Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 16. nóvember 1975. r~——————————————^ STÚKAN EININGIN Guiölaugur Gubmundsson Jón Ólafsson ritstjóri Góötemplarareglan hóf starf- semi sina i Reykjavik þegar stúkan Verðandi var stofnuB 3. júli 1885. Reglulegir fundir i stúk- unni voru á hverjum sunnudegi, en auk þess voru stundum auka- fundir á virkum dögum. AstæBa þótti að hafa aukafundi fyrst i staB meBan stofnandinn, Björn Pálsson, ljósmyndari, dvaldi i bænum. Félögum fjölgaði ört. Nýir menn bættust við á hverjum fundi. Þess var skammt aB biBa aB menn úr HafnarfirBi komu og beiddust inngöngu i stúkuna. Ólafur Rósenkranz sagöi þeim aö fara heim aftur og stofna sina eigin stúku i Hafnarfiröi. Svo stofnaöi hann stúkuna Morgun- stjörnuna i Hafnarfiröi 2. ágúst um sumariö. Félagar Veröandi voru strax á fyrsta sumri orönir svo margir, aö erfitt var aö finna þeim fundarstaö. Fundarsalir voru þá ekki margir i Reykjavik. Templ- arar fengu aö vera meö fundi i leikfimisal barnaskólans. 1 október var samþykkt að skipta stúkunni og stofna nýja. Skyldu allir þeir, sem höföu jafna tölu I félágsskránni, fara i nýju stúkuna en þeir, sem oddatölurn- ar höföu, vera eftir. Nýja stúkan hlaut nafnið Framtiöin. Um stúkuna Framtiöina vita menn nú harla litið. Bækur henn- ar eru týndar, svo aö helztu heimildir eru i gjöröabókum Fyrirliggjandi: Glerullar- einangrun Glerullar- hólkar Plast- einangrun Steinullar- einangrun Spóna- plötur Milliveggja- plötur Kynnið ykkur verðið - það er hvergi lægra JÓN LOFTSSONHR Hringbraut 121 fÖ 10 600 þeirra stúkna, sem störfuðu samtimis henni. „Arið 1885, þriöjudaginn 17. dag nóvembermánaöar, komu saman 14menn, er allir höföu sagztúr 13. deild hinnar óháöu reglu Good- templara hér á landi, deildinni Framtiö i Reykjavik, og höfðu fund meö sér i húsi Þorláks kaup- manns Johnsons til aö koma á nýrri deiid i Goodtemplararegl- unni hér i Reykjavik. Mætti á fundinum fulltrúi 9. deildar, deildarinnar Veröandi Ólafur Rósenkranz. Stýrði hann fundin- um og stofnaöi deildina með þeim hætti, sem venja er til og lög og reglur fyrirskipa. Deildinni var nafn gefiö og skal heita Einingin og veröur hin 14. i deildatölu reglunnar hér á landi. Deildar- fulltrúi var kosinn Jón ritstjóri Ólafsson í einu hljóði. Siöan voru kosnir embættismenn”. Þannig byrjar gjörðabók Einingarinnar. Hvers vegna þessir 14 menn yfirgáfu Framtiðina veit vist enginn. Þar voru á ferð þeir höfuðskörungar, aö óliklegt er aö eftir hafi veriö i Framtiöinni menn sem skyggðu á þá eða bældu. Meðal "þessara 14 stofn- enda voru Guölaugur Guömunds- son kandidat juris, sem kosinn var æösti templar, Valdimar Asmundsson ritstjóri og guö- fræöinemarnir Þóröur Ólafsson, Magnús Bjarnarson og Guölaug- ur Guömundsson. Deildarfulltrúinn eða umboös- maöurinn, Jón ólafsson ritstjóri var einn fremsti forvlgismaður reglunnar, þar til hann fór vestur um haf 1890. Guðlaugur æösti templar varö siöar sýslumaöur, siöast á Akureyri, og alþingis- maöur og meö tilkomumeiri þing- mönnum. Hann var faöir Soffiu leikkonu. Þóröur Ólafsson var lengi prestur vestur i Dýrafiröi. Meöal barna hans var Sigurður söngstjóri og tónskáld. Sr. Þóröur vann ævilangt aö bindindismál- um. Magnús Bjarnarson var lengst prestur á Prestsbakka. Hann var eins og sr. Þórður trúr hugsjón góðtemplarareglunnar alla ævi. Sonur hans er sr. Björn prófessor. Guölaugur Guömundsson stud. theol var siðar lengi prestur á Staö I Steingrlmsfiröi. Meðal barna hans voru Jónas skáld og Kristján ritstjóri. Guðlaugur var ekki til frambúðar i félagsskap templara. Valdimar Asmundsson var heldur ekki i reglunni nema skamma stund. Arið 1910 flutti blaöið Templar grein i tilefniþessaö Einingin var 25 ára. Ritstjóri blaösins var þá Jón Ámason. 1 greininni segir svo: „Tildrögin til stofnunar st. Einingin munu meöfram hafa veriö, að sumum í hinum stúkun- um, sem þá vom starfandi hér, þóttu menn ekki framfylgja nógu nákvæmlega lögum og fundar- sköpum, gengu þá nokkrir úr þessum stúkum i Eininguna. Tveim dögum fyrir stofnun henn- ar gengu þrir menn inn I st. Framtiöin: Guölaugur Guö- mundsson, Jón Ólafsson og Valdi- mar Asmundsson og tóku næsta dag lausnarmiöa og geröust stofnendur Einingarinnar”. Jón Arnason lagöi mikla rækt viö táknmál reglusiöa og raunar dulfræöi almennt. Þeir sem vildu fylgja lögum og fundarsköpum nákvæmlega, munuhafa átt sam- úö hans. Ætla verður aö hann hafi vitaö full skil á þvi, að þessir þrir nafngreindu menn hafi gengiö i Framtiðina 15. nóvember. Þar munu þeir allir hafa komiö sem nýliöar i Góðtemplarareglunni, þvi aö þeirra er aö engu getiö i Veröandi, en i Reykjavik höföu þeirdvaliztþá mánuöi, sem liönir voru frá þvi fyrsta stúkan á Islandi var stofnuð. Þó mætti vera aö Jón Ólafsson heföi haft einhver kynni af félagsskap templara erlendis. En hér hefur ekki veriö hikaö. Þeir félagar ganga i Framtiöina 15. nóvem- ber, sem var sunnudagur, og þar meö reglulegur fundardagur stúknanna. strax á mánudaginn fá þeir lausnarmiöa, og þeir hafa með sér 11 menn aðra úr Framtiöinni til aö stofna Eining- una næsta dag, þriöjudaginn 17. nóvember. Og þar uröu þeir Jón Ólafsson og Guölaugur Guö- mundsson mestir ráöamenn fyrstu misserin. Guölaugur gekk aö vísu úr Einingunni og i Verð- andi haustiö eða sumariö 1888, en ekki veröur séö aö þaö hafi stafaö af missætti eöa óánægju meö Eininguna. Stúkan Framtiðin átti sér ekki langa sögu úr þessu. Hún starfaöi aö visu allt áriö 1886, en I ágúst 1887 samþykkti hún aö skila stofnskrá og hætta störfum. Félagar hennar, þeir sem vildu halda tryggö viö regluna, munu allir hafa gengið í Veröandi. Stúkurnar vildu allar hafa fundi á sunnudögum. Þaö var að visu bannaö á þeim árum aö templarar heföu fundi á helgum dögum. Þau fyrirmæli munu is- lenzkir templarar ekki hafa þekkt i fyrstu, enda báöu þeir um undanþágu, þegar þeir vissu um þau. Veröandi og Framtiðin höföu fundi sina á sama staö I þáver- andi barnaskóla, siöar pósthúsi og lögreglustöö. Einingin var stofnuö I húsi Þorláks 0. John- sens kaupmanns, Lækjargötu 4. Fyrstu mánuöina mun Einingin hafa haft fundi sina þar, en i janúarlok var tilkynnt á fundi, aö 18 menn úr Einingunni heföu tek- iö miöhlutann af Glasgow á leigu og „bjóða deildinni endurgjalds- laustfundapláss, en annazt veröi deildin hita, ljós og ræstingu á fundarsal.” Þessu boöi var tekiö. Glasgow var verzlunarhús við Vesturgötu. Enskur kaupmaöur, P.Æ. Hendersen, lét byggja þaö 1862, og var þaö þá talið stærsta hús á Islandi, 40 álnir á lengd og 20álnir á breidd (25x12.5m), tvær hæöir á steinlimdum kjallara. Miöja hússins var i fyrstu verzlunarbúö, en þegar hér var komiö sögu, var hún fyrir löngu oröin gjaldþrota. Þarna haföi Einingin fundi sina, unz hún flutti i templarahúsið. En af Glasgow er þaö aö segja aö húsiö brann 18. april 1903. Þar var ekki byggt aftur, og er þar nú bilastæöi. Um fundardaga Einingarinnar er hins vegar þaö aö segja, . aö þeir voru sunnudagar fram i maí 1890 en þá voru fundir færöir á fimmtudaga. Um áramótin 1902-03 voru svp fundirnir færöir á miðvikudaga þar sem bæjarstjórnin leigði hús- ið til sinna funda á fimmtudögum. Allar stúkur voru i vandræöum meö húsnæöi. Þaö voru engin fundahús til. Stúkan Morgun- stjarnan I Hafnarfiröi varö fyrst til aö koma sér upp húsi. Hún byggöi fyrsta góötemplarahús á tslandi. Þaö var vigt fyrir jólin 1886. Þaö var öll von til þess að templarar hugsuöu fljótt til hús- byggingar. Þá vantaöi fundahús. Þegar Einingin var 25 ára, var gefið út litið rit til. „minningar starfsemi og framsóknar á liön- um aldarfjóröungi”. Þar er byggingarsaga templarahússins i Reykjavík sögð á þennan hátt: „Auk þess aö vinna vel, hafði stukan þegar i upphafi þann ásetning að vinna lengi. En til þess aö þaö gæti oröiö, áleit hún eitt hið fyrsta og helzta skilyrði, aö tryggja sér öruggan samastað, — eignast hús, sem hún gæti gert aö heimili slnu. Og þegar á öðrum fundi hennar var, ekki aðeins vakiö máls á þessu, heldur einnig stigiö spor f áttina til, aö svo mætti veröa, sem allra fyrst. Þetta var þó æöi djarft fyrir nýja og félausa stúku, einkum þar sem þaö var jafnframt áskiliö, aö húsiö yröi að vera veglegt og kosta þús. kr. En hér sannaö ist: sé viljinn sterkur er verkiö létt, allar hindranir uröu að vikja úr vegi fyrir áhuga og kappgirni stúkunnar. Þær stúkur, Veröandi •nr. 9 og Framtiðin nr. 13, sem voru I Reykjavik, þegar Einingin var stofnuð, höföu einnig siöar húsbyggingarmál á dagskrá sinni. Þá var áformið, aö þessar 3 stúkur byggöu i sameiningu. Einingin var þeirra yngst og barnslundin rikust í huga hennar en barnslundin er bráö. Þær eldri vildu safna fé og byggja svo eftir 2-3 ár. Einingin vildi byggja undir eins og safna fé á eftir. Úrslitin uröu þau, aö Einingin samþykkti á fundi 27. janúar 1887, aö byggja ein sér. Á þeim fundi fékk hún tilboö um efniviö og smiöalaun allt aö 3200 kr. ásamt ábyrgö einstakra manna fyrir endurgjaldi á af- borgun og vöxtum, allt aö 5 árum, ef meö þyrfti. Húsiö var ákveöiö 28 álnir langt, 12 áln. breitt og 7 áln. undir loft og skyldi vera fullsmiöaö 1. dag ágústm. 1887. Hinn 29. jan. s.á. var fengin út- mæling fyrir hússtæöi i tjörninni, suöur af Alþingishúsinu. Uppfylling og grunnur var áætlað aö mundi kosta um þús. kr. Þá var sjóöur stúkunnar og hennar hluti af sameiginlegum byggingarsjóöi kr. 500.89, en þó var húsiö aö fullu borgaö 7. mars 1893. Hinn 29. jan. var samþykkt, aö bjóöa st. Veröandi og st. Framtiöin sameigin'i húsinu aö áskyldu sama framlagi og ábyrgö, en þær höfnuðu. Hinn 14. febr. var byrjaö á uppfyllingu i tjörninni undir húsiö. Félagar stúkunnar höföu þá boöiö 112 dagsverk i þvi skyni. Alls voru gefin yfir 200 dagsverk, enda mátti heita,aö þá væri „móöins” hjá æöri sem lægri, aö draga möl, leir eöa grjót aö hús- byggingarstæöinu. Þegar is leysti upp um voriö var tekiö að grafa fyrir grunni i hinu nýmyndaöa þurrlendi, efnivið ekiö þangaö og eftir aö grunnurinn var albúinn var býrjaö á smiöi. 1 fögru veöri hinn 12. júli var byrjaö aö reisa grindina. Smiðir voru aöeins 2 og bjuggust þeir við aö ljúka þvi verki næsta dag, en um kvöldiö safnaðist þangaö svo mikiö af mönnum, sem vildu „leggja hönd á plóginn”, aö grindin var fullreist rúmlega einni stund eftir miönætti. Þeir, sem aö þessu unnu, voru allt að einu félagar hinna stúknanna, sem stúkunnar Einingarinnar og jafnvel menn utan reglunnar, svo mikilli samhyggð mætti fyrir- tækiö. A næstu fundum hinna stúknanna komu fram raddir um sameignarviöleitni sem leiddi til þess, aö nefnd var skipuð i öllum stúkunum, til aö gera tillögur um sameignar-samning. Þessu var lokið 29. júli og samningurinn samþykktur i öll- um stúkunum. Aöalefni þessa samnings er: Hús þaö er st. Einingin hefur látiö reisa, skal vera óslitanleg sameign stúknanna Einingar- innar, Framtiðarinnar og Veröandi. Eignarrétt yfir húsinu má ekki afsala öðrum né leggja á þaö nokkur heimildarbönd, er hamli afnotuin stúknanna, nema .^3 Staliækni sf. SlÐUMÚLA 27 - SlMI 30662 Alhliða járnsmíði Rennismíði : Viðgerðir JOLAMATARPAKKAR Viljum vekja athygli utanbæjar- manna á sendingaþjónustu okkar á jólamatarpökkum til vina og ættingja erlendis. Sendið okkur heimilisfang bréflega eða símleiðis Blönduhlíð 2 - Sími 16086

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.