfun myndi nægja til að tryggja atvinnureksturinn. Rikisstjórn, sem þannig hefur tvifellt gengið á einu ári, verður vart ásökuð fyrir þaö, að hafa brostið þor til að gera róttækar ráðstafanir. Viðskiptakjörin hafa hins vegar haldið áfram að versna og þvi er nú komið i ljós, að þessar ráðstaf- anir hafa reynzt ófullnægjandi. En erfitt er meö nokkurri sann- girni að deila á rikisstjórnina fyrir að hafa ekki gert róttækar ráðstafanir á ttmum, þegar þess var ekki talin þörf af sérfræðing- um, sem gleggst áttu að geta metið útlitið. Átti að skerða kjörin meira? Þvi er nú haldið fram, að til við- bótar gengisfellingunum hefði rikisstjórnin átt að gera róttækar ráöstafanir til að draga úr fram- kvæmdum og minnka þenslu á þann hátt. Það var hins vegar ljóst, að hefði það verið gert, myndi hafa hlotizt af þvi miklu meiri kjararýrnun en ella, eink- um hjá láglaunafólki, og auk þess hefði komið til verulegs atvinnu- leysis. Hætt er við, ef svo langt hefði verið gengið, að launþega- samtökin hefðu orðið enn harðari i kröfum sinum og ekki aðeins komið til verkfalla, heldur meiri kauphækkana, sem hefðu gert á- standið enn verra. Tillögur um slikan samdrátt bárust lika siður en svo úr herbúðum stjórnarand- stæöinga, heldur komu þaöan kröfur um margvislegar hækkan- ir. Þess er að geta, að verðhækkun oliunnar hefur mjög ýtt á eftir þvi, aö framkvæmdum i orku- málum yrði flýtt og þær auknar og landsmenn þannig geröir ó- háðir oliunotkuninni. Þess vegna var bæði hafizthanda um Kröflu- virkjun og byggðalínu og bygg- ingu járnblendiverksmiðjunnar, ásamt þvi að kapp var lagt á að flýta Sigölduvirkjuninni sem mest. Nú telja sumir þeirra, sem mest ráku á eftir þessum fram- kvæmdum, aðhægara hefði átt að fara I sakirnar, Ósennilegt er ekki, að þessi tónn eigi eftir að breytast ef oliuverðið hækkar, jafnframt þvi, sem þeim fjölgar, sem verða óháðir olíunni. Yfirvofandi stöðvun Rikisstjórnin hefur unnið að þvi undanfarnar vikur að koma i veg fyrir stöðvun hraðfrystihúsa suð- vestanlands. Afkoma þeirra héfur verið erfið að undanförnu. Ef til stöðvunar kæmi, myndu mörg hundruð manns missa at- vinnu sina, og sá samdráttur, sem hlytist af þvi, myndi brátt leiöa til atvinnuleysis á mörgum öðrum sviðum. Þannig myndi brátt skapast almennt atvinnu- leysi, sem erfitt yrði að glima við. Sú hefur orðið reynslan annars staöar. Það er með atvinnuleysið eins og verðbólguna, að örðugt er aö ráða við það og stöðva það, eftir að það hefur komið til sögu að ráði. Frystihúsin eru ekki einu at- vinnufyrirtækin, sem búa við lé- lega afkomu um þessar mundir. Þetta gildir þvi miður um flestan atvinnurekstur. Versnandi við- skiptakjör eiga mestan þátt i þessu, beint og óbeint. Ekkert má út af bera hjá mörgum fyrirtækj- um, ef þau eiga ekki að enda i sömu stöðu og hraðfrystihúsin suövestanlands. Það má þvi segja, að stöðvun og atvinnuleysi biði viö næsta fótmál, ef ekki verða gerðar ráðstafanir i tima til þess að koma i veg fyrir það. Kjara- skerðingin Það hefur orðið óhjákvæmileg afleiöing versnandi viðskipta- kjara, að lifskjörin hafa nokkuð rýrnað frá þvi, sem þau hafa ver- iö bezt á undanförnum árum. Þaö er eölilegt að marga fýsi að vinna upp orðna kjaraskerðingu. Slikt erhins vegar útilokað, einsog enn er ástatt. Staða atvinnuveganna er þannig, eöa að gripa yrði til nýrra vandræðaráðstafana vegna þeirra, eins og gengisfellingar. Það mesta sem menn geta vænzt, er að reynt verði að hamla gegn meiri kjaraskerðingu en oröin er, og að treysta hag þeirra, sem verst eru settir. Hitt er útilokað, aö hægt sé að koma lifskjörunum almennt aftur i sama horf og þau voru bezteftir kjarasamningana i febrúar 1974, nema aðstæður breytist verulega til bóta frá þvi sem nú er. Þvi miður er ekki um það aö ræða að sinni. Þess ber lika að gæta, að kjarabæturnar, sem áttu að felast i febrúarsamn- ingunum 1974, voru ekki byggðar á raunhæfum grundvelli. Þess vegna voru það ein fyrstu við- brögö vinstri stjórnarinnar, eftir umrædda kjarasamninga, að flytja frumvarp, sem ógilti þá aö verulegu leyti. SIBustu vikur hafa að visu sést merki þess, að við kunnum að vera komin yfir erfiðasta hjall- ann. Fiskverð hefur aðeins hækk- aö I Bandarikjunum og verð heldur hækkað á lýsi og mjöli. Enn er þó ekki fullreynt, að þess- ar hækkanir verði varanlegar. Það ber að vona að þetta haldist áfram, en of snemmt er enn að treysta um of á það. Kjara- bardttan Það er tvimælalaust mikilvæg- ásti þátturinn i kjarabaráttunni að reyna að koma i veg fyrir at- vinnuleysi, sem myndi bitna einkum á þeim, sem nú eru lakast settir. Annar álika mikilvægur þáttur er að reyna að tryggja sem bezt hag þeirra láglaunuðu. Slikt verður ekki gert nú með kaup- hækkun, nema þá að litlu leyti, heldur verður að reyna að leita annarra ráöa. 1 þeim efnum er t.d. sérstök ástæða til aö athuga, hvernig hægt sé aö rétta hlut þeirra, sem hafa erfiðasta að- stöðu i húsnæðismálum, t.d. ungs fólks, sem skuldar mikið vegna Ibúöarkaupa eða býr i dýru leigu- húsnæði. Húsnæðiskostnaðurinn er stór hluti i útgjöldum flestra, og væri mikilvægt, ef hægt væri að létta hann hjá þeim, sem búa við þyngstar byrðar i þeim efn- um. Þá verður að draga ur hvers konar verðhækkunum, eftir þvi sem frekast er kostur. Kaupsamningar falla úr gildi um áramótin. Timann þangað til þarf að nota vel til að ihuga þau ráð, sem liklegust eru til að trýggja lifskjörin. Bezt væri, að fulltrúar rikisvaldsins og stétta- samtakanna ynnu að þessu sam- eiginlega. Hótanir Breta Undanþágusamningar þeir, sem Bretar gerðu við aðrar þjóöir vegna útfærslu fiskveiðilögsagn- arinnar i 50 milur, eru nú fallnir úr gildi. Brátt mun þvi koma i ljós, hvort Bretar gera alvöru úr þeirri hótun sinni, að beita her- valdi á fslandsmiðum. Þeir halda þvi fram nú, eins og áður, að þeir eigi sögulegan rétt til veiða á Is- landsmiðum, og muni hagnýta sér hann, þrátt fyrir mótmæli Islendinga. Þeir segja ennfrem- ur, að úrskurður Haagdómstóls- ins hafi staðfest þennan rétt þeirra og sé réttarstaða þeirra nú þvi öllu sterkari en 1973. Þvi muni þeir verja þennan rétt sinn með hervaldi, ef þörf krefur. Þótt brezkir stjórnmálamenn tali þannig harla borginmann- lega, er hitt þó lfklegra, að þeir sjái að staða þeirra er nú á flestan hátt önnur og lakari, en hún var fyrir tveimur árum. Jafnvel úr- skurður Haagdómstólsins, sem Islendingar ekki viðurkenna, er Bretum litilvægur stuðningur. Crskurðurinn segir greinilega, þótt hann viðurkenni sögulegan rétt Breta, að Islendingar hafi forgangsrétt. Þetta þýðir, að þeg- ar takmarka verður veiðar til að vernda fiskstofnana, vikur sögulegur réttur aðkomurikisins fyrir forgangsrétti strandrikisins. Bretar geta þannig ekki einu sinni notað þennan úrskurð, sem var byggður á úreltum venjum, til að rökstyðja yfirgang á Islands- miðum. Þróun hafréttar- mdla En það er fleira, sem hefur gerzt á þessum tveimur árum en þaö, að Haagdómstóllinn hafi fellt umræddan úrskurð. Hafréttar- ráðstefnan hefur leitt greinilega I ljós sivaxandi fylgi við þá stefnu, að strandriki hafi rétt til aö taka sér allt að 200 milna efnahagslög- sögu, þar sem það hefur fullkom- inn einkarétt. Þessi viðurkenning er oröin svo sterk , að jafnvel þótt hafréttarráðstefnan misheppnist, munu mörg riki byggja á henni einhliöa útfærslu efnahagslögsög- unnar i tvö hundruð milur. Jafn- vel Bretar sjálfir eru liklegir til að gera það innan skamms tima. Sennilega liða ekki nema 1—2 ár þangað til, að öll helztu strandríki viö Norður-Atlantshaf hafa til- einkað sér 200 milna efnahagslög- sögu. Sú hraða réttarþróun, sem orð- ið hefur i þessum málum siðustu tvö árin, gerir stöðu tslands miklu sterkari nú en hún var 1973. A sama hátt hefur staða Bret- lands veikzt til yfirgangs á Is- landsmiðum. Ofveiði undir herskipavernd Það, sem skiptir þó langmestu máli, er enn ótalið. Rannsóknir og niðurstöður fiskifræðinga sýna ó- tvirætt, að aðalfiskstofninn á Is- landsmiðum, þorskstofninn, er ofveiddur og þarfnast þvi mikill- ar friðunar. Þessi friðun verður ekki veitt, nema útlendingar dragi stórkostlega úr veiðum sin- um. Forgangsréttur tslendinga til að hagnýta það, sem veiða má, er ótviræður. Þar fer saman laga- legur og siöferðilegur réttur. Ef Bretar veita togurum sinum herskipavernd til að halda áfram ofveiði á Islandsmiðum, myndi það verða með ljótari þáttum i nýlendusögu þeirra. Þeir væru þá með ofbeldi að eyðileggja af- komugrundvöll fámennrar og fá- tækrar þjóðar, sem lifir fyrst og fremstá fiskveiðum. Þaðeralveg vfst, að~ samúð annarra þjóða myndi verða með tslendingum i sliku striði. Þvi biðja Islendingar þess ókviðnir að Bretar hefji slika styrjöld. Endanleg úrslit geta ekki orðið nema á einn veg. Vegna Breta sjálfra verður að vænta þess, að þeir hugsi sig vel um, áður en þeir hefja nýtt þorskastrið við Island. Það getur aldrei orðið þeim til annars en niðurlægingar. Furðuleg krafa Það furðulega hefur gerzt, að risiöhafa upp menn, sem krefjast þess, að hér verði aftur tekin upp sama stjórnarstefna og fylgt var á árunum 1967—1970. Sú stefna leiddi til stórfelldustu kjara- skerðingarog mesta atvinnuleys- is. ísland setti þá heimsmet i verkföllum og a.m.k. Evrópumet I atvinnuleysi. Þá töpuðust 700 þús. vinnudagar vegna verkfalla og 1300 þús. vinnudagar vegna at- vinnuleysis samkv. skýrslum kjararannsóknarnefndar. I kjöl- far þessa fylgdi stórfelldur land- flótti. Jafnhliða þessu átti sér stað þrefalt til fjórfalt meiri dýr - tiðarvöxtur en i öðrum löndum Vestur-Evrópu. Ekkert var gert til að byggja upp skipaflotann eða fiskiðnaðinn á þessum árum. Svo eru til menn, sem krefjast þess, að fá þetta ástand aftur. Hvað getur það verið, sem gengur að slíkum mönnum? þ.þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.