Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 37

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 37
TÍMINN Sunnudagur 16. nóvember 1975. 37 Setjið upp hjálmana, Þjóðverj- arnir koma! Geölæknar' og heilaskurösér- fræöingar ýmissa ianda ráöast á starfsbræöur sina i Þýzkalandi, af þvi aö þeir vilja leggja heila kynferöisafbrotamanna og eitur- efnasjúklinga undir hnifinn. Sænski geðlæknirinn dr. Harald Fodstad talar um „ábyrgðarlaus- ar tilraunir með fólk”. Hinn brezki starfsbróðir hans dr. Kenneth Bridges álitur þær „álitshnekki fyrir gjörvalla læknastéttina”. Tilraunir þýzkra geðskurðlækna til að lækna eitur- lyfjaneytendur, áfengissjUklinga og kynferðisafbrotamenn með uppskurðum, eru mjög ádeildar af visindamönnum annarra landa. A „4. heimsráðstefnu geð- læknandi skurðlækninga” i Madrid varaði bandariski pró- fessorinn Elliot Valenstein við af- leiðingum „þessara tilrauna- kenndu uppskurða, þar sem þýzk- ir starfsbræður okkar vita alls ekki hvað þeir eru að gera”. Með rafmagnshöggi eyðileggja heilaskurðlæknar með svokölluð- um „stereotaktiskum” uppskurði nokkra rúmmillimetra djúpt i heilavefnum, til þess að breyta persónuleika sjUklingsins. I Hamburg, Göttingen og Hom- burg/Saar létu fleiri en 70 manns spenna sig i stálþvingu tauga- skurðlæknanna. Menn, sem höfðu svivirt börn, menn haldnir sýnd- arbrjálæði (exhibitionistar), nauðgarar, áfengissjúklingar og eiturlyfjaneytendur. Gagnrýni á tilhneigingunni til ,,að leysa sálræna vansköpun með hnifum” — eins og læknaritið „selecta” kallar það — kemur aðallega frá kynferðisvisinda- mönnum. A tólftu ársráðstefnu sinni i Braunschweig 9. til 11. október var mest áherzla lögð á umræður um „stereotaktiska uppskurði á afbrotamönnum”. Próf. Eberhard Schorsch frá kyn- ferðisrannsóknastofnuninni i Hamborg sagði: „Að okkar áliti verður að hindra þá tilhneigingu að meðhöndla kynferðistruflanir með skurðlækningum”. Reyndir heilasérfræðingar i Evrópu og Bandarikjunum taka undir mót- bárur kynferðisvisindamann- anna. Rök þeirra eru: Við vitum of litið um mannsheilann, til þess að geta tekið ábyrgð á slikum uppskurðum. Það eru engar sannanir fyrir hendi um að sjúk - leg löngun og sjúkleg kynhneigð læknistmeð þvi að eyðileggja viss svæði i heilanum. Ahættan við uppskurðinn er ekki í neinu hlutfalli við mögu- leikana á árangri. Hættan á að til aukaverkana eða siðbúinna skemmda komi er mjög mikil. Mótstætt við kenningar heila- skurðlækna er ástæðan fyrir verknaði nauðgara og sýndar- brjálæðinga ekki afbrigðileg kyn- hvöt, heldur miklu frekar óvenju- legir erfiðleikar i umgengni við fólk. Athuganir á hegðun og sál- greiningu eru mögulegar aðferðir til lækninga. Próf. F.W.L. Kerr frá Mayo-sjúkrahúsinu i Bandarikj- unum gefur til kynna, að tilraunir sinar með rottur, sem þýzkir geð- skurðlæknar benda gjarnan á, leyfi ekki „undir nokkrum kring- umstæðum” ályktanir um menn, og séu ekki til þess fallnar að byggja á þeim heilaaðgerðir. Starfsbróðir hans Valenstein sagði á ráðstefnunni i Madrid: „Mér er spurn, hvaðan hinir þýzku starfsbræður okkar hafa fengið hugrekki til að byrja yfir- leitt á slikum aðgerðum. Ég ætti eiginlega að vera hér með hjálm, — hver veit nema þeir geri til- raunir með mig.” FRAMSÓKNARVIST OG DANS að Hótel Sögu (Súlnasal) miðvikudaginn 19. nóvember kl. 20.30 Húsið opnað kl 20:00 Framsóknarfélag Reykjavikur Guðmundur Þórarinsson verkfræðingur flytur dvarp Baldur Hólmgeirsson stjórnar Ánægjuleg kvöldskemmtun fyrir alla fjölskylduna Auglýsið í Tímanum A aö setja kynferöisafbrota7 menn og áfengissjúklinga undir hnifinn? „Uppskurðirnir eru álitshnekkir fyrir gjörvallt vis- indasvið okkar,” segja margir læknar. BOSCH COMBI borvélin með mörgu aukahlutina Hjólsög Stingsög Smergelskífa Hekkklippur þessir aukahlutir passa jafnvel á aðrar gerðir borvéla. (u/wai h.f. Reykjavík Akureyri Umboðsmenn víða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.