Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 16.11.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 16. nóvember 1975. LÖGREGLUHA TARINN 68 Ed McBain Þýðandi Jaraldur Blöndal V-- J friinu litu upp á kirkjuturninn. Flestir hröðuðu sér áfram með álútu höfði til að hlífa andlitinu við kuldan- um. — Dom virðist eitthvað seinn fyrir, sagði Meyer. . — Littu á aumingja Tony, sagði Kling. — Hann virðist búinn að fá örvæntingarkast. — Hláturinn ískraði i Meyer. Bílmiðstöðin var í gangi og Meyer var svef nþungur og sl jór og leið auk þess mjög vel. Hann öfundaði La Bresca ekki af því að standa við hornið. — Hver er áætlunin, spurði Kling. — Við handtökum Dom um leið og þeir hafa rætt saman og kvatt hvorn annan. — Bezt væri að góma þá báða, sagði Kling. — Hvaða kæra gæti staðizt? — Við heyrðum að La Bresca er að undirbúa glæpa- verk, ekki satt? Það flokkast undir fyrirhugað afbrot, grein 580. — Heldur vil ég komast að því hvað hann hyggst f yrir og grípa hann svo glóðvolgan. — Ef hann er í slagtogi við heyrnardaufa manninn hef ur hann þegar framið tvo glæpi. Hvorugur glæpurinn telst léttmeti. — EF hann er þá í slagtogi við hann. — Heldur þú að þeir séu saman á báti? — Nei. — Ég er ekki viss, sagði Kling. — Kannski góði, gamli Dom segi okkur það. — Ef hann lætur þá sjá sig. — Hvað er klukkan? — Tuttugu mínútur í, svaraði Kling. Meyer hummaði. Þeir fylgdust enn með La Bresca. Hann æddi nú um hálf u óstyrkari en fyrr og barði sér til að halda á sér hita. Hann var í sama f rakkanum og hann hafði klæðzt daginn sem hann sótti nestisskrínuna í skrúðgarðinn. Skórnir og trefillinn voru einnig þeir sömu. — Sjáðu þarna, sagði Meyer skyndilega. — Hvað er það? — Hinum megin götunnar, bíllinn sem er að leggja þarna... — Huh? — Það er Ijóshærða stúlkan, Bert. Hún er á sama svarta Buickinum. — Hvernig komst HÚN í spilið? Meyer setti bifreiðina í gang. La Bresca var þegar bú- inn að koma auga á Buickinn. og gekk hratt í átt að hon- um. Leynilögreglumennirnir sáu stúlkuna hnykkja til Ijósum hattinum áður en hún hallaði sér til hliðar og opn- aði bílhurðina farþegamegin. La Bresca settist upp f bíl- inn, sem þegar þautaf stað út í umferðariðuna. — Hvað gerum við nú, spurði Kling. — Við eltum auðvitað. — Hvað um Dom? — Kannski ætlar stelpan að aka La Bresca til fundar við hann. — Kannski og kannski ekki. — Hverju höfum við að tapa, spurði Meyer. — Við gætum misst af Dom, svaraði Kling. — Þökkum guði fyrir það að við erum ekki fótgang- andi, sagði Meyer og sveigði bifreiðina út í umferðarið- una. Þetta var elzti hluti bæjarins. Göturnar voru þröngar og byggingarnar þrengdu sér inn á gangstéttirnar. Fót- gangandi menn fóru yfir göturnar skipulags laust þar sem þeim hentaði. Enginn sinnti umferðarljósum. Menn skutust í veg fyrir bílana með augljósri æf ingu og sinntu ekki slysahættunni. — Gaman væri að sekta alla fyrir aðgæzluleysi og óvarkárni, muldraði Meyer. — Misstu ekki af Buickinum, sagði Kling aðvarandi. — Ég er enginn viðvaningur í þessu starfi, sonur. — Þú misstir af sama bíl fyrir aðeins tæpri viku, svaraði Kling. — Þá var ég FOTGANGANDI. — Þau taka vinstri beygju, sagði Kling. — Ég sé þau. Buick bifreiðin tók svo sannarlega vinstri beygju út á breiða akbraut, sem iá yf ir Dix ána. Áin var klakabundin frá einum bakkanum til annars. Slíkt hafði aðeins hent tvisvar áður í allri sögu borgarinnar. Umferð frá höfn- inni var nær engin og þunnur snjóhjúpur huldi klaka- böndin á ánni. Hvass vindurinn gnauðaði i trjánum sitt hvorum megin akbrautarinnar. Stór og þung Buick bif reiðin virtist jafnvel berjast áf ram gegn veðurguðun- um. Ljóshærða stúlkan var ekki viðvaningur i akstri. Loks kom þar að hún lagði bílnum við vegarkantinn og drap á vélinni. Hljótt var á akbrautinni ef frá var talið nauð vindsins. Dagblaðsslitrur svifu um loftið eins og ----------------^—7--------------------- Ég veit þaö eins þVj aðeins á hans hluta og ég veit aö þiö Mongo eru svona Eitthvaö small i vatnið! Djöfull sá eitthvaö, sennilega fiskur eöa eitthvað. ^ Sunnudagur 16. nóvember 8.00 Morgunandakt Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorö og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Messa i Es-dúr eftir Schubert. Pilar Lorengar, Betty Allen, Fritz Wunder- lich, Manfred Smith, Josef Greindl og Heiðveigarkór- inn syngja með Fil- harmoniusveit Berlinar: Erich Leinsdorf stjórnar. b. Sellókonsert i D-dúr eftir Haydn. Jacqueline du Pré og Sinfóniuhljómsveitin i Lundúnum leika: Sir John Barbirolli stjórnar. 11.00 Messa i Langholtskirkju Prestur: Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Organ- leikari: Jón Stefánsson. 12.15 Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 islenzku selastofnarnir Sólmundur Einarsson fiski- fræðingur flytur hádegiser- indi. 14. Staldrað við i Þistilfirði — annar þáttur Jónas Jónas- son litastum og epjallar við fólk. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá Mozarthátföinni i Salzburg s.l. sumar.Bettina Cossack, Eberhard Buchner, Wolf- gang Bellon, Istvan Gati, Vaclav Hudecek og Mozart- hljómsveitin i Salzburg flytja tónlist eftir Mozart: Gerhard Winberger stjórn- ar. a. Sinfónia i D-dúr (K95). b. Fiðlukonsert i A-dúr (K219) c. Forleikur og kvartett úr óperunni ,,Lo Sposo Deluso” (K430). d. Sinfónia i C-dúr (K425). 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Framhaldsleikritið: „Eyja i hafinu” eftir Jó- hannes Helga IV. þáttur: „Lyngið er rautt”. Leik- stjori: Þorsteinn Gunnars- son. Personur og leikendur: Murtur... Arnar Jónsson, Hildigunnur... Jónina H. Jónsdóttir,Séra Bernharð... Sigurður Karlsson, Læknir- inn... Þorsteinn ö. Stephen- sen, Klængur... Jón Sigur- björnsson, Liðsforingi... RUrik Haraldsson, Úlfhildur Björk... Valgerður Dan, Al- vilda... Guðrún Þ. Stephen- sen. Aðrir leikendur: Sigrún E. Björnsdóttir, Sigurður Skúlason, Róbert Arnfinns- son og Helgi Skúlason. 17.10 Tónleikar 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Drengurinn i gullbuxun- um” eftir Max Lundgren Olga Guðrún Árnadóttir byrjar lestur þýðingar sinn- ar. 18.00 Stundarkorn með píanó- leikaranuin Walter Giesek- ing Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Bein lina Umsjónar- menn: Fréttamennirnir Kári Jónasson og Vilhelm G. Kristinsson. 20.30 tslenzk tónlist a. Strengjakvartett (1968) eft- ir Þorkel Sigurbjörnsson. Staulesco-kvartettinn leikur b. Kvintett fyrir blásara eft- ir Jón G. Asgeirsson. Blásarakvintett Tónlistar- skólans i Reykjavik leikur. c. Adagio f. flautu, hörpu, pianó og strengjasveit eftir Jón Nordal. Börje Marelius, Anna Stangberg, Ragnar Dahl og Sinfóniuhljómsveit sænska útvarspins leika: HerbertBlomstedt stjórnar. 21.00 „A grænnni grein”, smásaga eftir Einar Kristjánsson frá Hermund- arfelli. Steinunn S. Sigurð- ardóttir les. 21.20 Organleikur og einsöng- ur i kirkju Filadelfiusafnað- arins i Reykjavik. Organ-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.