Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 32

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 32
32 'TÍMINN Sunnudagur 16. nóvember 1975. Dekurbarnið (írskt ævintýri) Einu sinni bjuggu rik hjón, sem hétu Duirmuid og Mella, i kastala nálægt Erne-vötnunum á ír- landi. Þau áttu eina dóttur barna. Hún hét Aisling og var yndi for- eldra sinna og eftirlæti. Hún var lika allra barna laglegust, og þau létu allt eftir henni. Afleið- ingin varð sú, að Aisling litla hugsaði aðeins um sjálfa sig. — Elsku, hjartans barnið okkar verður að fá allt sem það vill, var móðir hennar vön að segja. — Já, sagði faðirinn og kinkaði ákaft kolli. — Hún er eina barnið okk- ar, og við verðum að sjá til þess að hún þurfi aldrei að horfa upp á eymd eða þjáningar. Við erum sem betur fer nógu rik til þess að uppfylla óskir hennar. En það verður sannarlega erfitt að finna eiginmann við hennar hæfi. — Hún verður að gift- ast rikum og myndar- legum manni, sagði þá móðirin. — Manni, sem aldrei neitar henni um nokkurn hlut. Það var aðeins ein manneskja i kastalan- um, sem gat haft áhrif á Aisling. Það var Ina móðursystir hennar. Hún gerði sér grein fyrir þvi, að stúlkan var gjör- spillt af eftirlæti. Hún skildi lika skapgerð hennar og vissi, að i eðli sinu var hún bæði ljúf og góð. — Heyrðu, Aisling, sagði Ina eitt sinn. — Reyndu að muna, að þú ert ekki ein i heiminum. — Ég veit það vel, svaraði Aisling. — En pabbi og mamma segja að ég eigi ekki að vera að brjóta heilann um það, hvemig öðrum lið- ur, ég eigi bara að hugsa um sjálfa mig. — Jæja, góða, sagði Ina og stundi þungan. — Gætirðu samt ekki reynt að vera dálitið betri og hugulsamari við aðra? í morgun kom ég að vesalings Leliu grát- andi, vegna þess að þú hafðir verið svo vond við hana. — Nú, hún getur sjálfri sér um kennt. Hún var svo vitlaus að færa mér bláan kjól i staðinn fyrir rauðan, sagði Aisling með fýlu- svip. — Hún hefur þjónað þér dyggilega siðan þú varst barn, sagði þá Ina, — og þú ættir að vera henni þakklát i stað þess að hella yfir hana skömmunum sýknt og heilagt. — Þú ert alltaf að gagnrýna mig, svaráði Aisling, og samt þykir mér gott að tala við þig. Liklega verður maður leiður á sifelldri bliðmælgi og finnst tilbreyting i svona nöldri. — Jæja, sagði Ina og gat ekki að sér gert að hlæja. — Er ég svona slæm? Siðan leit hún út um gluggann og sagði: — Þarna sé ég Ronan á hestinum sinum. Hann er greinilega að biða eft- ir þér. — Iss, sagði Aisling. — Hann getur beðið. Ronan var sonur ann- arra rikra hjóna, sem bjuggu þarna skammt frá. Hann var einbirni, eins og Aisling og þau höfðu leikið sér saman frá barnæsku. Þótt Ronan væri eldri en Aisling var það ævinlega hún, sem valdi leikina og réð ferðinni. Árin liðu og Aisling og Ronan voru nú orðin fullorðin. Hún var jafn- vel ennþá fallegri núna en hún hafði verið sem barn. Ronan var lika mjög glæsilegur, ungur maður og hann var hvers manns hugljúfi. En hann var ákaflega einmana, þvi að hann hafði misst báða for- eldra sina, meðan hann var enn bam að aldri. Ronan elskaði Aisling og vildi ekkert fremur en að giftast henni, en hún kaus að vera áfram dekurbarn foreldra sinna og leit ekki við honum. Dag nokkurn tóku Ina og Ronan tal saman. — Þú ert einmana, Ronan sagði Ina. Ef ég væri i þinum sporum, færi ég i ferðalag og litaðist um i veröldinni. — Þú hefur liklega rétt fyrir þér, svaraði Ronan. — Aisling vill ekki giftast mér og þess vegna er ekkert þvi til fyrirstöðu að ég fari burt. — Sendu mér linu öðru hvoru, sagði Ina, — og ég skal reyna að senda þér fréttir héðan. En vertu ekki of lengi i brutu. Þú mátt ekki gleyma þvi, að írland er ættland þitt. — Haföu ekki áhyggj- ur af þvi, svaraði hann. — Ég kem áreiðanlega aftur. Ég ætla að biðja hann Connel, sem er trúr og tryggur þjónn minn, að lita eftir jörð- inni fyrir mig. — Og ég skal sjá til þess að allt gangi sinn gang innan dyra, lofaði Ina. Skömmu siðar hélt Ronanaf stað i ferðalag- ið og kvaddi ekki nokk- urn mann. Dag nokkurn bað Aisling Inu frænku sina að senda eftir Ronan, þvi hana langaði i út- reiðatúr. — Ronan kemur ekki, svaraði Ina. — Kemur ekki, át Aisling upp eftir henni. —Auðvitað kemur hann, ef ég krefst þess. — Hann er farinn til útlanda sagði Ina. — Hvers vegna sagði hann mér ekki að hann væri að fara? Og hvers vegna kvaddi hann mig ekki? spurði Aisling. Hún var orðin náföl, og henni leið greinilega ekki vel. — Hefði þér ekki verið nákvæmlega sama? spurði Ina næstum þvi hæðnislega. Aisling flýtti sér út úr herberginu, og nokkru seinna fann Ina hana hágrátandi úti i garði. Ina var ákveðin i að lækna Aisling af eigin- girninni. Hún vissi sem var, að stúlkan myndi aldrei eignazt sanna vini og yrði ekki hamingju- söm, fyrr en henni hefði lærzt aðhugsa meira urri aðra og minna um sjálfa sig. Með þetta i huga fór hún á fund gamallar konu, sem hún hafði þekkt frá þvi að hún var barn að aldri. Þessi. Þessi gamla kona hét Lasar og var fjölkunnug. — Hvað get ég gert fyrir þig? spurði Lasar, þegar hún hafði boðið Inu sæti. — Mig langar til þess að biðja þig að beita töframætti þinum til þess að mýkja hjarta Aisling frænku minnar og gera hana betri og hugulsamari. — Það get ég, svaraði Lasar. En þá verður hún lika að horfast i augu við eymd og hættu og leggja sitt af mörkum til þess að hjálpa bágstöddum og bjarga þeim, sem i lifsháska lenda. — Hvernig i ósköpun- um á að koma þvi I kring? spurði Ina og var nú orðin vondauf um að henni tækist að hjálpa frænku sinni. — Foreldr- ar hennar hafa frá upp- hafi hlift henni við öUu, sem óþægilegt gæti talizt. — Eru foreldrar hennar heima núna? spurði Lasar. — Nei, svaraði Ina. Þau fóru að heimsækja vini sina og koma ekki aftur á næstunni. — Hvers vegna fór Aisling ekki með þeim? — Þau báðu hana að koma lika, en hún vildi heldur vera heima, og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.